Fádæma óheppni Kolbeins: „Hallaði mér alveg utan í vælubílinn“ Aron Guðmundsson skrifar 18. mars 2024 09:00 Kolbeinn Kristinsson, atvinnumaður í hnefaleikum, hefur þurft að sætta sig við að beita vinstri hendi sinni mun meira en hann er vanur Vísir/Rúnar Kolbeinn Kristinsson, eini atvinnumaður okkar Íslendinga í hnefaleikum hefur verið einstaklega óheppinn undanfarna mánuði. Þrátt fyrir skakkaföll eru draumar hans í hnefaleikum enn til staðar. Kolbeinn ætlar sér að verða heimsmeistari. „Ég átti að berjast 2.desember undir lok síðasta árs. En tíu dögum fyrir bardagann brýt ég baugfingurs beinið á hægri hendi, þurfti að fara í aðgerð í kjölfarið og vera í gifsi í sex vikur. Svo var ég kominn á fullt aftur, kominn með annan bardaga sem átti að fram þann 9.mars síðastliðinn,“ segir Kolbeinn í samtali við Vísi. „En viti menn, tíu dögum fyrir þann bardaga braut ég bein í löngutöng hægri handar. Það má sem sagt rekja til eftirkvilla af aðgerðinni sem ég fór í. Því er ég kominn aftur í gifs og er búinn að vera með það á mér núna í að verða þrjár vikur.“ Kolbeinn hitti sérfræðing á fimmtudaginn í síðustu viku sem lagði honum línurnar. „Hann sagði mér að fyrir alla aðra í heiminum væri beinið bara gróið. En fyrir mig vildi hann hafa mig í gifsi í tvær vikur í viðbót til þess að leyfa þessu að gróa. Svo að ég myndi ekki skemma á mér höndina. Halda aðeins aftur af mér. „Fyrir alla nema þig er þetta nógu gott,“ sagði hann við mig.“ Það eru væntanlega nógu skýr fyrirmæli til þín til þess að vera ekki að þjösnast á þessu af óþarfa? „Já ég vissi alveg upp á mig sökina þarna. Vissi að ég myndi þá bara skemma höndina aftur ef ég myndi ekki slaka aðeins á. Það er flott að hafa einhverja gáfaðari með sér í liði til þess að hafa vit fyrir manni.“ Kolbeinn viðurkennir að hafa hallað sér utan í vælubílinn í einn dag. „En svo er það bara áfram gakk. Svona lagað gerist. Maður verður bara að horfa á þetta sem tækifæri. Núna fæ ég tækifæri til þess að vinna í ákveðnum hlutum sem eru kannski aukatriði þegar að maður hefur báðar hendur til að vinna með inn í hringnum. Ég nýti þetta bara til þess að verða betri í þeim hlutum.“ Vísir/Rúnar Og Kolbeinn horfir björtum augum fram á við. Hann á sér stóra drauma, þann stærsta sem atvinnumaður í hnefaleikum getur átt. „Maður vill bara bara verða heimsmeistari. Það er takmarkið, alveg hundrað prósent. Ég sé ekkert sem kemur í veg fyrir að ég nái að uppfylla þann draum minn. Eiginleikar, dugnaður og allt það. Það er allt til staðar nema tækifærin. Mig vantar þau. Maður er bara að reyna þvinga þau fram sjálfur. Ég hef fulla trú á þessu. Það er bara fulla ferð áfram. Vonandi fæ ég bardaga í maí næstkomandi og get svo tekið restina af árinu með trompi. Reyna að ná fimm bardögum og komast í top mixið í þungavigtinni. Reyna svo að fá risabardaga á næsta ári.“ Box Mest lesið Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Fótbolti Allt liðið gekk út á völl í Súperman búningum Fótbolti Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Íslenski boltinn Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Enski boltinn Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Enski boltinn Bein útsending: Dagur eitt á heimsleikunum í CrossFit 2025 Sport Lýsir því hvernig Dahlmeier dó Sport Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Enski boltinn Gaf tannlækninum teinanna sína Fótbolti Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Enski boltinn Fleiri fréttir Sigur í fyrsta leik hjá Jóhannesi Kristni Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Segir að þeim besta í heimi sé skítsama Má ekki æfa fyrr en hann léttir sig Álftanes bætir Bandaríkjamanni við hópinn Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Guðjón Valur orðaður við Kiel Bein útsending: Dagur eitt á heimsleikunum í CrossFit 2025 „Númer eitt, tvö og þrjú að knúsa þau sem mest“ Spilar með bestu frisbígolfspilurum heims Einvígið á Nesinu safnar í ár fyrir minningarsjóð Bryndísar Klöru Dönsk þrenna á Akureyri, dramatík í Víkinni og óheppni á Hlíðarenda Newcastle hafnar tilboði Liverpool Niko markahæstur og Gylfi stoðsendingahæstur í Sambandsdeildinni Jón Þór Evrópumeistari á nýju Íslandsmeti Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Gaf tannlækninum teinanna sína Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Orri Hrafn í KR og getur spilað í Eyjum Missti ömmu sína á sama degi og hún vann EM Lýsir því hvernig Dahlmeier dó Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Paquetá hreinsaður af ásökunum um veðmálasvindl Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Liðin sem verða að gera betur á markaðnum Allt liðið gekk út á völl í Súperman búningum Sjá meira
„Ég átti að berjast 2.desember undir lok síðasta árs. En tíu dögum fyrir bardagann brýt ég baugfingurs beinið á hægri hendi, þurfti að fara í aðgerð í kjölfarið og vera í gifsi í sex vikur. Svo var ég kominn á fullt aftur, kominn með annan bardaga sem átti að fram þann 9.mars síðastliðinn,“ segir Kolbeinn í samtali við Vísi. „En viti menn, tíu dögum fyrir þann bardaga braut ég bein í löngutöng hægri handar. Það má sem sagt rekja til eftirkvilla af aðgerðinni sem ég fór í. Því er ég kominn aftur í gifs og er búinn að vera með það á mér núna í að verða þrjár vikur.“ Kolbeinn hitti sérfræðing á fimmtudaginn í síðustu viku sem lagði honum línurnar. „Hann sagði mér að fyrir alla aðra í heiminum væri beinið bara gróið. En fyrir mig vildi hann hafa mig í gifsi í tvær vikur í viðbót til þess að leyfa þessu að gróa. Svo að ég myndi ekki skemma á mér höndina. Halda aðeins aftur af mér. „Fyrir alla nema þig er þetta nógu gott,“ sagði hann við mig.“ Það eru væntanlega nógu skýr fyrirmæli til þín til þess að vera ekki að þjösnast á þessu af óþarfa? „Já ég vissi alveg upp á mig sökina þarna. Vissi að ég myndi þá bara skemma höndina aftur ef ég myndi ekki slaka aðeins á. Það er flott að hafa einhverja gáfaðari með sér í liði til þess að hafa vit fyrir manni.“ Kolbeinn viðurkennir að hafa hallað sér utan í vælubílinn í einn dag. „En svo er það bara áfram gakk. Svona lagað gerist. Maður verður bara að horfa á þetta sem tækifæri. Núna fæ ég tækifæri til þess að vinna í ákveðnum hlutum sem eru kannski aukatriði þegar að maður hefur báðar hendur til að vinna með inn í hringnum. Ég nýti þetta bara til þess að verða betri í þeim hlutum.“ Vísir/Rúnar Og Kolbeinn horfir björtum augum fram á við. Hann á sér stóra drauma, þann stærsta sem atvinnumaður í hnefaleikum getur átt. „Maður vill bara bara verða heimsmeistari. Það er takmarkið, alveg hundrað prósent. Ég sé ekkert sem kemur í veg fyrir að ég nái að uppfylla þann draum minn. Eiginleikar, dugnaður og allt það. Það er allt til staðar nema tækifærin. Mig vantar þau. Maður er bara að reyna þvinga þau fram sjálfur. Ég hef fulla trú á þessu. Það er bara fulla ferð áfram. Vonandi fæ ég bardaga í maí næstkomandi og get svo tekið restina af árinu með trompi. Reyna að ná fimm bardögum og komast í top mixið í þungavigtinni. Reyna svo að fá risabardaga á næsta ári.“
Box Mest lesið Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Fótbolti Allt liðið gekk út á völl í Súperman búningum Fótbolti Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Íslenski boltinn Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Enski boltinn Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Enski boltinn Bein útsending: Dagur eitt á heimsleikunum í CrossFit 2025 Sport Lýsir því hvernig Dahlmeier dó Sport Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Enski boltinn Gaf tannlækninum teinanna sína Fótbolti Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Enski boltinn Fleiri fréttir Sigur í fyrsta leik hjá Jóhannesi Kristni Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Segir að þeim besta í heimi sé skítsama Má ekki æfa fyrr en hann léttir sig Álftanes bætir Bandaríkjamanni við hópinn Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Guðjón Valur orðaður við Kiel Bein útsending: Dagur eitt á heimsleikunum í CrossFit 2025 „Númer eitt, tvö og þrjú að knúsa þau sem mest“ Spilar með bestu frisbígolfspilurum heims Einvígið á Nesinu safnar í ár fyrir minningarsjóð Bryndísar Klöru Dönsk þrenna á Akureyri, dramatík í Víkinni og óheppni á Hlíðarenda Newcastle hafnar tilboði Liverpool Niko markahæstur og Gylfi stoðsendingahæstur í Sambandsdeildinni Jón Þór Evrópumeistari á nýju Íslandsmeti Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Gaf tannlækninum teinanna sína Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Orri Hrafn í KR og getur spilað í Eyjum Missti ömmu sína á sama degi og hún vann EM Lýsir því hvernig Dahlmeier dó Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Paquetá hreinsaður af ásökunum um veðmálasvindl Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Liðin sem verða að gera betur á markaðnum Allt liðið gekk út á völl í Súperman búningum Sjá meira