Innlent

Kvöld­fréttir Stöðvar 2

Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar
Kolbeinn Tumi Daðason les fréttir í kvöld.
Kolbeinn Tumi Daðason les fréttir í kvöld. Vísir

Samninganefnd VR hefur til klukkan átta í kvöld til að taka afstöðu til innanhússtillögu ríkissáttasemjara. Heimir Már Pétursson, fréttamaður fer yfir nýjustu tíðindi af kjaradeilu VR og SA í beinni útsendingu frá Karphúsinu.

Dómsmálaráðherra hyggst breyta lögum þannig hægt verði að afturkalla dvalarleyfi fólks með alþjóðlega vernd brjóti það af sér hér á landi. Samkvæmt núgildandi lögum er ekki hægt að senda mann úr landi sem hefur framið stunguárás og hótað vararíkissaksóknara ítrekað.

Mikil verðbólga og háir vextir á undanförnum misserum gæti leitt til samdráttar en hagvöxtur á Íslandi hefur snarminnkað á síðustu mánuðum. Seðlabankastjóri segir kjarasamninga hins vegar góð tíðindi, peningastefnan væri að virka og allt væri á réttri leið.

Þá fjallar Bjarki Sigurðsson um mál Davíðs Viðarssonar, við förum yfir þær kenningar sem uppi eru um Katrínu hertogaynju og skoðum rosalegan vínkjallara í einbýlishúsi í Vesturbæ Kópavogs.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×