„Spurning hvort 1. apríl verði eftirleiðis „sjálfstæðisdagur Kjósverja““ Atli Ísleifsson skrifar 20. mars 2024 15:12 Þorbjörg Gísladóttir, sveitarstjóri Kjósarhrepps, segir íbúa í Kjósinni fagna breytingunni. Heimili þeirra verða frá mánaðamótum ekki lengur kennd við Mosfellsbæ í póstnúmeraskrá. Kjósarhreppur/Getty Margra ára baráttu Kjósverja við Póstinn virðist lokið og verða heimili þeirra ekki lengur kennd við Mosfellsbæ í póstnúmeraskrá. Þetta staðfestir Þorbjörg Gísladóttir, sveitarstjóri Kjósarhrepps, í samtali við Vísi. Hún segir að Byggðastofnun hafi samþykkt þetta að fenginni annarri umsögn Póstsins og verður póstnúmerið nú „276 Kjós“ í stað „276 Mosfellsbær“. Breytingin tekur gildi um mánaðamótin næstu. Þorbjörg segir mikla gleði ríkja meðal íbúa. „Þetta hefur verið löng barátta við kerfið sem nú er að baki. Það er spurning hvort 1. apríl verði eftirleiðis sjálfstæðisdagur Kjósverja,“ segir Þorbjörg. Hún segir að þingmenn Suðvesturkjördæmis hafi einnig lagst á sveif með íbúum, en þeir heimsóttu Kjósverja í síðustu kjördæmaviku þingmanna. Virðist sem að það hafi hjálpað til í baráttunni, segir Þorbjörg. Sjö þingmenn úr þremur flokkum lögðu á síðasta ári fram tillögu til þingsályktunar sem miðaði að því að Kjósarhreppur fengi nýtt póstnúmer og yrði ekki lengur kenndur við Mosfellsbæ í póstnúmeraskrá. Kom þar fram að íbúar í Kjósarhreppi hefðu lengi kvartað yfir póstnúmerinu „276 Mosfellsbær“ og sagt það hafa valdið ruglingi. Þorbjörg sagði í samtali við fréttastofu í október að Pósturinn hefði lengi staðið fast á sínu og staðið í veg fyrir slíkri breytingu, þrátt fyrir að íbúarnir hafi í ótal skipti lent í vandræðum, meðal annars þegar kemur að heimsendingu. Fram til ársins 2009 deildu íbúar í Kjósinni póstnúmerinu 270 með íbúum Mosfellsbæjar, en þá fengu þeir póstnúmerið 276. Nafn Mosfellsbæjar var þó enn hluti af póstnúmerinu, en auk Kjósarinnar fellur dreifbýli Mosfellsbæjar undir póstnúmerið 276 Mosfellsbær. En þetta breytist 1. apríl þegar póstnúmerið verður 276 Kjós. Kjósarhreppur Pósturinn Tengdar fréttir Vilja að Kjósarhreppur verði ekki lengur kenndur við Mosfellsbæ Sjö þingmenn úr þremur flokkum hafa lagt fram tillögu til þingsályktunar sem miðar að því að sveitarfélagið fái nýtt póstnúmer og verði ekki lengur kenndur við Mosfellsbæ. Íbúar í Kjósarhreppi hafa lengi kvartað yfir póstnúmerinu 276 Mosfellsbær og sagt það um árabil hafa valdið ruglingi. 30. október 2023 08:36 Sendlar hringsóla í Mosfellsbæ með pakka Kjósarmanna Um áratuga skeið hafa íbúar Kjósarhrepps barist fyrir sérstöku póstnúmeri. Pósturinn stendur fast á sínu og neitar þeim um þrátt fyrir að íbúarnir hafi í ótal skipti lent í vandræðum. 29. maí 2023 07:02 Mest lesið Banaslys á Hvolsvelli Innlent Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Innlent Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Innlent Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Innlent Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Erlent Fyrsta fórnarlambið nafngreint Erlent Segjast hafa sviðsett aftöku og hirt verðlaunaféð af Rússum Erlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Barist á götum úti í Íran fimmta daginn í röð Erlent Fleiri fréttir Hlutfall fínasta svifryksins áberandi hátt á nýársnótt Telur nær öruggt að fleiri hundar muni týnast Dæmi um að fólk hafi flúið upp í sveit Þurfi að sannfæra flokkinn Sex tíma leikskóladvöl nú gjaldfrjáls í Hafnarfirði Neytendur eigi meira inni eftir eldsneytislækkanir á nýju ári Hafna beiðni manns sem braut kynferðislega á stjúpdóttur Banaslys á Hvolsvelli Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Mikill meirihluti vill lögfesta rétt barna til leikskólavistar Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Eldur í bíl við Breiðhellu Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Sjá meira
Þetta staðfestir Þorbjörg Gísladóttir, sveitarstjóri Kjósarhrepps, í samtali við Vísi. Hún segir að Byggðastofnun hafi samþykkt þetta að fenginni annarri umsögn Póstsins og verður póstnúmerið nú „276 Kjós“ í stað „276 Mosfellsbær“. Breytingin tekur gildi um mánaðamótin næstu. Þorbjörg segir mikla gleði ríkja meðal íbúa. „Þetta hefur verið löng barátta við kerfið sem nú er að baki. Það er spurning hvort 1. apríl verði eftirleiðis sjálfstæðisdagur Kjósverja,“ segir Þorbjörg. Hún segir að þingmenn Suðvesturkjördæmis hafi einnig lagst á sveif með íbúum, en þeir heimsóttu Kjósverja í síðustu kjördæmaviku þingmanna. Virðist sem að það hafi hjálpað til í baráttunni, segir Þorbjörg. Sjö þingmenn úr þremur flokkum lögðu á síðasta ári fram tillögu til þingsályktunar sem miðaði að því að Kjósarhreppur fengi nýtt póstnúmer og yrði ekki lengur kenndur við Mosfellsbæ í póstnúmeraskrá. Kom þar fram að íbúar í Kjósarhreppi hefðu lengi kvartað yfir póstnúmerinu „276 Mosfellsbær“ og sagt það hafa valdið ruglingi. Þorbjörg sagði í samtali við fréttastofu í október að Pósturinn hefði lengi staðið fast á sínu og staðið í veg fyrir slíkri breytingu, þrátt fyrir að íbúarnir hafi í ótal skipti lent í vandræðum, meðal annars þegar kemur að heimsendingu. Fram til ársins 2009 deildu íbúar í Kjósinni póstnúmerinu 270 með íbúum Mosfellsbæjar, en þá fengu þeir póstnúmerið 276. Nafn Mosfellsbæjar var þó enn hluti af póstnúmerinu, en auk Kjósarinnar fellur dreifbýli Mosfellsbæjar undir póstnúmerið 276 Mosfellsbær. En þetta breytist 1. apríl þegar póstnúmerið verður 276 Kjós.
Kjósarhreppur Pósturinn Tengdar fréttir Vilja að Kjósarhreppur verði ekki lengur kenndur við Mosfellsbæ Sjö þingmenn úr þremur flokkum hafa lagt fram tillögu til þingsályktunar sem miðar að því að sveitarfélagið fái nýtt póstnúmer og verði ekki lengur kenndur við Mosfellsbæ. Íbúar í Kjósarhreppi hafa lengi kvartað yfir póstnúmerinu 276 Mosfellsbær og sagt það um árabil hafa valdið ruglingi. 30. október 2023 08:36 Sendlar hringsóla í Mosfellsbæ með pakka Kjósarmanna Um áratuga skeið hafa íbúar Kjósarhrepps barist fyrir sérstöku póstnúmeri. Pósturinn stendur fast á sínu og neitar þeim um þrátt fyrir að íbúarnir hafi í ótal skipti lent í vandræðum. 29. maí 2023 07:02 Mest lesið Banaslys á Hvolsvelli Innlent Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Innlent Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Innlent Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Innlent Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Erlent Fyrsta fórnarlambið nafngreint Erlent Segjast hafa sviðsett aftöku og hirt verðlaunaféð af Rússum Erlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Barist á götum úti í Íran fimmta daginn í röð Erlent Fleiri fréttir Hlutfall fínasta svifryksins áberandi hátt á nýársnótt Telur nær öruggt að fleiri hundar muni týnast Dæmi um að fólk hafi flúið upp í sveit Þurfi að sannfæra flokkinn Sex tíma leikskóladvöl nú gjaldfrjáls í Hafnarfirði Neytendur eigi meira inni eftir eldsneytislækkanir á nýju ári Hafna beiðni manns sem braut kynferðislega á stjúpdóttur Banaslys á Hvolsvelli Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Mikill meirihluti vill lögfesta rétt barna til leikskólavistar Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Eldur í bíl við Breiðhellu Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Sjá meira
Vilja að Kjósarhreppur verði ekki lengur kenndur við Mosfellsbæ Sjö þingmenn úr þremur flokkum hafa lagt fram tillögu til þingsályktunar sem miðar að því að sveitarfélagið fái nýtt póstnúmer og verði ekki lengur kenndur við Mosfellsbæ. Íbúar í Kjósarhreppi hafa lengi kvartað yfir póstnúmerinu 276 Mosfellsbær og sagt það um árabil hafa valdið ruglingi. 30. október 2023 08:36
Sendlar hringsóla í Mosfellsbæ með pakka Kjósarmanna Um áratuga skeið hafa íbúar Kjósarhrepps barist fyrir sérstöku póstnúmeri. Pósturinn stendur fast á sínu og neitar þeim um þrátt fyrir að íbúarnir hafi í ótal skipti lent í vandræðum. 29. maí 2023 07:02