Ríkissáttasemjari hefur lagt fram innanhússtillögu Heimir Már Pétursson skrifar 13. mars 2024 15:41 Ástráður Haraldsson ríkissáttasemjari hefur lagt fram innanhússtillögu í viðleytni til að höggva á hnútinn í viðræðum verlsunarmanna og SA. Vísir/Vilhelm Ástráður Haraldsson ríkissáttasemjari hefur lagt fram svo kallaða innanhússtillögu til lausnar deilu VR og Samtaka atvinnulífsins um kjör félagsfólks VR hjá Icelandair á Keflavíkurflugvelli. Deiluaðilar hafa frest fram til klukkan átta í kvöld til að taka afstöðu til tillögunnar. Deilan um kjör um 150 starfsmanna hjá Icelandair á Keflavíkurflugvelli er erfiðasti hjallinn í viðræðum VR og SA um nýjan kjarasamning til næstu fjögurra ára. Ríkissáttasemjari hefur lagt sig allan fram undanfarna daga við að miðla málum og borið hugmyndir milli samningsaðila og tók loks af skarið eftir hádegi í dag. „Ég hef lagt innanhússtillögu fyrir samninganefndir VR og SA vegna stöðunnar á Keflavíkurflugvelli," sagði Ástráður nú rétt í þessu. Viðsemjendur hefðu til klukkan átta í kvöld til að taka afstöðu til tillögunnar. Innanhússtillaga er ekki hið sama og miðlunartillaga sem félagsmenn í verslunarmannafélögunum og Samtökum atvinnulífsins yrðu að greiða atkvæði um. Þegar innanhússtillaga er lögð fram þurfa aðeins samninganefndir beggja aðila að taka afstöðu til hennar. Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR og samninganefnd hans mun kynna innanhússtillögu ríkissáttasemjara fyrir starfsfólki Icelandair á Keflavíkurflugvelli í dag áður en VR og SA verða að taka afstöðu til tillögunar klukkan átta í kvöld.Vísir/Vilhelm Við blasir að ef kjaraviðræðurnar dragast á langinn eða slitnar upp úr þeim aukast líkur á að verkfallsaðgerðir VR hjá Icelandair á Keflavíkurflugvelli og verkbann Samtaka atvinnulífsins á alla skrifstofustarfsmenn VR skelli á með fullum þunga á miðnætti á föstudag í næstu viku. Samþykki viðsemjendur hins vegar innanhústillögu ríkissáttasemjara í kvöld ætti að taka stuttan tíma að ganga frá kjarasamningum í heild sinni. Það gæti jafnvel tekist í kvöld. Kjaraviðræður 2023-24 Verðlag Atvinnurekendur ASÍ Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Seðlabankinn Tengdar fréttir Fagfélögin fordæma verkbann Fagfélögin fordæma ákvörðun stjórnar Samtaka atvinnulífsins að boða vinnubann gagnvart félaga VR vegna kjaradeilu samtakanna við framlínufólk hjá Icelandair. 13. mars 2024 14:05 Fundi frestað til morguns Fundi samninganefnda Samtaka atvinnulífsins og verslunarmanna hjá ríkissáttasemjara hefur verið frestað til morguns. Hann hefst aftur klukkan níu en samningsaðilar hafa setið í Karphúsinu í þrettán klukkustundir í dag. 12. mars 2024 23:27 Ríkissáttasemjari reynir til þrautar að miðla málum Lítið sem ekkert hefur verið um sameiginlega fundi samninganefnda SA og verslunarmanna í dag heldur hefur ríkissáttasemjari gengið á milli deiluaðila og lagt fyrir þá hugmyndir, sem gætu verið til lausnar deilunni. Kynnti hann eina slíka hugmynd fyrir samningsaðilum á áttunda tímanum í kvöld. Eftir það tóku deiluaðilar sér kvöldmatarhlé og ætla að koma aftur saman hjá sáttasemjara síðar í kvöld. 12. mars 2024 19:47 Stál í stál í Karphúsinu Aukin harka hljóp í kjaraviðræður verslunarmanna í dag þegar Samtök atvinnulífsins hófu atkvæðagreiðslu um verkbann á þúsundir félagsmanna VR vegna boðunar félagsins á röð verkfalla hjá Icelandair. 12. mars 2024 19:20 Fyrst og fremst varnaraðgerð Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir að boðað verkbann gagnvart miklum fjölda félagsmanna VR sé fyrst og fremst varnaraðgerð af hálfu SA. 12. mars 2024 16:06 „Þetta eru ofsafengin viðbrögð“ Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, segir boðun verkbanns af hálfu Samtaka atvinnulífsins vera ofsafengin viðbrögð við hófsömum kröfum VR. 12. mars 2024 13:28 Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Katrín orðin stjórnarformaður Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Fleiri fréttir Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír vasaþjófar handteknir á gistiheimili Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Sjá meira
Deilan um kjör um 150 starfsmanna hjá Icelandair á Keflavíkurflugvelli er erfiðasti hjallinn í viðræðum VR og SA um nýjan kjarasamning til næstu fjögurra ára. Ríkissáttasemjari hefur lagt sig allan fram undanfarna daga við að miðla málum og borið hugmyndir milli samningsaðila og tók loks af skarið eftir hádegi í dag. „Ég hef lagt innanhússtillögu fyrir samninganefndir VR og SA vegna stöðunnar á Keflavíkurflugvelli," sagði Ástráður nú rétt í þessu. Viðsemjendur hefðu til klukkan átta í kvöld til að taka afstöðu til tillögunnar. Innanhússtillaga er ekki hið sama og miðlunartillaga sem félagsmenn í verslunarmannafélögunum og Samtökum atvinnulífsins yrðu að greiða atkvæði um. Þegar innanhússtillaga er lögð fram þurfa aðeins samninganefndir beggja aðila að taka afstöðu til hennar. Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR og samninganefnd hans mun kynna innanhússtillögu ríkissáttasemjara fyrir starfsfólki Icelandair á Keflavíkurflugvelli í dag áður en VR og SA verða að taka afstöðu til tillögunar klukkan átta í kvöld.Vísir/Vilhelm Við blasir að ef kjaraviðræðurnar dragast á langinn eða slitnar upp úr þeim aukast líkur á að verkfallsaðgerðir VR hjá Icelandair á Keflavíkurflugvelli og verkbann Samtaka atvinnulífsins á alla skrifstofustarfsmenn VR skelli á með fullum þunga á miðnætti á föstudag í næstu viku. Samþykki viðsemjendur hins vegar innanhústillögu ríkissáttasemjara í kvöld ætti að taka stuttan tíma að ganga frá kjarasamningum í heild sinni. Það gæti jafnvel tekist í kvöld.
Kjaraviðræður 2023-24 Verðlag Atvinnurekendur ASÍ Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Seðlabankinn Tengdar fréttir Fagfélögin fordæma verkbann Fagfélögin fordæma ákvörðun stjórnar Samtaka atvinnulífsins að boða vinnubann gagnvart félaga VR vegna kjaradeilu samtakanna við framlínufólk hjá Icelandair. 13. mars 2024 14:05 Fundi frestað til morguns Fundi samninganefnda Samtaka atvinnulífsins og verslunarmanna hjá ríkissáttasemjara hefur verið frestað til morguns. Hann hefst aftur klukkan níu en samningsaðilar hafa setið í Karphúsinu í þrettán klukkustundir í dag. 12. mars 2024 23:27 Ríkissáttasemjari reynir til þrautar að miðla málum Lítið sem ekkert hefur verið um sameiginlega fundi samninganefnda SA og verslunarmanna í dag heldur hefur ríkissáttasemjari gengið á milli deiluaðila og lagt fyrir þá hugmyndir, sem gætu verið til lausnar deilunni. Kynnti hann eina slíka hugmynd fyrir samningsaðilum á áttunda tímanum í kvöld. Eftir það tóku deiluaðilar sér kvöldmatarhlé og ætla að koma aftur saman hjá sáttasemjara síðar í kvöld. 12. mars 2024 19:47 Stál í stál í Karphúsinu Aukin harka hljóp í kjaraviðræður verslunarmanna í dag þegar Samtök atvinnulífsins hófu atkvæðagreiðslu um verkbann á þúsundir félagsmanna VR vegna boðunar félagsins á röð verkfalla hjá Icelandair. 12. mars 2024 19:20 Fyrst og fremst varnaraðgerð Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir að boðað verkbann gagnvart miklum fjölda félagsmanna VR sé fyrst og fremst varnaraðgerð af hálfu SA. 12. mars 2024 16:06 „Þetta eru ofsafengin viðbrögð“ Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, segir boðun verkbanns af hálfu Samtaka atvinnulífsins vera ofsafengin viðbrögð við hófsömum kröfum VR. 12. mars 2024 13:28 Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Katrín orðin stjórnarformaður Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Fleiri fréttir Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír vasaþjófar handteknir á gistiheimili Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Sjá meira
Fagfélögin fordæma verkbann Fagfélögin fordæma ákvörðun stjórnar Samtaka atvinnulífsins að boða vinnubann gagnvart félaga VR vegna kjaradeilu samtakanna við framlínufólk hjá Icelandair. 13. mars 2024 14:05
Fundi frestað til morguns Fundi samninganefnda Samtaka atvinnulífsins og verslunarmanna hjá ríkissáttasemjara hefur verið frestað til morguns. Hann hefst aftur klukkan níu en samningsaðilar hafa setið í Karphúsinu í þrettán klukkustundir í dag. 12. mars 2024 23:27
Ríkissáttasemjari reynir til þrautar að miðla málum Lítið sem ekkert hefur verið um sameiginlega fundi samninganefnda SA og verslunarmanna í dag heldur hefur ríkissáttasemjari gengið á milli deiluaðila og lagt fyrir þá hugmyndir, sem gætu verið til lausnar deilunni. Kynnti hann eina slíka hugmynd fyrir samningsaðilum á áttunda tímanum í kvöld. Eftir það tóku deiluaðilar sér kvöldmatarhlé og ætla að koma aftur saman hjá sáttasemjara síðar í kvöld. 12. mars 2024 19:47
Stál í stál í Karphúsinu Aukin harka hljóp í kjaraviðræður verslunarmanna í dag þegar Samtök atvinnulífsins hófu atkvæðagreiðslu um verkbann á þúsundir félagsmanna VR vegna boðunar félagsins á röð verkfalla hjá Icelandair. 12. mars 2024 19:20
Fyrst og fremst varnaraðgerð Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir að boðað verkbann gagnvart miklum fjölda félagsmanna VR sé fyrst og fremst varnaraðgerð af hálfu SA. 12. mars 2024 16:06
„Þetta eru ofsafengin viðbrögð“ Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, segir boðun verkbanns af hálfu Samtaka atvinnulífsins vera ofsafengin viðbrögð við hófsömum kröfum VR. 12. mars 2024 13:28