Ný vísitala íbúðaverðs hækkar Árni Sæberg skrifar 19. mars 2024 18:58 Nýja vísitalan tekur til húsnæðisverðs á öllu landinu, ekki bara á höfuðborgarsvæðinu eins og sú gamla. Vísir/Arnar Ný vísitala íbúðaverðs hækkaði um 1,9 prósent á milli mánaða í febrúar og hefur hækkað um 5,7 prósent á síðustu tólf mánuðum. Með nýju vísitölunni má sjá verðþróun eftir landssvæðum og íbúðaflokkum, en gamla vísitalan sýndi einungis verðþróun á höfuðborgarsvæðinu. Í tilkynningu á vef Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar segir að nýja vísitalan endurspegli betur verðsveiflur á milli mánaða og breyting á vísitölum hafi ekki áhrif á verðbólgumælingar Hagstofu. Ný vísitala íbúðaverðs hafi verið 101,9 í febrúar 2024 og hækkað um 1,9 prósent á milli mánaða. Þetta sé í fyrsta sinn sem þessi vísitala er birt en 100 gildi hennar miði við janúar 2024. Ásamt vísitölu fyrir landið allt gefi HMS nú út fjórar undirvísitölur íbúðaverðs, en þær séu fyrir sérbýli og fjölbýli, bæði á höfuðborgarsvæðinu á landsbyggðinni. Gildi vísitalnanna, ásamt hækkun þeirra á milli mánaða og tólf mánaða hækkun, má sjá í töflunni hér að neðan, en hægt er að nálgast gildi þeirra frá janúarmánuði 2023 hér. HMS Nýja vísitalan taki hraðar við sér Á grafinu hér að neðan má sjá má sjá nýja vísitölu íbúðaverðs bakreiknaða frá janúar 2023. Í tilkynningunni segir að á grafinu megi greina einhverjar sveiflur á milli mánaða í nýju vísitölunni á tímabilinu. Þar sem vísitalan byggi einungis á gögnum síðastliðins mánaðar taki hún hraðar við sér ef markaðurinn hreyfist heldur en eldri vísitala sem notaðist við upplýsingar síðastliðinna þriggja mánaða. Nýja vísitalan sé gæðaleiðrétt, sem þýði að breytingar á milli mánaða í „gæðum“ seldra eigna ætti ekki að hafa áhrif á þróun vísitölunnar. Þannig ætti vísitalan til dæmis ekki að taka breytingum ef hátt meðalkaupverð í einum mánuði skýrist af háu hlutfalli nýlegra eigna eða öðrum eiginleikum sem tekið er tillit til í fasteignamati. Gæðaleiðréttingin byggi á fasteignamati eigna, þannig að vísitalan hækki ef hlutfall kaupverðs og fasteignamats seldra eigna hækkar milli mánaða. Með afnámi á þriggja mánaða meðaltali íbúðaverðs og innleiðingar gæðaleiðréttingar telji HMS að ný vísitala íbúðaverðs endurspegli betur verðsveiflur í rauntíma en sú gamla. Þar sem vísitalan mæli ekki það sama og eldri vísitölur sem HMS hefur gefið út sé ekki mælt með því að tengja þær saman nema sérstaklega sé tekið tillit til ólíks eðlis vísitalnanna. Margt sé frábrugðið í útreikningsaðferðum nýrri og eldri vísitölu. Til að mynda séu mismunandi löng tímabil lögð til grundvallar, í nýrri vísitölu sé gæðaleiðrétt kaupverð vegið með tilliti til heildarfasteignamats í hverjum flokki en eldri vísitalan byggi á fermetraverði vegnu með tilliti til veltu. Hefur engin áhrif á verðbólgumælingar HMS árétti að breyting á vísitölu íbúðaverðs hefur ekki áhrif á verðbólgumælingar Hagstofu. Verðbólgumælingarnar séu byggðar á útreikningum Hagstofu á reiknaðri húsaleigu sem séu ótengdar mælingum HMS. Húsnæðismál Fasteignamarkaður Efnahagsmál Verðlag Mest lesið Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Erlent Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Innlent Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Erlent „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Innlent Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar Innlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent Lögreglan leitar manns Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Fleiri fréttir Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari Sjá meira
Í tilkynningu á vef Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar segir að nýja vísitalan endurspegli betur verðsveiflur á milli mánaða og breyting á vísitölum hafi ekki áhrif á verðbólgumælingar Hagstofu. Ný vísitala íbúðaverðs hafi verið 101,9 í febrúar 2024 og hækkað um 1,9 prósent á milli mánaða. Þetta sé í fyrsta sinn sem þessi vísitala er birt en 100 gildi hennar miði við janúar 2024. Ásamt vísitölu fyrir landið allt gefi HMS nú út fjórar undirvísitölur íbúðaverðs, en þær séu fyrir sérbýli og fjölbýli, bæði á höfuðborgarsvæðinu á landsbyggðinni. Gildi vísitalnanna, ásamt hækkun þeirra á milli mánaða og tólf mánaða hækkun, má sjá í töflunni hér að neðan, en hægt er að nálgast gildi þeirra frá janúarmánuði 2023 hér. HMS Nýja vísitalan taki hraðar við sér Á grafinu hér að neðan má sjá má sjá nýja vísitölu íbúðaverðs bakreiknaða frá janúar 2023. Í tilkynningunni segir að á grafinu megi greina einhverjar sveiflur á milli mánaða í nýju vísitölunni á tímabilinu. Þar sem vísitalan byggi einungis á gögnum síðastliðins mánaðar taki hún hraðar við sér ef markaðurinn hreyfist heldur en eldri vísitala sem notaðist við upplýsingar síðastliðinna þriggja mánaða. Nýja vísitalan sé gæðaleiðrétt, sem þýði að breytingar á milli mánaða í „gæðum“ seldra eigna ætti ekki að hafa áhrif á þróun vísitölunnar. Þannig ætti vísitalan til dæmis ekki að taka breytingum ef hátt meðalkaupverð í einum mánuði skýrist af háu hlutfalli nýlegra eigna eða öðrum eiginleikum sem tekið er tillit til í fasteignamati. Gæðaleiðréttingin byggi á fasteignamati eigna, þannig að vísitalan hækki ef hlutfall kaupverðs og fasteignamats seldra eigna hækkar milli mánaða. Með afnámi á þriggja mánaða meðaltali íbúðaverðs og innleiðingar gæðaleiðréttingar telji HMS að ný vísitala íbúðaverðs endurspegli betur verðsveiflur í rauntíma en sú gamla. Þar sem vísitalan mæli ekki það sama og eldri vísitölur sem HMS hefur gefið út sé ekki mælt með því að tengja þær saman nema sérstaklega sé tekið tillit til ólíks eðlis vísitalnanna. Margt sé frábrugðið í útreikningsaðferðum nýrri og eldri vísitölu. Til að mynda séu mismunandi löng tímabil lögð til grundvallar, í nýrri vísitölu sé gæðaleiðrétt kaupverð vegið með tilliti til heildarfasteignamats í hverjum flokki en eldri vísitalan byggi á fermetraverði vegnu með tilliti til veltu. Hefur engin áhrif á verðbólgumælingar HMS árétti að breyting á vísitölu íbúðaverðs hefur ekki áhrif á verðbólgumælingar Hagstofu. Verðbólgumælingarnar séu byggðar á útreikningum Hagstofu á reiknaðri húsaleigu sem séu ótengdar mælingum HMS.
Húsnæðismál Fasteignamarkaður Efnahagsmál Verðlag Mest lesið Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Erlent Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Innlent Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Erlent „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Innlent Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar Innlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent Lögreglan leitar manns Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Fleiri fréttir Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari Sjá meira