Umfjöllun, myndir og viðtöl: Grindavík - Valur 98-67 | Grindvíkingar rassskelltu toppliðið Árni Jóhannsson skrifar 15. mars 2024 20:58 Deandre Kane og félagar voru flottir í kvöld. Vísir/ Hulda Margrét Grindvíkingar stöðvuðu ellefu leikja sigurgöngu Valsmanna með sannfærandi 31 stigs sigur á toppliðinu í Smáranum í kvöld, 98-67. Fyrir vikið eru sjóðheitir Grindvíkingar búnir að vinna tíu leiki í röð í Subway deild karla í körfubolta. Grindavík tók ekki aðeins bæði stigin í boði heldur vann liðið einnig upp þrettán stiga tap á móti Val í fyrri leiknum. Daniel Mortensen gerði vel í byrjun til að kveikja á sínum mönnum.Vísir / Pawel Cieslikiewicz Leikurinn var í miklu jafnvægi í fyrsta leikhlutanum en það var augljóst að mikil spenna var í mönnum sem gerði það að verkum og sóknir enduðu mjög sjaldan með körfu. Annað hvort voru menn að kasta boltanum frá sér eða ekki að hitta úr skotum utan af velli. Það gerði það að verkum að stigaskor var ekki mikið í blábyrjun. Svo urðu menn öruggari með sig og körfurnar komu. Staðan var 19-19 þegar um hálf mínúta lifði af leiknum en þá steig Ólafur Ólafsson upp og setti niður þrist af lengra færinu. Þegar hugsað er til baka þá var þetta líklega upphafið að endinum fyrir Valsmenn. Grindavík leiddi 22-19 í fyrstu leikhlutaskiptunum og jafnræði með liðunum. Kunnuleg sjón. Basile að keyra í átt að körfunni.Vísir / Pawel Cieslikiewicz Ólafur byrjaði annan leikhluta eins og hann endaði þann fyrri. Með þrist af lengra færinu. Þá skilud leiðir endanlega. Grindvíkingar komu muninum upp í átta stig og leikhlé tekið af Val sem skilaði ekki tilætluðum árangri. Deidrick Basile keyrði sína menn áfram og einungis Kristinn Pálsson var með lífsmarki hjá gestunum. Heimamenn komust mest 13 stigum yfir í öðrum leikhluta en Valur gerði ágætlega að ná muninum niður fyrir 10 stig og þurftu að vinna upp átta stig í hálfleik. Staðan 48-40 og von um að þetta gæti orðið spennandi. Ólafur Ólafsson gerði það sem hann gerir best í kvöld, að skora stemmningskörfur.Vísir / Pawel Cieslikiewicz Sú von slokknaði fljótt. Þegar þrjár mínútur voru liðnar var staðan 60-43 og Grindvíkingar búnir að skora 12 stig gegn þremur frá Val. Grindvíkingar læstu vörninni sinni og Valur spilaði mjög stífan og einhæfan sóknarleik sem einkenndist af því að reyna að þröngva sér inn í teig með einstaklingsframtakinu og hiki við að skjóta boltanum. Julio De Assis kom svo inn á og gjörsamlega fór á kostum. Varði skot, setti niður þriggja stiga skot og tróð boltanum með glæsibrag. Allt mjög stemmningsaukandi fyrir aðdáendur Grindvíkinga sem létu vel í sér heyra. Þriðja leikhluta lauk með tveimru löngum þristum frá Val Orra Valssyni og flautukörfu frá De Assis og staðan 77-56 fyrir loka leikhlutann sem þar í raun og veru ekki að tala um. Julio De Asisse var mjög flottur í kvöld.Vísir / Pawel Cieslikiewicz Grindvíkingar slepptu aldrei bensíngjöfinni og endaði leikurinn með 31 stiga sigri, 98-67. Skilaboðin sem Grindavík er að senda eru kýrskýr og ef maður á að hrífast með í augnablikinu þá eru þeir lang besta lið landsins. Afhverju vann Grindavík? Þeir voru mikið betri. Klisjan segir að maður spilar ekki betur en andstæðingurinn leyfir þér og Grindavík eru þeim gæðum gæddir að þeir geta ráðið því hvernig þú spilar. Þeir sýndu það inn í Keflavík í síðustu viku og svo aftur í kvöld gegn efsta liðinu. Þeir héldu Val í 27 stigum í seinni hálfleik og 67 stigum í heild. Skoruðu 98 stig en að meðaltali 81 stig á sig í leik sem er það minnsta. Stigin komu úr öllum áttum hjá Grindavík og er hægt að kalla þetta liðssigur. Taiwo Badmus umkringdur eins og oft í leiknum í kvöld.Vísir / Pawel Cieslikiewicz Hvað gekk illa? Valsmönnum gekk illa að skora. Sóknarleikur þeirra mjög stífur og ekki markviss í raun og veru. Þgar lið eins og Grindavík nær upp stemmningu í varnarleik sínum þá eru Valsmenn í vandræðum. Þá voru þeir heillum horfnir varnarlega og Grindavík setti niður stig í öllum regnbogans litum. Bestir á vellinum? Hvar á maður að byrja? Átta leikmenn Grindvíkinga komust á blað og fimm þeirra skoruðu yfir 10 stig. Allar helstu kanónurnar fengu sín augnablik og skoraði Deidrick Basile 24 stig og gaf 10 stoðsendingar t.a.m.. Daniel Mortensen byrjaði leikinn vel fyrir Grindavík og eftir kul í sóknarleiknum vakti hann sína menn. DeAndre Kane var sjálfum sér líkur og skilaði 20 stigum. Þá verður að taka fyrir þátt Julio De Asisse sem skoraði 19 stig af bekknum. Þar að auki varði hann 1 skot og stal þremur boltum. Tölfræði sem vekur athygli Kristófer Gylfason byrjaði leikinn og er mikilvægt púsl í leik Grindvíkinga. Kappinn skoraði ekki stig og tók ekki nema tvö fráköst en Grindavík vann mínúturnar hans með 23 stigum. Hann spilaði fantavörn og sýndi mikla baráttu. Virkilega góð frammistaða. Kristófer einn af mörgum sem gerði mjög vel í kvöld.Vísir / Pawel Cieslikiewicz Hvað næst? Hvorugt liðið er enn í bikarkeppninni þannig að það er pása eins skrýtið og það er. Næstu leikir eftir tvær vikur fyrir Val og Grindavík. Jóhann: Við erum meðvitaðir hvað þarf að gera og hvað bíður okkar Einbeitingin skein úr augum Jóhanns eins og allra Grindvíkinga í kvöld.Vísir / Pawel Cieslikiewicz Jóhann Þór Ólafsson, þjálfari Grindvíkinga, gat leyft sér að vera montinn og glaður með leik sinna manna í kvöld en að sama skapi sýndi hann hógværð. Enda er nóg eftir. Hann var spurður að því hvar sigurinn í kvöld skapaðist. „Við erum bara mjög góðir í næstum 40 mínútur. Kiddi hélt þeim inn í þessu í fyrri hálfleik eins og vítaskotin þeirra. Ef við hittum eins vel og við gerðum þá erum við fjandi góðir. Það var upp á teningnum í kvöld og svo varnarlega vorum við on it. Þegar þessi gállinn er á okkur þá erum við illviðráðanlegir og ég held að það hafi verið málið í kvöld.“ Var þetta bestir leikur Grindvíkinga hingað til? „Já það gæti verið. Maður man samt ekki svo langt aftur í tímann. Maður er að reyna að lifa í núinu en þetta er allavega nálægt því að vera besti leikurinn okkar í vetur.“ Hvað sýndi þessi frammistaða Jóhanni þegar stutt er í úrslitakeppnina? „Við erum á mjög góðri leið. Við erum búnir að vinna allt eftir áramót. Það er sláttur á okkur en samt, það var enginn að tala um Tindastól á þessum tímapunkti í fyrra. Það héldu allir að Njarðvíkingar væru bestir þannig að við erum meðvitaðir hvað þarf að gera og hvað bíður okkar. Ég sagði það fyrir viku síðan að við ætlum að gera atlögu að titilinum og það hefur ekkert breyst. Við gerum okkur grein fyrir því hversu góðir við getum verið og sýndum það í kvöld. Grindvíkingar eru vel mannaðir og margir sem hafa tekið fyrirsagnirnar í vetur en Julio De Asisse er leikmaður sem er mjög mikilvægt að hafa liðinu. „Hann gefur okkur helling á báðum endum. Hann getur teygt á gólfinu, er góður að rúlla að körfunni og varnarlega er hann öflugur. Það er líka mikilvægt fyrir okkur að geta hvílt. Daniel og Ólafur voru nánast í 40 mínútum fyrir jól og það gefur okkur það líka að þeir fara upp á tærnar. Það er ekki sjálfsagt að fá að spila. Leikmenn hafa líka svarað því og liðið verður betra og massívara. Ég er rosalega sáttur með það.“ Körfubolti Subway-deild karla Valur UMF Grindavík
Grindvíkingar stöðvuðu ellefu leikja sigurgöngu Valsmanna með sannfærandi 31 stigs sigur á toppliðinu í Smáranum í kvöld, 98-67. Fyrir vikið eru sjóðheitir Grindvíkingar búnir að vinna tíu leiki í röð í Subway deild karla í körfubolta. Grindavík tók ekki aðeins bæði stigin í boði heldur vann liðið einnig upp þrettán stiga tap á móti Val í fyrri leiknum. Daniel Mortensen gerði vel í byrjun til að kveikja á sínum mönnum.Vísir / Pawel Cieslikiewicz Leikurinn var í miklu jafnvægi í fyrsta leikhlutanum en það var augljóst að mikil spenna var í mönnum sem gerði það að verkum og sóknir enduðu mjög sjaldan með körfu. Annað hvort voru menn að kasta boltanum frá sér eða ekki að hitta úr skotum utan af velli. Það gerði það að verkum að stigaskor var ekki mikið í blábyrjun. Svo urðu menn öruggari með sig og körfurnar komu. Staðan var 19-19 þegar um hálf mínúta lifði af leiknum en þá steig Ólafur Ólafsson upp og setti niður þrist af lengra færinu. Þegar hugsað er til baka þá var þetta líklega upphafið að endinum fyrir Valsmenn. Grindavík leiddi 22-19 í fyrstu leikhlutaskiptunum og jafnræði með liðunum. Kunnuleg sjón. Basile að keyra í átt að körfunni.Vísir / Pawel Cieslikiewicz Ólafur byrjaði annan leikhluta eins og hann endaði þann fyrri. Með þrist af lengra færinu. Þá skilud leiðir endanlega. Grindvíkingar komu muninum upp í átta stig og leikhlé tekið af Val sem skilaði ekki tilætluðum árangri. Deidrick Basile keyrði sína menn áfram og einungis Kristinn Pálsson var með lífsmarki hjá gestunum. Heimamenn komust mest 13 stigum yfir í öðrum leikhluta en Valur gerði ágætlega að ná muninum niður fyrir 10 stig og þurftu að vinna upp átta stig í hálfleik. Staðan 48-40 og von um að þetta gæti orðið spennandi. Ólafur Ólafsson gerði það sem hann gerir best í kvöld, að skora stemmningskörfur.Vísir / Pawel Cieslikiewicz Sú von slokknaði fljótt. Þegar þrjár mínútur voru liðnar var staðan 60-43 og Grindvíkingar búnir að skora 12 stig gegn þremur frá Val. Grindvíkingar læstu vörninni sinni og Valur spilaði mjög stífan og einhæfan sóknarleik sem einkenndist af því að reyna að þröngva sér inn í teig með einstaklingsframtakinu og hiki við að skjóta boltanum. Julio De Assis kom svo inn á og gjörsamlega fór á kostum. Varði skot, setti niður þriggja stiga skot og tróð boltanum með glæsibrag. Allt mjög stemmningsaukandi fyrir aðdáendur Grindvíkinga sem létu vel í sér heyra. Þriðja leikhluta lauk með tveimru löngum þristum frá Val Orra Valssyni og flautukörfu frá De Assis og staðan 77-56 fyrir loka leikhlutann sem þar í raun og veru ekki að tala um. Julio De Asisse var mjög flottur í kvöld.Vísir / Pawel Cieslikiewicz Grindvíkingar slepptu aldrei bensíngjöfinni og endaði leikurinn með 31 stiga sigri, 98-67. Skilaboðin sem Grindavík er að senda eru kýrskýr og ef maður á að hrífast með í augnablikinu þá eru þeir lang besta lið landsins. Afhverju vann Grindavík? Þeir voru mikið betri. Klisjan segir að maður spilar ekki betur en andstæðingurinn leyfir þér og Grindavík eru þeim gæðum gæddir að þeir geta ráðið því hvernig þú spilar. Þeir sýndu það inn í Keflavík í síðustu viku og svo aftur í kvöld gegn efsta liðinu. Þeir héldu Val í 27 stigum í seinni hálfleik og 67 stigum í heild. Skoruðu 98 stig en að meðaltali 81 stig á sig í leik sem er það minnsta. Stigin komu úr öllum áttum hjá Grindavík og er hægt að kalla þetta liðssigur. Taiwo Badmus umkringdur eins og oft í leiknum í kvöld.Vísir / Pawel Cieslikiewicz Hvað gekk illa? Valsmönnum gekk illa að skora. Sóknarleikur þeirra mjög stífur og ekki markviss í raun og veru. Þgar lið eins og Grindavík nær upp stemmningu í varnarleik sínum þá eru Valsmenn í vandræðum. Þá voru þeir heillum horfnir varnarlega og Grindavík setti niður stig í öllum regnbogans litum. Bestir á vellinum? Hvar á maður að byrja? Átta leikmenn Grindvíkinga komust á blað og fimm þeirra skoruðu yfir 10 stig. Allar helstu kanónurnar fengu sín augnablik og skoraði Deidrick Basile 24 stig og gaf 10 stoðsendingar t.a.m.. Daniel Mortensen byrjaði leikinn vel fyrir Grindavík og eftir kul í sóknarleiknum vakti hann sína menn. DeAndre Kane var sjálfum sér líkur og skilaði 20 stigum. Þá verður að taka fyrir þátt Julio De Asisse sem skoraði 19 stig af bekknum. Þar að auki varði hann 1 skot og stal þremur boltum. Tölfræði sem vekur athygli Kristófer Gylfason byrjaði leikinn og er mikilvægt púsl í leik Grindvíkinga. Kappinn skoraði ekki stig og tók ekki nema tvö fráköst en Grindavík vann mínúturnar hans með 23 stigum. Hann spilaði fantavörn og sýndi mikla baráttu. Virkilega góð frammistaða. Kristófer einn af mörgum sem gerði mjög vel í kvöld.Vísir / Pawel Cieslikiewicz Hvað næst? Hvorugt liðið er enn í bikarkeppninni þannig að það er pása eins skrýtið og það er. Næstu leikir eftir tvær vikur fyrir Val og Grindavík. Jóhann: Við erum meðvitaðir hvað þarf að gera og hvað bíður okkar Einbeitingin skein úr augum Jóhanns eins og allra Grindvíkinga í kvöld.Vísir / Pawel Cieslikiewicz Jóhann Þór Ólafsson, þjálfari Grindvíkinga, gat leyft sér að vera montinn og glaður með leik sinna manna í kvöld en að sama skapi sýndi hann hógværð. Enda er nóg eftir. Hann var spurður að því hvar sigurinn í kvöld skapaðist. „Við erum bara mjög góðir í næstum 40 mínútur. Kiddi hélt þeim inn í þessu í fyrri hálfleik eins og vítaskotin þeirra. Ef við hittum eins vel og við gerðum þá erum við fjandi góðir. Það var upp á teningnum í kvöld og svo varnarlega vorum við on it. Þegar þessi gállinn er á okkur þá erum við illviðráðanlegir og ég held að það hafi verið málið í kvöld.“ Var þetta bestir leikur Grindvíkinga hingað til? „Já það gæti verið. Maður man samt ekki svo langt aftur í tímann. Maður er að reyna að lifa í núinu en þetta er allavega nálægt því að vera besti leikurinn okkar í vetur.“ Hvað sýndi þessi frammistaða Jóhanni þegar stutt er í úrslitakeppnina? „Við erum á mjög góðri leið. Við erum búnir að vinna allt eftir áramót. Það er sláttur á okkur en samt, það var enginn að tala um Tindastól á þessum tímapunkti í fyrra. Það héldu allir að Njarðvíkingar væru bestir þannig að við erum meðvitaðir hvað þarf að gera og hvað bíður okkar. Ég sagði það fyrir viku síðan að við ætlum að gera atlögu að titilinum og það hefur ekkert breyst. Við gerum okkur grein fyrir því hversu góðir við getum verið og sýndum það í kvöld. Grindvíkingar eru vel mannaðir og margir sem hafa tekið fyrirsagnirnar í vetur en Julio De Asisse er leikmaður sem er mjög mikilvægt að hafa liðinu. „Hann gefur okkur helling á báðum endum. Hann getur teygt á gólfinu, er góður að rúlla að körfunni og varnarlega er hann öflugur. Það er líka mikilvægt fyrir okkur að geta hvílt. Daniel og Ólafur voru nánast í 40 mínútum fyrir jól og það gefur okkur það líka að þeir fara upp á tærnar. Það er ekki sjálfsagt að fá að spila. Leikmenn hafa líka svarað því og liðið verður betra og massívara. Ég er rosalega sáttur með það.“