Samkomulag að nást um að nýta vexti af Rússaeignum í þágu Úkraínu Hólmfríður Gísladóttir skrifar 22. mars 2024 06:39 Unnið að því að styrkja varnir Úkraínumanna í Kharkív. AP/Efrem Lukatsky Leiðtogar aðildarríkja Evrópusambandins hafa komist að samkomulagi um að veita vöxtum af þeim eignum Rússa sem hafa verið frystar í refsiaðgerðum sambandsins til að fjármagna varnir Úkraínumanna. Leiðtogarnir funda nú í Brussel en samkvæmt tillögunni sem liggur fyrir mun upphæðin nema um þremur milljörðum evra á þessu ári og standa vonir til að Úkraínumenn gætu fengið milljarð strax í sumar. Ursula von der Leyen, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, sagði eftir fundarhöld í gær að það væri sterkur vilji til að nýta fjármunina til að efla hernaðarlega stöðu Úkraínumanna. Leiðtogarnir yrðu hins vegar að vinna hratt. Von der Leyen sagði einnig að Evrópusambandið væri að skoða leiðir til að auka skatta á kornvöru frá Rússlandi, þar á meðal kornvöru sem hefði verið stolið frá Úkraínu. Samkvæmt umfjöllun Guardian settu Ungverjar sig upp á móti tillögunum um nýtingu vaxtartekna hinna frystu eigna en þeir eru sagðir hafa látið af mótmælum sínum gegn því að tillagan yrði orðuð þannig að það væri ekki tekið fram að til stæði að verja fjármununum til að vopna Úkraínumenn. Enn á eftir að ákveða hvernig heildarupphæðin verður hlutuð í sundur en gert er ráð fyrir að um 90 prósentum verði varið til hernaðarmála og um það bil tíu prósentum til uppbyggingar. Þá hefur verið rætt að verja mögulega einhverjum fjármunum til friðargæslu annars staðar í heiminum, til að koma til móts við andstöðu Ungverja. Stjórnvöld í Moskvu hafa fordæmt fyrirætlanirnar og segja þær brot á alþjóðalögum. Sérfræðingar viðurkenna að ákveðin áhætta felist í fjárnáminu og að Evrópa verði mögulega skikkuð til þess af alþjóðlegum dómstólum að skila peningunum að stríði loknu. Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Úkraína Hernaður Mest lesið Afdrif Hörpunnar enn á huldu Innlent Hundrað milljónum stolið af landsmönnum Innlent RÚV muni óska eftir upplýsingum frá EBU um símakosninguna Innlent „Ég er ekki sannfærður um að við höfum efni á þessu“ Innlent Dæmi um að tvær fjölskyldur deili einni au pair Innlent Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Erlent Hnúfubakur í banastuði í Hvalfirði Innlent Fimm bjargað úr sjónum eftir að skemmtibát hvolfdi Innlent „Vinnubrögð sem maður er ekki vanur“ Innlent Ætla að vinda ofan af jafnlaunavottun Innlent Fleiri fréttir Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Banna „óæskilega“ starfsemi Amnesty International í Rússlandi Stefnir í baráttu á milli frjálslyndis og íhalds í Póllandi Árangur í viðræðum Bretlands við Evrópusambandið Ísraelsk stjórnvöld segjast ætla að hleypa hjálpargögnum á Gasa Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Nicusor Dan nýr forseti Rúmeníu Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Joe Biden með krabbamein Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Rúmenar ganga aftur að kjörborðinu Leó orðinn páfi Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Árásirnar sagðar þær umfangsmestu síðan viðræðurnar fóru fyrir bí Níu drepnir í drónaárás á rútu Samþykktu fangaskipti á næstu dögum Hlýtur 25 ára dóm fyrir banatilræðið við Rushdie Gerðu umfangsmiklar árásir á Jemen Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Diplómatinn sem grunaður var um njósnir er látinn Sakaður um að kalla eftir dauða Trumps með mynd af skeljum „Rússland vill augljóslega stríð“ Rekja fjöldamorðið í Örebro til gremju byssumannsins vegna lífs síns Íhuga að refsa Pakistönum með stíflum og fráveituskurðum Sjá meira
Leiðtogarnir funda nú í Brussel en samkvæmt tillögunni sem liggur fyrir mun upphæðin nema um þremur milljörðum evra á þessu ári og standa vonir til að Úkraínumenn gætu fengið milljarð strax í sumar. Ursula von der Leyen, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, sagði eftir fundarhöld í gær að það væri sterkur vilji til að nýta fjármunina til að efla hernaðarlega stöðu Úkraínumanna. Leiðtogarnir yrðu hins vegar að vinna hratt. Von der Leyen sagði einnig að Evrópusambandið væri að skoða leiðir til að auka skatta á kornvöru frá Rússlandi, þar á meðal kornvöru sem hefði verið stolið frá Úkraínu. Samkvæmt umfjöllun Guardian settu Ungverjar sig upp á móti tillögunum um nýtingu vaxtartekna hinna frystu eigna en þeir eru sagðir hafa látið af mótmælum sínum gegn því að tillagan yrði orðuð þannig að það væri ekki tekið fram að til stæði að verja fjármununum til að vopna Úkraínumenn. Enn á eftir að ákveða hvernig heildarupphæðin verður hlutuð í sundur en gert er ráð fyrir að um 90 prósentum verði varið til hernaðarmála og um það bil tíu prósentum til uppbyggingar. Þá hefur verið rætt að verja mögulega einhverjum fjármunum til friðargæslu annars staðar í heiminum, til að koma til móts við andstöðu Ungverja. Stjórnvöld í Moskvu hafa fordæmt fyrirætlanirnar og segja þær brot á alþjóðalögum. Sérfræðingar viðurkenna að ákveðin áhætta felist í fjárnáminu og að Evrópa verði mögulega skikkuð til þess af alþjóðlegum dómstólum að skila peningunum að stríði loknu.
Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Úkraína Hernaður Mest lesið Afdrif Hörpunnar enn á huldu Innlent Hundrað milljónum stolið af landsmönnum Innlent RÚV muni óska eftir upplýsingum frá EBU um símakosninguna Innlent „Ég er ekki sannfærður um að við höfum efni á þessu“ Innlent Dæmi um að tvær fjölskyldur deili einni au pair Innlent Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Erlent Hnúfubakur í banastuði í Hvalfirði Innlent Fimm bjargað úr sjónum eftir að skemmtibát hvolfdi Innlent „Vinnubrögð sem maður er ekki vanur“ Innlent Ætla að vinda ofan af jafnlaunavottun Innlent Fleiri fréttir Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Banna „óæskilega“ starfsemi Amnesty International í Rússlandi Stefnir í baráttu á milli frjálslyndis og íhalds í Póllandi Árangur í viðræðum Bretlands við Evrópusambandið Ísraelsk stjórnvöld segjast ætla að hleypa hjálpargögnum á Gasa Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Nicusor Dan nýr forseti Rúmeníu Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Joe Biden með krabbamein Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Rúmenar ganga aftur að kjörborðinu Leó orðinn páfi Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Árásirnar sagðar þær umfangsmestu síðan viðræðurnar fóru fyrir bí Níu drepnir í drónaárás á rútu Samþykktu fangaskipti á næstu dögum Hlýtur 25 ára dóm fyrir banatilræðið við Rushdie Gerðu umfangsmiklar árásir á Jemen Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Diplómatinn sem grunaður var um njósnir er látinn Sakaður um að kalla eftir dauða Trumps með mynd af skeljum „Rússland vill augljóslega stríð“ Rekja fjöldamorðið í Örebro til gremju byssumannsins vegna lífs síns Íhuga að refsa Pakistönum með stíflum og fráveituskurðum Sjá meira