Halldór slapp við fall og úrslitakeppnin klár Sindri Sverrisson skrifar 23. mars 2024 16:53 Halldór Jóhann Sigfússon slapp við fall í dag en þarf áfram að berjast fyrir áframhaldandi veru Nordsjælland í efstu deild, í úrslitakeppninni. EPA-EFE/Mohamed Abd El Ghany Halldór Jóhann Sigfússon og lærisveinar hans í Nordsjælland sluppu við beint fall úr dönsku úrvalsdeildinni í handbolta í dag, þegar lokaumferð deildakeppninnar fór fram. Nordsjælland tapaði reyndar á útivelli gegn lærisveinum Guðmundar Guðmundssonar í Fredericia, 31-26, eftir að hafa komist fjórum mörkum yfir snemma í seinni hálfleik, en enduðu stigi fyrir ofan Lemvig-Thyborön sem féll. Einar Þorsteinn Ólafsson skoraði tvö mörk úr tveimur skotum fyrir Fredericia sem hafði þegar tryggt sér 2. sæti deildarinnar, og þar með sæti í Evrópukeppni á næstu leiktíð, í fyrsta sinn. Nordsjælland var 13-11 yfir í hálfleik í dag og komst í 15-11, en Fredericia komst svo yfir þegar Einar stal boltanum og kom honum fram í hraðaupphlaup. Einar stal boltanum aftur í stöðunni 26-24, og hjálpaði Fredericia að komast þremur mörkum yfir, og munurinn í lokin var fimm mörk. Deildarmeistararnir brugðust ekki Deildarmeistarar Aalborg unnu hins vegar á sama tíma Lemvig-Thyborön, 35-28, eftir að staðan var jöfn í hálfleik, 15-15. Lemvig endaði því neðst í deildinni og féll, en Nordsjælland fer í neðri úrslitakeppni deildarinnar. Þar spila liðin sem enduðu í 9.-13. sæti einfalda umferð, og er Nordsjælland eina liðið sem tekur engin stig með sér. SAH og Sönderjyske enduðu í 9. og 10. sæti og taka tvö stig með sér, en Holstebro og Kolding enduðu í 11. og 12. sæti og taka eitt stig með sér. Neðsta liðið af þessum fimm fer í umspil við lið úr næstefstu deild um sæti í úrvalsdeildinni á næstu leiktíð. Ljóst hvaða lið mætast í úrslitakeppninni Holstebro, liðið sem Arnór Atlason stýrir, tapaði 34-29 á útivelli gegn SönderjyskE í dag. Markvörðurinn Ágúst Elí Björgvinsson og Elvar Ásgeirsson urðu einnig að sætta sig við tap með Ribe-Esbjerg, 30-27, á útivelli gegn Ringsted. Ágúst varði 7 af 20 skotum sem hann fékk á sig, og Elvar skoraði eitt mark. Í átta liða úrslitakeppni efstu liða deildarinnar er spilað í tveimur fjögurra liða riðlum. Aalborg (1. sæti), Bjerringbro-Silkeborg (4. sæti), Mors-Thy (5. sæti) og Ribe-Esbjerg (8. sæti) eru saman í riðli, en Fredericia, GOG, Skjern og Ringsted í hinum riðlinum. Aalborg og Fredericia taka með sér tvö stig úr deildakeppninni, en GOG og Skjern eitt stig hvort. Önnur byrja úrslitakeppnina án stiga. Danski handboltinn Mest lesið „Ég er að fara aftur til Svíþjóðar“ Handbolti Náðu loksins Ólympíufaranum á lista FBI yfir hættulegustu glæpamennina Sport Össur gagnrýndi fýlulegar og miskunnarlausar spurningar Loga Handbolti Skýrsla Vals: Ekki aftur Handbolti Klikaði á Panenka-vítaspyrnu og meiddi sig við það Fótbolti Svíar voru fljótir að snúa við blaðinu í seinni hálfleik Handbolti Líkur Íslands á verðlaunum hafa snaraukist Handbolti Oliver hættur í fótbolta vegna meiðsla Íslenski boltinn Breska lögreglan gagnrýnir brandara forseta FIFA Fótbolti Botna ekkert í Snorra: „Við erum teknir í bólinu“ Handbolti Fleiri fréttir Svíar voru fljótir að snúa við blaðinu í seinni hálfleik „Ég er að fara aftur til Svíþjóðar“ Skýrsla Vals: Ekki aftur Össur gagnrýndi fýlulegar og miskunnarlausar spurningar Loga Ungverjar með magnaða endurkomu en hvorugt náði Íslandi að stigum EM í dag: Ísland fer alltaf Krýsuvíkurleiðina „Náðum ekki að hjálpa markvörðunum okkar nóg“ „Þeir spila hægan bolta og reyna að svæfa mann“ „Þetta er klárlega högg“ Aron Kristjáns tapaði líka með minnsta mun Einkunnir Strákanna okkar á móti Króatíu: Basl á Bóndadaginn „Fannst við stýra leiknum vel og láta þetta fara í okkar átt“ „Tveggja ára barn að labba við sundlaugarbakkann og enginn gerði neitt“ Tölurnar á móti Króatíu: 15-1 fyrir Króata í mörkum með langskotum „Þurfum við ekki að fá fleiri varða bolta?“ Botna ekkert í Snorra: „Við erum teknir í bólinu“ Þorsteinn inn en Andri og Elvar fyrir utan Myndir: Fjölskyldustemning í Fan Zone Elvar úr leik í átta vikur: „Hans verður sárt saknað“ Líkur Íslands á verðlaunum hafa snaraukist „Hann gæti gert fullt af sóknum léttari“ Ómar segist eiga meira inni Svona var EM-Pallborðið: Allt sem þarf að vita fyrir stórleikinn í dag Uppgjörið: Ísland - Króatía 29-30 | Aftur súrt tap gegn Króötunum hans Dags „Ef ég hitti Dag þá mun ég knúsa hann“ „Virkar eins og maður sé að væla“ Besta sætið um sóknarleikinn: „Að mínu mati dugar þetta ekki til“ Danir svöruðu fyrir Portúgalstapið og unnu Evrópumeistarana Elvar vildi ekki stela fjölskyldubílnum Hakkar í sig þá sem vildu reka Alfreð Gíslason Sjá meira
Nordsjælland tapaði reyndar á útivelli gegn lærisveinum Guðmundar Guðmundssonar í Fredericia, 31-26, eftir að hafa komist fjórum mörkum yfir snemma í seinni hálfleik, en enduðu stigi fyrir ofan Lemvig-Thyborön sem féll. Einar Þorsteinn Ólafsson skoraði tvö mörk úr tveimur skotum fyrir Fredericia sem hafði þegar tryggt sér 2. sæti deildarinnar, og þar með sæti í Evrópukeppni á næstu leiktíð, í fyrsta sinn. Nordsjælland var 13-11 yfir í hálfleik í dag og komst í 15-11, en Fredericia komst svo yfir þegar Einar stal boltanum og kom honum fram í hraðaupphlaup. Einar stal boltanum aftur í stöðunni 26-24, og hjálpaði Fredericia að komast þremur mörkum yfir, og munurinn í lokin var fimm mörk. Deildarmeistararnir brugðust ekki Deildarmeistarar Aalborg unnu hins vegar á sama tíma Lemvig-Thyborön, 35-28, eftir að staðan var jöfn í hálfleik, 15-15. Lemvig endaði því neðst í deildinni og féll, en Nordsjælland fer í neðri úrslitakeppni deildarinnar. Þar spila liðin sem enduðu í 9.-13. sæti einfalda umferð, og er Nordsjælland eina liðið sem tekur engin stig með sér. SAH og Sönderjyske enduðu í 9. og 10. sæti og taka tvö stig með sér, en Holstebro og Kolding enduðu í 11. og 12. sæti og taka eitt stig með sér. Neðsta liðið af þessum fimm fer í umspil við lið úr næstefstu deild um sæti í úrvalsdeildinni á næstu leiktíð. Ljóst hvaða lið mætast í úrslitakeppninni Holstebro, liðið sem Arnór Atlason stýrir, tapaði 34-29 á útivelli gegn SönderjyskE í dag. Markvörðurinn Ágúst Elí Björgvinsson og Elvar Ásgeirsson urðu einnig að sætta sig við tap með Ribe-Esbjerg, 30-27, á útivelli gegn Ringsted. Ágúst varði 7 af 20 skotum sem hann fékk á sig, og Elvar skoraði eitt mark. Í átta liða úrslitakeppni efstu liða deildarinnar er spilað í tveimur fjögurra liða riðlum. Aalborg (1. sæti), Bjerringbro-Silkeborg (4. sæti), Mors-Thy (5. sæti) og Ribe-Esbjerg (8. sæti) eru saman í riðli, en Fredericia, GOG, Skjern og Ringsted í hinum riðlinum. Aalborg og Fredericia taka með sér tvö stig úr deildakeppninni, en GOG og Skjern eitt stig hvort. Önnur byrja úrslitakeppnina án stiga.
Danski handboltinn Mest lesið „Ég er að fara aftur til Svíþjóðar“ Handbolti Náðu loksins Ólympíufaranum á lista FBI yfir hættulegustu glæpamennina Sport Össur gagnrýndi fýlulegar og miskunnarlausar spurningar Loga Handbolti Skýrsla Vals: Ekki aftur Handbolti Klikaði á Panenka-vítaspyrnu og meiddi sig við það Fótbolti Svíar voru fljótir að snúa við blaðinu í seinni hálfleik Handbolti Líkur Íslands á verðlaunum hafa snaraukist Handbolti Oliver hættur í fótbolta vegna meiðsla Íslenski boltinn Breska lögreglan gagnrýnir brandara forseta FIFA Fótbolti Botna ekkert í Snorra: „Við erum teknir í bólinu“ Handbolti Fleiri fréttir Svíar voru fljótir að snúa við blaðinu í seinni hálfleik „Ég er að fara aftur til Svíþjóðar“ Skýrsla Vals: Ekki aftur Össur gagnrýndi fýlulegar og miskunnarlausar spurningar Loga Ungverjar með magnaða endurkomu en hvorugt náði Íslandi að stigum EM í dag: Ísland fer alltaf Krýsuvíkurleiðina „Náðum ekki að hjálpa markvörðunum okkar nóg“ „Þeir spila hægan bolta og reyna að svæfa mann“ „Þetta er klárlega högg“ Aron Kristjáns tapaði líka með minnsta mun Einkunnir Strákanna okkar á móti Króatíu: Basl á Bóndadaginn „Fannst við stýra leiknum vel og láta þetta fara í okkar átt“ „Tveggja ára barn að labba við sundlaugarbakkann og enginn gerði neitt“ Tölurnar á móti Króatíu: 15-1 fyrir Króata í mörkum með langskotum „Þurfum við ekki að fá fleiri varða bolta?“ Botna ekkert í Snorra: „Við erum teknir í bólinu“ Þorsteinn inn en Andri og Elvar fyrir utan Myndir: Fjölskyldustemning í Fan Zone Elvar úr leik í átta vikur: „Hans verður sárt saknað“ Líkur Íslands á verðlaunum hafa snaraukist „Hann gæti gert fullt af sóknum léttari“ Ómar segist eiga meira inni Svona var EM-Pallborðið: Allt sem þarf að vita fyrir stórleikinn í dag Uppgjörið: Ísland - Króatía 29-30 | Aftur súrt tap gegn Króötunum hans Dags „Ef ég hitti Dag þá mun ég knúsa hann“ „Virkar eins og maður sé að væla“ Besta sætið um sóknarleikinn: „Að mínu mati dugar þetta ekki til“ Danir svöruðu fyrir Portúgalstapið og unnu Evrópumeistarana Elvar vildi ekki stela fjölskyldubílnum Hakkar í sig þá sem vildu reka Alfreð Gíslason Sjá meira