Körfubolti

„Held að ég hafi aldrei spilað fyrir framan svona marga á Ís­landi“

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Sara Rún Hinriksdóttir var eðlilega í skýjunum í leikslok.
Sara Rún Hinriksdóttir var eðlilega í skýjunum í leikslok. Vísir/Hulda Margrét

Sara Rún Hinriksdóttir skoraði tíu stig, tók sex fráköst og gaf fimm stoðsendingar er Keflavík tryggði sér bikarmeistaratitil kvenna í körfubolta með 22 stiga sigri gegn Þór Ak. í kvöld, 89-67.

„Við spiluðum bara góðan körfubolta. Við komum tilbúnar í þetta,“ sagði Sara Rún í viðtali í leikslok.

Þórsliðið mætti ákveðið til leiks og ætlaði augljóslega ekki að gefa Söru og stöllum hennar í Keflavík tommu eftir, en Keflvíkingar náðu góðu forskoti undir lok fyrsta leikhluta áður en liðið gerði svo gott sem út um leikinn í þeim þriðja. Sara segir uppskriftina af þessum sigri þó ekki hafa verið flókna.

„Við bara spiluðum okkar leik eins og ég segi. Þær eru með flott lið og berjast hrikalega vel í 40 mínútur. En þetta var bara góður leikur hjá okkur,“ sagði Sara. „Við vorum að skipta hratt og stoppa leikina sem við vildum stoppa.“

Þá segir hún tilfinninguna eftir leikinn einfaldlega ólýsanlega með hafsjó af Keflvíkingum í stúkunni fyrir aftan sig.

„Nei, þetta er bara geggjað. Ég held að ég hafi aldrei spilað fyrir framan svona marga á Íslandi þannig að þetta er bara frábært,“ sagði Sara að lokum.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×