Gylfi nálgast Val en blekið ekki komið á pappír Sindri Sverrisson skrifar 13. mars 2024 14:08 Gylfi Þór Sigurðsson sneri aftur á fótboltavöllinn í fyrra, eftir tveggja ára hlé, og bætti markametið í íslenska landsliðinu. vísir/Hulda Margrét Allt útlit er fyrir að Gylfi Þór Sigurðsson, markahæsti landsliðsmaður Íslands frá upphafi, spili í Bestu deildinni í fótbolta á komandi leiktíð. Samkvæmt upplýsingum Vísis hafa viðræður á milli Gylfa og Vals gengið mjög vel. Börkur Edvardsson, formaður knattspyrnudeildar Vals, fullyrðir hins vegar að viðræðum sé ekki lokið og að Gylfi hafi enn ekki skrifað undir samning við Hlíðarendafélagið. Gylfi hefur þó verið við æfingar með Val á Spáni, eftir að hafa sinnt þar sjálfur endurhæfingu sinni eftir meiðsli. Hann fékk samningi sínum við danska félagið Lyngby rift í janúar, til að sinna endurhæfingunni án þess að þiggja laun, en samningurinn átti að gilda fram á sumar. Andreas Byder, yfirmaður knattspyrnumála hjá Lyngby sagði eftir þau tíðindi að félagið og Gylfi Þór hefðu gert með sér heiðursmannasamkomulag þess efnis að hann myndi snúa aftur til Lyngby þegar að hann væri búinn að ná sér af meiðslunum. Danski vefmiðillinn Bold hafði samband við Lyngby vegna málsins í dag en forráðamenn danska félagsins vildu ekki tjá sig um það. David Nielsen, nýráðinn þjálfari Lyngby, var spurður út í það á dögunum hvort hann reiknaði með endurkomu Gylfa Þórs til Lyngby. Nielsen sagði þá ekki reikna með því. Fyrsti leikur í næstu viku? Gangi allt eftir varðandi vistaskipti Gylfa til Vals, og hafi hann heilsu til, gæti fyrsti leikur hans með Val mögulega orðið í undanúrslitum Lengjubikarsins eftir viku, þegar Valur mætir ÍA á Hlíðarenda. Ekki nema að Åge Hareide ákveði að velja hann í íslenska landsliðshópinn á föstudaginn, fyrir komandi umspil um sæti á EM. Hareide hefur þó sagt að það sé afar ólíklegt að hann velji leikmann sem ekki hafi spilað fyrir sitt félagslið lengi. Gylfi, sem er 34 ára gamall, hóf að spila fótbolta að nýju síðasta haust eftir rúmlega tveggja ára hlé vegna ásakana um brot gegn ólögráða einstaklingi. Hann kom ekkert við sögu á lokaári samnings síns hjá Everton, eftir að hafa síðast spilað fyrir liðið í maí 2021, á meðan á rannsókn lögreglu stóð en málið var loks látið niður falla. Gylfi náði þó aðeins að spila sex leiki með Lyngby í haust, vegna meiðsla, en skoraði tvö mörk. Hann lék einnig tvo landsleiki og skoraði tvennu gegn Liechtenstein, sem gerði hann að markahæsta leikmanni karlalandsliðsins frá upphafi með 27 mörk. Á löngum atvinnumannsferli lék Gylfi með Everton, Swansea og Tottenham í ensku úrvalsdeildinni, og skoraði samtals 67 mörk í þeirri deild, sem gerir hann að einum markahæsta miðjumanni í sögu hennar. Þá átti hann 50 stoðsendingar. Gylfi hefur einnig leikið í þýsku 1. deildinni með Hoffenheim og í neðri deildum Englands. Gylfi er uppalinn hjá FH og lék einnig með yngri flokkum Breiðabliks áður en hann fór út til Englands og samdi við Reading, sextán ára gamall, þar sem hann hóf meistaraflokksferil sinn. Besta deild karla Valur Mest lesið „Hugsaði að þetta myndi fá mig til að halda kjafti“ Golf Jón Halldórsson kjörinn formaður HSÍ Handbolti Eitthvað sem læknar segja ekki við þig að ástæðulausu Fótbolti „Ég er 100% pirraður“ Enski boltinn Verstappen fagnaði sigri í Japan: „Þetta er ansi dýr sláttuvél“ Formúla 1 Kyssti fréttamanninn í miðju viðtali Sport Sjáðu fyrstu mörk Íslandsmótsins í ár: Var þetta víti? Íslenski boltinn „Viðeigandi að fagna komu hennar með marki“ Íslenski boltinn Skelltu sér í jarðarför Hauka Körfubolti Dagskráin í dag: Þrír leikir í Bestu deildinni og Valur getur komist í 2-0 Sport Fleiri fréttir Sjáðu fyrstu mörk Íslandsmótsins í ár: Var þetta víti? „Viðeigandi að fagna komu hennar með marki“ „Skrifast á ákveðinn sviðsskrekk“ Uppgjörið: Breiðablik - Afturelding 2-0 | Meistararnir með öruggan sigur í opnunarleiknum Erfiðasta frumraun félags í efstu deild í 36 ár Blikar hafa byrjað báðar titilvarnir sínar illa Íslenskir dómarar verða á samfélagsmiðlum í sumar „Sé þá ekki vinna í ár“ Besta-spáin 2025: Hamra járnið meðan það er heitt Segja að Valur hafi boðið meira en tvær milljónir í Úlfu Dís „Hef ekkert það miklar áhyggjur af þessum breytingum“ Besta-spáin 2025: Lífið eftir Arnar Bræður berjast og fjölskyldumeðlimir velja á milli Fantasy leikur Bestu deildarinnar kominn í loftið Grindvíkingar ætla að spila í Grindavík í sumar Þrjár kempur spila með KV í sumar Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa „Ef það er eitthvað lið sem getur veitt Breiðabliki og Víkingi keppni er það Valur“ Besta-spáin 2025: Siglt undir radarinn Veðmál á leik á Íslandi vöktu miklar grunsemdir Sölvi Geir ekki í miðvarðaleit Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Skoruðu þrjú af fjórum mörkum leiksins en töpuðu samt FH-ingar sækja sér miðvörð til sænska liðsins AIK Vilja að líkamlegi þátturinn dansi í takt við þann taktíska og tæknilega Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum „Allir í Vesturbænum eru spenntir en maður hefur séð meiri gæði í einum hópi“ Besta-spáin 2025: Máttur fjöldans Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby „Hefur aldrei verið vandamál fyrir mig“ Sjá meira
Samkvæmt upplýsingum Vísis hafa viðræður á milli Gylfa og Vals gengið mjög vel. Börkur Edvardsson, formaður knattspyrnudeildar Vals, fullyrðir hins vegar að viðræðum sé ekki lokið og að Gylfi hafi enn ekki skrifað undir samning við Hlíðarendafélagið. Gylfi hefur þó verið við æfingar með Val á Spáni, eftir að hafa sinnt þar sjálfur endurhæfingu sinni eftir meiðsli. Hann fékk samningi sínum við danska félagið Lyngby rift í janúar, til að sinna endurhæfingunni án þess að þiggja laun, en samningurinn átti að gilda fram á sumar. Andreas Byder, yfirmaður knattspyrnumála hjá Lyngby sagði eftir þau tíðindi að félagið og Gylfi Þór hefðu gert með sér heiðursmannasamkomulag þess efnis að hann myndi snúa aftur til Lyngby þegar að hann væri búinn að ná sér af meiðslunum. Danski vefmiðillinn Bold hafði samband við Lyngby vegna málsins í dag en forráðamenn danska félagsins vildu ekki tjá sig um það. David Nielsen, nýráðinn þjálfari Lyngby, var spurður út í það á dögunum hvort hann reiknaði með endurkomu Gylfa Þórs til Lyngby. Nielsen sagði þá ekki reikna með því. Fyrsti leikur í næstu viku? Gangi allt eftir varðandi vistaskipti Gylfa til Vals, og hafi hann heilsu til, gæti fyrsti leikur hans með Val mögulega orðið í undanúrslitum Lengjubikarsins eftir viku, þegar Valur mætir ÍA á Hlíðarenda. Ekki nema að Åge Hareide ákveði að velja hann í íslenska landsliðshópinn á föstudaginn, fyrir komandi umspil um sæti á EM. Hareide hefur þó sagt að það sé afar ólíklegt að hann velji leikmann sem ekki hafi spilað fyrir sitt félagslið lengi. Gylfi, sem er 34 ára gamall, hóf að spila fótbolta að nýju síðasta haust eftir rúmlega tveggja ára hlé vegna ásakana um brot gegn ólögráða einstaklingi. Hann kom ekkert við sögu á lokaári samnings síns hjá Everton, eftir að hafa síðast spilað fyrir liðið í maí 2021, á meðan á rannsókn lögreglu stóð en málið var loks látið niður falla. Gylfi náði þó aðeins að spila sex leiki með Lyngby í haust, vegna meiðsla, en skoraði tvö mörk. Hann lék einnig tvo landsleiki og skoraði tvennu gegn Liechtenstein, sem gerði hann að markahæsta leikmanni karlalandsliðsins frá upphafi með 27 mörk. Á löngum atvinnumannsferli lék Gylfi með Everton, Swansea og Tottenham í ensku úrvalsdeildinni, og skoraði samtals 67 mörk í þeirri deild, sem gerir hann að einum markahæsta miðjumanni í sögu hennar. Þá átti hann 50 stoðsendingar. Gylfi hefur einnig leikið í þýsku 1. deildinni með Hoffenheim og í neðri deildum Englands. Gylfi er uppalinn hjá FH og lék einnig með yngri flokkum Breiðabliks áður en hann fór út til Englands og samdi við Reading, sextán ára gamall, þar sem hann hóf meistaraflokksferil sinn.
Besta deild karla Valur Mest lesið „Hugsaði að þetta myndi fá mig til að halda kjafti“ Golf Jón Halldórsson kjörinn formaður HSÍ Handbolti Eitthvað sem læknar segja ekki við þig að ástæðulausu Fótbolti „Ég er 100% pirraður“ Enski boltinn Verstappen fagnaði sigri í Japan: „Þetta er ansi dýr sláttuvél“ Formúla 1 Kyssti fréttamanninn í miðju viðtali Sport Sjáðu fyrstu mörk Íslandsmótsins í ár: Var þetta víti? Íslenski boltinn „Viðeigandi að fagna komu hennar með marki“ Íslenski boltinn Skelltu sér í jarðarför Hauka Körfubolti Dagskráin í dag: Þrír leikir í Bestu deildinni og Valur getur komist í 2-0 Sport Fleiri fréttir Sjáðu fyrstu mörk Íslandsmótsins í ár: Var þetta víti? „Viðeigandi að fagna komu hennar með marki“ „Skrifast á ákveðinn sviðsskrekk“ Uppgjörið: Breiðablik - Afturelding 2-0 | Meistararnir með öruggan sigur í opnunarleiknum Erfiðasta frumraun félags í efstu deild í 36 ár Blikar hafa byrjað báðar titilvarnir sínar illa Íslenskir dómarar verða á samfélagsmiðlum í sumar „Sé þá ekki vinna í ár“ Besta-spáin 2025: Hamra járnið meðan það er heitt Segja að Valur hafi boðið meira en tvær milljónir í Úlfu Dís „Hef ekkert það miklar áhyggjur af þessum breytingum“ Besta-spáin 2025: Lífið eftir Arnar Bræður berjast og fjölskyldumeðlimir velja á milli Fantasy leikur Bestu deildarinnar kominn í loftið Grindvíkingar ætla að spila í Grindavík í sumar Þrjár kempur spila með KV í sumar Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa „Ef það er eitthvað lið sem getur veitt Breiðabliki og Víkingi keppni er það Valur“ Besta-spáin 2025: Siglt undir radarinn Veðmál á leik á Íslandi vöktu miklar grunsemdir Sölvi Geir ekki í miðvarðaleit Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Skoruðu þrjú af fjórum mörkum leiksins en töpuðu samt FH-ingar sækja sér miðvörð til sænska liðsins AIK Vilja að líkamlegi þátturinn dansi í takt við þann taktíska og tæknilega Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum „Allir í Vesturbænum eru spenntir en maður hefur séð meiri gæði í einum hópi“ Besta-spáin 2025: Máttur fjöldans Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby „Hefur aldrei verið vandamál fyrir mig“ Sjá meira