Ný vísitala íbúðaverðs hækkar Árni Sæberg skrifar 19. mars 2024 18:58 Nýja vísitalan tekur til húsnæðisverðs á öllu landinu, ekki bara á höfuðborgarsvæðinu eins og sú gamla. Vísir/Arnar Ný vísitala íbúðaverðs hækkaði um 1,9 prósent á milli mánaða í febrúar og hefur hækkað um 5,7 prósent á síðustu tólf mánuðum. Með nýju vísitölunni má sjá verðþróun eftir landssvæðum og íbúðaflokkum, en gamla vísitalan sýndi einungis verðþróun á höfuðborgarsvæðinu. Í tilkynningu á vef Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar segir að nýja vísitalan endurspegli betur verðsveiflur á milli mánaða og breyting á vísitölum hafi ekki áhrif á verðbólgumælingar Hagstofu. Ný vísitala íbúðaverðs hafi verið 101,9 í febrúar 2024 og hækkað um 1,9 prósent á milli mánaða. Þetta sé í fyrsta sinn sem þessi vísitala er birt en 100 gildi hennar miði við janúar 2024. Ásamt vísitölu fyrir landið allt gefi HMS nú út fjórar undirvísitölur íbúðaverðs, en þær séu fyrir sérbýli og fjölbýli, bæði á höfuðborgarsvæðinu á landsbyggðinni. Gildi vísitalnanna, ásamt hækkun þeirra á milli mánaða og tólf mánaða hækkun, má sjá í töflunni hér að neðan, en hægt er að nálgast gildi þeirra frá janúarmánuði 2023 hér. HMS Nýja vísitalan taki hraðar við sér Á grafinu hér að neðan má sjá má sjá nýja vísitölu íbúðaverðs bakreiknaða frá janúar 2023. Í tilkynningunni segir að á grafinu megi greina einhverjar sveiflur á milli mánaða í nýju vísitölunni á tímabilinu. Þar sem vísitalan byggi einungis á gögnum síðastliðins mánaðar taki hún hraðar við sér ef markaðurinn hreyfist heldur en eldri vísitala sem notaðist við upplýsingar síðastliðinna þriggja mánaða. Nýja vísitalan sé gæðaleiðrétt, sem þýði að breytingar á milli mánaða í „gæðum“ seldra eigna ætti ekki að hafa áhrif á þróun vísitölunnar. Þannig ætti vísitalan til dæmis ekki að taka breytingum ef hátt meðalkaupverð í einum mánuði skýrist af háu hlutfalli nýlegra eigna eða öðrum eiginleikum sem tekið er tillit til í fasteignamati. Gæðaleiðréttingin byggi á fasteignamati eigna, þannig að vísitalan hækki ef hlutfall kaupverðs og fasteignamats seldra eigna hækkar milli mánaða. Með afnámi á þriggja mánaða meðaltali íbúðaverðs og innleiðingar gæðaleiðréttingar telji HMS að ný vísitala íbúðaverðs endurspegli betur verðsveiflur í rauntíma en sú gamla. Þar sem vísitalan mæli ekki það sama og eldri vísitölur sem HMS hefur gefið út sé ekki mælt með því að tengja þær saman nema sérstaklega sé tekið tillit til ólíks eðlis vísitalnanna. Margt sé frábrugðið í útreikningsaðferðum nýrri og eldri vísitölu. Til að mynda séu mismunandi löng tímabil lögð til grundvallar, í nýrri vísitölu sé gæðaleiðrétt kaupverð vegið með tilliti til heildarfasteignamats í hverjum flokki en eldri vísitalan byggi á fermetraverði vegnu með tilliti til veltu. Hefur engin áhrif á verðbólgumælingar HMS árétti að breyting á vísitölu íbúðaverðs hefur ekki áhrif á verðbólgumælingar Hagstofu. Verðbólgumælingarnar séu byggðar á útreikningum Hagstofu á reiknaðri húsaleigu sem séu ótengdar mælingum HMS. Húsnæðismál Fasteignamarkaður Efnahagsmál Verðlag Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Stórbruni í Gufunesi Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Fleiri fréttir Stórbruni í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Sjá meira
Í tilkynningu á vef Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar segir að nýja vísitalan endurspegli betur verðsveiflur á milli mánaða og breyting á vísitölum hafi ekki áhrif á verðbólgumælingar Hagstofu. Ný vísitala íbúðaverðs hafi verið 101,9 í febrúar 2024 og hækkað um 1,9 prósent á milli mánaða. Þetta sé í fyrsta sinn sem þessi vísitala er birt en 100 gildi hennar miði við janúar 2024. Ásamt vísitölu fyrir landið allt gefi HMS nú út fjórar undirvísitölur íbúðaverðs, en þær séu fyrir sérbýli og fjölbýli, bæði á höfuðborgarsvæðinu á landsbyggðinni. Gildi vísitalnanna, ásamt hækkun þeirra á milli mánaða og tólf mánaða hækkun, má sjá í töflunni hér að neðan, en hægt er að nálgast gildi þeirra frá janúarmánuði 2023 hér. HMS Nýja vísitalan taki hraðar við sér Á grafinu hér að neðan má sjá má sjá nýja vísitölu íbúðaverðs bakreiknaða frá janúar 2023. Í tilkynningunni segir að á grafinu megi greina einhverjar sveiflur á milli mánaða í nýju vísitölunni á tímabilinu. Þar sem vísitalan byggi einungis á gögnum síðastliðins mánaðar taki hún hraðar við sér ef markaðurinn hreyfist heldur en eldri vísitala sem notaðist við upplýsingar síðastliðinna þriggja mánaða. Nýja vísitalan sé gæðaleiðrétt, sem þýði að breytingar á milli mánaða í „gæðum“ seldra eigna ætti ekki að hafa áhrif á þróun vísitölunnar. Þannig ætti vísitalan til dæmis ekki að taka breytingum ef hátt meðalkaupverð í einum mánuði skýrist af háu hlutfalli nýlegra eigna eða öðrum eiginleikum sem tekið er tillit til í fasteignamati. Gæðaleiðréttingin byggi á fasteignamati eigna, þannig að vísitalan hækki ef hlutfall kaupverðs og fasteignamats seldra eigna hækkar milli mánaða. Með afnámi á þriggja mánaða meðaltali íbúðaverðs og innleiðingar gæðaleiðréttingar telji HMS að ný vísitala íbúðaverðs endurspegli betur verðsveiflur í rauntíma en sú gamla. Þar sem vísitalan mæli ekki það sama og eldri vísitölur sem HMS hefur gefið út sé ekki mælt með því að tengja þær saman nema sérstaklega sé tekið tillit til ólíks eðlis vísitalnanna. Margt sé frábrugðið í útreikningsaðferðum nýrri og eldri vísitölu. Til að mynda séu mismunandi löng tímabil lögð til grundvallar, í nýrri vísitölu sé gæðaleiðrétt kaupverð vegið með tilliti til heildarfasteignamats í hverjum flokki en eldri vísitalan byggi á fermetraverði vegnu með tilliti til veltu. Hefur engin áhrif á verðbólgumælingar HMS árétti að breyting á vísitölu íbúðaverðs hefur ekki áhrif á verðbólgumælingar Hagstofu. Verðbólgumælingarnar séu byggðar á útreikningum Hagstofu á reiknaðri húsaleigu sem séu ótengdar mælingum HMS.
Húsnæðismál Fasteignamarkaður Efnahagsmál Verðlag Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Stórbruni í Gufunesi Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Fleiri fréttir Stórbruni í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Sjá meira