Engin löndun í bili í Grindavík Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 18. mars 2024 14:03 Hjálmar Hallgrímsson, formaður bæjarráðs Grindavíkur og lögreglumaður. Ekki verður landað í dag í Grindavík eins og vonir stóðu til um. Hafnarstjóri segir varnargarða þó hafa blásið mönnum byr í brjóst. Fyrirtæki fá að fara inn í bæinn í dag en fyrst stóð til að það yrði ekki leyft. „Það verður ekkert landað í dag og ólíklega á morgun. Við erum alltaf bara með sömu óvissuna. En aðalatriðið er að þessir varnargarðar eru að gera kraftaverk,“ segir Hjálmar Hallgrímsson formaður bæjarráðs Grindavíkur í samtali við Vísi. Hann sagðist í gær skynja bjartsýni meðal bæjarbúa og bjarta framtíð framundan. Sett í gang um leið og neyðarstigi er aflétt Sigurður Kristmundsson, hafnarstjóri í Grindavík, tekur í svipaðan streng í samtali við Vísi. Hann segir að til hafi staðið að það yrði landað í dag en það sé ekki heimilt þar sem enn sé talin möguleg hætta á ferðum af völdum mengunar frá eldgosinu. „Mögulega um leið og neyðarstigi er aflétt munum við bara vonandi setja í gang og reyna að ná eitthvað af þessum verðmætum inn til okkar. Menn urðu virkilega bjartsýnir með þessar mótvægisaðgerðir sem varnargarðarnir eru, hafa sýnt sig að virki mjög vel og fyrirtækin mörg hver eru bjartsýn með þetta. Þá er þetta einhver gasmökkur og einhver hætta á mengun. Vonandi förum við bara í gang á morgun eða hinn.“ Þá hafa Fiskifréttir eftir Gunnari Tómasyni, framkvæmdastjóra Þorbjarnar í Grindavík, að forsvarsmönnum fyrirtækja hafi verið hleypt inn í bæinn í dag. Áður hafi staðið til að þeim yrði meinað að fara inn í bæinn í dag en almannavarnir hafi látið undan kröfum fyrirtækjanna. Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Hafnarmál Mest lesið Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Viðskipti innlent Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Viðskipti innlent Sögulegur hagnaður á samrunatímum Viðskipti innlent Slugsagjöldin „neyðarúrræði“ og „ekki til að græða“ Neytendur Óskar eftir starfslokum Viðskipti innlent Stækka hótelveldið á Suðurlandi Viðskipti innlent Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Viðskipti innlent Grunur um listeríu í vinsælum ostum Neytendur Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Viðskipti erlent Almannatenglar stofna fjölmiðil Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sögulegur hagnaður á samrunatímum Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Atvinnuleysi eykst hægt með lækkandi sól Almannatenglar stofna fjölmiðil Lánshæfið hækkar úr stöðugu í jákvætt Fleiri ferðamenn og fleiri utanlandsferðir Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Stækka hótelveldið á Suðurlandi Óskar eftir starfslokum „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Sjá meira
„Það verður ekkert landað í dag og ólíklega á morgun. Við erum alltaf bara með sömu óvissuna. En aðalatriðið er að þessir varnargarðar eru að gera kraftaverk,“ segir Hjálmar Hallgrímsson formaður bæjarráðs Grindavíkur í samtali við Vísi. Hann sagðist í gær skynja bjartsýni meðal bæjarbúa og bjarta framtíð framundan. Sett í gang um leið og neyðarstigi er aflétt Sigurður Kristmundsson, hafnarstjóri í Grindavík, tekur í svipaðan streng í samtali við Vísi. Hann segir að til hafi staðið að það yrði landað í dag en það sé ekki heimilt þar sem enn sé talin möguleg hætta á ferðum af völdum mengunar frá eldgosinu. „Mögulega um leið og neyðarstigi er aflétt munum við bara vonandi setja í gang og reyna að ná eitthvað af þessum verðmætum inn til okkar. Menn urðu virkilega bjartsýnir með þessar mótvægisaðgerðir sem varnargarðarnir eru, hafa sýnt sig að virki mjög vel og fyrirtækin mörg hver eru bjartsýn með þetta. Þá er þetta einhver gasmökkur og einhver hætta á mengun. Vonandi förum við bara í gang á morgun eða hinn.“ Þá hafa Fiskifréttir eftir Gunnari Tómasyni, framkvæmdastjóra Þorbjarnar í Grindavík, að forsvarsmönnum fyrirtækja hafi verið hleypt inn í bæinn í dag. Áður hafi staðið til að þeim yrði meinað að fara inn í bæinn í dag en almannavarnir hafi látið undan kröfum fyrirtækjanna.
Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Hafnarmál Mest lesið Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Viðskipti innlent Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Viðskipti innlent Sögulegur hagnaður á samrunatímum Viðskipti innlent Slugsagjöldin „neyðarúrræði“ og „ekki til að græða“ Neytendur Óskar eftir starfslokum Viðskipti innlent Stækka hótelveldið á Suðurlandi Viðskipti innlent Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Viðskipti innlent Grunur um listeríu í vinsælum ostum Neytendur Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Viðskipti erlent Almannatenglar stofna fjölmiðil Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sögulegur hagnaður á samrunatímum Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Atvinnuleysi eykst hægt með lækkandi sól Almannatenglar stofna fjölmiðil Lánshæfið hækkar úr stöðugu í jákvætt Fleiri ferðamenn og fleiri utanlandsferðir Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Stækka hótelveldið á Suðurlandi Óskar eftir starfslokum „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Sjá meira