„Spurning hvort 1. apríl verði eftirleiðis „sjálfstæðisdagur Kjósverja““ Atli Ísleifsson skrifar 20. mars 2024 15:12 Þorbjörg Gísladóttir, sveitarstjóri Kjósarhrepps, segir íbúa í Kjósinni fagna breytingunni. Heimili þeirra verða frá mánaðamótum ekki lengur kennd við Mosfellsbæ í póstnúmeraskrá. Kjósarhreppur/Getty Margra ára baráttu Kjósverja við Póstinn virðist lokið og verða heimili þeirra ekki lengur kennd við Mosfellsbæ í póstnúmeraskrá. Þetta staðfestir Þorbjörg Gísladóttir, sveitarstjóri Kjósarhrepps, í samtali við Vísi. Hún segir að Byggðastofnun hafi samþykkt þetta að fenginni annarri umsögn Póstsins og verður póstnúmerið nú „276 Kjós“ í stað „276 Mosfellsbær“. Breytingin tekur gildi um mánaðamótin næstu. Þorbjörg segir mikla gleði ríkja meðal íbúa. „Þetta hefur verið löng barátta við kerfið sem nú er að baki. Það er spurning hvort 1. apríl verði eftirleiðis sjálfstæðisdagur Kjósverja,“ segir Þorbjörg. Hún segir að þingmenn Suðvesturkjördæmis hafi einnig lagst á sveif með íbúum, en þeir heimsóttu Kjósverja í síðustu kjördæmaviku þingmanna. Virðist sem að það hafi hjálpað til í baráttunni, segir Þorbjörg. Sjö þingmenn úr þremur flokkum lögðu á síðasta ári fram tillögu til þingsályktunar sem miðaði að því að Kjósarhreppur fengi nýtt póstnúmer og yrði ekki lengur kenndur við Mosfellsbæ í póstnúmeraskrá. Kom þar fram að íbúar í Kjósarhreppi hefðu lengi kvartað yfir póstnúmerinu „276 Mosfellsbær“ og sagt það hafa valdið ruglingi. Þorbjörg sagði í samtali við fréttastofu í október að Pósturinn hefði lengi staðið fast á sínu og staðið í veg fyrir slíkri breytingu, þrátt fyrir að íbúarnir hafi í ótal skipti lent í vandræðum, meðal annars þegar kemur að heimsendingu. Fram til ársins 2009 deildu íbúar í Kjósinni póstnúmerinu 270 með íbúum Mosfellsbæjar, en þá fengu þeir póstnúmerið 276. Nafn Mosfellsbæjar var þó enn hluti af póstnúmerinu, en auk Kjósarinnar fellur dreifbýli Mosfellsbæjar undir póstnúmerið 276 Mosfellsbær. En þetta breytist 1. apríl þegar póstnúmerið verður 276 Kjós. Kjósarhreppur Pósturinn Tengdar fréttir Vilja að Kjósarhreppur verði ekki lengur kenndur við Mosfellsbæ Sjö þingmenn úr þremur flokkum hafa lagt fram tillögu til þingsályktunar sem miðar að því að sveitarfélagið fái nýtt póstnúmer og verði ekki lengur kenndur við Mosfellsbæ. Íbúar í Kjósarhreppi hafa lengi kvartað yfir póstnúmerinu 276 Mosfellsbær og sagt það um árabil hafa valdið ruglingi. 30. október 2023 08:36 Sendlar hringsóla í Mosfellsbæ með pakka Kjósarmanna Um áratuga skeið hafa íbúar Kjósarhrepps barist fyrir sérstöku póstnúmeri. Pósturinn stendur fast á sínu og neitar þeim um þrátt fyrir að íbúarnir hafi í ótal skipti lent í vandræðum. 29. maí 2023 07:02 Mest lesið „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Innlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ Innlent „Nokkur fjöldi“ ísjaka 16 kílómetrum frá Tröllaskaga Innlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent „Það er sú aðgerð sem mun hraðast slá á þetta misræmi“ Innlent Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður að virkilega góðum dreng“ Innlent Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent Fleiri fréttir „Það er sú aðgerð sem mun hraðast slá á þetta misræmi“ „Nokkur fjöldi“ ísjaka 16 kílómetrum frá Tröllaskaga „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Staðan ekki alvarleg í Haukadalsá Loka Bröttubrekku í tvo daga „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður að virkilega góðum dreng“ Skýr mynd dregin upp í dómsal og minningarstund Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Kjaraviðræður Sinfó „stefni í rétta átt“ Stöðupróf verði skylda í öllum skólum strax í vor „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Núverandi staða ekki talin vera alvarleg Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Opna Vesturbæjarlaug á morgun en Sundhallargestir þurfa að bíða Tilgangurinn að ná í „easy money“ Jökulhlaupið í rénun Í beinni frá héraðsdómi, unglingadrykkja og áheitakóngur Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Hættir sem ritstjóri Kveiks Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Metaðsókn og söfnunarmet slegið Sjá meira
Þetta staðfestir Þorbjörg Gísladóttir, sveitarstjóri Kjósarhrepps, í samtali við Vísi. Hún segir að Byggðastofnun hafi samþykkt þetta að fenginni annarri umsögn Póstsins og verður póstnúmerið nú „276 Kjós“ í stað „276 Mosfellsbær“. Breytingin tekur gildi um mánaðamótin næstu. Þorbjörg segir mikla gleði ríkja meðal íbúa. „Þetta hefur verið löng barátta við kerfið sem nú er að baki. Það er spurning hvort 1. apríl verði eftirleiðis sjálfstæðisdagur Kjósverja,“ segir Þorbjörg. Hún segir að þingmenn Suðvesturkjördæmis hafi einnig lagst á sveif með íbúum, en þeir heimsóttu Kjósverja í síðustu kjördæmaviku þingmanna. Virðist sem að það hafi hjálpað til í baráttunni, segir Þorbjörg. Sjö þingmenn úr þremur flokkum lögðu á síðasta ári fram tillögu til þingsályktunar sem miðaði að því að Kjósarhreppur fengi nýtt póstnúmer og yrði ekki lengur kenndur við Mosfellsbæ í póstnúmeraskrá. Kom þar fram að íbúar í Kjósarhreppi hefðu lengi kvartað yfir póstnúmerinu „276 Mosfellsbær“ og sagt það hafa valdið ruglingi. Þorbjörg sagði í samtali við fréttastofu í október að Pósturinn hefði lengi staðið fast á sínu og staðið í veg fyrir slíkri breytingu, þrátt fyrir að íbúarnir hafi í ótal skipti lent í vandræðum, meðal annars þegar kemur að heimsendingu. Fram til ársins 2009 deildu íbúar í Kjósinni póstnúmerinu 270 með íbúum Mosfellsbæjar, en þá fengu þeir póstnúmerið 276. Nafn Mosfellsbæjar var þó enn hluti af póstnúmerinu, en auk Kjósarinnar fellur dreifbýli Mosfellsbæjar undir póstnúmerið 276 Mosfellsbær. En þetta breytist 1. apríl þegar póstnúmerið verður 276 Kjós.
Kjósarhreppur Pósturinn Tengdar fréttir Vilja að Kjósarhreppur verði ekki lengur kenndur við Mosfellsbæ Sjö þingmenn úr þremur flokkum hafa lagt fram tillögu til þingsályktunar sem miðar að því að sveitarfélagið fái nýtt póstnúmer og verði ekki lengur kenndur við Mosfellsbæ. Íbúar í Kjósarhreppi hafa lengi kvartað yfir póstnúmerinu 276 Mosfellsbær og sagt það um árabil hafa valdið ruglingi. 30. október 2023 08:36 Sendlar hringsóla í Mosfellsbæ með pakka Kjósarmanna Um áratuga skeið hafa íbúar Kjósarhrepps barist fyrir sérstöku póstnúmeri. Pósturinn stendur fast á sínu og neitar þeim um þrátt fyrir að íbúarnir hafi í ótal skipti lent í vandræðum. 29. maí 2023 07:02 Mest lesið „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Innlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ Innlent „Nokkur fjöldi“ ísjaka 16 kílómetrum frá Tröllaskaga Innlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent „Það er sú aðgerð sem mun hraðast slá á þetta misræmi“ Innlent Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður að virkilega góðum dreng“ Innlent Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent Fleiri fréttir „Það er sú aðgerð sem mun hraðast slá á þetta misræmi“ „Nokkur fjöldi“ ísjaka 16 kílómetrum frá Tröllaskaga „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Staðan ekki alvarleg í Haukadalsá Loka Bröttubrekku í tvo daga „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður að virkilega góðum dreng“ Skýr mynd dregin upp í dómsal og minningarstund Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Kjaraviðræður Sinfó „stefni í rétta átt“ Stöðupróf verði skylda í öllum skólum strax í vor „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Núverandi staða ekki talin vera alvarleg Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Opna Vesturbæjarlaug á morgun en Sundhallargestir þurfa að bíða Tilgangurinn að ná í „easy money“ Jökulhlaupið í rénun Í beinni frá héraðsdómi, unglingadrykkja og áheitakóngur Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Hættir sem ritstjóri Kveiks Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Metaðsókn og söfnunarmet slegið Sjá meira
Vilja að Kjósarhreppur verði ekki lengur kenndur við Mosfellsbæ Sjö þingmenn úr þremur flokkum hafa lagt fram tillögu til þingsályktunar sem miðar að því að sveitarfélagið fái nýtt póstnúmer og verði ekki lengur kenndur við Mosfellsbæ. Íbúar í Kjósarhreppi hafa lengi kvartað yfir póstnúmerinu 276 Mosfellsbær og sagt það um árabil hafa valdið ruglingi. 30. október 2023 08:36
Sendlar hringsóla í Mosfellsbæ með pakka Kjósarmanna Um áratuga skeið hafa íbúar Kjósarhrepps barist fyrir sérstöku póstnúmeri. Pósturinn stendur fast á sínu og neitar þeim um þrátt fyrir að íbúarnir hafi í ótal skipti lent í vandræðum. 29. maí 2023 07:02