Nýtt framboð raforku mætir ekki aukinni eftirspurn fyrr en 2027 Lovísa Arnardóttir skrifar 20. mars 2024 12:01 Smyrlabjargaárvirkjun í Suðursveit. Vísir/Vilhelm Nýtt framboð raforku mætir ekki aukinni eftirspurn fyrr en mögulega árið 2027. Nýtt framboð getur dugað fyrir umfangsmiklum orkuskiptaverkefnum árið 2030 ef því er ekki ráðstafað í önnur verkefni. Þetta, og meira, kemur fram í nýrri orkuspá Orkustofnunar sem gefin var út í dag. Í spánni eru tvær sviðsmyndir, grunnspá og háspá, sem gefa innsýn í framtíð raforkumarkaðarins og framtíð orkuskipta. Við útreikninga er litið til mannfjölda, fjölda ferðamanna og fjölda bifreiða á á Íslandi. Sem dæmi er gert ráð fyrir því að samkvæmt grunnspá verði hér um 550 þúsund íbúar árið 2050 en samkvæmt háspá um 600 þúsund. Til samanburðar þá er öll orkunotkun á Íslandi í dag um 20 TWh og nota íslensk heimili aðeins um fimm prósent af þeirri orku. Í spánni kemur fram að umtalsverð eftirspurn hefur verið eftir raforku síðustu tvö ár vegna bæði stórnotkunar og vegna þess að raforkuverð í heildsölu hefur nálgast verð á öðrum Norðurlöndum. Því er aukinn vilji til að byggja nýja raforkuvinnslu en í mörgum tilfellum hefur undirbúningur virkjanakosta og tenginga þeirra við flutningskerfið gengið hægt frá samþykki í rammaáætlun. Almennar forsendur við útreikninga í skýrslunni. Mynd/Orkustofnun En þó kemur einnig fram að svo að hagkvæmni náist í framleiðslu rafeldsneytis þurfi aukinn stuðning við slík verkefni eða að raforkuverð lækki umfram vænta þróun. „Erfitt getur verið fyrir orkuskiptaverkefni að keppa við aðra stórnotendur á markaði um kaup á raforku sem og við innflutning sem þiggur niðurgreiðslur. Kostnaður endurnýjanlegs eldsneytis er mun hærri en jarðefnaeldsneytis,“ segir í spánni. Þá kemur einnig fram að orkuskipti í vegasamgöngum og hjá skipum þurfa að ganga umtalsvert hraðar en í núverandi stöðu svo að skuldbindingar á ábyrgð Íslands í loftslagsmálum náist. Tíu teravött í framleiðslu rafeldsneytis Eins og fram kom að ofan eru tvær sviðsmyndir, háspá og grunnspá. Í háspá er gert ráð fyrir að bein notkun raforku vegna orkuskipta verði nærri 2,5 teravattstundir (TWh) og allt að 10 TWh vegna framleiðslu rafeldsneytis árið 2050 til jafns við innanlands- og millilandanotkun. Hóflegur vöxtur í grunnspá Í háspá er gert ráð fyrir auknum umsvifum í stórnotkun og miðað við háspár um mannfjölda og komu ferðamanna. Í sviðsmyndinni er gert ráð fyrir hraðari orkuskiptum og að rafeldsneyti verði framleitt í takti við eftirspurn í innanlands- og millilandanotkun. Í grunnspá er litið til hóflegs vaxtar í umsvifum og núverandi þróunar í orkuskiptum [e. business as usual]. Litið er til miðspáa í mannfjölda og komu ferðamanna. Vöxtur stórnotkunar fylgir svipuðum vexti og undanfarin ár en gert er ráð fyrir að rafeldsneyti verði innflutt á tímabilinu. Í tilkynningu frá Orkustofnun um spána segir að umtalsverðar umbætur hafi verið gerðar á orkuspánni frá fyrri árum með framboðsspá og verðspá raforku, hagkvæmnisgreiningu rafeldsneytis ásamt bættum gögnum og aðferðarfræði í greiningum vegasamgangna. Ítarleg fylgigögn og nánari greiningar um hana eru að finna á vef Orkustofnunar. Þá segir að stofnunin hafi einnig hafi reglulega birtingu á skammtímahorfum á raforkumarkaði undir nafninu raforkuvísar, og aukið tíðni gagnabirtinga fyrir raforku og orkuskipti. Hægt er að nálgast niðurstöður og forsendur Orkuspárinnar hér. Gagnvirka framsetningu á helstu niðurstöðum Orkuspárinnar má finna hér. Orkuskipti Orkumál Mest lesið Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Viðskipti innlent Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Viðskipti innlent Jensens Bøfhus lokað Viðskipti erlent Óvissu á lánamarkaði eytt í byrjun næsta árs Viðskipti innlent Grafalvarleg staða Viðskipti innlent „Íslenski neytandinn er allavega ekki að sýna merki um samdrátt“ Neytendur Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Viðskipti innlent Græða á tá og fingri á svikum og prettum Viðskipti erlent Telja viðgerð geta tekið allt að ár Viðskipti innlent Samþykktu stærðarinnar launapakka Musks Viðskipti erlent Fleiri fréttir Grafalvarleg staða Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Bein útsending: Umræður á seinni degi Sjávarútvegsráðstefnunnar Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Óvissu á lánamarkaði eytt í byrjun næsta árs Telja viðgerð geta tekið allt að ár Ráðin forstöðukona Þjónustu Veitna Bretar veita Alvotech leyfið sem fékkst ekki í Bandaríkjunum Bein útsending: Nýsköpunarverðlaun Samorku Útlit fyrir „hrollkaldan vetur“ en eitt ljós í myrkinu Bein útsending: Leiðir til að efla hlutabréfamarkaðinn Ómögulegt sé fyrir fólk á Eflingarlaunum að komast á húsnæðismarkað Bein útsending: Kanónur ræða sjávarútveginn í Hörpu Farþegum fjölgaði um 14 prósent í október Steinunn frá UNICEF til Festu Ætla í hart vegna ákvörðunar Fjarskiptastofu Sýn tapaði 239 milljónum Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Segja fulla ástæðu til að hafa áhyggjur af stöðu efnahags og vinnumarkaðar „Óveðurský á lofti í ferðaþjónustu“ Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Bein útsending: Í hvað á orkan að fara? Sækja á fjórða milljarð króna Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Amaroq staðfestir merkilegan fund sjaldgæfra jarðmálma Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Vextir geti lækkað fyrr og lækkað meira Sjá meira
Í spánni eru tvær sviðsmyndir, grunnspá og háspá, sem gefa innsýn í framtíð raforkumarkaðarins og framtíð orkuskipta. Við útreikninga er litið til mannfjölda, fjölda ferðamanna og fjölda bifreiða á á Íslandi. Sem dæmi er gert ráð fyrir því að samkvæmt grunnspá verði hér um 550 þúsund íbúar árið 2050 en samkvæmt háspá um 600 þúsund. Til samanburðar þá er öll orkunotkun á Íslandi í dag um 20 TWh og nota íslensk heimili aðeins um fimm prósent af þeirri orku. Í spánni kemur fram að umtalsverð eftirspurn hefur verið eftir raforku síðustu tvö ár vegna bæði stórnotkunar og vegna þess að raforkuverð í heildsölu hefur nálgast verð á öðrum Norðurlöndum. Því er aukinn vilji til að byggja nýja raforkuvinnslu en í mörgum tilfellum hefur undirbúningur virkjanakosta og tenginga þeirra við flutningskerfið gengið hægt frá samþykki í rammaáætlun. Almennar forsendur við útreikninga í skýrslunni. Mynd/Orkustofnun En þó kemur einnig fram að svo að hagkvæmni náist í framleiðslu rafeldsneytis þurfi aukinn stuðning við slík verkefni eða að raforkuverð lækki umfram vænta þróun. „Erfitt getur verið fyrir orkuskiptaverkefni að keppa við aðra stórnotendur á markaði um kaup á raforku sem og við innflutning sem þiggur niðurgreiðslur. Kostnaður endurnýjanlegs eldsneytis er mun hærri en jarðefnaeldsneytis,“ segir í spánni. Þá kemur einnig fram að orkuskipti í vegasamgöngum og hjá skipum þurfa að ganga umtalsvert hraðar en í núverandi stöðu svo að skuldbindingar á ábyrgð Íslands í loftslagsmálum náist. Tíu teravött í framleiðslu rafeldsneytis Eins og fram kom að ofan eru tvær sviðsmyndir, háspá og grunnspá. Í háspá er gert ráð fyrir að bein notkun raforku vegna orkuskipta verði nærri 2,5 teravattstundir (TWh) og allt að 10 TWh vegna framleiðslu rafeldsneytis árið 2050 til jafns við innanlands- og millilandanotkun. Hóflegur vöxtur í grunnspá Í háspá er gert ráð fyrir auknum umsvifum í stórnotkun og miðað við háspár um mannfjölda og komu ferðamanna. Í sviðsmyndinni er gert ráð fyrir hraðari orkuskiptum og að rafeldsneyti verði framleitt í takti við eftirspurn í innanlands- og millilandanotkun. Í grunnspá er litið til hóflegs vaxtar í umsvifum og núverandi þróunar í orkuskiptum [e. business as usual]. Litið er til miðspáa í mannfjölda og komu ferðamanna. Vöxtur stórnotkunar fylgir svipuðum vexti og undanfarin ár en gert er ráð fyrir að rafeldsneyti verði innflutt á tímabilinu. Í tilkynningu frá Orkustofnun um spána segir að umtalsverðar umbætur hafi verið gerðar á orkuspánni frá fyrri árum með framboðsspá og verðspá raforku, hagkvæmnisgreiningu rafeldsneytis ásamt bættum gögnum og aðferðarfræði í greiningum vegasamgangna. Ítarleg fylgigögn og nánari greiningar um hana eru að finna á vef Orkustofnunar. Þá segir að stofnunin hafi einnig hafi reglulega birtingu á skammtímahorfum á raforkumarkaði undir nafninu raforkuvísar, og aukið tíðni gagnabirtinga fyrir raforku og orkuskipti. Hægt er að nálgast niðurstöður og forsendur Orkuspárinnar hér. Gagnvirka framsetningu á helstu niðurstöðum Orkuspárinnar má finna hér.
Orkuskipti Orkumál Mest lesið Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Viðskipti innlent Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Viðskipti innlent Jensens Bøfhus lokað Viðskipti erlent Óvissu á lánamarkaði eytt í byrjun næsta árs Viðskipti innlent Grafalvarleg staða Viðskipti innlent „Íslenski neytandinn er allavega ekki að sýna merki um samdrátt“ Neytendur Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Viðskipti innlent Græða á tá og fingri á svikum og prettum Viðskipti erlent Telja viðgerð geta tekið allt að ár Viðskipti innlent Samþykktu stærðarinnar launapakka Musks Viðskipti erlent Fleiri fréttir Grafalvarleg staða Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Bein útsending: Umræður á seinni degi Sjávarútvegsráðstefnunnar Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Óvissu á lánamarkaði eytt í byrjun næsta árs Telja viðgerð geta tekið allt að ár Ráðin forstöðukona Þjónustu Veitna Bretar veita Alvotech leyfið sem fékkst ekki í Bandaríkjunum Bein útsending: Nýsköpunarverðlaun Samorku Útlit fyrir „hrollkaldan vetur“ en eitt ljós í myrkinu Bein útsending: Leiðir til að efla hlutabréfamarkaðinn Ómögulegt sé fyrir fólk á Eflingarlaunum að komast á húsnæðismarkað Bein útsending: Kanónur ræða sjávarútveginn í Hörpu Farþegum fjölgaði um 14 prósent í október Steinunn frá UNICEF til Festu Ætla í hart vegna ákvörðunar Fjarskiptastofu Sýn tapaði 239 milljónum Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Segja fulla ástæðu til að hafa áhyggjur af stöðu efnahags og vinnumarkaðar „Óveðurský á lofti í ferðaþjónustu“ Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Bein útsending: Í hvað á orkan að fara? Sækja á fjórða milljarð króna Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Amaroq staðfestir merkilegan fund sjaldgæfra jarðmálma Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Vextir geti lækkað fyrr og lækkað meira Sjá meira