Uppgangur og þensla halda uppi verðbólgu og vöxtum Heimir Már Pétursson skrifar 20. mars 2024 19:37 Á morgun er hálfur mánuður frá því forystufólk breiðfylkingar stéttarfélaga og Fagfélögin skrifuðu undir kjarasamninga til fjögurra ára. Markmið samninganna er að ná niður verðbólgu og vöxtum. Vísir/Vilhelm Gríðarlegur uppgangur í íslensku atvinnulífi með tilheyrandi miklum innflutningi á vinnuafli er einn aðaldrifkraftur verðbólgunnar. Seðlabankastjóri segir algert grundvallaratriði að hægja á eftirspurninni til ná niður verðbólgu og markmiðum nýgerðra kjarasamninga um lækkun vaxta. Meginvextir Seðlabankans hafa verið fastir í 9,25 prósentum frá því í lok ágúst í fyrra og verðbólga hefur einungis minnkað um eitt prósentustig síðan þá. Nýgerðum kjarasamingum fyrir nær allan almenna vinnumarkaðinn með hófsömum launahækkunum næstu fjögur árin er ætlað að vinna á verðbólgunni og þar með skapa forsendur fyrir lækkun vaxta. Það hefur því sjálfsagt valdið mörgum vonbrigðum að Seðlabankinn skyldi ekki lækka meginvexti sína í dag og ákveðið að halda þeim óbreyttum í 9,25 prósentum. Í yfirlýsingu peningastefnunefndar segir að verðbólga hafi lækkað lítillega í febrúar, hins vegar væri undirliggjandi verðbólga enn yfir markmiði eins og verðbólguvæntingarnar, sem gæti bent til að verðbólga verði enn þrálát. Einnig gætu aðgerðir í ríkisfjármálum aukið eftirspurn og verðbólguþrýsting. Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri segir mikilvægt að fyrirtæki velti ekki launahækkunum út í verðlagið. Allir verði að leggjast á eitt um að ná niður verðbólgunni svo hægt verði að lækka vexti.Stöð 2/Arnar Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri segir fleira þurfa að koma til en hófsama kjarasamninga á almenna markaðnum. Enn eigi eftir að semja við tugþúsundir opinberra starfsmanna og ríkisstjórnin eigi eftir að birta fjármálaáætlun sína. Þá þurfi fyrirtækin að axla sína ábyrgð. Eru vísbendingar um að atvinnulífið ætli að setja þessar launahækkanir beint út í verðlagið? „Ég veit það ekki en það var alla vega það sem gerðist síðast,” áréttar Ásgeir. Seðlabankinn hafi það verkefni að ná verðbólgunni niður sem væri alger forsenda þess að lækka vexti. Vonandi sjáist merki þess á næstu vikum og mánuðum. „Við álítum að við séum að styðja við þessa samninga með því að ná verðstöðugleika. Tryggja að við getum þá lækkað vexti vel og mynduglega þegar rétti tíminn kemur,“ segir seðlabankastjóri. Á þessari mynd sést þróun vaxta og verðbólgu frá árinu 2020. Í dag eru meginvextir Seðlabankans 9,25 prósent og verðbólgan er 6,6 prósent. Raunvextir eru því 2,65 prósent.Grafík/Sara Gríðarlegur hagvöxtur hefur verið á undanförnum þremur árum. Íslendingar ná engan veginn að anna eftirspurn eftir vinnuafli og hingað koma tugir þúsunda til að vinna. Þetta þrýstir á húsnæðismarkaðinn og raunar alla innviði landsins eins og heilbrigðiskerfi og menntakerfi. „Það er margt jákvætt að gerast í þessu landi. Þrátt fyrir allt erum við frumkvöðlaþjóð. Það eru greinar sem hafa vaxið mjög hratt eins og til dæmis ferðaþjónustan. Við höfum líka verið að taka við mjög miklu erlendu vinnuafli. En það er bara mjög erfitt að ætla að vaxa svona hratt,” segir Ásgeir. Þjóðina standi því frammi fyrir miklum áskorunum. „Við erum á réttri leið. Þetta er að takast hjá okkur. Við erum að ná verðbólgu niður. Mér finnst hugsunin í kjarasamningunum mjög góð. Mér finnst aðilar vinnumarkaðarins vera að hugsa um rétta hluti. Þetta er langtíma samningur. Það skiptir okkur máli að þetta gangi eftir eins og markmiðin eru og ég trúi því að við séum að ná utanum vandann sem þjóð,” segir Ásgeir Jónsson. Kjaraviðræður 2023-24 Seðlabankinn Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Atvinnurekendur ASÍ Verðlag Efnahagsmál Tengdar fréttir Eflingarfólk samþykkir kjarasamning með miklum meirihluta Um 76 prósent þeirra félagsmanna Eflingar sem greiddi atkvæði um Stöðugleikasamninginn svokalla greiddi atkvæði með samþykkt samningsins. Um 13 prósent greiddi atkvæði gegn samþykkt samningsins og 10 prósent skilaði auðu. Kosningaþátttakan var tíu prósent. 20. mars 2024 12:29 Verðbólga enn of mikil til að lækka vexti að mati Seðlabanka Björninn er ekki unninn í baráttunni við verðbólguna þótt samið hafi verið um hóflegar launahækkanir að mati Seðlabankans. Enn þurfi að draga úr þenslu og tryggja að launahækkunum verði ekki velt út í verðlagið. 20. mars 2024 12:03 Undrast að það séu hreinlega ekki óeirðir á Íslandi Formaður VR segist verulega hugsi yfir því hvað landsmenn séu tilbúnir að láta bjóða sér. Þrátt fyrir nýundirritaða kjarasamninga ákvað peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands að halda stýrivöxtum óbreyttum. Ragnar Þór segir að annaðhvort verði Alþingi að grípa inn í eða fólkið í landinu að rísa upp. 20. mars 2024 10:22 Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Stórir pollar leika bílstjóra grátt Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Fleiri fréttir Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Sjá meira
Meginvextir Seðlabankans hafa verið fastir í 9,25 prósentum frá því í lok ágúst í fyrra og verðbólga hefur einungis minnkað um eitt prósentustig síðan þá. Nýgerðum kjarasamingum fyrir nær allan almenna vinnumarkaðinn með hófsömum launahækkunum næstu fjögur árin er ætlað að vinna á verðbólgunni og þar með skapa forsendur fyrir lækkun vaxta. Það hefur því sjálfsagt valdið mörgum vonbrigðum að Seðlabankinn skyldi ekki lækka meginvexti sína í dag og ákveðið að halda þeim óbreyttum í 9,25 prósentum. Í yfirlýsingu peningastefnunefndar segir að verðbólga hafi lækkað lítillega í febrúar, hins vegar væri undirliggjandi verðbólga enn yfir markmiði eins og verðbólguvæntingarnar, sem gæti bent til að verðbólga verði enn þrálát. Einnig gætu aðgerðir í ríkisfjármálum aukið eftirspurn og verðbólguþrýsting. Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri segir mikilvægt að fyrirtæki velti ekki launahækkunum út í verðlagið. Allir verði að leggjast á eitt um að ná niður verðbólgunni svo hægt verði að lækka vexti.Stöð 2/Arnar Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri segir fleira þurfa að koma til en hófsama kjarasamninga á almenna markaðnum. Enn eigi eftir að semja við tugþúsundir opinberra starfsmanna og ríkisstjórnin eigi eftir að birta fjármálaáætlun sína. Þá þurfi fyrirtækin að axla sína ábyrgð. Eru vísbendingar um að atvinnulífið ætli að setja þessar launahækkanir beint út í verðlagið? „Ég veit það ekki en það var alla vega það sem gerðist síðast,” áréttar Ásgeir. Seðlabankinn hafi það verkefni að ná verðbólgunni niður sem væri alger forsenda þess að lækka vexti. Vonandi sjáist merki þess á næstu vikum og mánuðum. „Við álítum að við séum að styðja við þessa samninga með því að ná verðstöðugleika. Tryggja að við getum þá lækkað vexti vel og mynduglega þegar rétti tíminn kemur,“ segir seðlabankastjóri. Á þessari mynd sést þróun vaxta og verðbólgu frá árinu 2020. Í dag eru meginvextir Seðlabankans 9,25 prósent og verðbólgan er 6,6 prósent. Raunvextir eru því 2,65 prósent.Grafík/Sara Gríðarlegur hagvöxtur hefur verið á undanförnum þremur árum. Íslendingar ná engan veginn að anna eftirspurn eftir vinnuafli og hingað koma tugir þúsunda til að vinna. Þetta þrýstir á húsnæðismarkaðinn og raunar alla innviði landsins eins og heilbrigðiskerfi og menntakerfi. „Það er margt jákvætt að gerast í þessu landi. Þrátt fyrir allt erum við frumkvöðlaþjóð. Það eru greinar sem hafa vaxið mjög hratt eins og til dæmis ferðaþjónustan. Við höfum líka verið að taka við mjög miklu erlendu vinnuafli. En það er bara mjög erfitt að ætla að vaxa svona hratt,” segir Ásgeir. Þjóðina standi því frammi fyrir miklum áskorunum. „Við erum á réttri leið. Þetta er að takast hjá okkur. Við erum að ná verðbólgu niður. Mér finnst hugsunin í kjarasamningunum mjög góð. Mér finnst aðilar vinnumarkaðarins vera að hugsa um rétta hluti. Þetta er langtíma samningur. Það skiptir okkur máli að þetta gangi eftir eins og markmiðin eru og ég trúi því að við séum að ná utanum vandann sem þjóð,” segir Ásgeir Jónsson.
Kjaraviðræður 2023-24 Seðlabankinn Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Atvinnurekendur ASÍ Verðlag Efnahagsmál Tengdar fréttir Eflingarfólk samþykkir kjarasamning með miklum meirihluta Um 76 prósent þeirra félagsmanna Eflingar sem greiddi atkvæði um Stöðugleikasamninginn svokalla greiddi atkvæði með samþykkt samningsins. Um 13 prósent greiddi atkvæði gegn samþykkt samningsins og 10 prósent skilaði auðu. Kosningaþátttakan var tíu prósent. 20. mars 2024 12:29 Verðbólga enn of mikil til að lækka vexti að mati Seðlabanka Björninn er ekki unninn í baráttunni við verðbólguna þótt samið hafi verið um hóflegar launahækkanir að mati Seðlabankans. Enn þurfi að draga úr þenslu og tryggja að launahækkunum verði ekki velt út í verðlagið. 20. mars 2024 12:03 Undrast að það séu hreinlega ekki óeirðir á Íslandi Formaður VR segist verulega hugsi yfir því hvað landsmenn séu tilbúnir að láta bjóða sér. Þrátt fyrir nýundirritaða kjarasamninga ákvað peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands að halda stýrivöxtum óbreyttum. Ragnar Þór segir að annaðhvort verði Alþingi að grípa inn í eða fólkið í landinu að rísa upp. 20. mars 2024 10:22 Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Stórir pollar leika bílstjóra grátt Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Fleiri fréttir Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Sjá meira
Eflingarfólk samþykkir kjarasamning með miklum meirihluta Um 76 prósent þeirra félagsmanna Eflingar sem greiddi atkvæði um Stöðugleikasamninginn svokalla greiddi atkvæði með samþykkt samningsins. Um 13 prósent greiddi atkvæði gegn samþykkt samningsins og 10 prósent skilaði auðu. Kosningaþátttakan var tíu prósent. 20. mars 2024 12:29
Verðbólga enn of mikil til að lækka vexti að mati Seðlabanka Björninn er ekki unninn í baráttunni við verðbólguna þótt samið hafi verið um hóflegar launahækkanir að mati Seðlabankans. Enn þurfi að draga úr þenslu og tryggja að launahækkunum verði ekki velt út í verðlagið. 20. mars 2024 12:03
Undrast að það séu hreinlega ekki óeirðir á Íslandi Formaður VR segist verulega hugsi yfir því hvað landsmenn séu tilbúnir að láta bjóða sér. Þrátt fyrir nýundirritaða kjarasamninga ákvað peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands að halda stýrivöxtum óbreyttum. Ragnar Þór segir að annaðhvort verði Alþingi að grípa inn í eða fólkið í landinu að rísa upp. 20. mars 2024 10:22