„Algjörlega mælt gegn því að borða hrátt kjöt“ Magnús Jochum Pálsson skrifar 14. mars 2024 22:48 Steinar B. Aðalbjörnsson næringarfræðingur mælir eindregið gegn því að fólk borði hrátt kjöt þó dæmi séu um fólk sem fann ekki fyrir neinum áhrifum. Getty/aðsend Næringarfræðingur mælir eindregið gegn því að fólk borði hrátt kjöt vegna örvera sem meltingarflóra mannsins á erfitt með að meðhöndla. Á undanförnum misserum hefur borið mikið á alls konar nýstárlegum og óvísindalegum kenningum um mat og næringu. Næringarfræðingar segja mikið bera á mýtum um mat, upplýsingaóreiðu vera ráðandi í umræðunni og hafa þeir varað fólk við að hugsa sig um áður en það dreifi órökstuddum upplýsingum. Ívar Orri Ómarsson kom í Reykjavík síðdegis á þriðjudag og sagði frá fjórum vikum þar sem hann borðaði bara hráfæði, þar á meðal hráa ávexti, grænmeti, kjöt og fisk. Eftir áskoranir frá fylgjendum endaði hann á að borða hráan kjúkling. Næringarfræðingurinn Steinar B. Aðalbjörnsson ræddi við stjórnendur Reykjavíkur síðdegis um skaðsemi þess að borða hrátt kjöt og af hverju maður á ekki að gera það. Örverur í hráu kjöti fari illa í menn Hvað segja fræðin okkur um það að borða hráan mat eins og hrátt kjöt? „Svarið er einfalt, við mælum eindregið gegn því að fólk borði hráar kjötvörur,“ sagði Steinar. Af hverju? Hver er hættan við það? „Það eru örverur þarna sem eru náttúrulega í vöðvum eða hafa orðið fyrir smiti í ferlinu. Þetta eru bakteríur sem meltingarflóran er ekkert sérstaklega góð í að meðhöndla,“ sagði hann. Á þetta við um íslenskt kjöt líka? „Þetta á við allt kjöt. Það eru mismunandi örverur í mismunandi kjöti. Þið nefnduð kjúkling sem er talið að geti valdið okkur hvað mestum skaða og veikindum, salmonellan. En þetta á við um allt hrátt kjöt,“ segir hann. Salmonellusýking getur verið lífshættuleg ef hún kemst í blóðið.Getty Eru þessar örverur í öllu kjöti eða er þetta happdrætti? „Þær eru í öllu kjöti en ef maður til dæmis kaupir ggóða nautasteik sem hefur verið látin meyrnast og hanga vel og svo er skorið utan af henni þá á ekki að vera neitt af örverum í vöðvanum sjálfum. Ef við erum að tala um vörur sem hafa verið töluvert unnar þá er þetta bara ekki nógu stór og þykkur vöðvi til þess að maður geti verið öruggur um að það sé ekkert inni í honum,“ segir Steinar. „Þess vegna er alltaf mælt með því að elda. Það eru mismunandi eldunarstig fyrir mismunandi tegundir af kjöti. Kjúklingurinn er með það hæsta en það má komast af með minna til dæmis í nautakjöt eða lambakjöti,“ segir hann. Yfirgnæfandi meiri ávinningur af því að elda kjöt en ella Margir halda því fram að þú missir gæði og næringarefni við að elda matinn. Er það ekki rétt? „Það fer bara eftir því hversu mikill hiti er notaður og hversu lengi hann er brúkaður. Þú ert að minnka líkur á örverum og ekki að fá sjúkdóma en þá er möguleiki að þú hitir matinn þannig að örlítið af næringarefnunum tapast en það er yfirleitt ekki nema til dæmis ef við tökum grænmeti ofan í pott, sjóðum og látum malla lengi þá er alltaf hætta á að það fari úr grænmetinu yfir í vatnið. „Almennt séð er ávinningurinn að elda matinn yfirgnæfandi bara út af örverufræðilegu sjónarhorni,“ segir hann. Hvað með fiskinn? Nú borðar maður stundum fisk í sushi-i? „Fiskur er dálítið annars eðlis, vinnslan á honum er öðruvísi og þetta er öðruvísi matreiðsla. Þessar örverur sem við þekkjum úr kjúklingi eru ekki í fiski. Yfirleitt er það annars konar óværa sem kemur með fiskinum og er þá sjúkdómur í honum. Þó ég sé ekki að mæla með því að borða hráan fisk þá á fiskurinn sem er notaður í sushi að vera í lagi ef þetta er meðhöndlað almennilega,“ segir Steinar. Matur Heilsa Reykjavík síðdegis Tengdar fréttir Blóðsykurshræðsla stýri umræðu um mat Aðjúnkt í næringarfræði segir margar mýtur um mat á sveimi. Blóðsykurshræðsla hafi stýrt umræðunni undanfarið og áhrifavaldar græði á því með sölu óþarfa blóðsykursmæla. Sérstaklega sé mikið af mýtum tengdum lágkolvetnabylgjunni sem ríði yfir og fólk boði þar einfaldar óvísindalegar lausnir. 26. febrúar 2024 15:13 Mest lesið Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Innlent Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Erlent Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Innlent Haraldur Briem er látinn Innlent Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Innlent Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Innlent Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Innlent Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Erlent Fleiri fréttir Tilkynntu ekki um stórt gat á sjókví í nokkurn tíma þrátt fyrir eftirlit Taldi hundrað eldislaxa í neðri hluta Haukadalsár Tónlistarmaður taldi handtökuna ólögmæta en fór tómhentur heim Krefjast þess að ráðherra dragi ummæli sín til baka Samkeppniseftirlitið rannsakar Storytel Fá tímabundna undanþágu frá viðskiptaþvingunum Í samtali við norsku kafarana hvort þeir komi aftur Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Eldislaxar í Haukadalsá, Gnoðarvogur og samgöngur á Vesturlandi Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Snýr aftur sem bæjarstjóri eftir árslangt veikindaleyfi Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Helgi Vilberg Hermannsson er látinn Haraldur Briem er látinn Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Vara við eldislax í Haukadalsá Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Skuggahliðar þyngdarstjórnunarlyfja og útskúfun vegna BDSM Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Slasaður eftir að tveir bílar skullu saman á hættulegum gatnamótum við Skógafoss Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Skyldleiki við lögregluþjón þvældist fyrir Sjá meira
Á undanförnum misserum hefur borið mikið á alls konar nýstárlegum og óvísindalegum kenningum um mat og næringu. Næringarfræðingar segja mikið bera á mýtum um mat, upplýsingaóreiðu vera ráðandi í umræðunni og hafa þeir varað fólk við að hugsa sig um áður en það dreifi órökstuddum upplýsingum. Ívar Orri Ómarsson kom í Reykjavík síðdegis á þriðjudag og sagði frá fjórum vikum þar sem hann borðaði bara hráfæði, þar á meðal hráa ávexti, grænmeti, kjöt og fisk. Eftir áskoranir frá fylgjendum endaði hann á að borða hráan kjúkling. Næringarfræðingurinn Steinar B. Aðalbjörnsson ræddi við stjórnendur Reykjavíkur síðdegis um skaðsemi þess að borða hrátt kjöt og af hverju maður á ekki að gera það. Örverur í hráu kjöti fari illa í menn Hvað segja fræðin okkur um það að borða hráan mat eins og hrátt kjöt? „Svarið er einfalt, við mælum eindregið gegn því að fólk borði hráar kjötvörur,“ sagði Steinar. Af hverju? Hver er hættan við það? „Það eru örverur þarna sem eru náttúrulega í vöðvum eða hafa orðið fyrir smiti í ferlinu. Þetta eru bakteríur sem meltingarflóran er ekkert sérstaklega góð í að meðhöndla,“ sagði hann. Á þetta við um íslenskt kjöt líka? „Þetta á við allt kjöt. Það eru mismunandi örverur í mismunandi kjöti. Þið nefnduð kjúkling sem er talið að geti valdið okkur hvað mestum skaða og veikindum, salmonellan. En þetta á við um allt hrátt kjöt,“ segir hann. Salmonellusýking getur verið lífshættuleg ef hún kemst í blóðið.Getty Eru þessar örverur í öllu kjöti eða er þetta happdrætti? „Þær eru í öllu kjöti en ef maður til dæmis kaupir ggóða nautasteik sem hefur verið látin meyrnast og hanga vel og svo er skorið utan af henni þá á ekki að vera neitt af örverum í vöðvanum sjálfum. Ef við erum að tala um vörur sem hafa verið töluvert unnar þá er þetta bara ekki nógu stór og þykkur vöðvi til þess að maður geti verið öruggur um að það sé ekkert inni í honum,“ segir Steinar. „Þess vegna er alltaf mælt með því að elda. Það eru mismunandi eldunarstig fyrir mismunandi tegundir af kjöti. Kjúklingurinn er með það hæsta en það má komast af með minna til dæmis í nautakjöt eða lambakjöti,“ segir hann. Yfirgnæfandi meiri ávinningur af því að elda kjöt en ella Margir halda því fram að þú missir gæði og næringarefni við að elda matinn. Er það ekki rétt? „Það fer bara eftir því hversu mikill hiti er notaður og hversu lengi hann er brúkaður. Þú ert að minnka líkur á örverum og ekki að fá sjúkdóma en þá er möguleiki að þú hitir matinn þannig að örlítið af næringarefnunum tapast en það er yfirleitt ekki nema til dæmis ef við tökum grænmeti ofan í pott, sjóðum og látum malla lengi þá er alltaf hætta á að það fari úr grænmetinu yfir í vatnið. „Almennt séð er ávinningurinn að elda matinn yfirgnæfandi bara út af örverufræðilegu sjónarhorni,“ segir hann. Hvað með fiskinn? Nú borðar maður stundum fisk í sushi-i? „Fiskur er dálítið annars eðlis, vinnslan á honum er öðruvísi og þetta er öðruvísi matreiðsla. Þessar örverur sem við þekkjum úr kjúklingi eru ekki í fiski. Yfirleitt er það annars konar óværa sem kemur með fiskinum og er þá sjúkdómur í honum. Þó ég sé ekki að mæla með því að borða hráan fisk þá á fiskurinn sem er notaður í sushi að vera í lagi ef þetta er meðhöndlað almennilega,“ segir Steinar.
Matur Heilsa Reykjavík síðdegis Tengdar fréttir Blóðsykurshræðsla stýri umræðu um mat Aðjúnkt í næringarfræði segir margar mýtur um mat á sveimi. Blóðsykurshræðsla hafi stýrt umræðunni undanfarið og áhrifavaldar græði á því með sölu óþarfa blóðsykursmæla. Sérstaklega sé mikið af mýtum tengdum lágkolvetnabylgjunni sem ríði yfir og fólk boði þar einfaldar óvísindalegar lausnir. 26. febrúar 2024 15:13 Mest lesið Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Innlent Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Erlent Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Innlent Haraldur Briem er látinn Innlent Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Innlent Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Innlent Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Innlent Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Erlent Fleiri fréttir Tilkynntu ekki um stórt gat á sjókví í nokkurn tíma þrátt fyrir eftirlit Taldi hundrað eldislaxa í neðri hluta Haukadalsár Tónlistarmaður taldi handtökuna ólögmæta en fór tómhentur heim Krefjast þess að ráðherra dragi ummæli sín til baka Samkeppniseftirlitið rannsakar Storytel Fá tímabundna undanþágu frá viðskiptaþvingunum Í samtali við norsku kafarana hvort þeir komi aftur Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Eldislaxar í Haukadalsá, Gnoðarvogur og samgöngur á Vesturlandi Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Snýr aftur sem bæjarstjóri eftir árslangt veikindaleyfi Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Helgi Vilberg Hermannsson er látinn Haraldur Briem er látinn Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Vara við eldislax í Haukadalsá Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Skuggahliðar þyngdarstjórnunarlyfja og útskúfun vegna BDSM Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Slasaður eftir að tveir bílar skullu saman á hættulegum gatnamótum við Skógafoss Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Skyldleiki við lögregluþjón þvældist fyrir Sjá meira
Blóðsykurshræðsla stýri umræðu um mat Aðjúnkt í næringarfræði segir margar mýtur um mat á sveimi. Blóðsykurshræðsla hafi stýrt umræðunni undanfarið og áhrifavaldar græði á því með sölu óþarfa blóðsykursmæla. Sérstaklega sé mikið af mýtum tengdum lágkolvetnabylgjunni sem ríði yfir og fólk boði þar einfaldar óvísindalegar lausnir. 26. febrúar 2024 15:13