Glæpahópar láti ljósmynda sig og flýi land með vasa fulla af seðlum Eiður Þór Árnason skrifar 16. mars 2024 00:07 Sveinn Kristján Rúnarsson, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á Suðurlandi. Stöð 2 Yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á Suðurlandi segir vasaþjófnað vaxandi vandamál sem ekki hafi þekkst hér fyrir örfáum árum. Ferðamálastofa varaði á dögunum við þjófum á vinsælum ferðamannastöðum þar sem fólk hafi tapað háum fjárhæðum. Mörg þessara mála koma inn á borð lögregluembættisins á Suðurlandi sem nær utan um vinsæla ferðamannastaði á borð við Gullfoss, Geysi og Þingvelli. „Í flestum tilfellum er verið að að biðja einhvern um að láta taka mynd af sér og svo þegar hann er að munda sig við myndatökuna þá laumast einhver í vasana á meðan. Það er með athyglina á því að taka myndir af einhverju fólki og hefur þá ekki athyglina á vösunum sínum á meðan,“ sagði Sveinn Kristján Rúnarsson, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á Suðurlandi í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni. Fórnarlömbin séu yfirleitt erlendir ferðamenn. Sveinn segir oft um að ræða þriggja til fimm manna hópa sem vinni saman og þá erlendir aðilar sem komi til landsins fyrst og fremst í þessum tilgangi. Tekist hafi að handsama einn hóp í fyrra en þjófarnir séu mjög varir um sig og haldi sig á mottunni ef lögregla er nálæg. Hóparnir stoppi gjarnan stutt og yfirgefi svo fljótlega landið sem geri lögreglu erfitt fyrir. „Þetta er snúið mál að vinna og rannsaka.“ Sveinn segir að fólk sé ekki að glata háum fjárhæðum í hverju tilfelli en þetta safnist saman og hóparnir, sem taki mest reiðufé, hafi þokkalega upp úr þessu á heildina litið. Mikilvægt sé að upplýsa fólk um þessa hættu og hafa sjáanlega löggæslu og landverði á ferðamannastöðum sem hafi fælandi áhrif. Það gangi hins vegar illa að manna slíka viðveru lögregluþjóna vegna manneklu. „Við erum með gríðarlega stórt umdæmi og marga stóra ferðamannastaði og þó viljinn sé góður og allir séu að gera sitt besta þá höfum við ekki tök á því að vera með fólk staðsett á þessum stöðum yfir háannatímann,“ segir Sveinn. Ferðamennska á Íslandi Reykjavík síðdegis Lögreglumál Mest lesið Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Innlent Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Innlent Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Innlent Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Innlent Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Innlent Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Innlent Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent Fleiri fréttir Hryðjuverkaógn, setustofa á Esjunni og milljarðar í húfi Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Sauð á starfsmanni sem löðrungaði íbúa á hjúkrunarheimili Fleiri en ein hópnauðgun til rannsóknar Kynnir áform um að leggja niður stjórn Sjúkratrygginga Pétur Jökull fékk átta ára dóm í Landsrétti Jómfrúarræða um Súðavíkurhlíð og skömmu síðar lenti sonur hans þar í slysi Þakgarðar og bílalyfta í stað bensínstöðvar Loftleiðir stofnuðu Cargolux til að nýta verðlitlar flugvélar Birtir niðrandi ummæli sem lýsi hatri í garð trans fólks Veiðigjöldin verði keyrð í gegn Óvíst hvort að tvöföldun rýma muni nægja Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Markaðir kættust eftir að Trump frestaði ofurtollum Bein útsending: Geðheilbrigði fyrir öll Pallborðið: Er „woke-ismi“ pólitískur rétttrúnaður? Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Sjá meira
Mörg þessara mála koma inn á borð lögregluembættisins á Suðurlandi sem nær utan um vinsæla ferðamannastaði á borð við Gullfoss, Geysi og Þingvelli. „Í flestum tilfellum er verið að að biðja einhvern um að láta taka mynd af sér og svo þegar hann er að munda sig við myndatökuna þá laumast einhver í vasana á meðan. Það er með athyglina á því að taka myndir af einhverju fólki og hefur þá ekki athyglina á vösunum sínum á meðan,“ sagði Sveinn Kristján Rúnarsson, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á Suðurlandi í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni. Fórnarlömbin séu yfirleitt erlendir ferðamenn. Sveinn segir oft um að ræða þriggja til fimm manna hópa sem vinni saman og þá erlendir aðilar sem komi til landsins fyrst og fremst í þessum tilgangi. Tekist hafi að handsama einn hóp í fyrra en þjófarnir séu mjög varir um sig og haldi sig á mottunni ef lögregla er nálæg. Hóparnir stoppi gjarnan stutt og yfirgefi svo fljótlega landið sem geri lögreglu erfitt fyrir. „Þetta er snúið mál að vinna og rannsaka.“ Sveinn segir að fólk sé ekki að glata háum fjárhæðum í hverju tilfelli en þetta safnist saman og hóparnir, sem taki mest reiðufé, hafi þokkalega upp úr þessu á heildina litið. Mikilvægt sé að upplýsa fólk um þessa hættu og hafa sjáanlega löggæslu og landverði á ferðamannastöðum sem hafi fælandi áhrif. Það gangi hins vegar illa að manna slíka viðveru lögregluþjóna vegna manneklu. „Við erum með gríðarlega stórt umdæmi og marga stóra ferðamannastaði og þó viljinn sé góður og allir séu að gera sitt besta þá höfum við ekki tök á því að vera með fólk staðsett á þessum stöðum yfir háannatímann,“ segir Sveinn.
Ferðamennska á Íslandi Reykjavík síðdegis Lögreglumál Mest lesið Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Innlent Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Innlent Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Innlent Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Innlent Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Innlent Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Innlent Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent Fleiri fréttir Hryðjuverkaógn, setustofa á Esjunni og milljarðar í húfi Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Sauð á starfsmanni sem löðrungaði íbúa á hjúkrunarheimili Fleiri en ein hópnauðgun til rannsóknar Kynnir áform um að leggja niður stjórn Sjúkratrygginga Pétur Jökull fékk átta ára dóm í Landsrétti Jómfrúarræða um Súðavíkurhlíð og skömmu síðar lenti sonur hans þar í slysi Þakgarðar og bílalyfta í stað bensínstöðvar Loftleiðir stofnuðu Cargolux til að nýta verðlitlar flugvélar Birtir niðrandi ummæli sem lýsi hatri í garð trans fólks Veiðigjöldin verði keyrð í gegn Óvíst hvort að tvöföldun rýma muni nægja Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Markaðir kættust eftir að Trump frestaði ofurtollum Bein útsending: Geðheilbrigði fyrir öll Pallborðið: Er „woke-ismi“ pólitískur rétttrúnaður? Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Sjá meira