Kornabörn þurfa sér sæti á ÓL: „Vissum ekki einu sinni að barnið væri á leiðinni“ Valur Páll Eiríksson skrifar 18. mars 2024 14:51 Ungt barn í stúkunni á HM 2019 í fótbolta. Getty Foreldrar ungabarna kvarta yfir reglubreytingu í kringum Ólympíuleikana í París þar sem börnunum verður meinaður aðgangur nema búið sé að greiða fyrir miða í sér sæti. Margaux Giddings, hjúkrunarfræðingur úr suðvesturhluta Frakklands, er meðal þeirra sem keypti miða á fimleikakeppni leikanna þegar þeir fóru fyrst í sölu á síðasta ári. Eftir það varð hún ólétt og eignaðist nýlega barn. „Dóttir mín er á brjósti og verður fimm mánaða gömul þegar leikarnir fara fram. Það pirrar mig að þurfa að skilja hana eftir. Ég hefði viljað hafa hana með,“ hefur AFP fréttaveitan eftir Giddings. Bretinn Tom Baker segir svipaða sögu en hann keypti miða áður en kona hans varð ólétt. „Ég trúði því ekki þegar ég komst að því að barnið þyrfti sitt eigið sæti,“ segir Baker sem á von á barni í maí með konu sinni Kate. Þegar hann hafði samband við þjónustu leikanna fékk hann þau skilaboð að hann ætti að skoða miða á Ólympíumót fatlaðra þar sem sama krafa gildir ekki. „Við keyptum miðana einu og hálfu ári fyrir leikana, við vissum ekki einu sinni að barnið væri á leiðinni. Við gátum ekki vitað þetta og það er ekki hægt að leysa þetta því núna eru miðarnir uppseldir,“ bætir Baker við. Stuðningsmaður Sunderland fagnar í leik gegn Sheffield Wednesday með barni sínu. Fagnaðarlæti sem eru ef til vill ekki til fyrirmyndar.Getty Fulltrúar leikanna í París sendu frá sér yfirlýsingu vegna málsins en skipuleggjendur hafa einnig sætt gagnrýni vegna hás miðaverðs. Ekki er mælt með því að börn séu með í för á viðburði á leikunum. „Almennt mælir París 2024 ekki með því að foreldar hafi börn undir fjögurra ári með í för á keppnisviðburði. Mælst er til að foreldrar taki tillit til umhverfisins sem skapast á keppnisviðburðum, sem geti verið óholl ungum börnum,“ segir í yfirlýsingunni. Ólympíuleikarnir í París hefjast 26. júlí og standa til 11. ágúst. Ólympíuleikar Ólympíuleikar 2024 í París Mest lesið Óskar Hrafn fer ekki fet Íslenski boltinn Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Enski boltinn Spánn og Þýskaland mætast í úrslitum Fótbolti Anguissa hetja meistaranna Fótbolti Martin öflugur í góðum sigri Körfubolti Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Formúla 1 Jón Dagur gulltryggði sigurinn með sínu fyrsta marki Fótbolti Leikið á Þróttaravelli á miðvikudag Fótbolti Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Enski boltinn Birnir frá Akureyri í Garðabæ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Óskar Hrafn fer ekki fet Spánn og Þýskaland mætast í úrslitum Anguissa hetja meistaranna Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Martin öflugur í góðum sigri Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Jón Dagur gulltryggði sigurinn með sínu fyrsta marki Leikið á Þróttaravelli á miðvikudag Vinícius Júnior íhugar að yfirgefa Real Madríd Kaupir sér tveggja milljarða króna hús Alexander Máni með fimm mörk í tveimur leikjum og Ísland áfram Birnir frá Akureyri í Garðabæ Klobbaði íslensku strákana og fór á flug á netmiðlum Teitur inn í landsliðið Hættir með Fram Landsliðskonur aðstoðuðu ökumenn í vanda Öllum leikjum Bónus-deildar kvenna í kvöld frestað Arnar skilur ekkert í Tottenham Landsleiknum aflýst og framhaldið óljóst Bardagakapparnir vilja ólmir fá að keppa í Hvíta húsinu Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Vonast til að komast í Kórinn: „Menn hafa aldrei séð annað eins“ Markvörður Inter banaði háöldruðum manni í hjólastól „Alltaf gaman að fá nýjar raddir inn“ Gleðifréttir fyrir Argentínumenn: Messi vill spila á HM „Sagan hefur sýnt það að ég er góður að þjálfa unga og efnilega leikmenn“ Stöðufundur í Laugardal klukkan 10:30 Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Nýi íþróttastjóri Kjartans stal mörgæs og endaði í fangelsi í Singapúr Tyrkneska sambandið segir dómara hafa veðjað á þúsundir leikja Sjá meira
Margaux Giddings, hjúkrunarfræðingur úr suðvesturhluta Frakklands, er meðal þeirra sem keypti miða á fimleikakeppni leikanna þegar þeir fóru fyrst í sölu á síðasta ári. Eftir það varð hún ólétt og eignaðist nýlega barn. „Dóttir mín er á brjósti og verður fimm mánaða gömul þegar leikarnir fara fram. Það pirrar mig að þurfa að skilja hana eftir. Ég hefði viljað hafa hana með,“ hefur AFP fréttaveitan eftir Giddings. Bretinn Tom Baker segir svipaða sögu en hann keypti miða áður en kona hans varð ólétt. „Ég trúði því ekki þegar ég komst að því að barnið þyrfti sitt eigið sæti,“ segir Baker sem á von á barni í maí með konu sinni Kate. Þegar hann hafði samband við þjónustu leikanna fékk hann þau skilaboð að hann ætti að skoða miða á Ólympíumót fatlaðra þar sem sama krafa gildir ekki. „Við keyptum miðana einu og hálfu ári fyrir leikana, við vissum ekki einu sinni að barnið væri á leiðinni. Við gátum ekki vitað þetta og það er ekki hægt að leysa þetta því núna eru miðarnir uppseldir,“ bætir Baker við. Stuðningsmaður Sunderland fagnar í leik gegn Sheffield Wednesday með barni sínu. Fagnaðarlæti sem eru ef til vill ekki til fyrirmyndar.Getty Fulltrúar leikanna í París sendu frá sér yfirlýsingu vegna málsins en skipuleggjendur hafa einnig sætt gagnrýni vegna hás miðaverðs. Ekki er mælt með því að börn séu með í för á viðburði á leikunum. „Almennt mælir París 2024 ekki með því að foreldar hafi börn undir fjögurra ári með í för á keppnisviðburði. Mælst er til að foreldrar taki tillit til umhverfisins sem skapast á keppnisviðburðum, sem geti verið óholl ungum börnum,“ segir í yfirlýsingunni. Ólympíuleikarnir í París hefjast 26. júlí og standa til 11. ágúst.
Ólympíuleikar Ólympíuleikar 2024 í París Mest lesið Óskar Hrafn fer ekki fet Íslenski boltinn Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Enski boltinn Spánn og Þýskaland mætast í úrslitum Fótbolti Anguissa hetja meistaranna Fótbolti Martin öflugur í góðum sigri Körfubolti Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Formúla 1 Jón Dagur gulltryggði sigurinn með sínu fyrsta marki Fótbolti Leikið á Þróttaravelli á miðvikudag Fótbolti Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Enski boltinn Birnir frá Akureyri í Garðabæ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Óskar Hrafn fer ekki fet Spánn og Þýskaland mætast í úrslitum Anguissa hetja meistaranna Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Martin öflugur í góðum sigri Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Jón Dagur gulltryggði sigurinn með sínu fyrsta marki Leikið á Þróttaravelli á miðvikudag Vinícius Júnior íhugar að yfirgefa Real Madríd Kaupir sér tveggja milljarða króna hús Alexander Máni með fimm mörk í tveimur leikjum og Ísland áfram Birnir frá Akureyri í Garðabæ Klobbaði íslensku strákana og fór á flug á netmiðlum Teitur inn í landsliðið Hættir með Fram Landsliðskonur aðstoðuðu ökumenn í vanda Öllum leikjum Bónus-deildar kvenna í kvöld frestað Arnar skilur ekkert í Tottenham Landsleiknum aflýst og framhaldið óljóst Bardagakapparnir vilja ólmir fá að keppa í Hvíta húsinu Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Vonast til að komast í Kórinn: „Menn hafa aldrei séð annað eins“ Markvörður Inter banaði háöldruðum manni í hjólastól „Alltaf gaman að fá nýjar raddir inn“ Gleðifréttir fyrir Argentínumenn: Messi vill spila á HM „Sagan hefur sýnt það að ég er góður að þjálfa unga og efnilega leikmenn“ Stöðufundur í Laugardal klukkan 10:30 Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Nýi íþróttastjóri Kjartans stal mörgæs og endaði í fangelsi í Singapúr Tyrkneska sambandið segir dómara hafa veðjað á þúsundir leikja Sjá meira