Kærkomin snjósending fyrir skíðaviku en heldur mikil ófærð Lovísa Arnardóttir skrifar 22. mars 2024 08:50 íbúar Ísafjarðar voru vel klædd og skóuð í morgunsárið. Bæjarstjórinn, Arna Lára Jónsdóttir, tók myndir af þeim á leið í vinnu í morgun. Á myndunum eru Roberta Šoparaitė, Dóra Hlín Gísladóttir, sérfræðingur hjá Kerecis og svo Gylfi Ólafsson formaður bæjarráðs Ísafjarðarbæjar. Myndir/Arna Lára Jónsdóttir Ófært er víða á Vestfjörðum og óvissustig í gangi vegna snjóflóðahættu. Vegir eru víða lokaðir og gul veðurviðvörun í gildi til hádegis. Bæjarstjórinn segir snjósendinguna hafa verið kærkomna en ekki ófærðina. „Þetta er að ganga niður. Ég fór út í morgun að moka og finn núna að þetta er orðið rólegra. Allavega hérna á Ísafirði,“ segir Arna Lára Jónsdóttir, bæjarstjóri á Ísafirði, en fréttamaður náði tali af henni í morgun á leið í vinnu. „Ég er að labba í vinnuna. Það er búið að moka vegi í fyrsta forgangi en það eru allar litlar götur enn ófærar þannig það er alveg eins gott að vera á tveimur jafnfljótum,“ segir Arna Lára. Það séu öll moksturstæki úti og að færðin eigi því að lagast eftir því sem líður á daginn. Seinnipartinn í gær var rýmt atvinnuhúsnæði á Ísafirði og sett á óvissustig vegna snjóflóðahættu. Arna Lára segir að þar sé ekki búið að moka en að það búi enginn þar. „Við erum dálítið góð með þetta,“ segir Arna Lára spurð um líðan í þessum mikla snjó. „Það vantaði aðeins upp á snjóinn. Við erum með skíðaviku í næstu viku,“ segir hún en um páska fjölgar iðulega í bænum af bæði skíðafólki og þeim sem heimsækja bæinn vegna hátíðarinnar Aldrei fór ég suður. „Við fengum alveg yfirdrifið af snjó þannig það verður hægt að halda góða skíðaviku í næstu viku. Það ættu allir að komast á skíði. Þetta var þannig kærkomin snjósending en smá mikil ófærð sem fylgdi henni.“ Þannig það verður ljúft að koma í næstu viku á Aldrei fór ég suður? „Já, það er hægt að skíða á daginn og fara á tónleika á kvöldin. Alveg eins og við viljum hafa þetta.“ Ísafjarðarbær Veður Færð á vegum Tengdar fréttir Hús rýmd á Ísafirði vegna snjóflóðahættu Ákveðið hefur verið að rýma hús á reit 9 undir Seljalandshlíð á Ísafirði frá klukkan 16 í dag, fimmtudag, vegna hættu á snjóflóðum. 21. mars 2024 18:04 Stormur á Vestfjörðum en hægari vindur annars staðar Núna í morgunsárið er 958 millibara lægð yfir Suðurlandi og það er því breytilegt hvaðan vindur blæs í dag. Við suðurströndina verður suðvestan 13 til 18 metrar á sekúndu og rigning en á Vestfjörðum verður norðaustan stormur og snjókoma. 21. mars 2024 07:13 Stormur á Vestfjörðum í kvöld og í fyrramálið Gul veðurviðvörun tekur gildi seint í dag á Vestfjörðum. Búist er við norðaustan 13-20 metrum á sekúndu og snjókomu og skafrenningi með slæmu skyggni. „Versnandi færð og varasamt ferðaveður,“ segir á vef Veðurstofunnar. 20. mars 2024 08:34 Mest lesið Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Innlent Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Innlent Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Innlent Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Innlent Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Innlent Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Innlent Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Innlent Fleiri fréttir Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Skjálfti að stærð 3,6 í Bárðarbungu Þingmenn upplitsdjarfir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Vonast til að samkomulag náist innan skamms, vonandi í dag Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Engar fréttir af þinglokum en veiðigjöldin ekki á dagskrá í dag Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Fjöldi ökumanna stöðvaður í umferðinni Þingflokksformenn semja inn í nóttina Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd Taldi ekki ástæðu til að kalla inn varamann á meðan hún fór í frí „Börnin útskrifast með bókstaf hjá okkur en tölur í framhaldsskóla“ Stór lögregluaðgerð í Laugardal Verði svo gott sem heimilislaus í Kópavogi Gæsluvarðhald frönsku konunnar framlengt Sjá meira
„Þetta er að ganga niður. Ég fór út í morgun að moka og finn núna að þetta er orðið rólegra. Allavega hérna á Ísafirði,“ segir Arna Lára Jónsdóttir, bæjarstjóri á Ísafirði, en fréttamaður náði tali af henni í morgun á leið í vinnu. „Ég er að labba í vinnuna. Það er búið að moka vegi í fyrsta forgangi en það eru allar litlar götur enn ófærar þannig það er alveg eins gott að vera á tveimur jafnfljótum,“ segir Arna Lára. Það séu öll moksturstæki úti og að færðin eigi því að lagast eftir því sem líður á daginn. Seinnipartinn í gær var rýmt atvinnuhúsnæði á Ísafirði og sett á óvissustig vegna snjóflóðahættu. Arna Lára segir að þar sé ekki búið að moka en að það búi enginn þar. „Við erum dálítið góð með þetta,“ segir Arna Lára spurð um líðan í þessum mikla snjó. „Það vantaði aðeins upp á snjóinn. Við erum með skíðaviku í næstu viku,“ segir hún en um páska fjölgar iðulega í bænum af bæði skíðafólki og þeim sem heimsækja bæinn vegna hátíðarinnar Aldrei fór ég suður. „Við fengum alveg yfirdrifið af snjó þannig það verður hægt að halda góða skíðaviku í næstu viku. Það ættu allir að komast á skíði. Þetta var þannig kærkomin snjósending en smá mikil ófærð sem fylgdi henni.“ Þannig það verður ljúft að koma í næstu viku á Aldrei fór ég suður? „Já, það er hægt að skíða á daginn og fara á tónleika á kvöldin. Alveg eins og við viljum hafa þetta.“
Ísafjarðarbær Veður Færð á vegum Tengdar fréttir Hús rýmd á Ísafirði vegna snjóflóðahættu Ákveðið hefur verið að rýma hús á reit 9 undir Seljalandshlíð á Ísafirði frá klukkan 16 í dag, fimmtudag, vegna hættu á snjóflóðum. 21. mars 2024 18:04 Stormur á Vestfjörðum en hægari vindur annars staðar Núna í morgunsárið er 958 millibara lægð yfir Suðurlandi og það er því breytilegt hvaðan vindur blæs í dag. Við suðurströndina verður suðvestan 13 til 18 metrar á sekúndu og rigning en á Vestfjörðum verður norðaustan stormur og snjókoma. 21. mars 2024 07:13 Stormur á Vestfjörðum í kvöld og í fyrramálið Gul veðurviðvörun tekur gildi seint í dag á Vestfjörðum. Búist er við norðaustan 13-20 metrum á sekúndu og snjókomu og skafrenningi með slæmu skyggni. „Versnandi færð og varasamt ferðaveður,“ segir á vef Veðurstofunnar. 20. mars 2024 08:34 Mest lesið Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Innlent Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Innlent Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Innlent Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Innlent Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Innlent Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Innlent Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Innlent Fleiri fréttir Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Skjálfti að stærð 3,6 í Bárðarbungu Þingmenn upplitsdjarfir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Vonast til að samkomulag náist innan skamms, vonandi í dag Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Engar fréttir af þinglokum en veiðigjöldin ekki á dagskrá í dag Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Fjöldi ökumanna stöðvaður í umferðinni Þingflokksformenn semja inn í nóttina Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd Taldi ekki ástæðu til að kalla inn varamann á meðan hún fór í frí „Börnin útskrifast með bókstaf hjá okkur en tölur í framhaldsskóla“ Stór lögregluaðgerð í Laugardal Verði svo gott sem heimilislaus í Kópavogi Gæsluvarðhald frönsku konunnar framlengt Sjá meira
Hús rýmd á Ísafirði vegna snjóflóðahættu Ákveðið hefur verið að rýma hús á reit 9 undir Seljalandshlíð á Ísafirði frá klukkan 16 í dag, fimmtudag, vegna hættu á snjóflóðum. 21. mars 2024 18:04
Stormur á Vestfjörðum en hægari vindur annars staðar Núna í morgunsárið er 958 millibara lægð yfir Suðurlandi og það er því breytilegt hvaðan vindur blæs í dag. Við suðurströndina verður suðvestan 13 til 18 metrar á sekúndu og rigning en á Vestfjörðum verður norðaustan stormur og snjókoma. 21. mars 2024 07:13
Stormur á Vestfjörðum í kvöld og í fyrramálið Gul veðurviðvörun tekur gildi seint í dag á Vestfjörðum. Búist er við norðaustan 13-20 metrum á sekúndu og snjókomu og skafrenningi með slæmu skyggni. „Versnandi færð og varasamt ferðaveður,“ segir á vef Veðurstofunnar. 20. mars 2024 08:34