„Við lögðum upp með það sem við gerum alltaf sem er að keyra á okkar hraða. Það hægðist á þeim á meðan við héldum okkar striki,“
Keflavík var tveimur stigum undir í hálfleik 44-42 en Pétur var ansi rólegur þar sem hann vissi að leikurinn væri fjörutíu mínútur.
„Leikurinn er fjörutíu mínútur og hann er ekkert búinn fyrir en þá. Við þurftum bara að sýna þolinmæði.“
Tindastóll komst fjórtán stigum yfir en Pétur hafði samt ekki áhyggjur þar sem hann treysti sínu liði.
„Ég treysti bara mínum mönnum að gera það sem þeir gera vel. Þeir eru frábærir í sókn og vörn og þetta er geggjað lið.“
Leikmenn Tindastóls voru mjög fastir fyrir sérstaklega á Remy Martin en Pétur sagði að hann hafi hafi oft lent í því.
„Ég er viss um að hann hafi séð þetta allt áður. Þegar að ég náði honum aðeins niður þá byrjaði hann að gera það sem hann er góður í.“
Pétur var ánægður með ákefðina í hans liði sem að hans mati gerði það að verkum að leikmenn Tindastóls voru orðnir þreyttir.
„Við vorum að reyna að þreyta þá og þeir fóru að klikka meira.“
En hvaða þýðingu hefur það fyrir Pétur að verða bikarmeistari sem þjálfari Keflavíkur?
„Ég held enga. Við stefndum á tvo hluti í vetur og þetta er annar af þeim,“ sagði Pétur Ingvarsson að lokum.