Ný vísitala íbúðaverðs hækkar Árni Sæberg skrifar 19. mars 2024 18:58 Nýja vísitalan tekur til húsnæðisverðs á öllu landinu, ekki bara á höfuðborgarsvæðinu eins og sú gamla. Vísir/Arnar Ný vísitala íbúðaverðs hækkaði um 1,9 prósent á milli mánaða í febrúar og hefur hækkað um 5,7 prósent á síðustu tólf mánuðum. Með nýju vísitölunni má sjá verðþróun eftir landssvæðum og íbúðaflokkum, en gamla vísitalan sýndi einungis verðþróun á höfuðborgarsvæðinu. Í tilkynningu á vef Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar segir að nýja vísitalan endurspegli betur verðsveiflur á milli mánaða og breyting á vísitölum hafi ekki áhrif á verðbólgumælingar Hagstofu. Ný vísitala íbúðaverðs hafi verið 101,9 í febrúar 2024 og hækkað um 1,9 prósent á milli mánaða. Þetta sé í fyrsta sinn sem þessi vísitala er birt en 100 gildi hennar miði við janúar 2024. Ásamt vísitölu fyrir landið allt gefi HMS nú út fjórar undirvísitölur íbúðaverðs, en þær séu fyrir sérbýli og fjölbýli, bæði á höfuðborgarsvæðinu á landsbyggðinni. Gildi vísitalnanna, ásamt hækkun þeirra á milli mánaða og tólf mánaða hækkun, má sjá í töflunni hér að neðan, en hægt er að nálgast gildi þeirra frá janúarmánuði 2023 hér. HMS Nýja vísitalan taki hraðar við sér Á grafinu hér að neðan má sjá má sjá nýja vísitölu íbúðaverðs bakreiknaða frá janúar 2023. Í tilkynningunni segir að á grafinu megi greina einhverjar sveiflur á milli mánaða í nýju vísitölunni á tímabilinu. Þar sem vísitalan byggi einungis á gögnum síðastliðins mánaðar taki hún hraðar við sér ef markaðurinn hreyfist heldur en eldri vísitala sem notaðist við upplýsingar síðastliðinna þriggja mánaða. Nýja vísitalan sé gæðaleiðrétt, sem þýði að breytingar á milli mánaða í „gæðum“ seldra eigna ætti ekki að hafa áhrif á þróun vísitölunnar. Þannig ætti vísitalan til dæmis ekki að taka breytingum ef hátt meðalkaupverð í einum mánuði skýrist af háu hlutfalli nýlegra eigna eða öðrum eiginleikum sem tekið er tillit til í fasteignamati. Gæðaleiðréttingin byggi á fasteignamati eigna, þannig að vísitalan hækki ef hlutfall kaupverðs og fasteignamats seldra eigna hækkar milli mánaða. Með afnámi á þriggja mánaða meðaltali íbúðaverðs og innleiðingar gæðaleiðréttingar telji HMS að ný vísitala íbúðaverðs endurspegli betur verðsveiflur í rauntíma en sú gamla. Þar sem vísitalan mæli ekki það sama og eldri vísitölur sem HMS hefur gefið út sé ekki mælt með því að tengja þær saman nema sérstaklega sé tekið tillit til ólíks eðlis vísitalnanna. Margt sé frábrugðið í útreikningsaðferðum nýrri og eldri vísitölu. Til að mynda séu mismunandi löng tímabil lögð til grundvallar, í nýrri vísitölu sé gæðaleiðrétt kaupverð vegið með tilliti til heildarfasteignamats í hverjum flokki en eldri vísitalan byggi á fermetraverði vegnu með tilliti til veltu. Hefur engin áhrif á verðbólgumælingar HMS árétti að breyting á vísitölu íbúðaverðs hefur ekki áhrif á verðbólgumælingar Hagstofu. Verðbólgumælingarnar séu byggðar á útreikningum Hagstofu á reiknaðri húsaleigu sem séu ótengdar mælingum HMS. Húsnæðismál Fasteignamarkaður Efnahagsmál Verðlag Mest lesið Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Innlent „Algjörlega brjálæðislegt að sjá“ Innlent Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Innlent Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Innlent Sendiherra látinn fjúka vegna brandara á kostnað Trump Erlent Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Innlent 30 milljarðar safnast upp á reikningum Menntasjóðs Innlent „Sleppið föngunum núna eða ykkar mun bíða helvíti“ Erlent Ná ekki í hundrað milljónir með fækkun í Hæstarétti Innlent Segir Kínverja munu „berjast til hins síðasta“ í stríði við Bandaríkin Erlent Fleiri fréttir Tók að sér að skipta búi móður sinnar og hafði tugi milljóna af því Einn fluttur með þyrlu vegna slyssins Óttast að Íslendingar þurfi að halla sér að Evrópusambandinu Veraldarvinir ætla að byggja upp Sunnutorg Sindri og Ísidór sýknaðir í hryðjuverkamálinu Sagðist nýskilinn og þyrfti því að fróa sér á almannafæri Til skoðunar að flytja skóla Hjallastefnunnar í Engjateig Leikskólarnir ekki fyrst og fremst fyrir foreldra Aukið fjármagn til að stytta bið Ræddi við Hegseth og hefur óskaði eftir samtali við Rubio Hagræðingartillögur gagnrýndar og heimsmálin rædd Ná ekki í hundrað milljónir með fækkun í Hæstarétti Dæmdur fyrir kylfuárás í Kringlunni Pallborðið á Vísi: Hvar stendur Ísland gagnvart Trump, tollastríði og breyttri heimsmynd? 30 milljarðar safnast upp á reikningum Menntasjóðs Árekstur á Vesturlandsvegi „Algjörlega brjálæðislegt að sjá“ Sorglegt að ekki verði af vinnustaðaleikskólum Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Langflest börn brjóti ekki aftur á öðrum börnum eftir meðferð Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Hugvíkkandi efni geti verið óheppileg fyrir fólk í bata Vel tókst að slökkva eld við Nýbýlaveg Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Anna Kristín Arngrímsdóttir er látin Þurfti þrjár tilraunir til að lenda í Keflavík Sérstakt að túlka tillögur almennings sem stríðsyfirlýsingu Silfurlitaða VÆB byltingin tók yfir öskudaginn: „Þetta er geggjað! Þetta er galið! Þetta er geðveikt!“ Vanvirðing við Hæstarétt og áhrif tollahækkana Trumps Sjá meira
Í tilkynningu á vef Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar segir að nýja vísitalan endurspegli betur verðsveiflur á milli mánaða og breyting á vísitölum hafi ekki áhrif á verðbólgumælingar Hagstofu. Ný vísitala íbúðaverðs hafi verið 101,9 í febrúar 2024 og hækkað um 1,9 prósent á milli mánaða. Þetta sé í fyrsta sinn sem þessi vísitala er birt en 100 gildi hennar miði við janúar 2024. Ásamt vísitölu fyrir landið allt gefi HMS nú út fjórar undirvísitölur íbúðaverðs, en þær séu fyrir sérbýli og fjölbýli, bæði á höfuðborgarsvæðinu á landsbyggðinni. Gildi vísitalnanna, ásamt hækkun þeirra á milli mánaða og tólf mánaða hækkun, má sjá í töflunni hér að neðan, en hægt er að nálgast gildi þeirra frá janúarmánuði 2023 hér. HMS Nýja vísitalan taki hraðar við sér Á grafinu hér að neðan má sjá má sjá nýja vísitölu íbúðaverðs bakreiknaða frá janúar 2023. Í tilkynningunni segir að á grafinu megi greina einhverjar sveiflur á milli mánaða í nýju vísitölunni á tímabilinu. Þar sem vísitalan byggi einungis á gögnum síðastliðins mánaðar taki hún hraðar við sér ef markaðurinn hreyfist heldur en eldri vísitala sem notaðist við upplýsingar síðastliðinna þriggja mánaða. Nýja vísitalan sé gæðaleiðrétt, sem þýði að breytingar á milli mánaða í „gæðum“ seldra eigna ætti ekki að hafa áhrif á þróun vísitölunnar. Þannig ætti vísitalan til dæmis ekki að taka breytingum ef hátt meðalkaupverð í einum mánuði skýrist af háu hlutfalli nýlegra eigna eða öðrum eiginleikum sem tekið er tillit til í fasteignamati. Gæðaleiðréttingin byggi á fasteignamati eigna, þannig að vísitalan hækki ef hlutfall kaupverðs og fasteignamats seldra eigna hækkar milli mánaða. Með afnámi á þriggja mánaða meðaltali íbúðaverðs og innleiðingar gæðaleiðréttingar telji HMS að ný vísitala íbúðaverðs endurspegli betur verðsveiflur í rauntíma en sú gamla. Þar sem vísitalan mæli ekki það sama og eldri vísitölur sem HMS hefur gefið út sé ekki mælt með því að tengja þær saman nema sérstaklega sé tekið tillit til ólíks eðlis vísitalnanna. Margt sé frábrugðið í útreikningsaðferðum nýrri og eldri vísitölu. Til að mynda séu mismunandi löng tímabil lögð til grundvallar, í nýrri vísitölu sé gæðaleiðrétt kaupverð vegið með tilliti til heildarfasteignamats í hverjum flokki en eldri vísitalan byggi á fermetraverði vegnu með tilliti til veltu. Hefur engin áhrif á verðbólgumælingar HMS árétti að breyting á vísitölu íbúðaverðs hefur ekki áhrif á verðbólgumælingar Hagstofu. Verðbólgumælingarnar séu byggðar á útreikningum Hagstofu á reiknaðri húsaleigu sem séu ótengdar mælingum HMS.
Húsnæðismál Fasteignamarkaður Efnahagsmál Verðlag Mest lesið Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Innlent „Algjörlega brjálæðislegt að sjá“ Innlent Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Innlent Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Innlent Sendiherra látinn fjúka vegna brandara á kostnað Trump Erlent Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Innlent 30 milljarðar safnast upp á reikningum Menntasjóðs Innlent „Sleppið föngunum núna eða ykkar mun bíða helvíti“ Erlent Ná ekki í hundrað milljónir með fækkun í Hæstarétti Innlent Segir Kínverja munu „berjast til hins síðasta“ í stríði við Bandaríkin Erlent Fleiri fréttir Tók að sér að skipta búi móður sinnar og hafði tugi milljóna af því Einn fluttur með þyrlu vegna slyssins Óttast að Íslendingar þurfi að halla sér að Evrópusambandinu Veraldarvinir ætla að byggja upp Sunnutorg Sindri og Ísidór sýknaðir í hryðjuverkamálinu Sagðist nýskilinn og þyrfti því að fróa sér á almannafæri Til skoðunar að flytja skóla Hjallastefnunnar í Engjateig Leikskólarnir ekki fyrst og fremst fyrir foreldra Aukið fjármagn til að stytta bið Ræddi við Hegseth og hefur óskaði eftir samtali við Rubio Hagræðingartillögur gagnrýndar og heimsmálin rædd Ná ekki í hundrað milljónir með fækkun í Hæstarétti Dæmdur fyrir kylfuárás í Kringlunni Pallborðið á Vísi: Hvar stendur Ísland gagnvart Trump, tollastríði og breyttri heimsmynd? 30 milljarðar safnast upp á reikningum Menntasjóðs Árekstur á Vesturlandsvegi „Algjörlega brjálæðislegt að sjá“ Sorglegt að ekki verði af vinnustaðaleikskólum Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Langflest börn brjóti ekki aftur á öðrum börnum eftir meðferð Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Hugvíkkandi efni geti verið óheppileg fyrir fólk í bata Vel tókst að slökkva eld við Nýbýlaveg Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Anna Kristín Arngrímsdóttir er látin Þurfti þrjár tilraunir til að lenda í Keflavík Sérstakt að túlka tillögur almennings sem stríðsyfirlýsingu Silfurlitaða VÆB byltingin tók yfir öskudaginn: „Þetta er geggjað! Þetta er galið! Þetta er geðveikt!“ Vanvirðing við Hæstarétt og áhrif tollahækkana Trumps Sjá meira
Silfurlitaða VÆB byltingin tók yfir öskudaginn: „Þetta er geggjað! Þetta er galið! Þetta er geðveikt!“