Ríkissáttasemjari reynir til þrautar að miðla málum Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir og Heimir Már Pétursson skrifa 12. mars 2024 19:47 Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR segir jákvætt að samtal sé enn í gangi. Vísir/Vilhelm Lítið sem ekkert hefur verið um sameiginlega fundi samninganefnda SA og verslunarmanna í dag heldur hefur ríkissáttasemjari gengið á milli deiluaðila og lagt fyrir þá hugmyndir, sem gætu verið til lausnar deilunni. Kynnti hann eina slíka hugmynd fyrir samningsaðilum á áttunda tímanum í kvöld. Eftir það tóku deiluaðilar sér kvöldmatarhlé og ætla að koma aftur saman hjá sáttasemjara síðar í kvöld. „Við erum alltaf að þokast ef við erum að tala saman. Ef það er verið að kasta á milli hugmyndum er alltaf einhver von á að við náum lendingu á endanum. Það er bara jákvætt. Við höfum þrátt fyrir þetta útspil SA í dag, sem setti náttúrulega allt upp í bál og brand ef svo má segja, verið að ná lendingu í öðrum málum,“ segir Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR í samtali við fréttastofu rétt fyrir klukkan sjö. Sérstök staða að vera í „Það er samtal í gangi. Það er verið að kasta hugmyndum á milli og svo lengi sem það er, er alltaf von.“ Samtök atvinnulífsins tilkynntu í dag að stjórn samtakanna hefði samþykkt einróma að boða til allsherjaratkvæðagreiðslu um verkbann á skrifstofufólk innan VR. Tilefnið er yfirvofandi verkfall starfsfólks á Keflavíkurflugvelli. Í kjölfar þessa sagði Ragnar Þór viðbrögð SA ofsafengin og kröfur VR raunhæfar. „Þetta er mjög sérstök staða að vera í. Þetta er í fyrsta sinn sem ég fer í gegnum samninga þar sem búið er að hvetja til atkvæðagreiðslu um verkbann, sem er mjög sérstök staða og ætti að vera öllum stéttarfélögum og verkalýðshreyfingunni allri mikið umhugsunarefni. Við höfum verið að nýta daginn til að bregðast við þessu með margvíslegum hætti. Þó ég geti ekki farið ofan í saumana á því núna kemur það vonandi í ljós næstu daga ef ekki semst,“ segir Ragnar. Hnútur sem þarf að leysa Rúm vika er í boðaðar aðgerðir af beggja hálfu en þung stemning var í Karphúsinu í dag. Ragnar segir markmið beggja samningsaðila að klára dæmið sem fyrst. „Það þarf auðvitað að leysa ákveðinn hnút sem snýr að starfsfólkinu uppi á Keflavíkurflugvelli til þess að þetta komist á það skrið að hægt sé að klára þetta. Þarna stendur hnífurinn í kúnni. Nú er ég nánast dottinn í fjölmiðlabann þannig að þetta er síðasta viðtalið sem ég tek í bili,“ segir Ragnar en viðtalið, sem var tekið rétt fyrir klukkan sjö í kvöld, var það síðasta sem Ragnar Þór veitti áður en Ástráður Haraldsson ríkissáttasemjari setti samninganefndirnar í fjölmiðlabann. „Við munum að sjálfsögðu gera okkar allra besta til að leysa þetta með það að markmiði að ná ásættanlegri niðurstöðu fyrir okkar félagsfólk uppi á Keflavíkurflugvelli, sem við erum auðvitað í umboði fyrir sem stéttarfélagið þeirra. Það er auðvitað undir þeim komið hvað þau eru tilbúin að sætta sig við, ekki hvað ég er tilbúinn að gera.“ Sérfræðingar VR þurfi nú að rýna hugmyndir SA áður en málið er borið undir félagsmenn VR á flugvellinum. Í fyrri útgáfu fréttarinnar sagði að tillagan, sem lögð var fram um kvöldmatarleytið, væri til komin frá Samtökum atvinnulífsins. Það hefur verið leiðrétt. Kjaramál Kjaraviðræður 2023-24 Fréttir af flugi Keflavíkurflugvöllur Icelandair Tengdar fréttir Stál í stál í Karphúsinu Aukin harka hljóp í kjaraviðræður verslunarmanna í dag þegar Samtök atvinnulífsins hófu atkvæðagreiðslu um verkbann á þúsundir félagsmanna VR vegna boðunar félagsins á röð verkfalla hjá Icelandair. 12. mars 2024 19:20 Segja SA reyna að kúga láglaunafólk í nafni stöðugleika Samninganefnd VR fordæmir ákvörðun Samtaka atvinnulífsins um að hefja atkvæðagreiðslu um verkbann gagnvart skrifstofufólki innan VR, sem sé kúgun gagnvart öllu skrifstofufólki í röðum félagsins. 12. mars 2024 18:17 Fyrst og fremst varnaraðgerð Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir að boðað verkbann gagnvart miklum fjölda félagsmanna VR sé fyrst og fremst varnaraðgerð af hálfu SA. 12. mars 2024 16:06 Mest lesið Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Innlent Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Erlent Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn Innlent Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Innlent „Kemur ekki til greina að fresta þessu máli“ Innlent Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Innlent Fleiri fréttir „Þetta er bara hálfkák og ekkert annað“ Skiltið hluti af stærra vandamáli sem dragi úr lífsgæðum Spyr hvort berja megi blaðamenn í ljósi sýknudómsins Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Fjársvelt geðheilbrigðisúrræði og boltaleikjabann „Kemur ekki til greina að fresta þessu máli“ Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Þrír milljarðar til viðbótar í viðhald vega Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Vill vindorkuver í Garpsdal og breytir tillögu stjórnar Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn „Við erum með háskólakerfi sem er fjármagnað undir OECD meðaltali“ Rembihnútur á þinginu en örþrifaráð ekki til umræðu Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Þinglok ekki í augnsýn og háskólarnir undirfjármagnaðir Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Ný kort sýna hvernig almyrkvinn verður á Íslandi Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Formenn þingflokka halda spilunum þétt að sér Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Hiti nær 22 stigum fyrir austan Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Sjá meira
„Við erum alltaf að þokast ef við erum að tala saman. Ef það er verið að kasta á milli hugmyndum er alltaf einhver von á að við náum lendingu á endanum. Það er bara jákvætt. Við höfum þrátt fyrir þetta útspil SA í dag, sem setti náttúrulega allt upp í bál og brand ef svo má segja, verið að ná lendingu í öðrum málum,“ segir Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR í samtali við fréttastofu rétt fyrir klukkan sjö. Sérstök staða að vera í „Það er samtal í gangi. Það er verið að kasta hugmyndum á milli og svo lengi sem það er, er alltaf von.“ Samtök atvinnulífsins tilkynntu í dag að stjórn samtakanna hefði samþykkt einróma að boða til allsherjaratkvæðagreiðslu um verkbann á skrifstofufólk innan VR. Tilefnið er yfirvofandi verkfall starfsfólks á Keflavíkurflugvelli. Í kjölfar þessa sagði Ragnar Þór viðbrögð SA ofsafengin og kröfur VR raunhæfar. „Þetta er mjög sérstök staða að vera í. Þetta er í fyrsta sinn sem ég fer í gegnum samninga þar sem búið er að hvetja til atkvæðagreiðslu um verkbann, sem er mjög sérstök staða og ætti að vera öllum stéttarfélögum og verkalýðshreyfingunni allri mikið umhugsunarefni. Við höfum verið að nýta daginn til að bregðast við þessu með margvíslegum hætti. Þó ég geti ekki farið ofan í saumana á því núna kemur það vonandi í ljós næstu daga ef ekki semst,“ segir Ragnar. Hnútur sem þarf að leysa Rúm vika er í boðaðar aðgerðir af beggja hálfu en þung stemning var í Karphúsinu í dag. Ragnar segir markmið beggja samningsaðila að klára dæmið sem fyrst. „Það þarf auðvitað að leysa ákveðinn hnút sem snýr að starfsfólkinu uppi á Keflavíkurflugvelli til þess að þetta komist á það skrið að hægt sé að klára þetta. Þarna stendur hnífurinn í kúnni. Nú er ég nánast dottinn í fjölmiðlabann þannig að þetta er síðasta viðtalið sem ég tek í bili,“ segir Ragnar en viðtalið, sem var tekið rétt fyrir klukkan sjö í kvöld, var það síðasta sem Ragnar Þór veitti áður en Ástráður Haraldsson ríkissáttasemjari setti samninganefndirnar í fjölmiðlabann. „Við munum að sjálfsögðu gera okkar allra besta til að leysa þetta með það að markmiði að ná ásættanlegri niðurstöðu fyrir okkar félagsfólk uppi á Keflavíkurflugvelli, sem við erum auðvitað í umboði fyrir sem stéttarfélagið þeirra. Það er auðvitað undir þeim komið hvað þau eru tilbúin að sætta sig við, ekki hvað ég er tilbúinn að gera.“ Sérfræðingar VR þurfi nú að rýna hugmyndir SA áður en málið er borið undir félagsmenn VR á flugvellinum. Í fyrri útgáfu fréttarinnar sagði að tillagan, sem lögð var fram um kvöldmatarleytið, væri til komin frá Samtökum atvinnulífsins. Það hefur verið leiðrétt.
Kjaramál Kjaraviðræður 2023-24 Fréttir af flugi Keflavíkurflugvöllur Icelandair Tengdar fréttir Stál í stál í Karphúsinu Aukin harka hljóp í kjaraviðræður verslunarmanna í dag þegar Samtök atvinnulífsins hófu atkvæðagreiðslu um verkbann á þúsundir félagsmanna VR vegna boðunar félagsins á röð verkfalla hjá Icelandair. 12. mars 2024 19:20 Segja SA reyna að kúga láglaunafólk í nafni stöðugleika Samninganefnd VR fordæmir ákvörðun Samtaka atvinnulífsins um að hefja atkvæðagreiðslu um verkbann gagnvart skrifstofufólki innan VR, sem sé kúgun gagnvart öllu skrifstofufólki í röðum félagsins. 12. mars 2024 18:17 Fyrst og fremst varnaraðgerð Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir að boðað verkbann gagnvart miklum fjölda félagsmanna VR sé fyrst og fremst varnaraðgerð af hálfu SA. 12. mars 2024 16:06 Mest lesið Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Innlent Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Erlent Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn Innlent Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Innlent „Kemur ekki til greina að fresta þessu máli“ Innlent Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Innlent Fleiri fréttir „Þetta er bara hálfkák og ekkert annað“ Skiltið hluti af stærra vandamáli sem dragi úr lífsgæðum Spyr hvort berja megi blaðamenn í ljósi sýknudómsins Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Fjársvelt geðheilbrigðisúrræði og boltaleikjabann „Kemur ekki til greina að fresta þessu máli“ Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Þrír milljarðar til viðbótar í viðhald vega Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Vill vindorkuver í Garpsdal og breytir tillögu stjórnar Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn „Við erum með háskólakerfi sem er fjármagnað undir OECD meðaltali“ Rembihnútur á þinginu en örþrifaráð ekki til umræðu Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Þinglok ekki í augnsýn og háskólarnir undirfjármagnaðir Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Ný kort sýna hvernig almyrkvinn verður á Íslandi Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Formenn þingflokka halda spilunum þétt að sér Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Hiti nær 22 stigum fyrir austan Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Sjá meira
Stál í stál í Karphúsinu Aukin harka hljóp í kjaraviðræður verslunarmanna í dag þegar Samtök atvinnulífsins hófu atkvæðagreiðslu um verkbann á þúsundir félagsmanna VR vegna boðunar félagsins á röð verkfalla hjá Icelandair. 12. mars 2024 19:20
Segja SA reyna að kúga láglaunafólk í nafni stöðugleika Samninganefnd VR fordæmir ákvörðun Samtaka atvinnulífsins um að hefja atkvæðagreiðslu um verkbann gagnvart skrifstofufólki innan VR, sem sé kúgun gagnvart öllu skrifstofufólki í röðum félagsins. 12. mars 2024 18:17
Fyrst og fremst varnaraðgerð Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir að boðað verkbann gagnvart miklum fjölda félagsmanna VR sé fyrst og fremst varnaraðgerð af hálfu SA. 12. mars 2024 16:06
Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent
Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent