Rétt gíraður Eiður sé einn besti hafsent landsins Aron Guðmundsson skrifar 25. mars 2024 23:30 Eiður Aron Sigurbjörnsson er nýjasti leikmaður Vestra. Davíð Smári, þjálfari liðsins, segir að þegar að Eiður Aron sé rétt gíraður og í góðu standi sé hann einn besti hafsent landsins. Vísir Davíð Smári Lamude, þjálfari nýliða Vestra í Bestu deild karla í fótbolta segir nýjasta leikmann liðsins. Reynsluboltann Eið Aron Sigurbjörnsson, vera þá týpu af leikmanni sem Vestri var að leita að. Eiður sé mjög mótiveraður fyrir komandi tímabili með Vestfirðingum. Davíð segir Eið Aron, rétt gíraðan og í góðu standi, einn besta hafsent deildarinnar. Gengið var frá tveggja ára samningi milli hins 34 ára gamla Eiðs Arons og Vestra í kjölfar æfingarferðar liðsins til Tenerife á dögunum þar sem að Eiður Aron æfði við góðar aðstæður með liðinu. „Það var allavegana gríðarlegur vilji okkar megin að klára þetta eftir þessa vikulöngu æfingarferð. Hann stóð sig gríðarlega vel. Sýndi mikinn metnað í því sem hann gerði og virtist vera hrikalega mótiveraður í því að koma til okkar. Það var því bara einfaldast fyrir okkur að klára þetta.“ Eiður á að baki 202 leiki í efstu deild hér á landi, lengst af með liði ÍBV og þá var hann einnig á mála hjá Val árin 2017 til 2021. Þá á hann einnig að baki feril úti í atvinnumennsku í Noregi, Svíþjóð og Þýskalandi. Eyjamaðurinn spilaði 21 leik í Bestu deildinni á síðasta tímabili með liði ÍBV sem féll niður í Lengjudeildina að tímabilinu afloknu. Klippa: Davíð Smári um Eið Aron: Mikil ábyrgð lögð á hann Og í hvernig standi virkar Eiður Aron núna? „Hann virkar í hrikalega flottu líkamlegu standi. Þá er þetta týpa af leikmanni sem við höfum svolítið vera að leitast eftir. Sterkur karakter með titla á bakinu sem og leiki í efstu deild og erlendis. Styrkur fyrir okkur innan sem utan vallar. Og líka vert að taka fram að það er mikil ábyrgð lögð á hans herðar. Við ætlumst til mikils af honum. Ég tel komu hans til okkar hrikalega góða fyrir báða aðila.“ En hvað kemur Eiður Aron með að borðinu inn í þetta lið Vestra innan vallar? „Reynslu. Ég ætla líka bara að tala hreint út með það að Eiður Aron, í góðu standi og rétt gíraður, er einn besti hafsent landsins. Við höfum verið að leitast eftir því að finna réttu karakterana í þetta lið. Við erum auðvitað að fara inn í gríðarlega stórt tímabil fyrir Vestra. Það er alltaf gott að hafa stóra karaktera þegar að við erum að taka næsta skref sem lið. Eitthvað sem við vorum að sækjast eftir.“ En er von á fleiri nýjum leikmönnum í lið Vestra fyrir upphaf tímabils? „Ég á von á kannski einum leikmanni í viðbót. Ég vona það.“ Fyrsta umferð Bestu deildar karla Laugardagur 6. apríl 19:15 Víkingur R. - Stjarnan Sunnudagur 7. apríl 13:00 Fram - Vestri 16:15 KA - HK 19:15 Valur - ÍA 19:15 Fylkir - KR Mánudagur 8. apríl 19:15 Breiðablik - FH Besta deild karla Vestri Mest lesið Orri klúðraði dauðafæri og Man United slapp í burtu með jafntefli Fótbolti Í beinni: Tindastóll - Keflavík | Missa gestirnir af lestinni? Körfubolti Benedikt hættur með kvennalandsliðið Körfubolti Leik lokið: ÍR-KR 97-96 | Collin Pryor tryggði ÍR-ingum sigur á KR Körfubolti Gunnar kveður og Stefán tekur við Handbolti Sjáðu vörslurnar hjá Alisson: „Fáir sem stugga við honum“ Fótbolti Sjáðu sigurmark Liverpool og pínleg mistök í München Fótbolti Uppgjörið: Haukar - Valur 81-85 | Kreistu út sigur á síðustu stundu gegn föllnum Haukum Körfubolti Utan vallar: Fegurðin í því að stúta og stela Fótbolti Bergrós efst Íslendinga eftir fyrstu viku CrossFit Open Sport Fleiri fréttir Níu mörk þegar KR vann ÍBV QPR vildi Þorra en Fram sagði nei Fylkismenn komust áfram á kostnað Íslandsmeistara Blika Valskonur með fullt hús og markatöluna 15-1 Thomsen mættur aftur í íslenska boltann Pedersen með tvö og Valsmenn í undanúrslit Auðun tekur við Þrótti Vogum „Fjölskyldan spurði hvort ég gæti ekki fundið hlýrra land“ Sveinn Margeir mögulega ekkert með Víkingum í sumar Víðir með Vestmannaeyingum í sumar Daði Berg frá Víkingi til Vestra Víkingar skipta um gír Ísfirðingar fá hávaxinn eistneskan framherja Kjartan Kári verður áfram hjá FH eftir að hafa hafnað Val Magnús Orri tekur við formannsstólnum af Páli Atli Sigurjóns framlengir við KR Yngri bróðir Benoný Breka yfirgefur líka KR FH-ingar æfðu á grasi í febrúar Síðhærði Færeyingurinn snýr aftur norður Kemur meiddur til Víkings en þó á miklu betri stað Kveðst viss um eftirsjá Gylfa: „Hefðum unnið mótið í fyrra með hann“ ÍA fær Baldvin frá Fjölni Útlit fyrir að Kjartan fylli skarð Gylfa hjá Val „Held að fólk sé komið með leið á því að lesa um þessi félagsskipti“ Gylfi orðinn Víkingur Valsmenn settu sex gegn Grindavík Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Sjá meira
Gengið var frá tveggja ára samningi milli hins 34 ára gamla Eiðs Arons og Vestra í kjölfar æfingarferðar liðsins til Tenerife á dögunum þar sem að Eiður Aron æfði við góðar aðstæður með liðinu. „Það var allavegana gríðarlegur vilji okkar megin að klára þetta eftir þessa vikulöngu æfingarferð. Hann stóð sig gríðarlega vel. Sýndi mikinn metnað í því sem hann gerði og virtist vera hrikalega mótiveraður í því að koma til okkar. Það var því bara einfaldast fyrir okkur að klára þetta.“ Eiður á að baki 202 leiki í efstu deild hér á landi, lengst af með liði ÍBV og þá var hann einnig á mála hjá Val árin 2017 til 2021. Þá á hann einnig að baki feril úti í atvinnumennsku í Noregi, Svíþjóð og Þýskalandi. Eyjamaðurinn spilaði 21 leik í Bestu deildinni á síðasta tímabili með liði ÍBV sem féll niður í Lengjudeildina að tímabilinu afloknu. Klippa: Davíð Smári um Eið Aron: Mikil ábyrgð lögð á hann Og í hvernig standi virkar Eiður Aron núna? „Hann virkar í hrikalega flottu líkamlegu standi. Þá er þetta týpa af leikmanni sem við höfum svolítið vera að leitast eftir. Sterkur karakter með titla á bakinu sem og leiki í efstu deild og erlendis. Styrkur fyrir okkur innan sem utan vallar. Og líka vert að taka fram að það er mikil ábyrgð lögð á hans herðar. Við ætlumst til mikils af honum. Ég tel komu hans til okkar hrikalega góða fyrir báða aðila.“ En hvað kemur Eiður Aron með að borðinu inn í þetta lið Vestra innan vallar? „Reynslu. Ég ætla líka bara að tala hreint út með það að Eiður Aron, í góðu standi og rétt gíraður, er einn besti hafsent landsins. Við höfum verið að leitast eftir því að finna réttu karakterana í þetta lið. Við erum auðvitað að fara inn í gríðarlega stórt tímabil fyrir Vestra. Það er alltaf gott að hafa stóra karaktera þegar að við erum að taka næsta skref sem lið. Eitthvað sem við vorum að sækjast eftir.“ En er von á fleiri nýjum leikmönnum í lið Vestra fyrir upphaf tímabils? „Ég á von á kannski einum leikmanni í viðbót. Ég vona það.“ Fyrsta umferð Bestu deildar karla Laugardagur 6. apríl 19:15 Víkingur R. - Stjarnan Sunnudagur 7. apríl 13:00 Fram - Vestri 16:15 KA - HK 19:15 Valur - ÍA 19:15 Fylkir - KR Mánudagur 8. apríl 19:15 Breiðablik - FH
Fyrsta umferð Bestu deildar karla Laugardagur 6. apríl 19:15 Víkingur R. - Stjarnan Sunnudagur 7. apríl 13:00 Fram - Vestri 16:15 KA - HK 19:15 Valur - ÍA 19:15 Fylkir - KR Mánudagur 8. apríl 19:15 Breiðablik - FH
Besta deild karla Vestri Mest lesið Orri klúðraði dauðafæri og Man United slapp í burtu með jafntefli Fótbolti Í beinni: Tindastóll - Keflavík | Missa gestirnir af lestinni? Körfubolti Benedikt hættur með kvennalandsliðið Körfubolti Leik lokið: ÍR-KR 97-96 | Collin Pryor tryggði ÍR-ingum sigur á KR Körfubolti Gunnar kveður og Stefán tekur við Handbolti Sjáðu vörslurnar hjá Alisson: „Fáir sem stugga við honum“ Fótbolti Sjáðu sigurmark Liverpool og pínleg mistök í München Fótbolti Uppgjörið: Haukar - Valur 81-85 | Kreistu út sigur á síðustu stundu gegn föllnum Haukum Körfubolti Utan vallar: Fegurðin í því að stúta og stela Fótbolti Bergrós efst Íslendinga eftir fyrstu viku CrossFit Open Sport Fleiri fréttir Níu mörk þegar KR vann ÍBV QPR vildi Þorra en Fram sagði nei Fylkismenn komust áfram á kostnað Íslandsmeistara Blika Valskonur með fullt hús og markatöluna 15-1 Thomsen mættur aftur í íslenska boltann Pedersen með tvö og Valsmenn í undanúrslit Auðun tekur við Þrótti Vogum „Fjölskyldan spurði hvort ég gæti ekki fundið hlýrra land“ Sveinn Margeir mögulega ekkert með Víkingum í sumar Víðir með Vestmannaeyingum í sumar Daði Berg frá Víkingi til Vestra Víkingar skipta um gír Ísfirðingar fá hávaxinn eistneskan framherja Kjartan Kári verður áfram hjá FH eftir að hafa hafnað Val Magnús Orri tekur við formannsstólnum af Páli Atli Sigurjóns framlengir við KR Yngri bróðir Benoný Breka yfirgefur líka KR FH-ingar æfðu á grasi í febrúar Síðhærði Færeyingurinn snýr aftur norður Kemur meiddur til Víkings en þó á miklu betri stað Kveðst viss um eftirsjá Gylfa: „Hefðum unnið mótið í fyrra með hann“ ÍA fær Baldvin frá Fjölni Útlit fyrir að Kjartan fylli skarð Gylfa hjá Val „Held að fólk sé komið með leið á því að lesa um þessi félagsskipti“ Gylfi orðinn Víkingur Valsmenn settu sex gegn Grindavík Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Sjá meira