Er sniðugt að vera með tilgreinda séreign? Guðný Helga Lárusdóttir skrifar 25. mars 2024 15:00 Við höfum eflaust mörg heyrt talað um tilgreinda séreign en ekki almennilega áttað okkur á hvað felst í henni. Þar sem ég starfa við lífeyrismál er ég oft spurð hvort sniðugt sé að vera með tilgreinda séreign. Til þess að geta svarað þeirri spurningu er mikilvægt að skilja grundvallaratriði lífeyriskerfisins. Okkur ber skylda til að greiða af launum í lífeyrissjóð frá 16 ára aldri til 70 ára aldurs. Framlag okkar er 4% af launum en framlag launagreiðanda að minnsta kosti 11,5%. Í því samhengi er talað um að iðgjöld séu greidd í lífeyrissjóð. Allir lífeyrissjóðir eru að hluta eða heild svokallaðir samtryggingarsjóðir þar sem sjóðfélagar tryggja hver öðrum eftirlaun til æviloka og verja sjóðfélaga og fjölskyldur þeirra fyrir tekjumissi vegna örorku eða andláts. Lífeyrissjóðir eru samt sem áður eins mismunandi og þeir eru margir. En, hvað meina ég með því? Í fyrsta lagi eru sumir sjóðir með skylduaðild en aðrir ekki. Skylduaðild að lífeyrissjóði felur í sér að samkvæmt mörgum ráðningar- eða kjarasamningum verður þú að greiða í ákveðinn lífeyrissjóð. Aðrir sjóðir eru opnir og með frjálsa aðild. Í öðru lagi er uppbygging lífeyrissjóða misjöfn. Sumir eru samtryggingarsjóðir að öllu leyti en þó hefur orðið sífellt algengara að þeir bjóði sínum sjóðfélögum að allt að 3,5% iðgjalds fari í tilgreinda séreign. Aðrir sjóðir eru blandaðir og leggja meiri áherslu á séreignarmyndun. Þeir sem eru með sinn skyldulífeyrissparnað í þess háttar sjóðum eru því líklega nú þegar að ráðstafa meira en 3,5% í séreign. Ef sjóðfélagi fellur frá erfist séreign ólíkt því sem á við um iðgjöld og ávöxtun þeirra í samtryggingu. Tilgreind séreign Lífeyrissjóðir sem bjóða sjóðfélögum sínum tilgreinda séreign eru gjarnan sjóðir með skylduaðild. Sjóðfélagarnir geta því almennt ekki valið sér lífeyrissjóð fyrir sinn skyldulífeyrissparnað en hafa þó val um að ráðstafa 3,5% í tilgreinda séreign. Vilji sjóðfélagi tilgreinda séreign hefur hann frelsi til að velja í hvaða sjóði hún eigi að vera. Vert er að benda á helstu eiginleika tilgreindrar séreignar. Með því að greiða í tilgreinda séreign fer minna í samtryggingu. Samtrygging tryggir þér eftirlaun, maka-, barna- og örorkulífeyri. Því yngri sem þú ert því meiri samtryggingarréttindi færðu almennt fyrir það iðgjald sem þú greiðir í lífeyrissjóð. Tilgreind séreign er þín eign og erfist eins og aðrar séreignartegundir. Fjölbreytt úrval fjárfestingarleiða stendur til boða fyrir séreignarsparnað. Heimilt er að nýta tilgreinda séreign í skattfrjálsu úrræði fyrstu íbúðar. Ef þú ert með viðbótarlífeyrissparnað nýtist þó tilgreinda séreignin einungis í þeim tilvikum sem hámarksnýtingu er ekki náð með viðbótarlífeyrissparnaðinum. Tilgreind séreign eykur sveigjanleika við útgreiðslur og hægt er að óska eftir mánaðarlegum greiðslum frá 62 til 67 ára aldurs. Frá 67 ára aldri eru útgreiðslur frjálsar. Gott er að hafa í huga að lífeyrissparnaður er alla jafna stærsti sparnaður okkar og því er eðlilegt að hafa skoðun á uppbyggingu hans. Stór hluti landsmanna getur ekki valið sér lífeyrissjóð fyrir sinn skyldulífeyrissparnað. Ef þú þarft að greiða í ákveðinn sjóð en mátt ráðstafa hluta í tilgreinda séreign þá er um að gera að hafa skoðun á málinu. Er sniðugt að vera með tilgreinda séreign? Hún veitir að minnsta kosti þeim sem almennt geta ekki valið sér lífeyrissjóð einhvers konar frelsi til að hafa áhrif á ráðstöfun síns sparnaðar. Höfundur er sérfræðingur á mörkuðum hjá Arion banka. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fjármál heimilisins Mest lesið Kæru smiðir, hárgreiðslufólk og píparar! Víðir Reynisson Skoðun Að sætta sig við brot á samkomulagi eða ekki Jón Ágúst Eyjólfsson Skoðun Inngilding – nýyrði sem enginn skilur? Miriam Petra Ómarsdóttir Awad Skoðun Vantar fleiri lyftara í heilbrigðiskerfið? Ragna Sigurðardóttir Skoðun Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun Hvenær á að skattleggja lífeyrissjóðsgreiðslur? Ögmundur Jónasson Skoðun Vilja miklu stærra bákn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Að sjá ekki gjöf þjóðar fyrir græðgi Yngvi Sighvatsson Skoðun Geðheilbrigðismál og landsbyggðin Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Grindavíkin mín Vilhjálmur Ragnar Kristjánsson skrifar Skoðun Kvíðakynslóðin Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir skrifar Skoðun Einhver sú besta forvörn sem við eigum Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Að sjá ekki gjöf þjóðar fyrir græðgi Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Verðbólga og græðgi Bjarki Hjörleifsson skrifar Skoðun Rangfærsluvaðall Hjartar J. Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Þakkir til þjóðar Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Hvenær á að skattleggja lífeyrissjóðsgreiðslur? Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh skrifar Skoðun Kæru smiðir, hárgreiðslufólk og píparar! Víðir Reynisson skrifar Skoðun Vilja miklu stærra bákn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Vantar fleiri lyftara í heilbrigðiskerfið? Ragna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Inngilding – nýyrði sem enginn skilur? Miriam Petra Ómarsdóttir Awad skrifar Skoðun Að sætta sig við brot á samkomulagi eða ekki Jón Ágúst Eyjólfsson skrifar Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Geðheilbrigðismál og landsbyggðin Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Frelsi til að búa þar sem þú vilt Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit skrifar Skoðun Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson skrifar Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Niðurskurðarhnífnum beitt á skólana Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Öryggis annarra vegna… Ingunn Björnsdóttir skrifar Skoðun Verðmæti leikskólans Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Vítahringur ofbeldis og áfalla Paola Cardenas skrifar Skoðun Heilbrigð sál í hraustum líkama Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Að segja bara eitthvað Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Litlu fyrirtækin – kerfishyggja og skattlagning Eiríkur S. Svavarsson skrifar Sjá meira
Við höfum eflaust mörg heyrt talað um tilgreinda séreign en ekki almennilega áttað okkur á hvað felst í henni. Þar sem ég starfa við lífeyrismál er ég oft spurð hvort sniðugt sé að vera með tilgreinda séreign. Til þess að geta svarað þeirri spurningu er mikilvægt að skilja grundvallaratriði lífeyriskerfisins. Okkur ber skylda til að greiða af launum í lífeyrissjóð frá 16 ára aldri til 70 ára aldurs. Framlag okkar er 4% af launum en framlag launagreiðanda að minnsta kosti 11,5%. Í því samhengi er talað um að iðgjöld séu greidd í lífeyrissjóð. Allir lífeyrissjóðir eru að hluta eða heild svokallaðir samtryggingarsjóðir þar sem sjóðfélagar tryggja hver öðrum eftirlaun til æviloka og verja sjóðfélaga og fjölskyldur þeirra fyrir tekjumissi vegna örorku eða andláts. Lífeyrissjóðir eru samt sem áður eins mismunandi og þeir eru margir. En, hvað meina ég með því? Í fyrsta lagi eru sumir sjóðir með skylduaðild en aðrir ekki. Skylduaðild að lífeyrissjóði felur í sér að samkvæmt mörgum ráðningar- eða kjarasamningum verður þú að greiða í ákveðinn lífeyrissjóð. Aðrir sjóðir eru opnir og með frjálsa aðild. Í öðru lagi er uppbygging lífeyrissjóða misjöfn. Sumir eru samtryggingarsjóðir að öllu leyti en þó hefur orðið sífellt algengara að þeir bjóði sínum sjóðfélögum að allt að 3,5% iðgjalds fari í tilgreinda séreign. Aðrir sjóðir eru blandaðir og leggja meiri áherslu á séreignarmyndun. Þeir sem eru með sinn skyldulífeyrissparnað í þess háttar sjóðum eru því líklega nú þegar að ráðstafa meira en 3,5% í séreign. Ef sjóðfélagi fellur frá erfist séreign ólíkt því sem á við um iðgjöld og ávöxtun þeirra í samtryggingu. Tilgreind séreign Lífeyrissjóðir sem bjóða sjóðfélögum sínum tilgreinda séreign eru gjarnan sjóðir með skylduaðild. Sjóðfélagarnir geta því almennt ekki valið sér lífeyrissjóð fyrir sinn skyldulífeyrissparnað en hafa þó val um að ráðstafa 3,5% í tilgreinda séreign. Vilji sjóðfélagi tilgreinda séreign hefur hann frelsi til að velja í hvaða sjóði hún eigi að vera. Vert er að benda á helstu eiginleika tilgreindrar séreignar. Með því að greiða í tilgreinda séreign fer minna í samtryggingu. Samtrygging tryggir þér eftirlaun, maka-, barna- og örorkulífeyri. Því yngri sem þú ert því meiri samtryggingarréttindi færðu almennt fyrir það iðgjald sem þú greiðir í lífeyrissjóð. Tilgreind séreign er þín eign og erfist eins og aðrar séreignartegundir. Fjölbreytt úrval fjárfestingarleiða stendur til boða fyrir séreignarsparnað. Heimilt er að nýta tilgreinda séreign í skattfrjálsu úrræði fyrstu íbúðar. Ef þú ert með viðbótarlífeyrissparnað nýtist þó tilgreinda séreignin einungis í þeim tilvikum sem hámarksnýtingu er ekki náð með viðbótarlífeyrissparnaðinum. Tilgreind séreign eykur sveigjanleika við útgreiðslur og hægt er að óska eftir mánaðarlegum greiðslum frá 62 til 67 ára aldurs. Frá 67 ára aldri eru útgreiðslur frjálsar. Gott er að hafa í huga að lífeyrissparnaður er alla jafna stærsti sparnaður okkar og því er eðlilegt að hafa skoðun á uppbyggingu hans. Stór hluti landsmanna getur ekki valið sér lífeyrissjóð fyrir sinn skyldulífeyrissparnað. Ef þú þarft að greiða í ákveðinn sjóð en mátt ráðstafa hluta í tilgreinda séreign þá er um að gera að hafa skoðun á málinu. Er sniðugt að vera með tilgreinda séreign? Hún veitir að minnsta kosti þeim sem almennt geta ekki valið sér lífeyrissjóð einhvers konar frelsi til að hafa áhrif á ráðstöfun síns sparnaðar. Höfundur er sérfræðingur á mörkuðum hjá Arion banka.
Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh Skoðun
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun
Skoðun Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh skrifar
Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar
Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar
Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh Skoðun
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun