Vildi fá ökuréttindi án þess að taka prófið og réðst á mann Árni Sæberg skrifar 21. mars 2024 21:07 Höfuðstöðvar Frumherja við Hestháls. vísir/vilhelm Erlendur karlmaður hefur verið dæmdur í fjórtán mánaða fangelsi fyrir fjölda brota. Hann var meðal annars fundinn sekur um hrinda manni sem reyndi að róa hann niður eftir að starfsmaður Frumherja neitaði að veita honum ökuréttindi án þess að hann tæki bílpróf. Hann var einnig sakfelldur fyrir að senda sprengjuhótanir. Í dómi Héraðsdóms Reykjaness, sem kveðinn var upp þann 14. mars en birtur í dag, segir að maðurinn hafi verið ákærður fyrir umferðarlagabrot, líkamsárás, brot gegn valdstjórninni, með því að hrækja á lögreglumann, og brot gegn valdstjórninni, með því að hafa í tvígang gabbað lögreglu með fölskum sprengjuhótunum. Ekki í fyrsta sinn sem maðurinn krafðist þess að fá ökuréttindi Í ákærunni sem varðar líkamsárás segir að maðurinn hafi veist með ofbeldi að manni og hrint honum með því að ýta með báðum höndum í brjóstkassa hans svo hann féll aftur fyrir sig á sófa með þeim afleiðingum að hann hlaut mar á mjóbaki og mjaðmagrind og tognun og ofreynslu á lendarhrygg. Í dóminum er haft eftir starfsmanni Frumherja að maðurinn hafi verið mjög æstur og með ógnandi hegðun og farið fram á að hún myndi stimpla fyrir sig með tilteknum hætti. Hann hafi „verið á öskrinu“ og hafi hún vísað honum út. Maður sem setið hafi fyrir aftan ákærða og beðið afgreiðslu hafi staðið upp og beðið manninn um að róa sig, en hann hafi snúið sér að manninum, tekið í peysu hans og hrint honum á sófa og tré. Þetta hafi ekki verið í fyrsta skiptið sem maðurinn kæmi að starfstöð Frumherja í sömu erindagjörðum og starfsfólkið hafi þekkt hann. Ákvað að veita starfsfólkinu liðsinni Eftir brotaþolanum er haft að hann hafi verið á vettvangi til að gangast undir ökupróf. Hann hefði beðið í móttökunni og verið í símanum þegar maður hefði komið inn og vitnið hefði heyrt „hvernig hann var að móðga konu sem var þar í móttökunni“. Aðrir starfsmenn hefðu farið út. Maðurinn hefði verið öskrandi. Hann hefði séð „að enginn er að gera neitt“ og hefði hann staðið upp og snert manninn með vinstri hönd sinni á öxl hans, eins og „til að snúa honum frá konunni“, og sagt honum að hætta. Maðurinn hefði ýtt honum frá af miklum krafti. Hann hefði dottið á sófa sem þarna hefði verið og farið á plöntu við hlið hans og á gólfið. Plantan hefði brotnað. Hann hefði fengið verk í bakið af þessu. Niðurstaða dómsins var sú að með vísan til framburðar brotaþola og vitna og upptöku úr öryggismyndavél væri talið sannað að maðurinn hefði gerst sekur um þá háttsemi sem honum var gefið að sök í ákæru. Rýmdu lögreglustöðina Sem áður segir var maðurinn einnig ákærður fyrir að gabba lögreglu með því að senda sprengjuhótanir. Um þá ákæru hefur ítarlega verið fjallað. Ákæra var gefin út á hendur manninum í lok nóvember síðastliðins. Í ákærunni sagði að maðurinn væri ákærður fyrir brot gegn valdstjórninni og að gabba lögreglu, og að reyna að gabba lögreglu, með því hafa sent tvo tölvupósta að kvöldi 23. febrúar árið 2023. Þeir hljóða svo: „Eins og ríkið veit mun sprengjan springa í dag. Segið lögreglunni að sprengjan sé með gildrum í fimm kílómetra radíus. Vitið til, ef þið komið nálægt mér mun ég bjóða ykkur upp á allt það sem ég hef sankað að mér í lengri tíma. Kveðja, maðurinn sem meinar það sem hann segir.“ „Staðurinn er morandi í sprengjum, höfuð ykkar og hjörtu barna ykkar munu springa.“ Í niðurstöðu héraðsdóms segir að fyrir liggi að maðurinn hafi sent tölvubréfin úr farsíma sínum. „Augljóst er að á lögreglustöð og í ráðhúsinuer þess að vænta að staddir séu opinberir starfsmenn að sinna starfi sínu. Skilaboð á þá leið sem rakið hefur verið, um sprengjur á nánar greindum stöðum,verður að skilja sem hótun en ekki aðeins saklausar upplýsingar.“ Því var maðurinn sakfelldur fyrir að gabba lögreglu og að reyna að gabba lögreglu. Með brotaferil að baki Maðurinn var sömuleiðis sakfelldur fyrir umferðarlagabrot og að hafa hrækt á lögregluþjón á lögreglustöð. Með vísan til nokkuð umfangsmikils brotaferils var maðurinn dæmdur til fjórtán mánaða óskilorðsbundinnar fangelsisvistar. Til frádráttar henni kemur tveggja mánaða gæsluvarðhaldsvist hans. Þá var honum gert að greiða málsvarnarlaun skipaðs verjanda síns, 1,1 milljón króna. Dóm Héraðsdóms Reykjaness má lesa hér. Dómsmál Reykjanesbær Mál Mohamad Kourani Bílpróf Mest lesið Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Erlent Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Innlent Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Innlent Tvíburarnir fengu ár í viðbót Innlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Innlent Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Erlent NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Erlent Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Erlent Conor McGregor dregur forsetaframboðið til baka Erlent Fleiri fréttir „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum „Ekki algengt að svona lekar verði“ Stóraukning skipulagðrar glæpastarfsemi og innbrotahrina hjá listamanni Flugvél með fjórum innanborðs fór út af flugbraut Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Tiltekt ríkisstjórnar eins og að taka sokk af gólfi unglings Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Oddvitarnir ætla sér stóra hluti eftir átta mánuði Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Tvíburarnir fengu ár í viðbót Hlaut náttúruverndarviðurkenningu Sigríðar í Brattholti Vara við svikapóstum um ólöglegar klámsíður og reikninga frá raforkusölum Baráttunni lauk með íslenskum ríkisborgararétti Er með hugmynd að nafni sem gæti vel gengið Bein útsending: Umhverfisþing 2025 Hells Angels á Íslandi hafi aukið umsvif sín og sýnileika Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Komið gott af borgarmálum og meirihlutaslit hafi engin áhrif Töldu nauðsynlegt að taka fast á Hells Angels og Kourani fær endurkomubann Ætlar sér formennsku hjá ungum Sjálfstæðismönnum Úr inniskónum og yfir í hringiðu heimsmálanna Þórdís Lóa ætlar ekki fram Ölvaðir og í annarlegu ástandi Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Sjá meira
Í dómi Héraðsdóms Reykjaness, sem kveðinn var upp þann 14. mars en birtur í dag, segir að maðurinn hafi verið ákærður fyrir umferðarlagabrot, líkamsárás, brot gegn valdstjórninni, með því að hrækja á lögreglumann, og brot gegn valdstjórninni, með því að hafa í tvígang gabbað lögreglu með fölskum sprengjuhótunum. Ekki í fyrsta sinn sem maðurinn krafðist þess að fá ökuréttindi Í ákærunni sem varðar líkamsárás segir að maðurinn hafi veist með ofbeldi að manni og hrint honum með því að ýta með báðum höndum í brjóstkassa hans svo hann féll aftur fyrir sig á sófa með þeim afleiðingum að hann hlaut mar á mjóbaki og mjaðmagrind og tognun og ofreynslu á lendarhrygg. Í dóminum er haft eftir starfsmanni Frumherja að maðurinn hafi verið mjög æstur og með ógnandi hegðun og farið fram á að hún myndi stimpla fyrir sig með tilteknum hætti. Hann hafi „verið á öskrinu“ og hafi hún vísað honum út. Maður sem setið hafi fyrir aftan ákærða og beðið afgreiðslu hafi staðið upp og beðið manninn um að róa sig, en hann hafi snúið sér að manninum, tekið í peysu hans og hrint honum á sófa og tré. Þetta hafi ekki verið í fyrsta skiptið sem maðurinn kæmi að starfstöð Frumherja í sömu erindagjörðum og starfsfólkið hafi þekkt hann. Ákvað að veita starfsfólkinu liðsinni Eftir brotaþolanum er haft að hann hafi verið á vettvangi til að gangast undir ökupróf. Hann hefði beðið í móttökunni og verið í símanum þegar maður hefði komið inn og vitnið hefði heyrt „hvernig hann var að móðga konu sem var þar í móttökunni“. Aðrir starfsmenn hefðu farið út. Maðurinn hefði verið öskrandi. Hann hefði séð „að enginn er að gera neitt“ og hefði hann staðið upp og snert manninn með vinstri hönd sinni á öxl hans, eins og „til að snúa honum frá konunni“, og sagt honum að hætta. Maðurinn hefði ýtt honum frá af miklum krafti. Hann hefði dottið á sófa sem þarna hefði verið og farið á plöntu við hlið hans og á gólfið. Plantan hefði brotnað. Hann hefði fengið verk í bakið af þessu. Niðurstaða dómsins var sú að með vísan til framburðar brotaþola og vitna og upptöku úr öryggismyndavél væri talið sannað að maðurinn hefði gerst sekur um þá háttsemi sem honum var gefið að sök í ákæru. Rýmdu lögreglustöðina Sem áður segir var maðurinn einnig ákærður fyrir að gabba lögreglu með því að senda sprengjuhótanir. Um þá ákæru hefur ítarlega verið fjallað. Ákæra var gefin út á hendur manninum í lok nóvember síðastliðins. Í ákærunni sagði að maðurinn væri ákærður fyrir brot gegn valdstjórninni og að gabba lögreglu, og að reyna að gabba lögreglu, með því hafa sent tvo tölvupósta að kvöldi 23. febrúar árið 2023. Þeir hljóða svo: „Eins og ríkið veit mun sprengjan springa í dag. Segið lögreglunni að sprengjan sé með gildrum í fimm kílómetra radíus. Vitið til, ef þið komið nálægt mér mun ég bjóða ykkur upp á allt það sem ég hef sankað að mér í lengri tíma. Kveðja, maðurinn sem meinar það sem hann segir.“ „Staðurinn er morandi í sprengjum, höfuð ykkar og hjörtu barna ykkar munu springa.“ Í niðurstöðu héraðsdóms segir að fyrir liggi að maðurinn hafi sent tölvubréfin úr farsíma sínum. „Augljóst er að á lögreglustöð og í ráðhúsinuer þess að vænta að staddir séu opinberir starfsmenn að sinna starfi sínu. Skilaboð á þá leið sem rakið hefur verið, um sprengjur á nánar greindum stöðum,verður að skilja sem hótun en ekki aðeins saklausar upplýsingar.“ Því var maðurinn sakfelldur fyrir að gabba lögreglu og að reyna að gabba lögreglu. Með brotaferil að baki Maðurinn var sömuleiðis sakfelldur fyrir umferðarlagabrot og að hafa hrækt á lögregluþjón á lögreglustöð. Með vísan til nokkuð umfangsmikils brotaferils var maðurinn dæmdur til fjórtán mánaða óskilorðsbundinnar fangelsisvistar. Til frádráttar henni kemur tveggja mánaða gæsluvarðhaldsvist hans. Þá var honum gert að greiða málsvarnarlaun skipaðs verjanda síns, 1,1 milljón króna. Dóm Héraðsdóms Reykjaness má lesa hér.
Dómsmál Reykjanesbær Mál Mohamad Kourani Bílpróf Mest lesið Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Erlent Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Innlent Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Innlent Tvíburarnir fengu ár í viðbót Innlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Innlent Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Erlent NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Erlent Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Erlent Conor McGregor dregur forsetaframboðið til baka Erlent Fleiri fréttir „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum „Ekki algengt að svona lekar verði“ Stóraukning skipulagðrar glæpastarfsemi og innbrotahrina hjá listamanni Flugvél með fjórum innanborðs fór út af flugbraut Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Tiltekt ríkisstjórnar eins og að taka sokk af gólfi unglings Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Oddvitarnir ætla sér stóra hluti eftir átta mánuði Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Tvíburarnir fengu ár í viðbót Hlaut náttúruverndarviðurkenningu Sigríðar í Brattholti Vara við svikapóstum um ólöglegar klámsíður og reikninga frá raforkusölum Baráttunni lauk með íslenskum ríkisborgararétti Er með hugmynd að nafni sem gæti vel gengið Bein útsending: Umhverfisþing 2025 Hells Angels á Íslandi hafi aukið umsvif sín og sýnileika Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Komið gott af borgarmálum og meirihlutaslit hafi engin áhrif Töldu nauðsynlegt að taka fast á Hells Angels og Kourani fær endurkomubann Ætlar sér formennsku hjá ungum Sjálfstæðismönnum Úr inniskónum og yfir í hringiðu heimsmálanna Þórdís Lóa ætlar ekki fram Ölvaðir og í annarlegu ástandi Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Sjá meira