Innlent

Kvöld­fréttir Stöðvar 2

Vésteinn Örn Pétursson skrifar
Kolbeinn Tumi Daðason segir fréttirnar.
Kolbeinn Tumi Daðason segir fréttirnar. Vísir

Örygg­is­ráð Sam­einuðu þjóðanna samþykkti í dag til­lögu um taf­ar­laust vopna­hlé á Gasa og fulltrúi ráðsins segir atkvæðagreiðsluna sögulega. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 mætir Þórdís Ingadóttir prófessor og sérfræðingur í alþjóðarétti í myndver og fer yfir þýðingu þess.

Bæjaryfirvöld í Grindavík kalla eftir hundruð milljóna króna styrk úr ríkissjóði til að standa undir kostnaði við sprungufyllingar. Jörðin gaf sig undan vinnuvél í álagsprófunum í dag. Við sjáum myndir af því og förum yfir málið.

Þá sjáum við einnig myndir af eldsvoða í Húsaskóla og hittum leikstjórann Baltasar Kormák sem sárnaði við að sjá slæma meðferð á hrossum við framleiðslu á eigin kvikmynd. Við spáum einnig í spilin fyrir spennandi forsetakosningar og verðum í beinni frá Nóa Síríus þar sem páskaeggjavertíðin er í fullum gangi. Í Íslandi í dag kynnumst við hinni hliðinni á Gísla Marteini. Þetta og margt fleira á samtengdum rásum Bylgjunnar og Stöðvar 2.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×