Kim keyrði skriðdreka á æfingu Samúel Karl Ólason skrifar 14. mars 2024 10:23 Kim keyrði skriðdreka á æfingu hers Norður-Kóreu. AP/KCNA Kim Jong Un, einræðisherra Norður-Kóreu, tók nýverið þátt í æfingu með hermönnum sínum, þar sem þeir voru að æfa sig á nýrri gerð skriðdreka. Kallaði hann eftir frekari undirbúningi svo herinn væri tilbúinn í mögulegt stríð. Einræðisherrann sjálfur settist undir stýri á einum skriðdreka og tók þátt í æfingu þar sem líkt var eftir orrustu. Kim kallaði umrædda skriðdreka þá öflugustu í heimi, samkvæmt frétt Yonhap fréttaveitunnar frá Suður-Kóreu. Skriðdrekar þessir voru fyrst sýndir í skrúðgöngu árið 2020 en sérfræðingar segja þessa sem sést hafa á myndum af æfingunni hafa verið betrumbættir síðan þá. AP fréttaveitan hefur eftir sérfræðingum að óljóst sé hvort Norður-Kórea hafi bolmagn og kunnáttu til að framleiða skriðdrekana í massavís. Kim hylltur af hermönnum.AP/KCNA Kim hefur verið iðinn við að láta taka af sér myndir með hermönnum og við æfingar. Á dögunum voru birtar myndir af Kim þar sem hann fylgdist með hermönnum æfa stórskotaliðsárásir og þar sem hann fylgdist með hermönnum æfa árásir. Hermennirnir sem æfðu stórskotaliðsárásirnar í síðustu viku tilheyra herdeild sem hefur það hlutverk að gera slíkar árásir á Seoul, höfuðborg Suður-Kóreu, í upphafi mögulegs stríðs milli ríkjanna. Norður-Kórea gæti látið sprengjum rigna yfir borgina. Árlegri heræfingu í Suður-Kóreu lýkur síðar í dag en slíkar æfingar valda iðulega reiði í Pyongyang. Spennan á Kóreuskaga hefur þó aukist til muna á undanförnum árum og Kim og aðrir ráðamenn í Norður-Kóreu ítrekað hótað stríði á undanförnum mánuðum. Kim Jong Un æfir sig að skjóta úr byssu.AP/KCNA Í ræðu sem hann hélt í janúar hét Kim því að fjarlægja úr stjórnarskrá Norður-Kóreu klásúlu um að ríkið sæktist eftir friðsamri sameiningu með Suður-Kóreu. Þess í stað yrði Suður-Kórea skilgreint sem helsti óvinur Norður-Kóreu og að þar myndi standa að kæmi til stríðs myndi Norður-Kórea innlima Suður-Kóreu. Ónafngreindur ráðgjafi forseta Suður-Kóreu sagði blaðamönnum fyrr í vikunni að breyttur tónn Kims markaði ekki bara aukinn áróður heldur markvissa stefnubreytingu gagnvart Suður-Kóreu. Kim hefur sótt margar heræfingar að undanförnu.AP/KCNA Norður-Kórea Suður-Kórea Hernaður Tengdar fréttir Prófuðu neðansjávardróna sem getur borið kjarnorkuvopn Yfirvöld í Norður-Kóreu segjast hafa gert tilraun með neðansjávardróna sem borið getur kjarnorkuvopn. Tilraunin er sögð hafa verið gerð í mótmælum við sameiginlegum heræfingum Bandaríkjanna, Japan og Suður-Kóreu sem fara fram í þessari viku. 19. janúar 2024 12:37 Telja að verið sé að leggja drög að því að dóttir Kim taki við völdum Öryggisyfirvöld í Suður-Kóreu telja líklegt að verið sé að undirbúa Kim Ju Ae, dóttur Kim Jong-un, til að taka við af föður sínum þegar hann fellur frá. Ekki sé þó útilokað að þessar fyrirætlanir muni breytast. 5. janúar 2024 08:32 Kvarta yfir „forsýningu“ á kjarnorkustyrjöld Langdrægri eldflaug, sem gæti drifið til allra Bandaríkjanna, var skotið á loft frá Norður-Kóreu í morgun. Var þetta annað tilraunaskotið frá einræðisríkinu á nokkrum klukkustundum. 18. desember 2023 11:59 Fullyrða að njósnagervitungl hafi myndað Hvíta húsið og Pentagon Yfirvöld í Norður-Kóreu fullyrða að gervitungl, sem þau skutu nýlega á loft, hafi náð mjög skýrum ljósmyndum bæði af Hvíta húsinu, bandaríska varnarmálaráðuneytinu og bandarískum flugmóðurskipum. Kim Jong-un leiðtogi landsins segist hafa skoðað myndirnar. 28. nóvember 2023 08:31 Mest lesið Bubbi sendir út neyðarkall Innlent Julian Assange í heimsókn á Íslandi Innlent „Það er óákveðið“ Innlent Allt bendir til verkfalls Innlent Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Innlent „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Innlent Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks Innlent Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Erlent Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Erlent Fleiri fréttir Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Tugi heimila sópaði út á haf í Alaska Stöðvuðu ætlað tilræði við rússneskan andófsmann í Frakklandi Segir herinn tilbúinn að verjast innrás Bíll eins þekktasta rannsóknarblaðamanns Ítalíu sprengdur í loft upp Þingmaður hyggst nafngreina grunaðan í 55 ára morðmáli Fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Trumps ákærður Netanyahu segist staðráðinn í því að heimta líkinn af Hamas Dró strax í land með sölu stýriflauga eftir spjallið við Pútín Hótar því að Bandaríkin blandi sér í átökin á Gasa og „drepi þá“ Átti langt samtal við Pútín fyrir fundinn með Selenskí Stöðvaði framsal manns sem er grunaður um skemmdarverk á Nord Stream Peningapokinn frá FBI sem enginn veit hvar endaði Fjölmargra enn saknað eftir flóð og aurskriður Hjálpin frá Trump gæti kostað Milei Stórþingið niðurlægir Støre og opnar aftur á skipagöng Sósíalistar vörðu Lecornu vantrausti Títan var hvorki hannaður né smíðaður nógu vel Einungis einn miðill samþykkti nýjar reglur ráðherrans Keaton lést úr lungnabólgu Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Segir Indverja ætla að hætta að kaupa olíu af Rússum Hamas aðeins skilað tveimur líkum til viðbótar en ekki sagðir hafa svikið samkomulag Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Fjöldi komst ekki út og brann lifandi Pakistan og Afganistan gera vopnahlé eftir mannskæðustu átök í langan tíma Ólga vegna samskiptaleka: „Ég elska Hitler“ Metaukning koltvísýrings rakin til losunar manna og gróðurelda Sjá meira
Einræðisherrann sjálfur settist undir stýri á einum skriðdreka og tók þátt í æfingu þar sem líkt var eftir orrustu. Kim kallaði umrædda skriðdreka þá öflugustu í heimi, samkvæmt frétt Yonhap fréttaveitunnar frá Suður-Kóreu. Skriðdrekar þessir voru fyrst sýndir í skrúðgöngu árið 2020 en sérfræðingar segja þessa sem sést hafa á myndum af æfingunni hafa verið betrumbættir síðan þá. AP fréttaveitan hefur eftir sérfræðingum að óljóst sé hvort Norður-Kórea hafi bolmagn og kunnáttu til að framleiða skriðdrekana í massavís. Kim hylltur af hermönnum.AP/KCNA Kim hefur verið iðinn við að láta taka af sér myndir með hermönnum og við æfingar. Á dögunum voru birtar myndir af Kim þar sem hann fylgdist með hermönnum æfa stórskotaliðsárásir og þar sem hann fylgdist með hermönnum æfa árásir. Hermennirnir sem æfðu stórskotaliðsárásirnar í síðustu viku tilheyra herdeild sem hefur það hlutverk að gera slíkar árásir á Seoul, höfuðborg Suður-Kóreu, í upphafi mögulegs stríðs milli ríkjanna. Norður-Kórea gæti látið sprengjum rigna yfir borgina. Árlegri heræfingu í Suður-Kóreu lýkur síðar í dag en slíkar æfingar valda iðulega reiði í Pyongyang. Spennan á Kóreuskaga hefur þó aukist til muna á undanförnum árum og Kim og aðrir ráðamenn í Norður-Kóreu ítrekað hótað stríði á undanförnum mánuðum. Kim Jong Un æfir sig að skjóta úr byssu.AP/KCNA Í ræðu sem hann hélt í janúar hét Kim því að fjarlægja úr stjórnarskrá Norður-Kóreu klásúlu um að ríkið sæktist eftir friðsamri sameiningu með Suður-Kóreu. Þess í stað yrði Suður-Kórea skilgreint sem helsti óvinur Norður-Kóreu og að þar myndi standa að kæmi til stríðs myndi Norður-Kórea innlima Suður-Kóreu. Ónafngreindur ráðgjafi forseta Suður-Kóreu sagði blaðamönnum fyrr í vikunni að breyttur tónn Kims markaði ekki bara aukinn áróður heldur markvissa stefnubreytingu gagnvart Suður-Kóreu. Kim hefur sótt margar heræfingar að undanförnu.AP/KCNA
Norður-Kórea Suður-Kórea Hernaður Tengdar fréttir Prófuðu neðansjávardróna sem getur borið kjarnorkuvopn Yfirvöld í Norður-Kóreu segjast hafa gert tilraun með neðansjávardróna sem borið getur kjarnorkuvopn. Tilraunin er sögð hafa verið gerð í mótmælum við sameiginlegum heræfingum Bandaríkjanna, Japan og Suður-Kóreu sem fara fram í þessari viku. 19. janúar 2024 12:37 Telja að verið sé að leggja drög að því að dóttir Kim taki við völdum Öryggisyfirvöld í Suður-Kóreu telja líklegt að verið sé að undirbúa Kim Ju Ae, dóttur Kim Jong-un, til að taka við af föður sínum þegar hann fellur frá. Ekki sé þó útilokað að þessar fyrirætlanir muni breytast. 5. janúar 2024 08:32 Kvarta yfir „forsýningu“ á kjarnorkustyrjöld Langdrægri eldflaug, sem gæti drifið til allra Bandaríkjanna, var skotið á loft frá Norður-Kóreu í morgun. Var þetta annað tilraunaskotið frá einræðisríkinu á nokkrum klukkustundum. 18. desember 2023 11:59 Fullyrða að njósnagervitungl hafi myndað Hvíta húsið og Pentagon Yfirvöld í Norður-Kóreu fullyrða að gervitungl, sem þau skutu nýlega á loft, hafi náð mjög skýrum ljósmyndum bæði af Hvíta húsinu, bandaríska varnarmálaráðuneytinu og bandarískum flugmóðurskipum. Kim Jong-un leiðtogi landsins segist hafa skoðað myndirnar. 28. nóvember 2023 08:31 Mest lesið Bubbi sendir út neyðarkall Innlent Julian Assange í heimsókn á Íslandi Innlent „Það er óákveðið“ Innlent Allt bendir til verkfalls Innlent Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Innlent „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Innlent Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks Innlent Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Erlent Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Erlent Fleiri fréttir Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Tugi heimila sópaði út á haf í Alaska Stöðvuðu ætlað tilræði við rússneskan andófsmann í Frakklandi Segir herinn tilbúinn að verjast innrás Bíll eins þekktasta rannsóknarblaðamanns Ítalíu sprengdur í loft upp Þingmaður hyggst nafngreina grunaðan í 55 ára morðmáli Fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Trumps ákærður Netanyahu segist staðráðinn í því að heimta líkinn af Hamas Dró strax í land með sölu stýriflauga eftir spjallið við Pútín Hótar því að Bandaríkin blandi sér í átökin á Gasa og „drepi þá“ Átti langt samtal við Pútín fyrir fundinn með Selenskí Stöðvaði framsal manns sem er grunaður um skemmdarverk á Nord Stream Peningapokinn frá FBI sem enginn veit hvar endaði Fjölmargra enn saknað eftir flóð og aurskriður Hjálpin frá Trump gæti kostað Milei Stórþingið niðurlægir Støre og opnar aftur á skipagöng Sósíalistar vörðu Lecornu vantrausti Títan var hvorki hannaður né smíðaður nógu vel Einungis einn miðill samþykkti nýjar reglur ráðherrans Keaton lést úr lungnabólgu Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Segir Indverja ætla að hætta að kaupa olíu af Rússum Hamas aðeins skilað tveimur líkum til viðbótar en ekki sagðir hafa svikið samkomulag Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Fjöldi komst ekki út og brann lifandi Pakistan og Afganistan gera vopnahlé eftir mannskæðustu átök í langan tíma Ólga vegna samskiptaleka: „Ég elska Hitler“ Metaukning koltvísýrings rakin til losunar manna og gróðurelda Sjá meira
Prófuðu neðansjávardróna sem getur borið kjarnorkuvopn Yfirvöld í Norður-Kóreu segjast hafa gert tilraun með neðansjávardróna sem borið getur kjarnorkuvopn. Tilraunin er sögð hafa verið gerð í mótmælum við sameiginlegum heræfingum Bandaríkjanna, Japan og Suður-Kóreu sem fara fram í þessari viku. 19. janúar 2024 12:37
Telja að verið sé að leggja drög að því að dóttir Kim taki við völdum Öryggisyfirvöld í Suður-Kóreu telja líklegt að verið sé að undirbúa Kim Ju Ae, dóttur Kim Jong-un, til að taka við af föður sínum þegar hann fellur frá. Ekki sé þó útilokað að þessar fyrirætlanir muni breytast. 5. janúar 2024 08:32
Kvarta yfir „forsýningu“ á kjarnorkustyrjöld Langdrægri eldflaug, sem gæti drifið til allra Bandaríkjanna, var skotið á loft frá Norður-Kóreu í morgun. Var þetta annað tilraunaskotið frá einræðisríkinu á nokkrum klukkustundum. 18. desember 2023 11:59
Fullyrða að njósnagervitungl hafi myndað Hvíta húsið og Pentagon Yfirvöld í Norður-Kóreu fullyrða að gervitungl, sem þau skutu nýlega á loft, hafi náð mjög skýrum ljósmyndum bæði af Hvíta húsinu, bandaríska varnarmálaráðuneytinu og bandarískum flugmóðurskipum. Kim Jong-un leiðtogi landsins segist hafa skoðað myndirnar. 28. nóvember 2023 08:31