Ríkissáttasemjari hefur lagt fram innanhússtillögu Heimir Már Pétursson skrifar 13. mars 2024 15:41 Ástráður Haraldsson ríkissáttasemjari hefur lagt fram innanhússtillögu í viðleytni til að höggva á hnútinn í viðræðum verlsunarmanna og SA. Vísir/Vilhelm Ástráður Haraldsson ríkissáttasemjari hefur lagt fram svo kallaða innanhússtillögu til lausnar deilu VR og Samtaka atvinnulífsins um kjör félagsfólks VR hjá Icelandair á Keflavíkurflugvelli. Deiluaðilar hafa frest fram til klukkan átta í kvöld til að taka afstöðu til tillögunnar. Deilan um kjör um 150 starfsmanna hjá Icelandair á Keflavíkurflugvelli er erfiðasti hjallinn í viðræðum VR og SA um nýjan kjarasamning til næstu fjögurra ára. Ríkissáttasemjari hefur lagt sig allan fram undanfarna daga við að miðla málum og borið hugmyndir milli samningsaðila og tók loks af skarið eftir hádegi í dag. „Ég hef lagt innanhússtillögu fyrir samninganefndir VR og SA vegna stöðunnar á Keflavíkurflugvelli," sagði Ástráður nú rétt í þessu. Viðsemjendur hefðu til klukkan átta í kvöld til að taka afstöðu til tillögunnar. Innanhússtillaga er ekki hið sama og miðlunartillaga sem félagsmenn í verslunarmannafélögunum og Samtökum atvinnulífsins yrðu að greiða atkvæði um. Þegar innanhússtillaga er lögð fram þurfa aðeins samninganefndir beggja aðila að taka afstöðu til hennar. Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR og samninganefnd hans mun kynna innanhússtillögu ríkissáttasemjara fyrir starfsfólki Icelandair á Keflavíkurflugvelli í dag áður en VR og SA verða að taka afstöðu til tillögunar klukkan átta í kvöld.Vísir/Vilhelm Við blasir að ef kjaraviðræðurnar dragast á langinn eða slitnar upp úr þeim aukast líkur á að verkfallsaðgerðir VR hjá Icelandair á Keflavíkurflugvelli og verkbann Samtaka atvinnulífsins á alla skrifstofustarfsmenn VR skelli á með fullum þunga á miðnætti á föstudag í næstu viku. Samþykki viðsemjendur hins vegar innanhústillögu ríkissáttasemjara í kvöld ætti að taka stuttan tíma að ganga frá kjarasamningum í heild sinni. Það gæti jafnvel tekist í kvöld. Kjaraviðræður 2023-24 Verðlag Atvinnurekendur ASÍ Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Seðlabankinn Tengdar fréttir Fagfélögin fordæma verkbann Fagfélögin fordæma ákvörðun stjórnar Samtaka atvinnulífsins að boða vinnubann gagnvart félaga VR vegna kjaradeilu samtakanna við framlínufólk hjá Icelandair. 13. mars 2024 14:05 Fundi frestað til morguns Fundi samninganefnda Samtaka atvinnulífsins og verslunarmanna hjá ríkissáttasemjara hefur verið frestað til morguns. Hann hefst aftur klukkan níu en samningsaðilar hafa setið í Karphúsinu í þrettán klukkustundir í dag. 12. mars 2024 23:27 Ríkissáttasemjari reynir til þrautar að miðla málum Lítið sem ekkert hefur verið um sameiginlega fundi samninganefnda SA og verslunarmanna í dag heldur hefur ríkissáttasemjari gengið á milli deiluaðila og lagt fyrir þá hugmyndir, sem gætu verið til lausnar deilunni. Kynnti hann eina slíka hugmynd fyrir samningsaðilum á áttunda tímanum í kvöld. Eftir það tóku deiluaðilar sér kvöldmatarhlé og ætla að koma aftur saman hjá sáttasemjara síðar í kvöld. 12. mars 2024 19:47 Stál í stál í Karphúsinu Aukin harka hljóp í kjaraviðræður verslunarmanna í dag þegar Samtök atvinnulífsins hófu atkvæðagreiðslu um verkbann á þúsundir félagsmanna VR vegna boðunar félagsins á röð verkfalla hjá Icelandair. 12. mars 2024 19:20 Fyrst og fremst varnaraðgerð Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir að boðað verkbann gagnvart miklum fjölda félagsmanna VR sé fyrst og fremst varnaraðgerð af hálfu SA. 12. mars 2024 16:06 „Þetta eru ofsafengin viðbrögð“ Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, segir boðun verkbanns af hálfu Samtaka atvinnulífsins vera ofsafengin viðbrögð við hófsömum kröfum VR. 12. mars 2024 13:28 Mest lesið Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Erlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Erlent Hvattir til að leggja tímanlega af stað Innlent Beygjuvasarnir stórhættulegir Innlent Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Erlent Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Erlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Innlent Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Fleiri fréttir Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Bein útsending: Athafnaborgin Reykjavík kynnt frá ólíkum hliðum Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Tólf eldislaxar fundust í sex ám Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Bein útsending: Dagur landbúnaðarins Sjá meira
Deilan um kjör um 150 starfsmanna hjá Icelandair á Keflavíkurflugvelli er erfiðasti hjallinn í viðræðum VR og SA um nýjan kjarasamning til næstu fjögurra ára. Ríkissáttasemjari hefur lagt sig allan fram undanfarna daga við að miðla málum og borið hugmyndir milli samningsaðila og tók loks af skarið eftir hádegi í dag. „Ég hef lagt innanhússtillögu fyrir samninganefndir VR og SA vegna stöðunnar á Keflavíkurflugvelli," sagði Ástráður nú rétt í þessu. Viðsemjendur hefðu til klukkan átta í kvöld til að taka afstöðu til tillögunnar. Innanhússtillaga er ekki hið sama og miðlunartillaga sem félagsmenn í verslunarmannafélögunum og Samtökum atvinnulífsins yrðu að greiða atkvæði um. Þegar innanhússtillaga er lögð fram þurfa aðeins samninganefndir beggja aðila að taka afstöðu til hennar. Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR og samninganefnd hans mun kynna innanhússtillögu ríkissáttasemjara fyrir starfsfólki Icelandair á Keflavíkurflugvelli í dag áður en VR og SA verða að taka afstöðu til tillögunar klukkan átta í kvöld.Vísir/Vilhelm Við blasir að ef kjaraviðræðurnar dragast á langinn eða slitnar upp úr þeim aukast líkur á að verkfallsaðgerðir VR hjá Icelandair á Keflavíkurflugvelli og verkbann Samtaka atvinnulífsins á alla skrifstofustarfsmenn VR skelli á með fullum þunga á miðnætti á föstudag í næstu viku. Samþykki viðsemjendur hins vegar innanhústillögu ríkissáttasemjara í kvöld ætti að taka stuttan tíma að ganga frá kjarasamningum í heild sinni. Það gæti jafnvel tekist í kvöld.
Kjaraviðræður 2023-24 Verðlag Atvinnurekendur ASÍ Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Seðlabankinn Tengdar fréttir Fagfélögin fordæma verkbann Fagfélögin fordæma ákvörðun stjórnar Samtaka atvinnulífsins að boða vinnubann gagnvart félaga VR vegna kjaradeilu samtakanna við framlínufólk hjá Icelandair. 13. mars 2024 14:05 Fundi frestað til morguns Fundi samninganefnda Samtaka atvinnulífsins og verslunarmanna hjá ríkissáttasemjara hefur verið frestað til morguns. Hann hefst aftur klukkan níu en samningsaðilar hafa setið í Karphúsinu í þrettán klukkustundir í dag. 12. mars 2024 23:27 Ríkissáttasemjari reynir til þrautar að miðla málum Lítið sem ekkert hefur verið um sameiginlega fundi samninganefnda SA og verslunarmanna í dag heldur hefur ríkissáttasemjari gengið á milli deiluaðila og lagt fyrir þá hugmyndir, sem gætu verið til lausnar deilunni. Kynnti hann eina slíka hugmynd fyrir samningsaðilum á áttunda tímanum í kvöld. Eftir það tóku deiluaðilar sér kvöldmatarhlé og ætla að koma aftur saman hjá sáttasemjara síðar í kvöld. 12. mars 2024 19:47 Stál í stál í Karphúsinu Aukin harka hljóp í kjaraviðræður verslunarmanna í dag þegar Samtök atvinnulífsins hófu atkvæðagreiðslu um verkbann á þúsundir félagsmanna VR vegna boðunar félagsins á röð verkfalla hjá Icelandair. 12. mars 2024 19:20 Fyrst og fremst varnaraðgerð Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir að boðað verkbann gagnvart miklum fjölda félagsmanna VR sé fyrst og fremst varnaraðgerð af hálfu SA. 12. mars 2024 16:06 „Þetta eru ofsafengin viðbrögð“ Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, segir boðun verkbanns af hálfu Samtaka atvinnulífsins vera ofsafengin viðbrögð við hófsömum kröfum VR. 12. mars 2024 13:28 Mest lesið Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Erlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Erlent Hvattir til að leggja tímanlega af stað Innlent Beygjuvasarnir stórhættulegir Innlent Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Erlent Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Erlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Innlent Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Fleiri fréttir Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Bein útsending: Athafnaborgin Reykjavík kynnt frá ólíkum hliðum Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Tólf eldislaxar fundust í sex ám Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Bein útsending: Dagur landbúnaðarins Sjá meira
Fagfélögin fordæma verkbann Fagfélögin fordæma ákvörðun stjórnar Samtaka atvinnulífsins að boða vinnubann gagnvart félaga VR vegna kjaradeilu samtakanna við framlínufólk hjá Icelandair. 13. mars 2024 14:05
Fundi frestað til morguns Fundi samninganefnda Samtaka atvinnulífsins og verslunarmanna hjá ríkissáttasemjara hefur verið frestað til morguns. Hann hefst aftur klukkan níu en samningsaðilar hafa setið í Karphúsinu í þrettán klukkustundir í dag. 12. mars 2024 23:27
Ríkissáttasemjari reynir til þrautar að miðla málum Lítið sem ekkert hefur verið um sameiginlega fundi samninganefnda SA og verslunarmanna í dag heldur hefur ríkissáttasemjari gengið á milli deiluaðila og lagt fyrir þá hugmyndir, sem gætu verið til lausnar deilunni. Kynnti hann eina slíka hugmynd fyrir samningsaðilum á áttunda tímanum í kvöld. Eftir það tóku deiluaðilar sér kvöldmatarhlé og ætla að koma aftur saman hjá sáttasemjara síðar í kvöld. 12. mars 2024 19:47
Stál í stál í Karphúsinu Aukin harka hljóp í kjaraviðræður verslunarmanna í dag þegar Samtök atvinnulífsins hófu atkvæðagreiðslu um verkbann á þúsundir félagsmanna VR vegna boðunar félagsins á röð verkfalla hjá Icelandair. 12. mars 2024 19:20
Fyrst og fremst varnaraðgerð Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir að boðað verkbann gagnvart miklum fjölda félagsmanna VR sé fyrst og fremst varnaraðgerð af hálfu SA. 12. mars 2024 16:06
„Þetta eru ofsafengin viðbrögð“ Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, segir boðun verkbanns af hálfu Samtaka atvinnulífsins vera ofsafengin viðbrögð við hófsömum kröfum VR. 12. mars 2024 13:28