Bræðurnir hafa verið ásakaðir um ýmis brot á árunum 2012 til 2015, meðal annars kynferðisofbeldi.
Í yfirlýsingu talsmanns Andrew segir að bræðurnir neiti ásökununum staðfastlega.
Handtökuskipunin var gefin út í gær, að sögn lögregluyfirvalda í Rúmeníu. Mennirnir voru í kjölfarið handteknir, færðir fyrir dómara í Búkarest og úskurðaðir í 24 klukkustunda gæsluvarðhald.
Talsmaðurinn segir málið varða áratuga gamlar ásakanir sem séu nú að ganga í endurnýjun lífdaga. Bræðurnir séu verulega óánægðir og áhyggjufullir af stöðu mála.
Samfélagsmiðlastjarnan og bróðir hans hafa verið mikið í fjölmiðlum vegna fjölda ásakan um mansal og kynferðisofbeldi. Þeir voru fyrst handteknir í Rúmeníu í lok árs 2022 og meðal annars sakaðir um að hafa, í félagi við aðra, tælt konur til landsins og síðan neytt þær til að taka þátt í framleiðslu klámefnis.
Réttarhöld í málinu hafa enn ekki farið fram en Andrew var látin laus í ágúst í fyrra gegn því að hann ferðaðist ekki úr landi.