Tilnefningarferlið hófst 7. mars síðastliðinn og lauk klukkan 12 í dag.
Kosningarnar sjálfar hefjast 11. apríl næstkomandi og standa til 16. apríl.
Sjö lýstu áhuga á því að taka við tilnefningum; Bjarni Karlsson, Elínborg Sturludóttir, Guðrún Karls Helgudóttir, Guðmundur Karl Brynjarsson, Helga Soffía Konráðsdóttir, Kristján Björnsson og Ninna Sif Svavarsdóttir.
Þá var Svavar Alfreð Jónsson einnig nefndur í þessu sambandi.
Þetta var í annað sinn sem tilnefningar fóru fram en endurtaka þurfti ferlið eftir að tæknileg vandamál urðu þess valdandi að ekki reyndist mögulegt að nálgast niðurstöðurnar. Var málinu þannig lýst við fréttastofu að tilnefningarnar hefðu verið dulkóðaðar en þegar til stóð að telja ekki unnt að „opna umslögin“.
Kjörstjórn Þjóðkirkjunnar ákvað í kjölfarið að endurtaka tilnefningarferlið en nokkrar tafir urðu á því vegna svaraleysis frá forsætisnefnd Kirkjuþings.
Alls voru 167 á tilnefningaskrá og af þeim tilnefndu 160. Hver má tilnefna þrjá.
48 voru tilnefndir.
Úrslit voru þannig:
Sr. Guðrún Karls Helgudóttir (65)
Sr. Guðmundur Karl Brynjarsson (60)
Sr. Elínborg Sturludóttir (52)
Næstir komu, með 10 tilnefningar eða fleiri:
Sr. Ninna Sif Svavarsdóttir (47)
Sr. Helga Soffía Konráðsdóttir (41)
Sr. Bjarni Karlsson (38)
Sr. Kristján Björnsson (20)
Sr. Sveinn Valgeirsson (13)