Íslensk ungmenni óhamingjusamari en eldri kynslóðir Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 20. mars 2024 19:48 Sérstök áhersla var á ungt fólk á hamingjumálþingi í dag. Vísir/Einar Ísland vermir þriðja sætið á lista yfir hamingjusömustu þjóðir heims. Þetta sýnir ný alþjóðleg hamingjuskýrsla. Talsverður munur er á hamingju ungmenna og þeirra sem eldri eru en íslensku ungmennin eru þó hamingjusamari en jafnaldrar þeirra á Norðurlöndum sem jafnan eru þau lönd sem Íslendingar bera sig saman við. Í dag er alþjóðlegi hamingjudagurinn en af því tilefni var blásið til málþings í Háskóla Íslands. Finnland er samkvæmt alþjóðlegri hamingjuskýrslu efst á blaði. „Við erum í þriðja sæti á eftir Finnum og Dönum og höfum verið þar núna seinustu tvö ár, við höfum náð öðru sætinu en erum núna í þriðja en það er varla marktækur munur á Íslandi og Danmörku,“ segir Dóra Guðrún Guðmundsdóttir sem er sviðsstjóri hjá Landlæknisembættinu og doktor í sálfræði. Sérstök áhersla var lögð á stöðu ungmenna á málþinginu. En íslensk ungmenni verma fjórða sætið yfir þau hamingjusömustu en athygli vekur að ekkert Norðurlandanna er ofar en Ísland í þeim aldursflokki. Þó eru blikur á lofti því á Íslandi er mikill munur á milli kynslóða hvað hamingjuna varðar. „Ef við skoðum aldurshópinn 18-24 ára, þá er um 40% þeirra sem telja sig hamingjusöm á meðan það er 70% hjá elsta hópnum. Þannig að það er mikill munur á aldurshópunum hérna á Íslandi.“ Dóra segir að félagsleg tengsl kunni að skýra þennan mun. „Við höfum verið að mæla einmanaleika síðan 2016. Við héldum þá að það væri elsta fólkið sem væri mest einmana en það voru ungir karlmenn þegar við byrjuðum að skoða þetta en nú hafa ungar konur náð ungum körlum í einmanaleika sem er ekki gott þannig að við erum að sjá aukningu í einmanaleika og félagslegri útilokun meðal unga fólksins og þess vegna ákváðum við í málþinginu í ár að hafa sérstakan fókus á unga fólkið okkar.“ „Við erum að sjá að þar er minni hamingja heldur en í öðrum aldursflokkum, aukinn einmanaleiki, og við þurfum að skoða hvað það er sem við getum gert til að styðja þennan hóp og styðja félagslegu tengslin.“ Ekkert þeirra ungmenna sem fréttastofa ræddi við á Háskólatorgi kannaðist við þessa óhamingju. Hægt er að sjá og heyra viðtöl við nokkra háskólanema í fréttinni hér að ofan. Háskólar Geðheilbrigði Börn og uppeldi Tengdar fréttir Bein útsending: Hamingja og sjálfbær velsæld „Hamingja unga fólksins - hvernig undirbúum við þau sem best fyrir lífið?“ er yfirskrift málþings sem haldið er í tilefni af alþjóða hamingjudeginum í dag. Málþingið stendur milli klukkan 13 og 16 í dag og fer fram í hátíðarsal Háskóla Íslands. 20. mars 2024 12:31 Íslendingar enn blússandi hamingjusamir en blikur á lofti varðandi unga fólkið Ísland er í þriðja sæti á lista yfir hamingjusömustu þjóðir heims samkvæmt World Happiness Report 2024, á eftir Finnlandi og Danmörku. Það virðist hins vegar halla undan fæti hjá unga fólkinu, sem mælist síður hamingjusamt en áður. 20. mars 2024 08:26 Mest lesið Vöruhúsið ekki hannað af arkitekt Innlent Sagðist þekkja piltana og foreldra þeirra áður en hún braut á þeim Innlent Sjóvá bótaskylt vegna slyss á flugslysaæfingu Innlent Nýr ráðherra muni leita allra leiða til að ógilda leyfið Innlent Eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Innlent Tugir milljóna króna beint til formanns FH Innlent Segir engan hafa sagt neitt fyrr en nágranni fór í stríð við ísbúðina Innlent Pakkaflóðið of stórt fyrir flugvélar erlendis frá Innlent Ættfræði þrætuepli í deilu sem enn harðnar Innlent Mangione ákærður fyrir morðið á forstjóranum Erlent Fleiri fréttir Sjóvá bótaskylt vegna slyss á flugslysaæfingu Eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Vöruhúsið ekki hannað af arkitekt Nýr ráðherra muni leita allra leiða til að ógilda leyfið 30 ætlaðir þolendur Quang Lé lifi við óvissu og óöryggi Pakkaflóðið of stórt fyrir flugvélar erlendis frá Hvalveiðileyfið endurnýjast út í eitt Sagðist þekkja piltana og foreldra þeirra áður en hún braut á þeim Hvalveiðileyfið sem endurnýjast út í eitt og stund með átrúnaðargoðum Steinvala á fleygiferð varð að skærum vígahnetti Ættfræði þrætuepli í deilu sem enn harðnar Ekki nauðgun heldur kynferðisleg áreitni í leigubíl Stakk mann þrisvar og reyndi svo að stela hjólinu hans Segir engan hafa sagt neitt fyrr en nágranni fór í stríð við ísbúðina Tugir milljóna króna beint til formanns FH Endurbætur hefjist nú ekki fyrr en í fyrsta lagi 2031 Reiknar með að hefja aftur störf á föstudag Sendu Europol ábendingu um hatursorðræðu á íslenskum síðum Vinna hafin við stjórnarsáttmála nýrrar ríkisstjórnar Vinna við skrif stjórnarsáttmála hafin „Laun og kjör eru ekki það sama“ Tæknifólk skrifaði undir kjarasamning til fjögurra ára Segir hótunum beitt í stað lagalegra leiða Segir fæsta spyrja að því hvað sé best fyrir börnin Flygildin hvorki á vegum Kínverja né geimvera „Bíðum í ofvæni eftir veðurspá næstu daga“ Áhöfn Þórs bjargaði hval sem festist í legufæri Kindurnar eru miklu skemmtilegri en sætir strákar Um fimm þúsund fá aðstoð fyrir jólin Sjö börn liggja inni en ekkert á gjörgæslu Sjá meira
Í dag er alþjóðlegi hamingjudagurinn en af því tilefni var blásið til málþings í Háskóla Íslands. Finnland er samkvæmt alþjóðlegri hamingjuskýrslu efst á blaði. „Við erum í þriðja sæti á eftir Finnum og Dönum og höfum verið þar núna seinustu tvö ár, við höfum náð öðru sætinu en erum núna í þriðja en það er varla marktækur munur á Íslandi og Danmörku,“ segir Dóra Guðrún Guðmundsdóttir sem er sviðsstjóri hjá Landlæknisembættinu og doktor í sálfræði. Sérstök áhersla var lögð á stöðu ungmenna á málþinginu. En íslensk ungmenni verma fjórða sætið yfir þau hamingjusömustu en athygli vekur að ekkert Norðurlandanna er ofar en Ísland í þeim aldursflokki. Þó eru blikur á lofti því á Íslandi er mikill munur á milli kynslóða hvað hamingjuna varðar. „Ef við skoðum aldurshópinn 18-24 ára, þá er um 40% þeirra sem telja sig hamingjusöm á meðan það er 70% hjá elsta hópnum. Þannig að það er mikill munur á aldurshópunum hérna á Íslandi.“ Dóra segir að félagsleg tengsl kunni að skýra þennan mun. „Við höfum verið að mæla einmanaleika síðan 2016. Við héldum þá að það væri elsta fólkið sem væri mest einmana en það voru ungir karlmenn þegar við byrjuðum að skoða þetta en nú hafa ungar konur náð ungum körlum í einmanaleika sem er ekki gott þannig að við erum að sjá aukningu í einmanaleika og félagslegri útilokun meðal unga fólksins og þess vegna ákváðum við í málþinginu í ár að hafa sérstakan fókus á unga fólkið okkar.“ „Við erum að sjá að þar er minni hamingja heldur en í öðrum aldursflokkum, aukinn einmanaleiki, og við þurfum að skoða hvað það er sem við getum gert til að styðja þennan hóp og styðja félagslegu tengslin.“ Ekkert þeirra ungmenna sem fréttastofa ræddi við á Háskólatorgi kannaðist við þessa óhamingju. Hægt er að sjá og heyra viðtöl við nokkra háskólanema í fréttinni hér að ofan.
Háskólar Geðheilbrigði Börn og uppeldi Tengdar fréttir Bein útsending: Hamingja og sjálfbær velsæld „Hamingja unga fólksins - hvernig undirbúum við þau sem best fyrir lífið?“ er yfirskrift málþings sem haldið er í tilefni af alþjóða hamingjudeginum í dag. Málþingið stendur milli klukkan 13 og 16 í dag og fer fram í hátíðarsal Háskóla Íslands. 20. mars 2024 12:31 Íslendingar enn blússandi hamingjusamir en blikur á lofti varðandi unga fólkið Ísland er í þriðja sæti á lista yfir hamingjusömustu þjóðir heims samkvæmt World Happiness Report 2024, á eftir Finnlandi og Danmörku. Það virðist hins vegar halla undan fæti hjá unga fólkinu, sem mælist síður hamingjusamt en áður. 20. mars 2024 08:26 Mest lesið Vöruhúsið ekki hannað af arkitekt Innlent Sagðist þekkja piltana og foreldra þeirra áður en hún braut á þeim Innlent Sjóvá bótaskylt vegna slyss á flugslysaæfingu Innlent Nýr ráðherra muni leita allra leiða til að ógilda leyfið Innlent Eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Innlent Tugir milljóna króna beint til formanns FH Innlent Segir engan hafa sagt neitt fyrr en nágranni fór í stríð við ísbúðina Innlent Pakkaflóðið of stórt fyrir flugvélar erlendis frá Innlent Ættfræði þrætuepli í deilu sem enn harðnar Innlent Mangione ákærður fyrir morðið á forstjóranum Erlent Fleiri fréttir Sjóvá bótaskylt vegna slyss á flugslysaæfingu Eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Vöruhúsið ekki hannað af arkitekt Nýr ráðherra muni leita allra leiða til að ógilda leyfið 30 ætlaðir þolendur Quang Lé lifi við óvissu og óöryggi Pakkaflóðið of stórt fyrir flugvélar erlendis frá Hvalveiðileyfið endurnýjast út í eitt Sagðist þekkja piltana og foreldra þeirra áður en hún braut á þeim Hvalveiðileyfið sem endurnýjast út í eitt og stund með átrúnaðargoðum Steinvala á fleygiferð varð að skærum vígahnetti Ættfræði þrætuepli í deilu sem enn harðnar Ekki nauðgun heldur kynferðisleg áreitni í leigubíl Stakk mann þrisvar og reyndi svo að stela hjólinu hans Segir engan hafa sagt neitt fyrr en nágranni fór í stríð við ísbúðina Tugir milljóna króna beint til formanns FH Endurbætur hefjist nú ekki fyrr en í fyrsta lagi 2031 Reiknar með að hefja aftur störf á föstudag Sendu Europol ábendingu um hatursorðræðu á íslenskum síðum Vinna hafin við stjórnarsáttmála nýrrar ríkisstjórnar Vinna við skrif stjórnarsáttmála hafin „Laun og kjör eru ekki það sama“ Tæknifólk skrifaði undir kjarasamning til fjögurra ára Segir hótunum beitt í stað lagalegra leiða Segir fæsta spyrja að því hvað sé best fyrir börnin Flygildin hvorki á vegum Kínverja né geimvera „Bíðum í ofvæni eftir veðurspá næstu daga“ Áhöfn Þórs bjargaði hval sem festist í legufæri Kindurnar eru miklu skemmtilegri en sætir strákar Um fimm þúsund fá aðstoð fyrir jólin Sjö börn liggja inni en ekkert á gjörgæslu Sjá meira
Bein útsending: Hamingja og sjálfbær velsæld „Hamingja unga fólksins - hvernig undirbúum við þau sem best fyrir lífið?“ er yfirskrift málþings sem haldið er í tilefni af alþjóða hamingjudeginum í dag. Málþingið stendur milli klukkan 13 og 16 í dag og fer fram í hátíðarsal Háskóla Íslands. 20. mars 2024 12:31
Íslendingar enn blússandi hamingjusamir en blikur á lofti varðandi unga fólkið Ísland er í þriðja sæti á lista yfir hamingjusömustu þjóðir heims samkvæmt World Happiness Report 2024, á eftir Finnlandi og Danmörku. Það virðist hins vegar halla undan fæti hjá unga fólkinu, sem mælist síður hamingjusamt en áður. 20. mars 2024 08:26