Frumsýnir nýtt myndband: Auður orðinn Luthersson Svava Marín Óskarsdóttir skrifar 19. mars 2024 08:00 Auður Lúthersson gengur undir listamannanafnu Luthersson í Bandaríkjunum. Gianni Gallant Tónlistarmaðurinn Auðunn Lúthersson, eða Auður, sendir frá sér stuttmyndband við lagið I Can Always Picture You sem kom út síðastliðinn föstudag og er frumsýnt hér að neðan. Lagið var gefið út samtísmis á ensku og íslensku og kemur út undir listamannsnafninu Luthersson. Auðunn hefur búið í Los Angeles frá því í ársbyrjun 2023 og vinnur þar við lagasmíðar og hljóðupptökustjórn. Hann er með tvöfalt ríkisfang og ólst upp af stórum hluta ævi sinnar í Pittsburgh í Pensylvaniu áður en fjölskyldan festi sig rótum í Hafnarfirði. „Ég elska bæði þessi lönd mín, Ísland og Bandaríkin, svo mér finnst fallegt að geta gefið út lagið á íslensku sem Auður og á ensku undir nafninu Luthersson,“ segir Auður: „Ég er mjög stoltur af hljóðheiminum og laginu í heild. Mig langaði að lagið hljómaði eins og rigning.“ Hér má sjá myndbandið: Elskar orkuna í gettóinu „Þetta er lag sem mér þykir mjög vænt um, ég tók upp sönginn heima í stofu í LA. Þar vinn ég nær alla daga. Mér finnst gaman að geta gefið þetta út bæði á ensku og á íslensku en upphaflega samdi ég textann á íslensku. Hér er maður náttúrulega farinn að hugsa oft á ensku sem sést vel á því að innkaupalistinn minn fyrir Whole foods er mjög fyndin samtvinningur af ensku og íslensku. Þetta hafa verið sannkölluð straumhvörf í lífi mínu,“ segir Auðunn sem nýtur sín í hringiðu listamannalífsins í LA sem hann segir inspírerandi fyrir tónlistina. Gianni Gallant „Ég elska að lifa í downtown LA og allt sem því fylgir. Þetta er náttúrulega gettóið hér en þar grasserast geggjuð menning, fullt af tónlistarfólki, fatahönnuðir, kvikmyndafólk. Það er alltaf einhver myndataka eða bíó í gangi. Það er mjög inspírerandi fyrir mig að vera i umkringdur þessari orku. List er alltaf samtal við alheiminn, innra samtal við sjálfið og endurspeglun á þeirri orku sem umkringir mann. Hún er leitin að einhverju sammannlegu,“ segir Auðunn. Lagið er pródúserað og flutt af Auðuni Lútherssyni. Styrmir Hauksson sá um hljóðblöndun. Tónlist Bandaríkin Menning Íslendingar erlendis Mest lesið Heitustu pörin í húrrandi jólagír Tíska og hönnun Vann ekki úr nauðguninni og skaddaðist á mænu Lífið Það skrítnasta á djamminu: Amfetamín inni á klósetti og fólk að ríða Menning Kim mældist með „litla heilavirkni“ Lífið Stjörnulífið: Ólétta og ást í 23 ár Lífið Ljósavinir fögnuðu í Sjálandi Lífið Fagnaði 35 árum með stæl í Kólumbíu Lífið Þetta er fólkið sem fær listamannalaun 2026 Menning Radiohead frestar tónleikum sínum í Köben Lífið Er hægt að njóta kynlífs þrátt fyrir mikla áfallasögu? Lífið Fleiri fréttir Þau hlutu verðlaun Dags íslenskrar tónlistar Bein útsending: Hver hlýtur viðurkenningu á Degi íslenskrar tónlistar? Bjallaði í eitt virtasta tónskáld Kasakstan Patti Smith heldur tónleika í Hörpu og Hofi Reggí-risinn Jimmy Cliff allur Lifandi tónlist beint í æð allan ársins hring Hlýja og nánd heima og uppi á sviði Gæsahúð gekk á milli gesta á Stuðmönnum Lög sem mönnum yrði slaufað fyrir í dag Frumsýning á Vísi: Fögnuðu nýjum lífstíl Lítið mál að trylla lýðinn kasólétt Fagnar fimmtugsafmæli með fyrstu tónleikum Ampop í átján ár Tók málin í eigin hendur og stofnaði nýja metal-hátíð á Selfossi Una Torfa heillaði baðgesti upp úr sundskónum Áhrifamikill óður til Grindvíkinga Sjá meira
Auðunn hefur búið í Los Angeles frá því í ársbyrjun 2023 og vinnur þar við lagasmíðar og hljóðupptökustjórn. Hann er með tvöfalt ríkisfang og ólst upp af stórum hluta ævi sinnar í Pittsburgh í Pensylvaniu áður en fjölskyldan festi sig rótum í Hafnarfirði. „Ég elska bæði þessi lönd mín, Ísland og Bandaríkin, svo mér finnst fallegt að geta gefið út lagið á íslensku sem Auður og á ensku undir nafninu Luthersson,“ segir Auður: „Ég er mjög stoltur af hljóðheiminum og laginu í heild. Mig langaði að lagið hljómaði eins og rigning.“ Hér má sjá myndbandið: Elskar orkuna í gettóinu „Þetta er lag sem mér þykir mjög vænt um, ég tók upp sönginn heima í stofu í LA. Þar vinn ég nær alla daga. Mér finnst gaman að geta gefið þetta út bæði á ensku og á íslensku en upphaflega samdi ég textann á íslensku. Hér er maður náttúrulega farinn að hugsa oft á ensku sem sést vel á því að innkaupalistinn minn fyrir Whole foods er mjög fyndin samtvinningur af ensku og íslensku. Þetta hafa verið sannkölluð straumhvörf í lífi mínu,“ segir Auðunn sem nýtur sín í hringiðu listamannalífsins í LA sem hann segir inspírerandi fyrir tónlistina. Gianni Gallant „Ég elska að lifa í downtown LA og allt sem því fylgir. Þetta er náttúrulega gettóið hér en þar grasserast geggjuð menning, fullt af tónlistarfólki, fatahönnuðir, kvikmyndafólk. Það er alltaf einhver myndataka eða bíó í gangi. Það er mjög inspírerandi fyrir mig að vera i umkringdur þessari orku. List er alltaf samtal við alheiminn, innra samtal við sjálfið og endurspeglun á þeirri orku sem umkringir mann. Hún er leitin að einhverju sammannlegu,“ segir Auðunn. Lagið er pródúserað og flutt af Auðuni Lútherssyni. Styrmir Hauksson sá um hljóðblöndun.
Tónlist Bandaríkin Menning Íslendingar erlendis Mest lesið Heitustu pörin í húrrandi jólagír Tíska og hönnun Vann ekki úr nauðguninni og skaddaðist á mænu Lífið Það skrítnasta á djamminu: Amfetamín inni á klósetti og fólk að ríða Menning Kim mældist með „litla heilavirkni“ Lífið Stjörnulífið: Ólétta og ást í 23 ár Lífið Ljósavinir fögnuðu í Sjálandi Lífið Fagnaði 35 árum með stæl í Kólumbíu Lífið Þetta er fólkið sem fær listamannalaun 2026 Menning Radiohead frestar tónleikum sínum í Köben Lífið Er hægt að njóta kynlífs þrátt fyrir mikla áfallasögu? Lífið Fleiri fréttir Þau hlutu verðlaun Dags íslenskrar tónlistar Bein útsending: Hver hlýtur viðurkenningu á Degi íslenskrar tónlistar? Bjallaði í eitt virtasta tónskáld Kasakstan Patti Smith heldur tónleika í Hörpu og Hofi Reggí-risinn Jimmy Cliff allur Lifandi tónlist beint í æð allan ársins hring Hlýja og nánd heima og uppi á sviði Gæsahúð gekk á milli gesta á Stuðmönnum Lög sem mönnum yrði slaufað fyrir í dag Frumsýning á Vísi: Fögnuðu nýjum lífstíl Lítið mál að trylla lýðinn kasólétt Fagnar fimmtugsafmæli með fyrstu tónleikum Ampop í átján ár Tók málin í eigin hendur og stofnaði nýja metal-hátíð á Selfossi Una Torfa heillaði baðgesti upp úr sundskónum Áhrifamikill óður til Grindvíkinga Sjá meira