Hámhorfið: Hvað eru prestar landsins að horfa á? Dóra Júlía Agnarsdóttir skrifar 31. mars 2024 11:31 Lífið á Vísi ræddi við presta í Hámhorfinu. SAMSETT Sunnudagar eru sjónvarpsdagar á mörgum heimilum og má gera ráð fyrir því að margir nýti páskafríið í gott hámhorf. Lífið á Vísi heldur áfram að heyra í fjölbreyttum hópi fólks varðandi hvað það er að horfa á þessa dagana og í dag, á páskadegi, fáum við að heyra frá nokkrum prestum landsins. Séra Jóna Hrönn Bolladóttir, sóknarprestur í Vídalínskirkju: Jóna Hrönn Bolladóttir. Aðsend „Þetta er frábær áskorun fyrir mig að vera með í þessari umfjöllun því ég sest nánast aldrei fyrir framan sjónvarpið. En ég á reynslu af hámhorfi frá síðasta sumarfríi þar sem við karlinn minn fórum á húsbílnum til Evrópu. Þá fann ég þætti sem heita Young Sheldon og fjalla um lítinn ofvita í Bandaríkjunum. Hann er alinn upp af föður sem elskar bjór og íþróttir og móðir hans er grandvör og vönduð trúkona sem starfar sem ritari í kirkjunni þeirra. Ég elska þessa þætti, þar eru svo brilljant skemmtileg guðfræðiþemu, þar sem Sheldon rökræðir stundum beint af kirkjubekknum við prestinn í kirkjunni sem getur verið ferlega gremjulegur og okkar vísindahyggju drengur stillir honum oft á tíðum svo skemmtilega upp við vegg. Svo elskar Sheldon mömmu sína svo mikið og ber svo mikla virðingu fyrir hennar trú og viðhorfum sem hjálpa líka hans röskun og kvíða í dagsins önn. Svo á hann ömmu sem er ekkert nema ósvífnin og Sheldon með allt sitt regluverk verður að veita henni aðhald. Ég mæli eindregið með þessum þáttum ef fólk vill hlæja upphátt og þetta er líka afar góð afþreying fyrir presta.“ Séra Matthildur Bjarnadóttir, prestur í Vídalínskirkju: Matthildur Bjarnadóttir prestur. Aðsend „Af því að ég vinn svo oft um helgar á ég frí á mánudögum í staðinn. Þá sendi í mann og börn út úr húsi og hlamma mér svo í sófann og leyfi mér að horfa á eitthvað áður en ég hlunkast af stað að takast á við þvottafjallið eftir vikuna. Það hámhorf sem ég hef notið hvað mest var að horfa á allar seríurnar af The Crown. Ég lifði mig þvílíkt inn í þetta og það var líka gagnlegt að verða örlítið betur að sér í sögu Bretlands sem auðvitað teygir anga sína víða um heim. Allar trúarlegu tengingarnar og innsýnin inn í kirkjusögu Bretlands hitti auðvitað í mark hjá mér líka… Svo verð ég reyndar að vera á sama tíma heiðarleg og viðurkenna að ég horfði á margar seríur af the Vampire Diaries þegar ég var síðast í fæðingarorlofi. Ég ber það auðvitað fyrir mig að hafa ekki verið með réttu ráði svona ósofin með ungabarn en sannleikurinn er sá að mér fannst þetta bara alveg geggjað stöff og er að hugsa um að hætta að skammast mín fyrir það!“ Séra Sindri Geir Óskarsson, sóknarprestur í Glerárkirkju: Sindri Geir Óskarsson. Aðsend „Það er mjög sveiflukennt yfir árið hvað ég horfi mikið, það minnkar þegar líður á veturinn og fer að birta til, þá er eins og lesturinn taki frekar völdin. En fyrir nokkrum vikum lögðumst við hjónin í Reacher inni á Prime, eðal hasar með fínum söguþræði og hélt góðri spennu alveg í gegn. Ef ég næ að horfa sjálfur án konunnar vel ég gjarnan eitthvað Sci Fi, hún er ekki til í neitt sem gerist í geimnum. Rétt fyrir áramót slátraði ég The Orville í annað sinn. Þetta er ákveðið Tribute til þess sem StarTrek var en allt nýtt úr þeirri átt er því miður rusl. Í Orville birtist okkur ákveðin birtingarmynd þess góða samfélags sem við viljum öll stefna að, en erum ekki búin að ná, það er vonarboðskapur um að það muni takast að byggja betri heim en þann sem við búum við, en að staðan eins og hún er núna séu fæðingarhríðirnar. Þetta mun takast. Svo það er ekki bara heilalaus hasar og geislabyssur þótt það sé líka í bland. Svo þegar kemur að bíómyndum var ég að vinna mig í gegnum Purge seríuna. Fólk horfi á eigin ábyrgð en þarna er ákveðinn spegill á samfélagið okkar. Get ekki sagt að ég mæli með fyrir hvern sem er, en mér finnst gaman að pæla í trúarlegu undirtónunum og skoða hvernig við sjáum evangelískarkirkjur í Bandaríkjunum bera með sér element sem eru ekki langt frá þessum horror.“ Séra Hjördís Perla Rafnsdóttir, sjúkrahúsprestur á Landspítala: Hjördís Perla Rafnsdóttir. Aðsend „Það er rosalega erfitt fyrir mig að tala um „hámáhorf“ miðað hvernig takturinn í mínu lífi hefur verið síðustu misseri. Við hjónin njótum þess þó mikið að leggjast upp í 2* einbreiðu rafmagnsrúmin okkar og kveikja á sjónvarpinu inni í svefnherberginu þegar allt er komið í ró. Ég veit, þetta stingur í augun, rafmagnsrúm og sjónvarp í hjónaherberginu. Smá svona 65+ stemning en það hentar mjög vel eins og staðan er í dag Þannig að ég komi að því sem ég er að horfa á þessa dagana. Ég næ ekki oft að klára heila seríu af sjónvarpsefni en síðasta efni sem náði mér var The Gentlemen á Netflix. Hef að öllu jöfnu haft mikið dálæti af Guy Ritchie og var spennt að sjá þessa þætti og mér þótti þeir mæta þeim væntingum sem ég hafði. Aðrir þættir sem mér finnst lofa virkilega góðu eru þættir sem heita Shōgun. Ég viðurkenni reyndar að ég þarf að vera vel upp lögð og ekki of krumpuð eftir vinnuna til að þola þá þætti því það er svolítið um ofbeldi og myrkur. Ég hrífst almennt mest af þáttum/bókum/kvikmyndum sem hafa sögulegt gildi og hefur mér þótt mjög áhugavert að horfa á Turning Point þættina sem núna eru á Netflix. Ég vil meina að það sem heldur mér vakandi lengur en 30 mín verður að teljast gott efni og þar hafa þessir þrír þættir áorkað uppá síðkastið. Mæli með!“ Séra Guðrún Karls Helgudóttir, sóknarprestur í Grafarvogi og frambjóðandi í biskupskjöri 2024: Guðrún Karls HelgudóttirFacebook „Ég horfi þó nokkuð á sjónvarpsþætti þegar ég vil slaka á og oftar en ekki er ég þá að prjóna um leið. Þetta stutta form hentar mér vel því þá þarf ég ekki að taka pásu þegar ég get ekki horft á mikið í einu. Góðir þættir eru fyrir mér svolítið eins og góðar bækur, það getur næstum því verið sorglegt að ljúka við góða þáttaröð. Helst horfi ég á þætti sem fjalla um samskipti fólks og tengsl og ekki er verra ef beittur og jafnvel svolítið dökkur húmor fylgir með. Dæmi um fyndna þætti sem bjóða upp á einstaka persónusköpun en um leið skarpa sýn á tengsl og mannlega breyskleika eru annars vegar Parks and Recreation og hins vegar Schit´s Creek. Ég hef horft á þessar þáttaraðir nokkrum sinnum og það er alltaf eins og að hitta góða vini að horfa á þær aftur. Þó verður að líða góður tími á milli. Nýlega horfði ég á tvær þáttaraðir af White Lotus. Þeir voru mjög góðir, hæfilega listrænir og með óvenjulegum persónum og sjónarhorni á lífið. After life með og eftir Ricky Gervais eru þættir sem ég horfði á fyrir stuttu og heilluðu mig alveg. Þeir fjalla um sorg, missi, von og trú á svo djúpan og fallegan hátt en húmorinn er þó aldrei langt undan. Enda getur vandaður og góður húmor verið besta leiðin til að fjalla um og lýsa sorg og áföllum. Nýlega horfði ég líka á þætti sem heita Julia og þar datt ég næstum því í hámhorf því þeir voru svo góðir. Þeir fjalla um sjónvarpskokkinn Julia Child sem var frumkvöðull í sjónvarpssögu Bandaríkjanna. Persónusköpunin, leikurinn og leikaraúrvalið fær allt topp einkunn frá mér. Nýlega fékk ég mér áskrift af sjónvarpi símans því mig langaði að horfa á nýja íslenska þætti. Þar á meðal var þáttaröðin Venjulegt fólk sem mér fannst virkilega góð enda fjallar hún um samskipti og tengsl og fólk sem er með húmor fyrir sjálfu sér.“ Séra Elínborg Sturludóttir, prestur við Dómkirkjuna í Reykjavík og frambjóðandi í biskupskjöri 2024: Elínborg Sturludóttir. Aðsend „Þegar tóm gefst til finnst okkur hjónunum mjög gaman að kasta okkur í sófann og horfa á nokkra þætti, slaka á og ég ríf iðulega upp prjónana. Við höldum okkur mestmegnis við evrópskt gæðaefni og höfum sérstakt yndi af því að hlýða á sjónvarpsefni á norðurlandamálunum, þýsku og frönsku! Makta, sem eru þættir á RÚV um valdabaráttu í verkamannaflokknum í Noregi á 8. og 9. áratugnum. Þeir fjalla um það þegar Gro Harlem Bruntland verður formaður flokksins og foræsitsráðherra landsins. Það er einstaklega hressandi að rifja upp stemninguna sem var á Norðurlöndunum á mínum uppvaxtarárum og hve mikið vatn hefur runnið til sjávar hvað varðar jafnréttismál og ýmislegt. Inn í þessa þætti fléttast þekktir stjórnmálamenn, eins og Jens Stoltenberg og Einar Gerhardsen, sem var stór persóna í lífi Norðmanna eftir stríð. Það er líka áhugavert að rifja það upp hvað konur í stjórnmálum á þessum tíma voru miklir frumkvöðlar og hvað þær þurftu að hafa mikið fyrir sínu. Gro Harlem er einstaklega áhugaverður karakter. Ég er að horfa á Babylon Berlin. Það eru frábærir þýskir þættir um lögreglumann í Berlín á millistríðsárunum og samstarfsfólk hans. Þeir fjalla um skelfilega rámað sem margir þeir hermenn sem voru í fyrri heimsstyrjöld tókust á við og sýnir vel hvaða áhrif stríðið hafði á þá og þeirra geðheilsu og hvernig þeir takast á við þær afleiðingar, til dæmis af því að hafa verið í skotgröfunum og horft upp á hræðilegar þjáningar. Þættirnir sýna svo vel hvernig samfélagið reynir að heila sig eftir þetta áfall. Þættirnir sýna líka deigluna í skemmtanalífinu í Berlín á þessum tíma og sýnir borgina í nýju ljósi, lífsbaráttuna og fátæktina sem var, sem ýtti svo í kjölfarið undir vöxt nasismans. Og svo fléttarinn í þetta ýmis ástarævintýri.“ Guðmundur Karl Brynjarsson, sóknarprestur í Lindakirkju og frambjóðandi í biskupskjöri 2024: Guðmundur Karl Brynjarsson.Facebook „Þessa dagana gefst lítill tími til áhorfs vegna biskups kosninganna, sem ég er á miðju kafi í. Við hjónin notum okkur óspart að horfa í beit á heilar seríur en smekkurinn er ekki alltaf sá sami. Ég var til að mynda sá eini í fjölskyldunni sem beið spenntur eftir hverjum einasta þætti af The Walking Dead, þó þeir væru orðnir alger þvæla í lokin. Ég er í miðju kafi af The last of us, sem eru mjög snjallir og spennandi. Breaking bad héldu okkur nú heldur betur við efnið á sínum tíma. Svo má ég til með að nefna nýju þættina Fyrir alla muni á RÚV. Þeir eru mjög skemmmtilegir.“ Netflix Bíó og sjónvarp Hámhorfið Trúmál Þjóðkirkjan Tengdar fréttir Hámhorfið: Hvað eru hetjur hafsins að horfa á? Sunnudagar til sjónvarpsgláps segja sumir og gildir þá einu hvort það sé á landi eða sjó. Lífið á Vísi heldur áfram að taka púlsinn á fjölbreyttum hópi fólks til að heyra hvað það er að horfa á. Í dag er rætt við sjómenn en hetjur hafsins eru sannarlega með fjölbreyttan smekk á afþreyingarefni. 24. mars 2024 12:31 Hámhorfið: Hvað eru listakonur landsins að horfa á? Sunnudagar og sjónvarp eru prýðileg blanda fyrir þau sem vilja nýta hvíldardaginn vel. Lífið á Vísi heldur áfram að rannsaka sjónvarpsefni þar sem gríðarlegt magn er í boði og oft getur valið því orðið yfirþyrmandi. Í dag deila nokkrar öflugar listakonur landsins því hvað þær eru að horfa á þessa dagana. 17. mars 2024 12:31 Hámhorfið: Hvað er kvikmyndagerðafólkið að horfa á? Sjónvarpsglápið nær gjarnan hámarki á sunnudögum og eru einhverjir sem bíða í mikilli eftirvæntingu eftir heilaga hvíldardeginum til að geta loks lagst í sófann og hámhorft. Í dag tekur Lífið á Vísi púlsinn á sérfræðingum þegar það kemur að afþreyingarefni, kvikmyndagerðarfólki. 10. mars 2024 12:31 Hámhorfið: Hvað eru Æði strákarnir að horfa á? Marsmánuður er genginn í garð og stöðugt flæðir nýtt sjónvarpsefni inn á hinar ýmsu streymisveitur. Valkvíði þeirra sem elska að horfa á sjónvarp getur verið mikill í takt við offramboð af efni og þá eru góð ráð dýr. Lífið á Vísi heldur því áfram að taka púlsinn á fjölbreyttum hópi fólks um hvað það er að horfa á. Í dag eru það strákarnir úr raunveruleikaþáttunum Æði sem deila sínu uppáhalds sjónvarpsefni. 3. mars 2024 12:30 Hámhorfið: Hvað eru plötusnúðar að horfa á? 25. febrúar 2024 12:30 Hámhorfið: Hvað eru barþjónar að horfa á? Sunnudagar eru til sælu fyrir suma, til svefns fyrir aðra og svo mætti jafnvel segja sunnudagar eru til sjónvarpsgláps. Lífið á Vísi heldur áfram að taka púlsinn á fjölbreyttum hópi fólks og spyrja það hvað það er að horfa á þessa dagana. Í dag var rætt við starfsstétt sem stendur jafnan vaktina fram eftir nóttu um helgar, barþjóna, og luma þeir á ýmsum hugmyndum. 18. febrúar 2024 12:31 Hámhorfið: Hvað eru leikkonur landsins að horfa á? Sunnudagar eru vinsælir sjónvarpsdagar á mörgum heimilum og einhverjir leyfa sér jafnvel að liggja við áhorf allan daginn undir teppi og slaka vel á til að hlaða batteríin fyrir komandi viku. Lífið á Vísi heldur áfram að taka púlsinn á fjölbreyttum hópi þekktra einstaklinga og fá ýmis ráð að góðu glápi. 11. febrúar 2024 12:31 Hámhorfið: Hvað eru grínistar landsins að horfa á? Gular viðvaranir, frost og snjókoma heiðra landsmenn og sófinn og sjónvarpsgláp eru að mati margra hinn prýðilegasti sunnudagskostur. Lífið á Vísi heldur áfram að heyra í fjölbreyttum hópi fólks með mikilvæga spurningu: Hvað ertu að horfa á þessa dagana? 4. febrúar 2024 12:30 Hámhorfið: Hvað eru stjórnmálakonur að horfa á? Sunnudagar eru að öllum líkindum vinsælustu dagarnir fyrir sjónvarpsgláp og huggulegheit. Smekkur fólks á afþreyingarefni er fjölbreyttur og geta nýjar og/eða áður óþekktar þáttaseríur oft komið skemmtilega á óvart. Lífið á Vísi heldur áfram að taka púlsinn á þekktum einstaklingum samfélagsins og heyra hvað þeir eru að horfa á þessa dagana. 28. janúar 2024 12:31 Hámhorfið: Hvað eru handboltastrákarnir að horfa á? Strákarnir okkar í íslenska handboltalandsliðinu hafa staðið í ströngu í Þýskalandi síðustu daga og hafa margir landsmenn fylgst vel með. Blaðamaður náði tali af nokkrum leikmönnum þegar þeir áttu stund milli stríða og fékk að forvitnast um hvort þeir væru að horfa á eitthvað skemmtilegt sjónvarpsefni á milli æfinga. 21. janúar 2024 13:00 Hámhorfið: Hvað eru rithöfundar og rapparar að horfa á? Fyrir mörgum eru sunnudagar fyrir sjónvarpsgláp og stundum eru góð ráð dýr þegar það kemur að því að vita hvaða efni er skemmtilegast. Lífið á Vísi heldur áfram að ræða við fólk úr fjölbreyttum áttum um hvað það er að horfa á þessa dagana og í dag eru álitsgjafarnir annað hvort rithöfundar eða rapparar. 14. janúar 2024 13:01 Hámhorfið: Þetta eru íslenskir áhrifavaldar að horfa á Í skammdegi, roki, veðurviðvörunum og öðru slíku er freistandi að enda daginn á að leggjast upp í sófa og kveikja á góðu sjónvarpsefni. Spurningin sem þvælist fyrir hvað flestum er þá: „Hvað eigum við að horfa á?“ og getur ákvörðunin verið furðu erfið. 9. janúar 2024 15:30 Mest lesið Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Tónlist Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Lífið Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Lífið Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Lífið Prinsinn kom á undan Kónginum Lífið Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Lífið Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Lífið Fleiri fréttir Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Barry Keoghan leikur Bítil Með stórstjörnum í væntanlegri kvikmynd Marvel Leikstjóri Naked Gun og Airplane! látinn „Grét ekkert eðlilega mikið á frumsýningunni“ Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Stjörnufans þegar hundruð kíktu á forsýningu Iceguys 2 Sýn, Síminn og RÚV standa að baki nýjum sjónvarpsverðlaunum Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Hundrað ára viðkvæmni Íslendinga: „Leið daglega yfir 40 til 50 manns“ Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Ljósbrot verðlaunuð af Evrópsku kvikmyndaakademíunni Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Frumsýning á Vísi: IceGuys dæmdir til samfélagsþjónustu í seríu tvö Sjá meira
Séra Jóna Hrönn Bolladóttir, sóknarprestur í Vídalínskirkju: Jóna Hrönn Bolladóttir. Aðsend „Þetta er frábær áskorun fyrir mig að vera með í þessari umfjöllun því ég sest nánast aldrei fyrir framan sjónvarpið. En ég á reynslu af hámhorfi frá síðasta sumarfríi þar sem við karlinn minn fórum á húsbílnum til Evrópu. Þá fann ég þætti sem heita Young Sheldon og fjalla um lítinn ofvita í Bandaríkjunum. Hann er alinn upp af föður sem elskar bjór og íþróttir og móðir hans er grandvör og vönduð trúkona sem starfar sem ritari í kirkjunni þeirra. Ég elska þessa þætti, þar eru svo brilljant skemmtileg guðfræðiþemu, þar sem Sheldon rökræðir stundum beint af kirkjubekknum við prestinn í kirkjunni sem getur verið ferlega gremjulegur og okkar vísindahyggju drengur stillir honum oft á tíðum svo skemmtilega upp við vegg. Svo elskar Sheldon mömmu sína svo mikið og ber svo mikla virðingu fyrir hennar trú og viðhorfum sem hjálpa líka hans röskun og kvíða í dagsins önn. Svo á hann ömmu sem er ekkert nema ósvífnin og Sheldon með allt sitt regluverk verður að veita henni aðhald. Ég mæli eindregið með þessum þáttum ef fólk vill hlæja upphátt og þetta er líka afar góð afþreying fyrir presta.“ Séra Matthildur Bjarnadóttir, prestur í Vídalínskirkju: Matthildur Bjarnadóttir prestur. Aðsend „Af því að ég vinn svo oft um helgar á ég frí á mánudögum í staðinn. Þá sendi í mann og börn út úr húsi og hlamma mér svo í sófann og leyfi mér að horfa á eitthvað áður en ég hlunkast af stað að takast á við þvottafjallið eftir vikuna. Það hámhorf sem ég hef notið hvað mest var að horfa á allar seríurnar af The Crown. Ég lifði mig þvílíkt inn í þetta og það var líka gagnlegt að verða örlítið betur að sér í sögu Bretlands sem auðvitað teygir anga sína víða um heim. Allar trúarlegu tengingarnar og innsýnin inn í kirkjusögu Bretlands hitti auðvitað í mark hjá mér líka… Svo verð ég reyndar að vera á sama tíma heiðarleg og viðurkenna að ég horfði á margar seríur af the Vampire Diaries þegar ég var síðast í fæðingarorlofi. Ég ber það auðvitað fyrir mig að hafa ekki verið með réttu ráði svona ósofin með ungabarn en sannleikurinn er sá að mér fannst þetta bara alveg geggjað stöff og er að hugsa um að hætta að skammast mín fyrir það!“ Séra Sindri Geir Óskarsson, sóknarprestur í Glerárkirkju: Sindri Geir Óskarsson. Aðsend „Það er mjög sveiflukennt yfir árið hvað ég horfi mikið, það minnkar þegar líður á veturinn og fer að birta til, þá er eins og lesturinn taki frekar völdin. En fyrir nokkrum vikum lögðumst við hjónin í Reacher inni á Prime, eðal hasar með fínum söguþræði og hélt góðri spennu alveg í gegn. Ef ég næ að horfa sjálfur án konunnar vel ég gjarnan eitthvað Sci Fi, hún er ekki til í neitt sem gerist í geimnum. Rétt fyrir áramót slátraði ég The Orville í annað sinn. Þetta er ákveðið Tribute til þess sem StarTrek var en allt nýtt úr þeirri átt er því miður rusl. Í Orville birtist okkur ákveðin birtingarmynd þess góða samfélags sem við viljum öll stefna að, en erum ekki búin að ná, það er vonarboðskapur um að það muni takast að byggja betri heim en þann sem við búum við, en að staðan eins og hún er núna séu fæðingarhríðirnar. Þetta mun takast. Svo það er ekki bara heilalaus hasar og geislabyssur þótt það sé líka í bland. Svo þegar kemur að bíómyndum var ég að vinna mig í gegnum Purge seríuna. Fólk horfi á eigin ábyrgð en þarna er ákveðinn spegill á samfélagið okkar. Get ekki sagt að ég mæli með fyrir hvern sem er, en mér finnst gaman að pæla í trúarlegu undirtónunum og skoða hvernig við sjáum evangelískarkirkjur í Bandaríkjunum bera með sér element sem eru ekki langt frá þessum horror.“ Séra Hjördís Perla Rafnsdóttir, sjúkrahúsprestur á Landspítala: Hjördís Perla Rafnsdóttir. Aðsend „Það er rosalega erfitt fyrir mig að tala um „hámáhorf“ miðað hvernig takturinn í mínu lífi hefur verið síðustu misseri. Við hjónin njótum þess þó mikið að leggjast upp í 2* einbreiðu rafmagnsrúmin okkar og kveikja á sjónvarpinu inni í svefnherberginu þegar allt er komið í ró. Ég veit, þetta stingur í augun, rafmagnsrúm og sjónvarp í hjónaherberginu. Smá svona 65+ stemning en það hentar mjög vel eins og staðan er í dag Þannig að ég komi að því sem ég er að horfa á þessa dagana. Ég næ ekki oft að klára heila seríu af sjónvarpsefni en síðasta efni sem náði mér var The Gentlemen á Netflix. Hef að öllu jöfnu haft mikið dálæti af Guy Ritchie og var spennt að sjá þessa þætti og mér þótti þeir mæta þeim væntingum sem ég hafði. Aðrir þættir sem mér finnst lofa virkilega góðu eru þættir sem heita Shōgun. Ég viðurkenni reyndar að ég þarf að vera vel upp lögð og ekki of krumpuð eftir vinnuna til að þola þá þætti því það er svolítið um ofbeldi og myrkur. Ég hrífst almennt mest af þáttum/bókum/kvikmyndum sem hafa sögulegt gildi og hefur mér þótt mjög áhugavert að horfa á Turning Point þættina sem núna eru á Netflix. Ég vil meina að það sem heldur mér vakandi lengur en 30 mín verður að teljast gott efni og þar hafa þessir þrír þættir áorkað uppá síðkastið. Mæli með!“ Séra Guðrún Karls Helgudóttir, sóknarprestur í Grafarvogi og frambjóðandi í biskupskjöri 2024: Guðrún Karls HelgudóttirFacebook „Ég horfi þó nokkuð á sjónvarpsþætti þegar ég vil slaka á og oftar en ekki er ég þá að prjóna um leið. Þetta stutta form hentar mér vel því þá þarf ég ekki að taka pásu þegar ég get ekki horft á mikið í einu. Góðir þættir eru fyrir mér svolítið eins og góðar bækur, það getur næstum því verið sorglegt að ljúka við góða þáttaröð. Helst horfi ég á þætti sem fjalla um samskipti fólks og tengsl og ekki er verra ef beittur og jafnvel svolítið dökkur húmor fylgir með. Dæmi um fyndna þætti sem bjóða upp á einstaka persónusköpun en um leið skarpa sýn á tengsl og mannlega breyskleika eru annars vegar Parks and Recreation og hins vegar Schit´s Creek. Ég hef horft á þessar þáttaraðir nokkrum sinnum og það er alltaf eins og að hitta góða vini að horfa á þær aftur. Þó verður að líða góður tími á milli. Nýlega horfði ég á tvær þáttaraðir af White Lotus. Þeir voru mjög góðir, hæfilega listrænir og með óvenjulegum persónum og sjónarhorni á lífið. After life með og eftir Ricky Gervais eru þættir sem ég horfði á fyrir stuttu og heilluðu mig alveg. Þeir fjalla um sorg, missi, von og trú á svo djúpan og fallegan hátt en húmorinn er þó aldrei langt undan. Enda getur vandaður og góður húmor verið besta leiðin til að fjalla um og lýsa sorg og áföllum. Nýlega horfði ég líka á þætti sem heita Julia og þar datt ég næstum því í hámhorf því þeir voru svo góðir. Þeir fjalla um sjónvarpskokkinn Julia Child sem var frumkvöðull í sjónvarpssögu Bandaríkjanna. Persónusköpunin, leikurinn og leikaraúrvalið fær allt topp einkunn frá mér. Nýlega fékk ég mér áskrift af sjónvarpi símans því mig langaði að horfa á nýja íslenska þætti. Þar á meðal var þáttaröðin Venjulegt fólk sem mér fannst virkilega góð enda fjallar hún um samskipti og tengsl og fólk sem er með húmor fyrir sjálfu sér.“ Séra Elínborg Sturludóttir, prestur við Dómkirkjuna í Reykjavík og frambjóðandi í biskupskjöri 2024: Elínborg Sturludóttir. Aðsend „Þegar tóm gefst til finnst okkur hjónunum mjög gaman að kasta okkur í sófann og horfa á nokkra þætti, slaka á og ég ríf iðulega upp prjónana. Við höldum okkur mestmegnis við evrópskt gæðaefni og höfum sérstakt yndi af því að hlýða á sjónvarpsefni á norðurlandamálunum, þýsku og frönsku! Makta, sem eru þættir á RÚV um valdabaráttu í verkamannaflokknum í Noregi á 8. og 9. áratugnum. Þeir fjalla um það þegar Gro Harlem Bruntland verður formaður flokksins og foræsitsráðherra landsins. Það er einstaklega hressandi að rifja upp stemninguna sem var á Norðurlöndunum á mínum uppvaxtarárum og hve mikið vatn hefur runnið til sjávar hvað varðar jafnréttismál og ýmislegt. Inn í þessa þætti fléttast þekktir stjórnmálamenn, eins og Jens Stoltenberg og Einar Gerhardsen, sem var stór persóna í lífi Norðmanna eftir stríð. Það er líka áhugavert að rifja það upp hvað konur í stjórnmálum á þessum tíma voru miklir frumkvöðlar og hvað þær þurftu að hafa mikið fyrir sínu. Gro Harlem er einstaklega áhugaverður karakter. Ég er að horfa á Babylon Berlin. Það eru frábærir þýskir þættir um lögreglumann í Berlín á millistríðsárunum og samstarfsfólk hans. Þeir fjalla um skelfilega rámað sem margir þeir hermenn sem voru í fyrri heimsstyrjöld tókust á við og sýnir vel hvaða áhrif stríðið hafði á þá og þeirra geðheilsu og hvernig þeir takast á við þær afleiðingar, til dæmis af því að hafa verið í skotgröfunum og horft upp á hræðilegar þjáningar. Þættirnir sýna svo vel hvernig samfélagið reynir að heila sig eftir þetta áfall. Þættirnir sýna líka deigluna í skemmtanalífinu í Berlín á þessum tíma og sýnir borgina í nýju ljósi, lífsbaráttuna og fátæktina sem var, sem ýtti svo í kjölfarið undir vöxt nasismans. Og svo fléttarinn í þetta ýmis ástarævintýri.“ Guðmundur Karl Brynjarsson, sóknarprestur í Lindakirkju og frambjóðandi í biskupskjöri 2024: Guðmundur Karl Brynjarsson.Facebook „Þessa dagana gefst lítill tími til áhorfs vegna biskups kosninganna, sem ég er á miðju kafi í. Við hjónin notum okkur óspart að horfa í beit á heilar seríur en smekkurinn er ekki alltaf sá sami. Ég var til að mynda sá eini í fjölskyldunni sem beið spenntur eftir hverjum einasta þætti af The Walking Dead, þó þeir væru orðnir alger þvæla í lokin. Ég er í miðju kafi af The last of us, sem eru mjög snjallir og spennandi. Breaking bad héldu okkur nú heldur betur við efnið á sínum tíma. Svo má ég til með að nefna nýju þættina Fyrir alla muni á RÚV. Þeir eru mjög skemmmtilegir.“
Netflix Bíó og sjónvarp Hámhorfið Trúmál Þjóðkirkjan Tengdar fréttir Hámhorfið: Hvað eru hetjur hafsins að horfa á? Sunnudagar til sjónvarpsgláps segja sumir og gildir þá einu hvort það sé á landi eða sjó. Lífið á Vísi heldur áfram að taka púlsinn á fjölbreyttum hópi fólks til að heyra hvað það er að horfa á. Í dag er rætt við sjómenn en hetjur hafsins eru sannarlega með fjölbreyttan smekk á afþreyingarefni. 24. mars 2024 12:31 Hámhorfið: Hvað eru listakonur landsins að horfa á? Sunnudagar og sjónvarp eru prýðileg blanda fyrir þau sem vilja nýta hvíldardaginn vel. Lífið á Vísi heldur áfram að rannsaka sjónvarpsefni þar sem gríðarlegt magn er í boði og oft getur valið því orðið yfirþyrmandi. Í dag deila nokkrar öflugar listakonur landsins því hvað þær eru að horfa á þessa dagana. 17. mars 2024 12:31 Hámhorfið: Hvað er kvikmyndagerðafólkið að horfa á? Sjónvarpsglápið nær gjarnan hámarki á sunnudögum og eru einhverjir sem bíða í mikilli eftirvæntingu eftir heilaga hvíldardeginum til að geta loks lagst í sófann og hámhorft. Í dag tekur Lífið á Vísi púlsinn á sérfræðingum þegar það kemur að afþreyingarefni, kvikmyndagerðarfólki. 10. mars 2024 12:31 Hámhorfið: Hvað eru Æði strákarnir að horfa á? Marsmánuður er genginn í garð og stöðugt flæðir nýtt sjónvarpsefni inn á hinar ýmsu streymisveitur. Valkvíði þeirra sem elska að horfa á sjónvarp getur verið mikill í takt við offramboð af efni og þá eru góð ráð dýr. Lífið á Vísi heldur því áfram að taka púlsinn á fjölbreyttum hópi fólks um hvað það er að horfa á. Í dag eru það strákarnir úr raunveruleikaþáttunum Æði sem deila sínu uppáhalds sjónvarpsefni. 3. mars 2024 12:30 Hámhorfið: Hvað eru plötusnúðar að horfa á? 25. febrúar 2024 12:30 Hámhorfið: Hvað eru barþjónar að horfa á? Sunnudagar eru til sælu fyrir suma, til svefns fyrir aðra og svo mætti jafnvel segja sunnudagar eru til sjónvarpsgláps. Lífið á Vísi heldur áfram að taka púlsinn á fjölbreyttum hópi fólks og spyrja það hvað það er að horfa á þessa dagana. Í dag var rætt við starfsstétt sem stendur jafnan vaktina fram eftir nóttu um helgar, barþjóna, og luma þeir á ýmsum hugmyndum. 18. febrúar 2024 12:31 Hámhorfið: Hvað eru leikkonur landsins að horfa á? Sunnudagar eru vinsælir sjónvarpsdagar á mörgum heimilum og einhverjir leyfa sér jafnvel að liggja við áhorf allan daginn undir teppi og slaka vel á til að hlaða batteríin fyrir komandi viku. Lífið á Vísi heldur áfram að taka púlsinn á fjölbreyttum hópi þekktra einstaklinga og fá ýmis ráð að góðu glápi. 11. febrúar 2024 12:31 Hámhorfið: Hvað eru grínistar landsins að horfa á? Gular viðvaranir, frost og snjókoma heiðra landsmenn og sófinn og sjónvarpsgláp eru að mati margra hinn prýðilegasti sunnudagskostur. Lífið á Vísi heldur áfram að heyra í fjölbreyttum hópi fólks með mikilvæga spurningu: Hvað ertu að horfa á þessa dagana? 4. febrúar 2024 12:30 Hámhorfið: Hvað eru stjórnmálakonur að horfa á? Sunnudagar eru að öllum líkindum vinsælustu dagarnir fyrir sjónvarpsgláp og huggulegheit. Smekkur fólks á afþreyingarefni er fjölbreyttur og geta nýjar og/eða áður óþekktar þáttaseríur oft komið skemmtilega á óvart. Lífið á Vísi heldur áfram að taka púlsinn á þekktum einstaklingum samfélagsins og heyra hvað þeir eru að horfa á þessa dagana. 28. janúar 2024 12:31 Hámhorfið: Hvað eru handboltastrákarnir að horfa á? Strákarnir okkar í íslenska handboltalandsliðinu hafa staðið í ströngu í Þýskalandi síðustu daga og hafa margir landsmenn fylgst vel með. Blaðamaður náði tali af nokkrum leikmönnum þegar þeir áttu stund milli stríða og fékk að forvitnast um hvort þeir væru að horfa á eitthvað skemmtilegt sjónvarpsefni á milli æfinga. 21. janúar 2024 13:00 Hámhorfið: Hvað eru rithöfundar og rapparar að horfa á? Fyrir mörgum eru sunnudagar fyrir sjónvarpsgláp og stundum eru góð ráð dýr þegar það kemur að því að vita hvaða efni er skemmtilegast. Lífið á Vísi heldur áfram að ræða við fólk úr fjölbreyttum áttum um hvað það er að horfa á þessa dagana og í dag eru álitsgjafarnir annað hvort rithöfundar eða rapparar. 14. janúar 2024 13:01 Hámhorfið: Þetta eru íslenskir áhrifavaldar að horfa á Í skammdegi, roki, veðurviðvörunum og öðru slíku er freistandi að enda daginn á að leggjast upp í sófa og kveikja á góðu sjónvarpsefni. Spurningin sem þvælist fyrir hvað flestum er þá: „Hvað eigum við að horfa á?“ og getur ákvörðunin verið furðu erfið. 9. janúar 2024 15:30 Mest lesið Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Tónlist Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Lífið Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Lífið Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Lífið Prinsinn kom á undan Kónginum Lífið Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Lífið Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Lífið Fleiri fréttir Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Barry Keoghan leikur Bítil Með stórstjörnum í væntanlegri kvikmynd Marvel Leikstjóri Naked Gun og Airplane! látinn „Grét ekkert eðlilega mikið á frumsýningunni“ Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Stjörnufans þegar hundruð kíktu á forsýningu Iceguys 2 Sýn, Síminn og RÚV standa að baki nýjum sjónvarpsverðlaunum Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Hundrað ára viðkvæmni Íslendinga: „Leið daglega yfir 40 til 50 manns“ Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Ljósbrot verðlaunuð af Evrópsku kvikmyndaakademíunni Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Frumsýning á Vísi: IceGuys dæmdir til samfélagsþjónustu í seríu tvö Sjá meira
Hámhorfið: Hvað eru hetjur hafsins að horfa á? Sunnudagar til sjónvarpsgláps segja sumir og gildir þá einu hvort það sé á landi eða sjó. Lífið á Vísi heldur áfram að taka púlsinn á fjölbreyttum hópi fólks til að heyra hvað það er að horfa á. Í dag er rætt við sjómenn en hetjur hafsins eru sannarlega með fjölbreyttan smekk á afþreyingarefni. 24. mars 2024 12:31
Hámhorfið: Hvað eru listakonur landsins að horfa á? Sunnudagar og sjónvarp eru prýðileg blanda fyrir þau sem vilja nýta hvíldardaginn vel. Lífið á Vísi heldur áfram að rannsaka sjónvarpsefni þar sem gríðarlegt magn er í boði og oft getur valið því orðið yfirþyrmandi. Í dag deila nokkrar öflugar listakonur landsins því hvað þær eru að horfa á þessa dagana. 17. mars 2024 12:31
Hámhorfið: Hvað er kvikmyndagerðafólkið að horfa á? Sjónvarpsglápið nær gjarnan hámarki á sunnudögum og eru einhverjir sem bíða í mikilli eftirvæntingu eftir heilaga hvíldardeginum til að geta loks lagst í sófann og hámhorft. Í dag tekur Lífið á Vísi púlsinn á sérfræðingum þegar það kemur að afþreyingarefni, kvikmyndagerðarfólki. 10. mars 2024 12:31
Hámhorfið: Hvað eru Æði strákarnir að horfa á? Marsmánuður er genginn í garð og stöðugt flæðir nýtt sjónvarpsefni inn á hinar ýmsu streymisveitur. Valkvíði þeirra sem elska að horfa á sjónvarp getur verið mikill í takt við offramboð af efni og þá eru góð ráð dýr. Lífið á Vísi heldur því áfram að taka púlsinn á fjölbreyttum hópi fólks um hvað það er að horfa á. Í dag eru það strákarnir úr raunveruleikaþáttunum Æði sem deila sínu uppáhalds sjónvarpsefni. 3. mars 2024 12:30
Hámhorfið: Hvað eru barþjónar að horfa á? Sunnudagar eru til sælu fyrir suma, til svefns fyrir aðra og svo mætti jafnvel segja sunnudagar eru til sjónvarpsgláps. Lífið á Vísi heldur áfram að taka púlsinn á fjölbreyttum hópi fólks og spyrja það hvað það er að horfa á þessa dagana. Í dag var rætt við starfsstétt sem stendur jafnan vaktina fram eftir nóttu um helgar, barþjóna, og luma þeir á ýmsum hugmyndum. 18. febrúar 2024 12:31
Hámhorfið: Hvað eru leikkonur landsins að horfa á? Sunnudagar eru vinsælir sjónvarpsdagar á mörgum heimilum og einhverjir leyfa sér jafnvel að liggja við áhorf allan daginn undir teppi og slaka vel á til að hlaða batteríin fyrir komandi viku. Lífið á Vísi heldur áfram að taka púlsinn á fjölbreyttum hópi þekktra einstaklinga og fá ýmis ráð að góðu glápi. 11. febrúar 2024 12:31
Hámhorfið: Hvað eru grínistar landsins að horfa á? Gular viðvaranir, frost og snjókoma heiðra landsmenn og sófinn og sjónvarpsgláp eru að mati margra hinn prýðilegasti sunnudagskostur. Lífið á Vísi heldur áfram að heyra í fjölbreyttum hópi fólks með mikilvæga spurningu: Hvað ertu að horfa á þessa dagana? 4. febrúar 2024 12:30
Hámhorfið: Hvað eru stjórnmálakonur að horfa á? Sunnudagar eru að öllum líkindum vinsælustu dagarnir fyrir sjónvarpsgláp og huggulegheit. Smekkur fólks á afþreyingarefni er fjölbreyttur og geta nýjar og/eða áður óþekktar þáttaseríur oft komið skemmtilega á óvart. Lífið á Vísi heldur áfram að taka púlsinn á þekktum einstaklingum samfélagsins og heyra hvað þeir eru að horfa á þessa dagana. 28. janúar 2024 12:31
Hámhorfið: Hvað eru handboltastrákarnir að horfa á? Strákarnir okkar í íslenska handboltalandsliðinu hafa staðið í ströngu í Þýskalandi síðustu daga og hafa margir landsmenn fylgst vel með. Blaðamaður náði tali af nokkrum leikmönnum þegar þeir áttu stund milli stríða og fékk að forvitnast um hvort þeir væru að horfa á eitthvað skemmtilegt sjónvarpsefni á milli æfinga. 21. janúar 2024 13:00
Hámhorfið: Hvað eru rithöfundar og rapparar að horfa á? Fyrir mörgum eru sunnudagar fyrir sjónvarpsgláp og stundum eru góð ráð dýr þegar það kemur að því að vita hvaða efni er skemmtilegast. Lífið á Vísi heldur áfram að ræða við fólk úr fjölbreyttum áttum um hvað það er að horfa á þessa dagana og í dag eru álitsgjafarnir annað hvort rithöfundar eða rapparar. 14. janúar 2024 13:01
Hámhorfið: Þetta eru íslenskir áhrifavaldar að horfa á Í skammdegi, roki, veðurviðvörunum og öðru slíku er freistandi að enda daginn á að leggjast upp í sófa og kveikja á góðu sjónvarpsefni. Spurningin sem þvælist fyrir hvað flestum er þá: „Hvað eigum við að horfa á?“ og getur ákvörðunin verið furðu erfið. 9. janúar 2024 15:30