Sport

Bætti Ís­lands­metið um meira en tvo metra

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Elísabet Rut Rúnarsdóttir bauð upp á svakalega bætingu á fyrsta móti tímabilsins.
Elísabet Rut Rúnarsdóttir bauð upp á svakalega bætingu á fyrsta móti tímabilsins. @elisabet0

ÍR-ingurinn Elísabet Rut Rúnarsdóttir byrjar utanhússtímabilið frábærlega.

Elísabet sló eigið Íslandsmet með því að kasta sleggjunni 69,11 metra á á UTSA Invitational mótinu í San Antonio í Texas fylki.

Hún átta gamla metið sjálf sem var upp á 66,98 metra og síðan í júní í fyrra.

„Það er búið að ganga vel að æfa síðustu mánuði en ég var alls ekki að búast við að bæta mig strax á fyrsta móti. Þetta sýnir mér bara að ég sé í hörku formi fyrir þetta tímabil og ég þarf bara að halda áfram því sem ég og þjálfararnir mínir erum búin að vera að gera,“ sagði Elísabet í samtali við miðla Frjálsíþróttasambandsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×