Fólk hafi skráð sig í forsetaframboð fyrir slysni Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 21. mars 2024 11:00 Ásdís Rán Gunnarsdóttir segist telja að margir þeirra sem nú séu á lista að safna meðmælum hafi í raun ætlað að veita henni meðmæli. Borið hefur á því að fólk hafi skráð sig fyrir slysni á lista Þjóðskrár yfir þá sem óska eftir meðmælum fyrir framboði í forsetakosningunum í ár. Fréttastofu er kunnugt um tvö tilvik en Ásdís Rán Gunnarsdóttir, athafnakona og fyrirsæta, segist telja þau vera fleiri. 34 voru á listanum í gær en eru 42 í dag. „Ástæðan fyrir því að það eru svona ótrúlega margir frambjóðendur núna sem komu í framhaldi af mínu framboði er að DV setti vitlausan hlekk í sína frétt um framboðið mitt og þegar þú opnar hlekkinn ferðu beint í að stofna meðmælalista,“ segir Ásdís í samtali við Vísi. Hún segir DV hafa tekið hlekkinn út. Vísir hefur sent Þjóðskrá fyrirspurn vegna málsins. Alls eru nú 42 manns skráðir á lista og hafa þar með stofnað meðmælalista vegna forsetakosninganna. Um er að ræða metfjölda en fjórir skráðu sig fyrir slíkri söfnun árið 2020 en þeir voru rúmlega tuttugu árið 2016. Eins og fram hefur komið tilkynnti Ásdís í gær að hún hygðist óska eftir meðmælum til að geta boðið sig fram í forsetakosningunum í júní. Hún sagðist vilja að frambjóðendur yrðu sem fjölbreyttastir. Ásdís segist telja marga á lista yfir þá sem nú safna meðmælum hafa ætlað að veita sér meðmæli í kosningunum. „Það vita ekki margir af því en það eru tveir búnir að hafa samband við mig en ég held að það séu nokkur nöfn einstaklinga þarna sem vita ekki af því að þau hafi stofnað meðmælalista og eru nú frambjóðendur,“ segir Ásdís. 34 á lista í gær Marínó G. Njálsson samfélagsrýnir er meðal þeirra sem velt hefur fyrir sér fjölda framboða. Það gerði hann í gær þegar talan stóð í 34 en síðan þá hefur fjölgað um heila átta. Á einum sólarhring. „Ég velti fyrir mér hve margir eru þarna fyrir misskilning. Hafi í raun ætlað að mæla með einhverjum, en óvart skráð sig eins og þeir væru að leita eftir stuðningi,“ segir Marinó. Marínó G. Njálsson veltir fyrir sér hvort ekki þurfi að gera fólki að staðfesta meintar fyrirætlanir sínar vegna meðmælalista. „Frétti af því um daginn, að kona nokkur hafi ætlað að veita frambjóðanda meðmæli sín. Hafði hún fengið tengil sendan í pósti, smellti á hann, skráði sig inn rafrænt og það næsta sem gerðist var að hún var allt í einu farin að óska eftir meðmælendum.“ Hann segist ekki trúa því að það eigi virkilega 34 einstaklingar þann draum að verða næsti forseti íslenska lýðveldisins. Kannski væri tilvalið að óskað yrði eftir því að hver og einn staðfesti tilætlan sína með tölvupósti. „Þar sem óskað er eftir staðfestingu á, að viðkomandi sé að safna meðmælum. Ekki þarf annað en að rangur tengill hafi ratað til einstaklings, til þess að hann óskar óvart eftir meðmælum í staðinn fyrir að veita þau.“ Forsetakosningar 2024 Stafræn þróun Mest lesið Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Innlent Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ Innlent Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Innlent Fljótagöng sett í forgang Innlent Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Innlent Forsætisráðherra segir breytt plan ekki hygla neinum Innlent Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Erlent Ný könnun sýnir meirihlutann fallinn í borginni Innlent Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Erlent Sakar ráðherra um svik og kjördæmapot í samgönguáætlun Innlent Fleiri fréttir Hegðun ráðherra „ekki bara forkastanleg, hún er hættuleg“ Fór yfir fangaklefa á Vesturlandi: Hálf hurð á baðherberginu og klefinn of lítill Fjarðarheiði lokuð vegna umferðarslyss Eldur í bíl á Reykjanesbraut Forsætisráðherra segir breytt plan ekki hygla neinum Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Samgönguáætlun „gífurleg vonbrigði“ fyrir Múlaþing Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Fljótagöng í forgang og Seðlabanki endurmetur greiðslubyrði Fangar fái von eftir afplánun Breytingar á Kristnesi: Þyngir róðurinn sem sé nú þegar verulega þungur Bein útsending: Hvatningarverðlaun ÖBÍ Fljótagöng sett í forgang Bein útsending: Kynna samgönguáætlun og stofnun innviðafélags Gervigreindin hughreysti ferðamann sem björgunarsveit kom til bjargar Sakar ráðherra um svik og kjördæmapot í samgönguáætlun Á fjórða hundrað erlendra fanga frá 56 löndum afplánað á Íslandi frá 2020 Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Gera ráð fyrir 3,4 milljarða rekstrarafgangi A-hluta Handteknir við að sýsla með þýfi Vilja koma á óhollustuskatti Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Lengsta goshléið frá upphafi hrinunnar „Vona að við sjáum eitthvað á þessum nótum í kosningunum“ Menningarráð vill lundabyggð í gömlu selalaugina Ný könnun sýnir meirihlutann fallinn í borginni Glæný könnun, oddvitar í beinni og óhollustuskattur Lögmaðurinn áfram í varðhaldi Sjá meira
„Ástæðan fyrir því að það eru svona ótrúlega margir frambjóðendur núna sem komu í framhaldi af mínu framboði er að DV setti vitlausan hlekk í sína frétt um framboðið mitt og þegar þú opnar hlekkinn ferðu beint í að stofna meðmælalista,“ segir Ásdís í samtali við Vísi. Hún segir DV hafa tekið hlekkinn út. Vísir hefur sent Þjóðskrá fyrirspurn vegna málsins. Alls eru nú 42 manns skráðir á lista og hafa þar með stofnað meðmælalista vegna forsetakosninganna. Um er að ræða metfjölda en fjórir skráðu sig fyrir slíkri söfnun árið 2020 en þeir voru rúmlega tuttugu árið 2016. Eins og fram hefur komið tilkynnti Ásdís í gær að hún hygðist óska eftir meðmælum til að geta boðið sig fram í forsetakosningunum í júní. Hún sagðist vilja að frambjóðendur yrðu sem fjölbreyttastir. Ásdís segist telja marga á lista yfir þá sem nú safna meðmælum hafa ætlað að veita sér meðmæli í kosningunum. „Það vita ekki margir af því en það eru tveir búnir að hafa samband við mig en ég held að það séu nokkur nöfn einstaklinga þarna sem vita ekki af því að þau hafi stofnað meðmælalista og eru nú frambjóðendur,“ segir Ásdís. 34 á lista í gær Marínó G. Njálsson samfélagsrýnir er meðal þeirra sem velt hefur fyrir sér fjölda framboða. Það gerði hann í gær þegar talan stóð í 34 en síðan þá hefur fjölgað um heila átta. Á einum sólarhring. „Ég velti fyrir mér hve margir eru þarna fyrir misskilning. Hafi í raun ætlað að mæla með einhverjum, en óvart skráð sig eins og þeir væru að leita eftir stuðningi,“ segir Marinó. Marínó G. Njálsson veltir fyrir sér hvort ekki þurfi að gera fólki að staðfesta meintar fyrirætlanir sínar vegna meðmælalista. „Frétti af því um daginn, að kona nokkur hafi ætlað að veita frambjóðanda meðmæli sín. Hafði hún fengið tengil sendan í pósti, smellti á hann, skráði sig inn rafrænt og það næsta sem gerðist var að hún var allt í einu farin að óska eftir meðmælendum.“ Hann segist ekki trúa því að það eigi virkilega 34 einstaklingar þann draum að verða næsti forseti íslenska lýðveldisins. Kannski væri tilvalið að óskað yrði eftir því að hver og einn staðfesti tilætlan sína með tölvupósti. „Þar sem óskað er eftir staðfestingu á, að viðkomandi sé að safna meðmælum. Ekki þarf annað en að rangur tengill hafi ratað til einstaklings, til þess að hann óskar óvart eftir meðmælum í staðinn fyrir að veita þau.“
Forsetakosningar 2024 Stafræn þróun Mest lesið Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Innlent Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ Innlent Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Innlent Fljótagöng sett í forgang Innlent Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Innlent Forsætisráðherra segir breytt plan ekki hygla neinum Innlent Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Erlent Ný könnun sýnir meirihlutann fallinn í borginni Innlent Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Erlent Sakar ráðherra um svik og kjördæmapot í samgönguáætlun Innlent Fleiri fréttir Hegðun ráðherra „ekki bara forkastanleg, hún er hættuleg“ Fór yfir fangaklefa á Vesturlandi: Hálf hurð á baðherberginu og klefinn of lítill Fjarðarheiði lokuð vegna umferðarslyss Eldur í bíl á Reykjanesbraut Forsætisráðherra segir breytt plan ekki hygla neinum Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Samgönguáætlun „gífurleg vonbrigði“ fyrir Múlaþing Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Fljótagöng í forgang og Seðlabanki endurmetur greiðslubyrði Fangar fái von eftir afplánun Breytingar á Kristnesi: Þyngir róðurinn sem sé nú þegar verulega þungur Bein útsending: Hvatningarverðlaun ÖBÍ Fljótagöng sett í forgang Bein útsending: Kynna samgönguáætlun og stofnun innviðafélags Gervigreindin hughreysti ferðamann sem björgunarsveit kom til bjargar Sakar ráðherra um svik og kjördæmapot í samgönguáætlun Á fjórða hundrað erlendra fanga frá 56 löndum afplánað á Íslandi frá 2020 Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Gera ráð fyrir 3,4 milljarða rekstrarafgangi A-hluta Handteknir við að sýsla með þýfi Vilja koma á óhollustuskatti Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Lengsta goshléið frá upphafi hrinunnar „Vona að við sjáum eitthvað á þessum nótum í kosningunum“ Menningarráð vill lundabyggð í gömlu selalaugina Ný könnun sýnir meirihlutann fallinn í borginni Glæný könnun, oddvitar í beinni og óhollustuskattur Lögmaðurinn áfram í varðhaldi Sjá meira