Lore: „Tilfinningin er frábær“ Árni Jóhannsson skrifar 20. mars 2024 22:10 Lore Devos gerði gríðarlega vel í allt kvöld. 32 stig og 12 fráköst á leiðinni í átt að bikarúrslitaleiknum. Vísir / Pawel Cieslikiewicz Þór frá Akureyri er á leiðinni í bikarúrslit eftir að hafa lagt Grindavík 79-75 í undanúrslitum þar sem frábær annar leikhluti lagði grunninn að sigrinum. Lore Devos var stigahæst allra á vellinum með 32 stig og leiddi sínar konur í gegnum þrautagönguna sem körfuboltaleikur getur verið. Það eru 49 ár síðan Þór komst síðast í bikarúrslit og var Lore spurð að því hvernig tilfinningin væri. „Tilfinningin er frábær. Við vorum svo spenntar nú þegar að vera í undanúrslitunum og spila í Laugardalshöllinni. Þetta skipti stelpurnar í liðinu og stuðningsmennina svo miklu máli. Þetta er dásamlegt. Þetta er mjög spennandi.“ Þjálfari Grindavíkur talaði um í viðtali að orkustigið hjá Grindvíkingum hafi ekki verið gott hjá sínum stelpum. Hvernig var hugarfarið hjá Þór komandi inn í leikinn? „Við ætluðum bara að vera orkumeiri en þær og við náðum að gera það í 40 mínútur. Þó það hafi komið smá kafli þar sem orkan datt niður þá náðum við að halda dampi og klára leikinn. Við gáfum tóninn.“ Annar leikhluti var rosalegur hjá Þórsurum og komust þær t.d. á 17-0 sprett sem opnaði 11 stiga forskot sem hélst að miklu leyti allan leikinn. Hvað fór í gegnum huga leikmanna á þeim tíma? „Við vorum bara að fagna öllu og vorum mjög ánægðar og spenntar yfir því sem var að gerast. Við vorum samt með það í huga að Grindavík er mjög hæfileikaríkt lið og að leikurinn er 40 mínútur og við þurftum að vera klárar í að hleypa þeim ekki inn í leikinn.“ Á laugardaginn er það svo Keflvíkingar sem bíða Þórsara í bikarúrslitaleiknum sjálfum. Þór hefur unnið Keflavík einu sinni í vetur og þegar blaðamaður var að klára spurninguna þá greip Lore orðið af honum. „Þannig að við vitum að það er möguleiki! Það verður erfitt en maður veit aldrei. Það þarf alltaf að spila allan leikinn þannig. Þetta verður slagur en vonandi nær betra liðið bara að vinna.“ Þórsarar fengu framlag úr mörgum áttum í kvöld en sérstaklega var tekið eftir framlagi Emmu Karólínu Snæbjarnardóttur sem er 15 ára gömul en hún skoraði 8 stig í fjórða leikhluta og 12 stig í heild. Lore var beðin um að lýsa áhrifunum sem hún hafði á leikinn. „Frábær! Hún gefur okkur svo mikla orku. Hún hefur verið að kljást við erfið meiðsli en er að koma til baka núna og verið frábær. Vonandi nær hún að vaxa og verða leiðtogi fyrir þetta lið.“ Á milli leikja þarf að hugsa vel um sig. „Við þurfum að njóta í dag svo þurfum við að gera huga okkar og líkama kláran og undirbúa okkur fyrir leikinn á laugardaginn.“ Þór Akureyri VÍS-bikarinn Tengdar fréttir Leik lokið: Þór Ak. - Grindavík 77-75 | Þór í bikarúrslit eftir hörkuleik Þór Akureyri og Grindavík börðust svo sannarlega um seinna lausa sætið í úrslitum VÍS-bikars kvenna í körfubolta. Þórsarar tóku frumkvæðið í öðrum leikhluta og náðu að halda muninum nægum til að innbyrða sigurinn og komast í bikarúrslit í fyrsta sinn í 49 ár. Leikurinn endaði 77-75 20. mars 2024 19:15 Mest lesið Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Fótbolti Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Enski boltinn Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Enski boltinn Asensio hetjan í endurkomu Villa Enski boltinn „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Fótbolti Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Fótbolti Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Handbolti Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Handbolti Fleiri fréttir Uppselt á körfuboltalandsleikinn á morgun Ruglaðist á Tramadol og Toradol og féll á lyfjaprófi Slagur um stól formanns KKÍ LeBron með fjörutíu stig í fjarveru Doncic: „Hann storkar lögmálunum“ Fær ekki að spila á Íslandi vegna gamals dóms: „Ekki ógn við þjóðina“ Bætti skólamet pabba síns Undrið Wembanyama frá það sem eftir lifir leiktíðar Martin: Skemmtilegra að tryggja þetta fyrir fullri höll Uppgjör: Ungverjaland - Ísland 87-78 | Afleitur annar leikhluti mjög dýr Verður aðeins sá átjándi til að spila níutíu landsleiki Gætu tryggt EM sætið í kvöld: „Skrítin staða að vera í“ Fimm sigrar og eitt grátlegt tap í síðustu sjö landsleikjum Martins Fóturinn tekinn af körfuboltapabbanum kjaftfora Geta fagnað EM sæti þrátt fyrir tap: Fjórar leiðir inn á EM Stólarnir stríddu toppliðinu „Efri hlutinn gefur okkur smá andrými“ Uppgjörið: Hamar/Þór - Valur 83-89 | Valskonur tryggðu sér sæti í efri hlutanum Uppgjörið: Njarðvík - Þór Ak. 94-80 | Sigurganga Njarðvíkur heldur áfram Er von á öðru meistaraplani frá Baldri? Strákarnir á skólabekk fyrir Ungverjaleik Kyrie Irving vill spila með Áströlum á Ólympíuleikunum Tommi vildi ekki meiða Albert Guðmunds og Nablinn harður í horn að taka á vellinum Valdi flottasta búning deildarinnar „Þetta var bara ljótur körfuboltaleikur í alla staði“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 62-66 | Lífsnauðsynlegur sigur gestanna Kristinn Albertsson býður sig fram til formanns KKÍ Helena Sverris hrósar Diljá: „Þá er hún óstöðvandi“ Körfuboltinn vaknaður á Akranesi: Níu sigrar í röð og stefna á Bónus-deildina „Ákefðin er orðin miklu meiri“ eftir þjálfarabreytingar í Keflavík Vilja breyta stjörnuleiknum og spila saman gegn Bandaríkjamönnum Íslensku Þórsararnir þurfa að stíga upp: „Maður þarf að finna meira fyrir þeim“ Sjá meira
Það eru 49 ár síðan Þór komst síðast í bikarúrslit og var Lore spurð að því hvernig tilfinningin væri. „Tilfinningin er frábær. Við vorum svo spenntar nú þegar að vera í undanúrslitunum og spila í Laugardalshöllinni. Þetta skipti stelpurnar í liðinu og stuðningsmennina svo miklu máli. Þetta er dásamlegt. Þetta er mjög spennandi.“ Þjálfari Grindavíkur talaði um í viðtali að orkustigið hjá Grindvíkingum hafi ekki verið gott hjá sínum stelpum. Hvernig var hugarfarið hjá Þór komandi inn í leikinn? „Við ætluðum bara að vera orkumeiri en þær og við náðum að gera það í 40 mínútur. Þó það hafi komið smá kafli þar sem orkan datt niður þá náðum við að halda dampi og klára leikinn. Við gáfum tóninn.“ Annar leikhluti var rosalegur hjá Þórsurum og komust þær t.d. á 17-0 sprett sem opnaði 11 stiga forskot sem hélst að miklu leyti allan leikinn. Hvað fór í gegnum huga leikmanna á þeim tíma? „Við vorum bara að fagna öllu og vorum mjög ánægðar og spenntar yfir því sem var að gerast. Við vorum samt með það í huga að Grindavík er mjög hæfileikaríkt lið og að leikurinn er 40 mínútur og við þurftum að vera klárar í að hleypa þeim ekki inn í leikinn.“ Á laugardaginn er það svo Keflvíkingar sem bíða Þórsara í bikarúrslitaleiknum sjálfum. Þór hefur unnið Keflavík einu sinni í vetur og þegar blaðamaður var að klára spurninguna þá greip Lore orðið af honum. „Þannig að við vitum að það er möguleiki! Það verður erfitt en maður veit aldrei. Það þarf alltaf að spila allan leikinn þannig. Þetta verður slagur en vonandi nær betra liðið bara að vinna.“ Þórsarar fengu framlag úr mörgum áttum í kvöld en sérstaklega var tekið eftir framlagi Emmu Karólínu Snæbjarnardóttur sem er 15 ára gömul en hún skoraði 8 stig í fjórða leikhluta og 12 stig í heild. Lore var beðin um að lýsa áhrifunum sem hún hafði á leikinn. „Frábær! Hún gefur okkur svo mikla orku. Hún hefur verið að kljást við erfið meiðsli en er að koma til baka núna og verið frábær. Vonandi nær hún að vaxa og verða leiðtogi fyrir þetta lið.“ Á milli leikja þarf að hugsa vel um sig. „Við þurfum að njóta í dag svo þurfum við að gera huga okkar og líkama kláran og undirbúa okkur fyrir leikinn á laugardaginn.“
Þór Akureyri VÍS-bikarinn Tengdar fréttir Leik lokið: Þór Ak. - Grindavík 77-75 | Þór í bikarúrslit eftir hörkuleik Þór Akureyri og Grindavík börðust svo sannarlega um seinna lausa sætið í úrslitum VÍS-bikars kvenna í körfubolta. Þórsarar tóku frumkvæðið í öðrum leikhluta og náðu að halda muninum nægum til að innbyrða sigurinn og komast í bikarúrslit í fyrsta sinn í 49 ár. Leikurinn endaði 77-75 20. mars 2024 19:15 Mest lesið Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Fótbolti Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Enski boltinn Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Enski boltinn Asensio hetjan í endurkomu Villa Enski boltinn „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Fótbolti Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Fótbolti Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Handbolti Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Handbolti Fleiri fréttir Uppselt á körfuboltalandsleikinn á morgun Ruglaðist á Tramadol og Toradol og féll á lyfjaprófi Slagur um stól formanns KKÍ LeBron með fjörutíu stig í fjarveru Doncic: „Hann storkar lögmálunum“ Fær ekki að spila á Íslandi vegna gamals dóms: „Ekki ógn við þjóðina“ Bætti skólamet pabba síns Undrið Wembanyama frá það sem eftir lifir leiktíðar Martin: Skemmtilegra að tryggja þetta fyrir fullri höll Uppgjör: Ungverjaland - Ísland 87-78 | Afleitur annar leikhluti mjög dýr Verður aðeins sá átjándi til að spila níutíu landsleiki Gætu tryggt EM sætið í kvöld: „Skrítin staða að vera í“ Fimm sigrar og eitt grátlegt tap í síðustu sjö landsleikjum Martins Fóturinn tekinn af körfuboltapabbanum kjaftfora Geta fagnað EM sæti þrátt fyrir tap: Fjórar leiðir inn á EM Stólarnir stríddu toppliðinu „Efri hlutinn gefur okkur smá andrými“ Uppgjörið: Hamar/Þór - Valur 83-89 | Valskonur tryggðu sér sæti í efri hlutanum Uppgjörið: Njarðvík - Þór Ak. 94-80 | Sigurganga Njarðvíkur heldur áfram Er von á öðru meistaraplani frá Baldri? Strákarnir á skólabekk fyrir Ungverjaleik Kyrie Irving vill spila með Áströlum á Ólympíuleikunum Tommi vildi ekki meiða Albert Guðmunds og Nablinn harður í horn að taka á vellinum Valdi flottasta búning deildarinnar „Þetta var bara ljótur körfuboltaleikur í alla staði“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 62-66 | Lífsnauðsynlegur sigur gestanna Kristinn Albertsson býður sig fram til formanns KKÍ Helena Sverris hrósar Diljá: „Þá er hún óstöðvandi“ Körfuboltinn vaknaður á Akranesi: Níu sigrar í röð og stefna á Bónus-deildina „Ákefðin er orðin miklu meiri“ eftir þjálfarabreytingar í Keflavík Vilja breyta stjörnuleiknum og spila saman gegn Bandaríkjamönnum Íslensku Þórsararnir þurfa að stíga upp: „Maður þarf að finna meira fyrir þeim“ Sjá meira
Leik lokið: Þór Ak. - Grindavík 77-75 | Þór í bikarúrslit eftir hörkuleik Þór Akureyri og Grindavík börðust svo sannarlega um seinna lausa sætið í úrslitum VÍS-bikars kvenna í körfubolta. Þórsarar tóku frumkvæðið í öðrum leikhluta og náðu að halda muninum nægum til að innbyrða sigurinn og komast í bikarúrslit í fyrsta sinn í 49 ár. Leikurinn endaði 77-75 20. mars 2024 19:15
Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Handbolti
Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Handbolti