Spá 25 punkta lækkun stýrivaxta Atli Ísleifsson skrifar 12. mars 2024 12:54 Jón Bjarki Bentsson er aðahagfræðingur Íslandsbanka. Greining bankans telur að stýrivextir gætu verið komnir niður fyrir átta prósent um næstu áramót og undir sex prósent að tveimur árum liðnum. Vísir/Vilhelm Greining Íslandsbanka spáir því að peningastefnunefnd Seðlabankans muni lækka stýrivexti um 0,25 prósentustig þegar næsta vaxtaákvörðun verður kynnt á miðvikudaginn í næstu viku. Nokkrar líkur séu einnig á að vöxtum verði haldið óbreyttum fram í maí. Þetta kemur fram á vef Íslandsbanka, en stýrivextir eru nú 9,25 prósent og hefur bankinn haldið þeim óbreyttum síðustu þrjá vaxtaákvörðunardaga. Fram kemur á vef Íslandsbanka að fari svo að vextir verði lækkaðir nú muni hagfelld niðurstaða kjarasamninga, minni verðbólguþrýstingur og merki um kólnandi hagkerfi vega þyngra en háar verðbólguvæntingar og öfugt ef niðurstaðan verðióbreyttir vextir. „Stýrivextir gætu verið komnir niður fyrir 8% um næstu áramót og undir 6% að tveimur árum liðnum. Við spáum því að langþráð vaxtalækkunarferli Seðlabankans hefjist á næsta vaxtaákvörðunardegi, 20. mars næstkomandi. Gerum við ráð fyrir því að vextir verði lækkaðir um 0,25 prósentur og meginvextir bankans, vextir á 7 daga bundnum innlánum, verði 9,0%. Nokkrar líkur eru þó á því að peningastefnunefnd bankans ákveði að bíða átekta fram í maí, halda vöxtum óbreyttum að þessu sinni og sjá hvað næstu mánuðir bera í skauti sér hvað verðbólguþróun, lyktir þeirra kjarasamninga sem enn er ólokið og áframhaldandi kólnun hagkerfisins varðar. Gætu skoðanir innan nefndarinnar orðið skiptar hvað þetta varðar líkt og raunin var í febrúar. Okkar skoðun er hins vegar að ekki sé eftir neinu að bíða með lækkun vaxta eftir fremur hagfellda niðurstöðu kjarasamninga á stórum hluta hins almenna vinnumarkaðar, hjöðnun verðbólgu á flesta ef ekki alla kvarða síðustu mánuði og sífellt skýrari vísbendingar um kólnandi hagkerfi eftir stutt en snarpt þensluskeið,“ segir á vef Íslandsbanka. Seðlabankinn Íslandsbanki Fjármálafyrirtæki Efnahagsmál Íslenska krónan Mest lesið Varað við svörtum eldhúsáhöldum Neytendur Segir skilið við Grillmarkaðinn Viðskipti innlent Airbus vottuð með hreyflum sem knýja þotur Icelandair Viðskipti innlent „Þetta verður bara heiðarlegur bisness, ég nenni engu kjaftæði“ Viðskipti innlent Skipar í valnefndir til að meta umsækjendur um stjórnarsetu Viðskipti innlent Að taka því ekki persónulega hvernig týpa þinn yfirmaður er Atvinnulíf Metsætanýting í febrúar hjá Icelandair Viðskipti innlent Vill færa RÚV nær fyrirkomulaginu á Norðurlöndunum Viðskipti innlent Bein útsending: Iðnþing 2025 – Ísland á stóra sviðinu Viðskipti innlent Tilnefningar til Íslensku vefverðalaunanna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Metsætanýting í febrúar hjá Icelandair Segir skilið við Grillmarkaðinn Skipar í valnefndir til að meta umsækjendur um stjórnarsetu Bein útsending: Iðnþing 2025 – Ísland á stóra sviðinu Airbus vottuð með hreyflum sem knýja þotur Icelandair Vill færa RÚV nær fyrirkomulaginu á Norðurlöndunum Grunnskólarnir pöntuðu fjögur þúsund pizzur Slæm staða einkarekinna fjölmiðla kom á óvart Árétta að uppsagnir geti verið liður í framkvæmd samruna Bein útsending: Magnast spennan – Orkuöryggi í breyttu umhverfi Tilnefningar til Íslensku vefverðalaunanna Norræni bankinn fjármagnar þrjú verkefni Heima Nýir eigendur endurreisa Snúruna Ráðinn yfirverkefnastjóri Colas Halldóra Fanney, Auður Erla og Sunna Ösp ráðnar til Samkaupa Starfsfólki fjölgar hjá RÚV en hríðfækkar í bransanum Eldrauður dagur í Kauphöllinni Bein útsending: Ársfundur Landsvirkjunar Stækka Smárabíó og bæta við þrettán veitingastöðum í Smáralind Gunnar tekur við af Hálfdáni hjá Örnu 64 sagt upp í þremur hópuppsögnum Baðlón og nýr veitingastaður Gísla Matt í Laugarási Sérfræðingur í gervigreind til KPMG Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Fyrrverandi aðstoðarmaður skellir sér aftur í auglýsingarnar Ekkert verður af frekari loðnuvertíð Engin bráð hætta á „bíólausu Íslandi“ Skattar á áfengi hæstir á Íslandi Stefna á Coda stöð við Húsavík Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Sjá meira
Þetta kemur fram á vef Íslandsbanka, en stýrivextir eru nú 9,25 prósent og hefur bankinn haldið þeim óbreyttum síðustu þrjá vaxtaákvörðunardaga. Fram kemur á vef Íslandsbanka að fari svo að vextir verði lækkaðir nú muni hagfelld niðurstaða kjarasamninga, minni verðbólguþrýstingur og merki um kólnandi hagkerfi vega þyngra en háar verðbólguvæntingar og öfugt ef niðurstaðan verðióbreyttir vextir. „Stýrivextir gætu verið komnir niður fyrir 8% um næstu áramót og undir 6% að tveimur árum liðnum. Við spáum því að langþráð vaxtalækkunarferli Seðlabankans hefjist á næsta vaxtaákvörðunardegi, 20. mars næstkomandi. Gerum við ráð fyrir því að vextir verði lækkaðir um 0,25 prósentur og meginvextir bankans, vextir á 7 daga bundnum innlánum, verði 9,0%. Nokkrar líkur eru þó á því að peningastefnunefnd bankans ákveði að bíða átekta fram í maí, halda vöxtum óbreyttum að þessu sinni og sjá hvað næstu mánuðir bera í skauti sér hvað verðbólguþróun, lyktir þeirra kjarasamninga sem enn er ólokið og áframhaldandi kólnun hagkerfisins varðar. Gætu skoðanir innan nefndarinnar orðið skiptar hvað þetta varðar líkt og raunin var í febrúar. Okkar skoðun er hins vegar að ekki sé eftir neinu að bíða með lækkun vaxta eftir fremur hagfellda niðurstöðu kjarasamninga á stórum hluta hins almenna vinnumarkaðar, hjöðnun verðbólgu á flesta ef ekki alla kvarða síðustu mánuði og sífellt skýrari vísbendingar um kólnandi hagkerfi eftir stutt en snarpt þensluskeið,“ segir á vef Íslandsbanka.
Seðlabankinn Íslandsbanki Fjármálafyrirtæki Efnahagsmál Íslenska krónan Mest lesið Varað við svörtum eldhúsáhöldum Neytendur Segir skilið við Grillmarkaðinn Viðskipti innlent Airbus vottuð með hreyflum sem knýja þotur Icelandair Viðskipti innlent „Þetta verður bara heiðarlegur bisness, ég nenni engu kjaftæði“ Viðskipti innlent Skipar í valnefndir til að meta umsækjendur um stjórnarsetu Viðskipti innlent Að taka því ekki persónulega hvernig týpa þinn yfirmaður er Atvinnulíf Metsætanýting í febrúar hjá Icelandair Viðskipti innlent Vill færa RÚV nær fyrirkomulaginu á Norðurlöndunum Viðskipti innlent Bein útsending: Iðnþing 2025 – Ísland á stóra sviðinu Viðskipti innlent Tilnefningar til Íslensku vefverðalaunanna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Metsætanýting í febrúar hjá Icelandair Segir skilið við Grillmarkaðinn Skipar í valnefndir til að meta umsækjendur um stjórnarsetu Bein útsending: Iðnþing 2025 – Ísland á stóra sviðinu Airbus vottuð með hreyflum sem knýja þotur Icelandair Vill færa RÚV nær fyrirkomulaginu á Norðurlöndunum Grunnskólarnir pöntuðu fjögur þúsund pizzur Slæm staða einkarekinna fjölmiðla kom á óvart Árétta að uppsagnir geti verið liður í framkvæmd samruna Bein útsending: Magnast spennan – Orkuöryggi í breyttu umhverfi Tilnefningar til Íslensku vefverðalaunanna Norræni bankinn fjármagnar þrjú verkefni Heima Nýir eigendur endurreisa Snúruna Ráðinn yfirverkefnastjóri Colas Halldóra Fanney, Auður Erla og Sunna Ösp ráðnar til Samkaupa Starfsfólki fjölgar hjá RÚV en hríðfækkar í bransanum Eldrauður dagur í Kauphöllinni Bein útsending: Ársfundur Landsvirkjunar Stækka Smárabíó og bæta við þrettán veitingastöðum í Smáralind Gunnar tekur við af Hálfdáni hjá Örnu 64 sagt upp í þremur hópuppsögnum Baðlón og nýr veitingastaður Gísla Matt í Laugarási Sérfræðingur í gervigreind til KPMG Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Fyrrverandi aðstoðarmaður skellir sér aftur í auglýsingarnar Ekkert verður af frekari loðnuvertíð Engin bráð hætta á „bíólausu Íslandi“ Skattar á áfengi hæstir á Íslandi Stefna á Coda stöð við Húsavík Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Sjá meira