Glæpahópar láti ljósmynda sig og flýi land með vasa fulla af seðlum Eiður Þór Árnason skrifar 16. mars 2024 00:07 Sveinn Kristján Rúnarsson, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á Suðurlandi. Stöð 2 Yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á Suðurlandi segir vasaþjófnað vaxandi vandamál sem ekki hafi þekkst hér fyrir örfáum árum. Ferðamálastofa varaði á dögunum við þjófum á vinsælum ferðamannastöðum þar sem fólk hafi tapað háum fjárhæðum. Mörg þessara mála koma inn á borð lögregluembættisins á Suðurlandi sem nær utan um vinsæla ferðamannastaði á borð við Gullfoss, Geysi og Þingvelli. „Í flestum tilfellum er verið að að biðja einhvern um að láta taka mynd af sér og svo þegar hann er að munda sig við myndatökuna þá laumast einhver í vasana á meðan. Það er með athyglina á því að taka myndir af einhverju fólki og hefur þá ekki athyglina á vösunum sínum á meðan,“ sagði Sveinn Kristján Rúnarsson, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á Suðurlandi í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni. Fórnarlömbin séu yfirleitt erlendir ferðamenn. Sveinn segir oft um að ræða þriggja til fimm manna hópa sem vinni saman og þá erlendir aðilar sem komi til landsins fyrst og fremst í þessum tilgangi. Tekist hafi að handsama einn hóp í fyrra en þjófarnir séu mjög varir um sig og haldi sig á mottunni ef lögregla er nálæg. Hóparnir stoppi gjarnan stutt og yfirgefi svo fljótlega landið sem geri lögreglu erfitt fyrir. „Þetta er snúið mál að vinna og rannsaka.“ Sveinn segir að fólk sé ekki að glata háum fjárhæðum í hverju tilfelli en þetta safnist saman og hóparnir, sem taki mest reiðufé, hafi þokkalega upp úr þessu á heildina litið. Mikilvægt sé að upplýsa fólk um þessa hættu og hafa sjáanlega löggæslu og landverði á ferðamannastöðum sem hafi fælandi áhrif. Það gangi hins vegar illa að manna slíka viðveru lögregluþjóna vegna manneklu. „Við erum með gríðarlega stórt umdæmi og marga stóra ferðamannastaði og þó viljinn sé góður og allir séu að gera sitt besta þá höfum við ekki tök á því að vera með fólk staðsett á þessum stöðum yfir háannatímann,“ segir Sveinn. Ferðamennska á Íslandi Reykjavík síðdegis Lögreglumál Mest lesið Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir Innlent Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Innlent „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Innlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent Brestir í MAGA-múrnum Erlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Fleiri fréttir Sagðist í yfirlýsingu aldrei hafa ætlað að skaða foreldra sína „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Umdeildur athafnamaður og vendingar á vinstri væng Ekki dómarans eins að meta hvort umskurn væri hættuleg Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Lesstofu Borgarskjalasafnsins lokað Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Það hafi víst verið haft samráð við sjávarútveginn Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir „Við vitum að áföllin munu koma“ Alexandra sækist eftir oddvitasætinu Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Sjá meira
Mörg þessara mála koma inn á borð lögregluembættisins á Suðurlandi sem nær utan um vinsæla ferðamannastaði á borð við Gullfoss, Geysi og Þingvelli. „Í flestum tilfellum er verið að að biðja einhvern um að láta taka mynd af sér og svo þegar hann er að munda sig við myndatökuna þá laumast einhver í vasana á meðan. Það er með athyglina á því að taka myndir af einhverju fólki og hefur þá ekki athyglina á vösunum sínum á meðan,“ sagði Sveinn Kristján Rúnarsson, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á Suðurlandi í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni. Fórnarlömbin séu yfirleitt erlendir ferðamenn. Sveinn segir oft um að ræða þriggja til fimm manna hópa sem vinni saman og þá erlendir aðilar sem komi til landsins fyrst og fremst í þessum tilgangi. Tekist hafi að handsama einn hóp í fyrra en þjófarnir séu mjög varir um sig og haldi sig á mottunni ef lögregla er nálæg. Hóparnir stoppi gjarnan stutt og yfirgefi svo fljótlega landið sem geri lögreglu erfitt fyrir. „Þetta er snúið mál að vinna og rannsaka.“ Sveinn segir að fólk sé ekki að glata háum fjárhæðum í hverju tilfelli en þetta safnist saman og hóparnir, sem taki mest reiðufé, hafi þokkalega upp úr þessu á heildina litið. Mikilvægt sé að upplýsa fólk um þessa hættu og hafa sjáanlega löggæslu og landverði á ferðamannastöðum sem hafi fælandi áhrif. Það gangi hins vegar illa að manna slíka viðveru lögregluþjóna vegna manneklu. „Við erum með gríðarlega stórt umdæmi og marga stóra ferðamannastaði og þó viljinn sé góður og allir séu að gera sitt besta þá höfum við ekki tök á því að vera með fólk staðsett á þessum stöðum yfir háannatímann,“ segir Sveinn.
Ferðamennska á Íslandi Reykjavík síðdegis Lögreglumál Mest lesið Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir Innlent Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Innlent „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Innlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent Brestir í MAGA-múrnum Erlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Fleiri fréttir Sagðist í yfirlýsingu aldrei hafa ætlað að skaða foreldra sína „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Umdeildur athafnamaður og vendingar á vinstri væng Ekki dómarans eins að meta hvort umskurn væri hættuleg Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Lesstofu Borgarskjalasafnsins lokað Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Það hafi víst verið haft samráð við sjávarútveginn Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir „Við vitum að áföllin munu koma“ Alexandra sækist eftir oddvitasætinu Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Sjá meira