Fólk hafi skráð sig í forsetaframboð fyrir slysni Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 21. mars 2024 11:00 Ásdís Rán Gunnarsdóttir segist telja að margir þeirra sem nú séu á lista að safna meðmælum hafi í raun ætlað að veita henni meðmæli. Borið hefur á því að fólk hafi skráð sig fyrir slysni á lista Þjóðskrár yfir þá sem óska eftir meðmælum fyrir framboði í forsetakosningunum í ár. Fréttastofu er kunnugt um tvö tilvik en Ásdís Rán Gunnarsdóttir, athafnakona og fyrirsæta, segist telja þau vera fleiri. 34 voru á listanum í gær en eru 42 í dag. „Ástæðan fyrir því að það eru svona ótrúlega margir frambjóðendur núna sem komu í framhaldi af mínu framboði er að DV setti vitlausan hlekk í sína frétt um framboðið mitt og þegar þú opnar hlekkinn ferðu beint í að stofna meðmælalista,“ segir Ásdís í samtali við Vísi. Hún segir DV hafa tekið hlekkinn út. Vísir hefur sent Þjóðskrá fyrirspurn vegna málsins. Alls eru nú 42 manns skráðir á lista og hafa þar með stofnað meðmælalista vegna forsetakosninganna. Um er að ræða metfjölda en fjórir skráðu sig fyrir slíkri söfnun árið 2020 en þeir voru rúmlega tuttugu árið 2016. Eins og fram hefur komið tilkynnti Ásdís í gær að hún hygðist óska eftir meðmælum til að geta boðið sig fram í forsetakosningunum í júní. Hún sagðist vilja að frambjóðendur yrðu sem fjölbreyttastir. Ásdís segist telja marga á lista yfir þá sem nú safna meðmælum hafa ætlað að veita sér meðmæli í kosningunum. „Það vita ekki margir af því en það eru tveir búnir að hafa samband við mig en ég held að það séu nokkur nöfn einstaklinga þarna sem vita ekki af því að þau hafi stofnað meðmælalista og eru nú frambjóðendur,“ segir Ásdís. 34 á lista í gær Marínó G. Njálsson samfélagsrýnir er meðal þeirra sem velt hefur fyrir sér fjölda framboða. Það gerði hann í gær þegar talan stóð í 34 en síðan þá hefur fjölgað um heila átta. Á einum sólarhring. „Ég velti fyrir mér hve margir eru þarna fyrir misskilning. Hafi í raun ætlað að mæla með einhverjum, en óvart skráð sig eins og þeir væru að leita eftir stuðningi,“ segir Marinó. Marínó G. Njálsson veltir fyrir sér hvort ekki þurfi að gera fólki að staðfesta meintar fyrirætlanir sínar vegna meðmælalista. „Frétti af því um daginn, að kona nokkur hafi ætlað að veita frambjóðanda meðmæli sín. Hafði hún fengið tengil sendan í pósti, smellti á hann, skráði sig inn rafrænt og það næsta sem gerðist var að hún var allt í einu farin að óska eftir meðmælendum.“ Hann segist ekki trúa því að það eigi virkilega 34 einstaklingar þann draum að verða næsti forseti íslenska lýðveldisins. Kannski væri tilvalið að óskað yrði eftir því að hver og einn staðfesti tilætlan sína með tölvupósti. „Þar sem óskað er eftir staðfestingu á, að viðkomandi sé að safna meðmælum. Ekki þarf annað en að rangur tengill hafi ratað til einstaklings, til þess að hann óskar óvart eftir meðmælum í staðinn fyrir að veita þau.“ Forsetakosningar 2024 Stafræn þróun Mest lesið Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Innlent Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Innlent Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Innlent Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Innlent Hvalreki í Vogum Innlent Maðurinn sem lýst var eftir fundinn Innlent Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Innlent Hefur áhyggjur af málflutningi „taugaveiklaðrar“ stjórnarandstöðu Innlent Árekstur á Rangárvallarvegi Fréttir Fleiri fréttir Virknin bundin við einn gíg: Gasmengunar gæti orðið vart á Suðurlandi Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Hvalreki í Vogum Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Hefur áhyggjur af málflutningi „taugaveiklaðrar“ stjórnarandstöðu Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Búin að vera lokuð inni í þrjá daga vegna gosmóðunnar Vopnað rán og skartgripaþjófnaður í Reykjavík Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Maðurinn sem lýst var eftir fundinn Fordæma Hamas og segja áform um „mannúðarborg“ óviðunandi Stofna grunnskóla fyrir einhverf börn í Garðabæ Loftgæði versnandi á gosstöðvunum Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Sex spænskar orrustuþotur á leið til landsins Hafa tapað tvö hundruð milljónum króna vegna fjársvika Hafa sótt um bráðabirgðaleyfi Vill vita hvaða samningar eru í undirbúningi gagnvart ESB Verði fram á nótt að slökkva eld í trjákurlinu Geta greint frá svörum Þorgerðar ef hún gefur leyfi Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar „Það þarf ekki alveg að halda sig innandyra“ „Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Mesta mengun frá upphafi eldsumbrota og deilt um utanríkismálin Tveggja katta enn saknað eftir eldsvoða á Tryggvagötu Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Enn unnið í því að slökkva í trjákurlinu Enginn Vinnuskóli í Reykjavík í dag vegna gosmengunar Sjá meira
„Ástæðan fyrir því að það eru svona ótrúlega margir frambjóðendur núna sem komu í framhaldi af mínu framboði er að DV setti vitlausan hlekk í sína frétt um framboðið mitt og þegar þú opnar hlekkinn ferðu beint í að stofna meðmælalista,“ segir Ásdís í samtali við Vísi. Hún segir DV hafa tekið hlekkinn út. Vísir hefur sent Þjóðskrá fyrirspurn vegna málsins. Alls eru nú 42 manns skráðir á lista og hafa þar með stofnað meðmælalista vegna forsetakosninganna. Um er að ræða metfjölda en fjórir skráðu sig fyrir slíkri söfnun árið 2020 en þeir voru rúmlega tuttugu árið 2016. Eins og fram hefur komið tilkynnti Ásdís í gær að hún hygðist óska eftir meðmælum til að geta boðið sig fram í forsetakosningunum í júní. Hún sagðist vilja að frambjóðendur yrðu sem fjölbreyttastir. Ásdís segist telja marga á lista yfir þá sem nú safna meðmælum hafa ætlað að veita sér meðmæli í kosningunum. „Það vita ekki margir af því en það eru tveir búnir að hafa samband við mig en ég held að það séu nokkur nöfn einstaklinga þarna sem vita ekki af því að þau hafi stofnað meðmælalista og eru nú frambjóðendur,“ segir Ásdís. 34 á lista í gær Marínó G. Njálsson samfélagsrýnir er meðal þeirra sem velt hefur fyrir sér fjölda framboða. Það gerði hann í gær þegar talan stóð í 34 en síðan þá hefur fjölgað um heila átta. Á einum sólarhring. „Ég velti fyrir mér hve margir eru þarna fyrir misskilning. Hafi í raun ætlað að mæla með einhverjum, en óvart skráð sig eins og þeir væru að leita eftir stuðningi,“ segir Marinó. Marínó G. Njálsson veltir fyrir sér hvort ekki þurfi að gera fólki að staðfesta meintar fyrirætlanir sínar vegna meðmælalista. „Frétti af því um daginn, að kona nokkur hafi ætlað að veita frambjóðanda meðmæli sín. Hafði hún fengið tengil sendan í pósti, smellti á hann, skráði sig inn rafrænt og það næsta sem gerðist var að hún var allt í einu farin að óska eftir meðmælendum.“ Hann segist ekki trúa því að það eigi virkilega 34 einstaklingar þann draum að verða næsti forseti íslenska lýðveldisins. Kannski væri tilvalið að óskað yrði eftir því að hver og einn staðfesti tilætlan sína með tölvupósti. „Þar sem óskað er eftir staðfestingu á, að viðkomandi sé að safna meðmælum. Ekki þarf annað en að rangur tengill hafi ratað til einstaklings, til þess að hann óskar óvart eftir meðmælum í staðinn fyrir að veita þau.“
Forsetakosningar 2024 Stafræn þróun Mest lesið Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Innlent Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Innlent Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Innlent Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Innlent Hvalreki í Vogum Innlent Maðurinn sem lýst var eftir fundinn Innlent Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Innlent Hefur áhyggjur af málflutningi „taugaveiklaðrar“ stjórnarandstöðu Innlent Árekstur á Rangárvallarvegi Fréttir Fleiri fréttir Virknin bundin við einn gíg: Gasmengunar gæti orðið vart á Suðurlandi Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Hvalreki í Vogum Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Hefur áhyggjur af málflutningi „taugaveiklaðrar“ stjórnarandstöðu Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Búin að vera lokuð inni í þrjá daga vegna gosmóðunnar Vopnað rán og skartgripaþjófnaður í Reykjavík Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Maðurinn sem lýst var eftir fundinn Fordæma Hamas og segja áform um „mannúðarborg“ óviðunandi Stofna grunnskóla fyrir einhverf börn í Garðabæ Loftgæði versnandi á gosstöðvunum Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Sex spænskar orrustuþotur á leið til landsins Hafa tapað tvö hundruð milljónum króna vegna fjársvika Hafa sótt um bráðabirgðaleyfi Vill vita hvaða samningar eru í undirbúningi gagnvart ESB Verði fram á nótt að slökkva eld í trjákurlinu Geta greint frá svörum Þorgerðar ef hún gefur leyfi Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar „Það þarf ekki alveg að halda sig innandyra“ „Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Mesta mengun frá upphafi eldsumbrota og deilt um utanríkismálin Tveggja katta enn saknað eftir eldsvoða á Tryggvagötu Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Enn unnið í því að slökkva í trjákurlinu Enginn Vinnuskóli í Reykjavík í dag vegna gosmengunar Sjá meira