Tæplega þriggja milljarða króna viðsnúningur Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 18. mars 2024 11:10 Sveinbjörn Indriðason er forstjóri Isavia Vísir/Vilhelm Rekstrarafkoma samstæðu Isavia fyrir afskriftir, fjármagnsliði og skatta (EBITDA) á árinu 2023 var jákvæð um 8,1 milljarð króna samanborið við jákvæða rekstrarafkomu upp á 5,2 milljarða króna árið 2022. Þetta kemur fram í tilkynningu Isavia vegna nýbirts ársreiknings. Tekjur jukust um 23% eða 8,6 milljarða króna og námu 45,1 milljarði króna. Farþegar um Keflavíkurflugvöll voru tæplega 7,8 milljón í fyrra samanborið við um 6,1 milljón árið 2022. Ef horft er til heildarafkomu ársins var hún jákvæð um 2,1 milljarð króna samanborið við neikvæða heildarafkomu upp á 617 milljónir króna árið 2022. Það svarar til jákvæðs viðsnúnings upp á rúma 2,7 milljarða króna. Þar munaði meðal annars um jákvæða gengisáhrif vegna langtímalána sem námu um 180 milljónum króna á árinu 2023 samanborið við neikvæð gengisáhrif upp á 868 milljónir króna árið á undan. „Árið 2023 var í meginatriðum í takt við okkar væntingar. Við fundum vissulega fyrir áhrifum efnahagsumhverfisins á neyslu almennings og eldsumbrotin á Reykjanesskaganum en engu að síður tókst að mínu mati afar vel til við að mæta þeim áhrifum í rekstrinum“ segir Sveinbjörn Indriðason, forstjóri Isavia. „Svo hafa þær áskoranir sem hafa fylgt því að vera með eldsumbrotin í bakgarðinum okkar síst minnkað nú á nýju ári“. Sveinbjörn bendir á að mikil vinna hafi verið lögð í að tryggja samfellu í rekstri Keflavíkurflugvallar við þessar óvissu aðstæður. Keflavíkurflugvöllur sé t.d. þegar orðinn sjálfbær þegar komi að rafmagni á flugvellinum og félagið komið á þann stað að geta haldið uppi órofnum rekstri flugvallarins ef til þess kemur að fæðing á heitu vatni rofnar á ný. Ingibjörg Arnarsdóttir, framkvæmdastjóri fjármála og mannauðs hjá Isavia, segir að einn mikilvægasta varðan í rekstri félagsins á árinu 2023 hafi verið vel heppnuð skuldabréfaútgáfa þess. „Isavia gaf út skuldabréf í lokuðu útboði að fjárhæð 175 milljónir evra til bandarískra fjárfesta sem jafngilti rúmum 25 milljörðum íslenskra króna.“ Ingibjörg segir enn fremur að fjárfestar hafi sýnt Isavia mikið traust og áhuginn á félaginu hafi verið töluverður í þessari fyrstu skuldabréfaútgáfu Isavia. „Þetta styrkti félagið verulega í þeirri mikilvægu uppbyggingu sem stendur yfir á Keflavíkurflugvelli og jákvæðar móttökur eru til merkis um vandaðan undirbúning af hendi Isavia. “ „Við horfum björtum augum til ársins 2024 og til framtíðar. Farþegaspá okkar gerir ráð fyrir að tæplega 8,5 milljónir farþega muni fara um Keflavíkurflugvöll á árinu sem er um 9% fjölgun milli ára. Í dag er ekkert sem bendir til annars en að sú spá muni ganga eftir. Í nýuppfærðri stefnumörkun móðurfélags Isavia er lögð áhersla á að styðja við framtíðarvöxt þeirra tengiflugfélaga sem velja Keflavíkurflugvöll sem sína tengistöð. Miðað við þær farþegaforsendur sem horft er til þarf áfram að byggja upp afkastagetu á flugvellinum og jafnvel hraðar en við stefndum áður að.“ Keflavíkurflugvöllur Fréttir af flugi Mest lesið „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ Atvinnulíf Kaffi Kjós til sölu Viðskipti innlent Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Viðskipti innlent Íslandsbanki og VÍS skrifa undir samstarfssamning Neytendur Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Viðskipti innlent „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Atvinnulíf Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Viðskipti innlent „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Sögurnar í fyrra: Því lífið er svo miklu meira en bara vinnan Atvinnulíf Fleiri fréttir Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Bein útsending: Mannamót markaðsstofa landshlutanna Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Brynja nýr fjármálastjóri LIVE Íslenska ánægjuvogin kynnt á Grand Hóteli Elísabet Hanna til Bara tala Heildarafli síðasta árs 28 prósent minni en 2023 Hópuppsögn hjá Sidekick Health Endurgreiða raforkuframleiðendum þrjá milljarða Bætist í hóp eigenda Frumtak Ventures Bjarni hættir hjá Samtökum sunnlenskra sveitarfélaga Sjá meira
Tekjur jukust um 23% eða 8,6 milljarða króna og námu 45,1 milljarði króna. Farþegar um Keflavíkurflugvöll voru tæplega 7,8 milljón í fyrra samanborið við um 6,1 milljón árið 2022. Ef horft er til heildarafkomu ársins var hún jákvæð um 2,1 milljarð króna samanborið við neikvæða heildarafkomu upp á 617 milljónir króna árið 2022. Það svarar til jákvæðs viðsnúnings upp á rúma 2,7 milljarða króna. Þar munaði meðal annars um jákvæða gengisáhrif vegna langtímalána sem námu um 180 milljónum króna á árinu 2023 samanborið við neikvæð gengisáhrif upp á 868 milljónir króna árið á undan. „Árið 2023 var í meginatriðum í takt við okkar væntingar. Við fundum vissulega fyrir áhrifum efnahagsumhverfisins á neyslu almennings og eldsumbrotin á Reykjanesskaganum en engu að síður tókst að mínu mati afar vel til við að mæta þeim áhrifum í rekstrinum“ segir Sveinbjörn Indriðason, forstjóri Isavia. „Svo hafa þær áskoranir sem hafa fylgt því að vera með eldsumbrotin í bakgarðinum okkar síst minnkað nú á nýju ári“. Sveinbjörn bendir á að mikil vinna hafi verið lögð í að tryggja samfellu í rekstri Keflavíkurflugvallar við þessar óvissu aðstæður. Keflavíkurflugvöllur sé t.d. þegar orðinn sjálfbær þegar komi að rafmagni á flugvellinum og félagið komið á þann stað að geta haldið uppi órofnum rekstri flugvallarins ef til þess kemur að fæðing á heitu vatni rofnar á ný. Ingibjörg Arnarsdóttir, framkvæmdastjóri fjármála og mannauðs hjá Isavia, segir að einn mikilvægasta varðan í rekstri félagsins á árinu 2023 hafi verið vel heppnuð skuldabréfaútgáfa þess. „Isavia gaf út skuldabréf í lokuðu útboði að fjárhæð 175 milljónir evra til bandarískra fjárfesta sem jafngilti rúmum 25 milljörðum íslenskra króna.“ Ingibjörg segir enn fremur að fjárfestar hafi sýnt Isavia mikið traust og áhuginn á félaginu hafi verið töluverður í þessari fyrstu skuldabréfaútgáfu Isavia. „Þetta styrkti félagið verulega í þeirri mikilvægu uppbyggingu sem stendur yfir á Keflavíkurflugvelli og jákvæðar móttökur eru til merkis um vandaðan undirbúning af hendi Isavia. “ „Við horfum björtum augum til ársins 2024 og til framtíðar. Farþegaspá okkar gerir ráð fyrir að tæplega 8,5 milljónir farþega muni fara um Keflavíkurflugvöll á árinu sem er um 9% fjölgun milli ára. Í dag er ekkert sem bendir til annars en að sú spá muni ganga eftir. Í nýuppfærðri stefnumörkun móðurfélags Isavia er lögð áhersla á að styðja við framtíðarvöxt þeirra tengiflugfélaga sem velja Keflavíkurflugvöll sem sína tengistöð. Miðað við þær farþegaforsendur sem horft er til þarf áfram að byggja upp afkastagetu á flugvellinum og jafnvel hraðar en við stefndum áður að.“
Keflavíkurflugvöllur Fréttir af flugi Mest lesið „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ Atvinnulíf Kaffi Kjós til sölu Viðskipti innlent Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Viðskipti innlent Íslandsbanki og VÍS skrifa undir samstarfssamning Neytendur Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Viðskipti innlent „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Atvinnulíf Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Viðskipti innlent „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Sögurnar í fyrra: Því lífið er svo miklu meira en bara vinnan Atvinnulíf Fleiri fréttir Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Bein útsending: Mannamót markaðsstofa landshlutanna Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Brynja nýr fjármálastjóri LIVE Íslenska ánægjuvogin kynnt á Grand Hóteli Elísabet Hanna til Bara tala Heildarafli síðasta árs 28 prósent minni en 2023 Hópuppsögn hjá Sidekick Health Endurgreiða raforkuframleiðendum þrjá milljarða Bætist í hóp eigenda Frumtak Ventures Bjarni hættir hjá Samtökum sunnlenskra sveitarfélaga Sjá meira