Blóðug og særð í andliti en setti heimsmet Sindri Sverrisson skrifar 19. mars 2024 09:00 Silje Opseth lenti illa og á andlitinu á sunnudagsmorgun en setti svo heimsmet. Getty/Leo Authamayou Skíðastökkvarinn Silje Opseth var blóðug og særð í framan en lét það ekki stöðva sig í að setja nýtt og glæsilegt heimsmet í skíðastökki, í heimalandi sínu Noregi á sunnudaginn. Opseth brosti út að eyrum eftir að hafa stokkið 230,5 metra, á heimsbikarmóti í Vikersund. Fyrra heimsmetið var sett á sama stað á síðasta ári, þegar Ema Klinec frá Slóveníu stökk 226 metra. „Vá, hvað gerðist eiginlega? Heimsmet,“ skrifaði Opseth á Instagram-síðu sína um leið og hún þakkaði öllum þeim sem áttu þátt í því að hún reyndi við heimsmetið. „Ég er dolfallin yfir öllum skilaboðunum, en ég hefði aldrei getað gert þetta ein,“ skrifaði Opseth sem er 24 ára gömul. Andlit Opseth var allt úti í sárum því dagurinn hafði byrjað með versta móti. Hún féll nefnilega við í lendingu, eftir æfingastökk upp á 236 metra, og meiddist í andlitinu. View this post on Instagram A post shared by Silje Opseth (@silje9915) En þó að andlitið væri útatað í blóði mætti Opseth til keppni og stökk fyrst 203 metra en bætti svo heimsmetið eins og fyrr segir. Keppnin var hluti af fyrsta heimsbikarmótinu í skíðaflugi (e. Ski Flying) en Eirin Maria Kvandal tryggði sér sigur í mótinu með því að stökkva 202 og 212 metra. Opseth varð í 2. sæti en gamli heimsmethafinn, Klinec, varð þriðja. „Langur dagur og mér er pínulítið orða vant,“ skrifaði Opseth í Instagram Story og bætti við: „P.S. Fór í læknisskoðun á sjúkrahúsinu í kvöld og hún fór vel, fyrir þá sem voru að velta því fyrir sér.“ Opseth heillaðist af skíðastökki tíu ára gömul og keppti á sínu fyrsta heimsbikarmóti aðeins fimm árum síðar. Hún hefur verið fulltrúi Noregs á tvennum Vetrarólympíuleikum, árin 2018 og 2022. Skíðaíþróttir Mest lesið Þurfti að ýta þjálfaranum af sér þegar hún kom í mark Sport Engin naglalögregla á HM kvenna en nýjar reglur um neglur Handbolti Scholes sakar Slot um virðingarleysi og að hann fái það í bakið núna Enski boltinn Sjáðu kraftaverkið í riðli Íslands Körfubolti Segir Slot hafa viku til þess að bjarga starfi sínu Enski boltinn Fantasýn: Eyjólfur Sverris pakkar fjölskyldunni saman Enski boltinn „Við sýndum mikinn töffaraskap í lokin“ Körfubolti Ágúst Orri: Þeir nenntu ekki að mæta í mínus þremur Fótbolti „Þær eru með frábæran línumann“ Handbolti Mark dæmt af Alberti í tapleik í Sambansdeildinni Fótbolti Fleiri fréttir Dæmdu forsetann og alla leikmenn í bann „Ég er með mikla orku“ Segir Slot hafa viku til þess að bjarga starfi sínu Fantasýn: Eyjólfur Sverris pakkar fjölskyldunni saman Spilaði með brotið bringubein í tvo mánuði „Þær eru með frábæran línumann“ Sjáðu kraftaverkið í riðli Íslands Engin naglalögregla á HM kvenna en nýjar reglur um neglur Scholes sakar Slot um virðingarleysi og að hann fái það í bakið núna Dagskrá: Stærsta boxmót á Íslandi, Körfuboltakvöld og formúla Þurfti að ýta þjálfaranum af sér þegar hún kom í mark „Við sýndum mikinn töffaraskap í lokin“ Slot hefur ekki áhyggjur af því að vera rekinn Ágúst Orri: Þeir nenntu ekki að mæta í mínus þremur „Þetta lítur verr út en þetta var“ Mark dæmt af Alberti í tapleik í Sambansdeildinni Blikar fyrstir til að ná stigi á móti Loga og félögum Litáar unnu Breta á flautukörfu Lykilmaður Bayern ekki hrifinn af Arsenal þrátt fyrir tapið í gær Orri var flottur í Íslendingaslagnum Stórkostlegur sigur strákanna á Ítalíu Gott kvöld fyrir Norðurlandaþjóðirnar á HM í handbolta Umfjöllun: Afturelding-Haukar 31-22 | Mosfellingar léku sér að toppliðinu KA-menn búnir að byggja vígi í KA-heimilinu Valsmenn með fimmta sigurleikinn í röð Hákon lagði upp tvö í sigri Lille en Íslendingaliðið á toppnum tapaði Vestramenn sækja son sinn suður Haukur kom að tíu mörkum og Ljónin með fyrsta sigurinn síðan í október Viktor gat ekki spilað í Meistaradeildinni í kvöld Knattspyrnukona í Íslendingaliðinu hreinsuð af öllum ásökunum Sjá meira
Opseth brosti út að eyrum eftir að hafa stokkið 230,5 metra, á heimsbikarmóti í Vikersund. Fyrra heimsmetið var sett á sama stað á síðasta ári, þegar Ema Klinec frá Slóveníu stökk 226 metra. „Vá, hvað gerðist eiginlega? Heimsmet,“ skrifaði Opseth á Instagram-síðu sína um leið og hún þakkaði öllum þeim sem áttu þátt í því að hún reyndi við heimsmetið. „Ég er dolfallin yfir öllum skilaboðunum, en ég hefði aldrei getað gert þetta ein,“ skrifaði Opseth sem er 24 ára gömul. Andlit Opseth var allt úti í sárum því dagurinn hafði byrjað með versta móti. Hún féll nefnilega við í lendingu, eftir æfingastökk upp á 236 metra, og meiddist í andlitinu. View this post on Instagram A post shared by Silje Opseth (@silje9915) En þó að andlitið væri útatað í blóði mætti Opseth til keppni og stökk fyrst 203 metra en bætti svo heimsmetið eins og fyrr segir. Keppnin var hluti af fyrsta heimsbikarmótinu í skíðaflugi (e. Ski Flying) en Eirin Maria Kvandal tryggði sér sigur í mótinu með því að stökkva 202 og 212 metra. Opseth varð í 2. sæti en gamli heimsmethafinn, Klinec, varð þriðja. „Langur dagur og mér er pínulítið orða vant,“ skrifaði Opseth í Instagram Story og bætti við: „P.S. Fór í læknisskoðun á sjúkrahúsinu í kvöld og hún fór vel, fyrir þá sem voru að velta því fyrir sér.“ Opseth heillaðist af skíðastökki tíu ára gömul og keppti á sínu fyrsta heimsbikarmóti aðeins fimm árum síðar. Hún hefur verið fulltrúi Noregs á tvennum Vetrarólympíuleikum, árin 2018 og 2022.
Skíðaíþróttir Mest lesið Þurfti að ýta þjálfaranum af sér þegar hún kom í mark Sport Engin naglalögregla á HM kvenna en nýjar reglur um neglur Handbolti Scholes sakar Slot um virðingarleysi og að hann fái það í bakið núna Enski boltinn Sjáðu kraftaverkið í riðli Íslands Körfubolti Segir Slot hafa viku til þess að bjarga starfi sínu Enski boltinn Fantasýn: Eyjólfur Sverris pakkar fjölskyldunni saman Enski boltinn „Við sýndum mikinn töffaraskap í lokin“ Körfubolti Ágúst Orri: Þeir nenntu ekki að mæta í mínus þremur Fótbolti „Þær eru með frábæran línumann“ Handbolti Mark dæmt af Alberti í tapleik í Sambansdeildinni Fótbolti Fleiri fréttir Dæmdu forsetann og alla leikmenn í bann „Ég er með mikla orku“ Segir Slot hafa viku til þess að bjarga starfi sínu Fantasýn: Eyjólfur Sverris pakkar fjölskyldunni saman Spilaði með brotið bringubein í tvo mánuði „Þær eru með frábæran línumann“ Sjáðu kraftaverkið í riðli Íslands Engin naglalögregla á HM kvenna en nýjar reglur um neglur Scholes sakar Slot um virðingarleysi og að hann fái það í bakið núna Dagskrá: Stærsta boxmót á Íslandi, Körfuboltakvöld og formúla Þurfti að ýta þjálfaranum af sér þegar hún kom í mark „Við sýndum mikinn töffaraskap í lokin“ Slot hefur ekki áhyggjur af því að vera rekinn Ágúst Orri: Þeir nenntu ekki að mæta í mínus þremur „Þetta lítur verr út en þetta var“ Mark dæmt af Alberti í tapleik í Sambansdeildinni Blikar fyrstir til að ná stigi á móti Loga og félögum Litáar unnu Breta á flautukörfu Lykilmaður Bayern ekki hrifinn af Arsenal þrátt fyrir tapið í gær Orri var flottur í Íslendingaslagnum Stórkostlegur sigur strákanna á Ítalíu Gott kvöld fyrir Norðurlandaþjóðirnar á HM í handbolta Umfjöllun: Afturelding-Haukar 31-22 | Mosfellingar léku sér að toppliðinu KA-menn búnir að byggja vígi í KA-heimilinu Valsmenn með fimmta sigurleikinn í röð Hákon lagði upp tvö í sigri Lille en Íslendingaliðið á toppnum tapaði Vestramenn sækja son sinn suður Haukur kom að tíu mörkum og Ljónin með fyrsta sigurinn síðan í október Viktor gat ekki spilað í Meistaradeildinni í kvöld Knattspyrnukona í Íslendingaliðinu hreinsuð af öllum ásökunum Sjá meira