Krafði Ómar um endurgreiðslu eftir að hafa lesið um hann í blöðunum Jón Þór Stefánsson skrifar 19. mars 2024 10:46 Héraðsdómur Reykjavíkur hefur gert Ómari Valdimarssyni lögmanni að endurgreiða að hluta þóknun sína til konu sem var áður umbjóðandi hans Vísir/Vilhelm Lögmaðurinn Ómar R. Valdimarsson hefur, ásamt lögmannsstofu sinni ESJA Legal, verið dæmdur til að greiða fyrrverandi umbjóðanda sínum 490 þúsund krónur. Þetta er niðurstaða Héraðsdóms Reykjavíkur sem dæmdi í málinu síðastliðinn fimmtudag. Í dómnum er saga málsins rakin. Kona sem lenti í umferðarslysi í maí 2020 leitaði til Ómars til að annast sín mál og innheimta bætur fyrir sína hönd frá tryggingafélaginu VÍS, en hún hlaut áverka í slysinu. Tæpum tveimur árum eftir að slysið átti sér stað undirritaði Ómar fullnaðaruppgjör við VÍS vegna málsins. Heildarbætur til konunnar voru rúmar 4,4 milljónir króna, en þar af voru 356 þúsund króna vegna lögmannskostnaðar. Nokkrum dögum eftir undirritun samningsins greiddi tryggingafélagið bæturnar inn á fjárvörslureikning Ómars og ESJU Legal. Sama dag greiddi Ómar bæturnar inn á reikning konunnar að fjárdreginni lögmannsþóknun, upp á 1,1 milljón. Því komu 3,3 milljónir inn á reikning konunnar. Las um annað mál Ómars í blöðunum Síðar úrskurðaði úrskurðarnefnd lögmanna að endurgjald Ómars vegna starfa hans í þágu annars aðila í öðru máli ætti að sæta lækkun. Konan sagðist hafa lesið um umræddan úrskurð í blöðunum. Í kjölfarið setti faðir hennar sig í samband við Ómar og óskaði eftir upplýsingum um uppgjörið sem Ómar sendi á konuna. Að sögn konunnar kom þá í ljós að Ómar hefði ákveðið þóknun sína með svipuðum hætti og í hinu málinu. Í júní í fyrra sendi nýr lögmaður konunnar innheimtuviðvörun á Ómar þar sem var gerð krafa um að þóknunin sem hann fékk myndi sæta lækkun. Krafist var endurgreiðslu á 490 þúsund krónum. Ómar svaraði viðvöruninni og vildi fá afrit af umboði konunnar til hins lögmannsins. Hann sagðist hafa gert það í þeim tilgangi að ganga úr skugga um að lögmaðurinn væri að starfa fyrir konuna, og hefði umboð til að móttaka fjármuni fyrir hennar hönd. Í dómnum segir að í ágúst í fyrra hefði Ómar loks náð sambandi við hinn lögmanninn símleiðis. Hann sagðist vera fús til að greiða höfuðstól kröfunnar, en ítrekaði að hann vildi sjá umboðið. Þá mótmælti hann kröfunni. Málið endaði þannig að lögmaðurinn höfðaði málið gegn Ómari. Fram kemur að hann hafi ekki sinnt beiðni Ómars fyrr en við þingfestingu málsins í nóvember. Deilt um ýmis atriði fyrir dómi Dómurinn féllst á að Ómar og ESJA Legal ættu að greiða konunni höfuðstól kröfunnar, upp á 490 þúsund krónur. Ómar hafði ekki sett út á það í máli sínu. Hins vegar vildi hann meina að hann hefði aldrei fengið upplýsingar um reikningsnúmer konunnar. Í dómnum segir að ekki sé séð að Ómar hafi nokkurn tímann beðið um reikningsnúmerið. Þó liggur fyrir að hann greiddi henni tryggingabætur í apríl 2022 og hljóti því að hafa haft upplýsingar um reikningsnúmer hennar. Dómurinn hafnaði því þeirri málsástæðu Ómars. Þá var ágreiningur um hvort Ómar ætti að greiða dráttavexti af kröfunni frá apríl 2022 þegar Ómar lagði bæturnar inn á konuna, eða frá júlí 2023 þegar mánuður var liðinn frá því að konan beindi fyrst endurgreiðslukröfu sinni að Ómari. Dómurinn féllst á hið síðarnefnda, og var Ómar því dæmdur til að greiða konunni 490 þúsund krónur auk dráttarvaxta frá 20. júlí 2023. Dómsmál Lögmennska Tryggingar Tengdar fréttir Ómar segist ekki skulda skattinum krónu Ómar R. Valdimarsson lögmaður segir nýlega frétt sem birtist á mannlif.is vera ranga í öllum meginatriðum. Hann vandar Reyni Traustasyni ritstjóra ekki kveðjurnar. 13. apríl 2023 12:25 Dró játningu skyndilega til baka Alexander Máni Björnsson, sem ákærður er fyrir tilraun til manndráps í Bankastræti-Club málinu svonefnda, hefur dregið aðra játningu af tveimur fyrir hnífsstungu til baka. Það gerði hann við upphaf þinghalds í Gullhömrum í morgun. 2. október 2023 10:17 Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Erlent Fleiri fréttir Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Sjá meira
Í dómnum er saga málsins rakin. Kona sem lenti í umferðarslysi í maí 2020 leitaði til Ómars til að annast sín mál og innheimta bætur fyrir sína hönd frá tryggingafélaginu VÍS, en hún hlaut áverka í slysinu. Tæpum tveimur árum eftir að slysið átti sér stað undirritaði Ómar fullnaðaruppgjör við VÍS vegna málsins. Heildarbætur til konunnar voru rúmar 4,4 milljónir króna, en þar af voru 356 þúsund króna vegna lögmannskostnaðar. Nokkrum dögum eftir undirritun samningsins greiddi tryggingafélagið bæturnar inn á fjárvörslureikning Ómars og ESJU Legal. Sama dag greiddi Ómar bæturnar inn á reikning konunnar að fjárdreginni lögmannsþóknun, upp á 1,1 milljón. Því komu 3,3 milljónir inn á reikning konunnar. Las um annað mál Ómars í blöðunum Síðar úrskurðaði úrskurðarnefnd lögmanna að endurgjald Ómars vegna starfa hans í þágu annars aðila í öðru máli ætti að sæta lækkun. Konan sagðist hafa lesið um umræddan úrskurð í blöðunum. Í kjölfarið setti faðir hennar sig í samband við Ómar og óskaði eftir upplýsingum um uppgjörið sem Ómar sendi á konuna. Að sögn konunnar kom þá í ljós að Ómar hefði ákveðið þóknun sína með svipuðum hætti og í hinu málinu. Í júní í fyrra sendi nýr lögmaður konunnar innheimtuviðvörun á Ómar þar sem var gerð krafa um að þóknunin sem hann fékk myndi sæta lækkun. Krafist var endurgreiðslu á 490 þúsund krónum. Ómar svaraði viðvöruninni og vildi fá afrit af umboði konunnar til hins lögmannsins. Hann sagðist hafa gert það í þeim tilgangi að ganga úr skugga um að lögmaðurinn væri að starfa fyrir konuna, og hefði umboð til að móttaka fjármuni fyrir hennar hönd. Í dómnum segir að í ágúst í fyrra hefði Ómar loks náð sambandi við hinn lögmanninn símleiðis. Hann sagðist vera fús til að greiða höfuðstól kröfunnar, en ítrekaði að hann vildi sjá umboðið. Þá mótmælti hann kröfunni. Málið endaði þannig að lögmaðurinn höfðaði málið gegn Ómari. Fram kemur að hann hafi ekki sinnt beiðni Ómars fyrr en við þingfestingu málsins í nóvember. Deilt um ýmis atriði fyrir dómi Dómurinn féllst á að Ómar og ESJA Legal ættu að greiða konunni höfuðstól kröfunnar, upp á 490 þúsund krónur. Ómar hafði ekki sett út á það í máli sínu. Hins vegar vildi hann meina að hann hefði aldrei fengið upplýsingar um reikningsnúmer konunnar. Í dómnum segir að ekki sé séð að Ómar hafi nokkurn tímann beðið um reikningsnúmerið. Þó liggur fyrir að hann greiddi henni tryggingabætur í apríl 2022 og hljóti því að hafa haft upplýsingar um reikningsnúmer hennar. Dómurinn hafnaði því þeirri málsástæðu Ómars. Þá var ágreiningur um hvort Ómar ætti að greiða dráttavexti af kröfunni frá apríl 2022 þegar Ómar lagði bæturnar inn á konuna, eða frá júlí 2023 þegar mánuður var liðinn frá því að konan beindi fyrst endurgreiðslukröfu sinni að Ómari. Dómurinn féllst á hið síðarnefnda, og var Ómar því dæmdur til að greiða konunni 490 þúsund krónur auk dráttarvaxta frá 20. júlí 2023.
Dómsmál Lögmennska Tryggingar Tengdar fréttir Ómar segist ekki skulda skattinum krónu Ómar R. Valdimarsson lögmaður segir nýlega frétt sem birtist á mannlif.is vera ranga í öllum meginatriðum. Hann vandar Reyni Traustasyni ritstjóra ekki kveðjurnar. 13. apríl 2023 12:25 Dró játningu skyndilega til baka Alexander Máni Björnsson, sem ákærður er fyrir tilraun til manndráps í Bankastræti-Club málinu svonefnda, hefur dregið aðra játningu af tveimur fyrir hnífsstungu til baka. Það gerði hann við upphaf þinghalds í Gullhömrum í morgun. 2. október 2023 10:17 Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Erlent Fleiri fréttir Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Sjá meira
Ómar segist ekki skulda skattinum krónu Ómar R. Valdimarsson lögmaður segir nýlega frétt sem birtist á mannlif.is vera ranga í öllum meginatriðum. Hann vandar Reyni Traustasyni ritstjóra ekki kveðjurnar. 13. apríl 2023 12:25
Dró játningu skyndilega til baka Alexander Máni Björnsson, sem ákærður er fyrir tilraun til manndráps í Bankastræti-Club málinu svonefnda, hefur dregið aðra játningu af tveimur fyrir hnífsstungu til baka. Það gerði hann við upphaf þinghalds í Gullhömrum í morgun. 2. október 2023 10:17