Gengið vel að fá upplýsingar frá meintum mansalsþolendum Bjarki Sigurðsson skrifar 11. mars 2024 18:26 Hildur Sunna Pálmadóttir, aðstoðarsaksóknari hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Vísir/Steingrímur Dúi Lögreglu gengur afar vel að fá upplýsingar frá þolendum meints mansals Davíðs Viðarsson. Þeim var létt þegar lögreglan handtók sex manns í tengslum við málið. Sex eru í haldi lögreglu vegna mála athafnamannsins Davíðs Viðarssonar og þrír til viðbótar hafa stöðu sakbornings. Sakborningarnir eru meðal annars grunaðir um mansal í gegnum veitingastaði Davíðs, til að mynda Pho Vietnamise og Wokon. Í dag var greint frá því að einn sakborninga málsins væri ekki með tengingu við Víetnam og að tveir fulltrúar bandarísku fíkniefnalögreglunnar, DEA, hafi verið með í för þegar ráðist var í aðgerðir á þriðjudag. Það fundust hvorki fíkniefni né búnaður til framleiðslu fíkniefna við húsleit. Hafa veitt lögreglu allar upplýsingar Fórnarlömb málsins eru á þriðja tug og koma öll frá Víetnam. Hildur Sunna Pálmadóttir, aðstoðarsaksóknari hjá lögreglunni, segir að við aðgerðirnar hafi allt verið gert til að tryggja það að þeim liði vel í aðgerðunum. Öll fórnarlömbin voru til í að veita yfirvöldum upplýsingar. „Við teljum nauðsynlegt að þau fái sem mesta aðstoð og það er almennt talið að í málum af þessum toga að grípa þolendurnar. Að það sé lang mikilvægast til að þau treysti yfirvöldum og fá sem bestan framburð frá þeim því það er það sem skiptir mestu máli í þessum málum og það gekk vel í þessum aðgerðum,“ segir Hildur. Fundu fyrir létti Hún segir starfsfólkið hafa upplifað ákveðinn létti þegar sakborningarnir voru handteknir. „Við erum að vinna að því að taka utan um þau og veita þeim þá þjónustu sem þeim stendur til boða. Þau hafa nýtt sér opna viðtalstíma hjá félagsþjónustunni og jafnframt hefur félagsþjónustan útvegað einhverjum húsnæði sem hafa þurft á því að halda,“ segir Hildur. Geta sótt um vinnu Þolendunum hefur verið veitt dvalarleyfi hér á landi. „Jafnframt erum við í samvinnu við Vinnumálastofnun og fleiri aðila við að finna fyrir þau nýja vinnu. Það er það sem er í undirbúningi núna. Þau fá öll aðstoð réttargæslumanns. Fengu það við skýrslutökur hjá lögreglu og erum í góðum samskiptum við þá,“ segir Hildur. Mál Davíðs Viðarssonar Lögreglumál Mansal Tengdar fréttir Ráðinn sem sérhæfður kokkur en settur í ræstingar Flestir þeirra sem fá dvalarleyfi á Íslandi vegna sérfræðiþekkingar, líkt og talið er að fórnarlömb meints mansals Davíðs Viðarssonar hafi fengið, koma frá Víetnam. Sviðsstjóri hjá Vinnumálastofnun segir það koma reglulega fyrir að fólk vinni við allt annað en það er sagt ætla að gera við komuna hingað til lands. 9. mars 2024 07:54 Tók langan tíma að vinna traust starfsfólks Davíðs Viðarssonar Vinnustaðaeftirlit ASÍ hefur í heilt ár heimsótt vinnustaði í eigu Davíðs Viðarssonar til að byggja upp traust hjá starfsfólki sem talið var í vinnumansali. Lögfræðingur hjá ASÍ fagnar því að mál sem þessi séu nú að komast á yfirborðið og vonar að málið rati fyrir dóm og verði fordæmisgefandi. Málið er ekki eina vinnumansalsmálið sem er á borði ASÍ. 8. mars 2024 12:49 Með rekstur og fasteignir út um alla borg Athafnamaðurinn Davíð Viðarsson á fjölmörg félög og rekur fjölda veitingastaða og verslana í Reykjavík. Heildareignir félaganna sem Davíð á nema 1,2 milljarði króna. 6. mars 2024 12:28 Mest lesið Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Innlent Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Ákæru fyrir manndráp vísað frá Erlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Innlent Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Innlent Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Innlent Fleiri fréttir „Mjög áhugaverð umræða“ Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Breki Atlason gefur kost á sér á lista Miðflokksins Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Streymi: Málþing um stöðu fatlaðra barna í íþróttum Lögregla eltist við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Sjá meira
Sex eru í haldi lögreglu vegna mála athafnamannsins Davíðs Viðarssonar og þrír til viðbótar hafa stöðu sakbornings. Sakborningarnir eru meðal annars grunaðir um mansal í gegnum veitingastaði Davíðs, til að mynda Pho Vietnamise og Wokon. Í dag var greint frá því að einn sakborninga málsins væri ekki með tengingu við Víetnam og að tveir fulltrúar bandarísku fíkniefnalögreglunnar, DEA, hafi verið með í för þegar ráðist var í aðgerðir á þriðjudag. Það fundust hvorki fíkniefni né búnaður til framleiðslu fíkniefna við húsleit. Hafa veitt lögreglu allar upplýsingar Fórnarlömb málsins eru á þriðja tug og koma öll frá Víetnam. Hildur Sunna Pálmadóttir, aðstoðarsaksóknari hjá lögreglunni, segir að við aðgerðirnar hafi allt verið gert til að tryggja það að þeim liði vel í aðgerðunum. Öll fórnarlömbin voru til í að veita yfirvöldum upplýsingar. „Við teljum nauðsynlegt að þau fái sem mesta aðstoð og það er almennt talið að í málum af þessum toga að grípa þolendurnar. Að það sé lang mikilvægast til að þau treysti yfirvöldum og fá sem bestan framburð frá þeim því það er það sem skiptir mestu máli í þessum málum og það gekk vel í þessum aðgerðum,“ segir Hildur. Fundu fyrir létti Hún segir starfsfólkið hafa upplifað ákveðinn létti þegar sakborningarnir voru handteknir. „Við erum að vinna að því að taka utan um þau og veita þeim þá þjónustu sem þeim stendur til boða. Þau hafa nýtt sér opna viðtalstíma hjá félagsþjónustunni og jafnframt hefur félagsþjónustan útvegað einhverjum húsnæði sem hafa þurft á því að halda,“ segir Hildur. Geta sótt um vinnu Þolendunum hefur verið veitt dvalarleyfi hér á landi. „Jafnframt erum við í samvinnu við Vinnumálastofnun og fleiri aðila við að finna fyrir þau nýja vinnu. Það er það sem er í undirbúningi núna. Þau fá öll aðstoð réttargæslumanns. Fengu það við skýrslutökur hjá lögreglu og erum í góðum samskiptum við þá,“ segir Hildur.
Mál Davíðs Viðarssonar Lögreglumál Mansal Tengdar fréttir Ráðinn sem sérhæfður kokkur en settur í ræstingar Flestir þeirra sem fá dvalarleyfi á Íslandi vegna sérfræðiþekkingar, líkt og talið er að fórnarlömb meints mansals Davíðs Viðarssonar hafi fengið, koma frá Víetnam. Sviðsstjóri hjá Vinnumálastofnun segir það koma reglulega fyrir að fólk vinni við allt annað en það er sagt ætla að gera við komuna hingað til lands. 9. mars 2024 07:54 Tók langan tíma að vinna traust starfsfólks Davíðs Viðarssonar Vinnustaðaeftirlit ASÍ hefur í heilt ár heimsótt vinnustaði í eigu Davíðs Viðarssonar til að byggja upp traust hjá starfsfólki sem talið var í vinnumansali. Lögfræðingur hjá ASÍ fagnar því að mál sem þessi séu nú að komast á yfirborðið og vonar að málið rati fyrir dóm og verði fordæmisgefandi. Málið er ekki eina vinnumansalsmálið sem er á borði ASÍ. 8. mars 2024 12:49 Með rekstur og fasteignir út um alla borg Athafnamaðurinn Davíð Viðarsson á fjölmörg félög og rekur fjölda veitingastaða og verslana í Reykjavík. Heildareignir félaganna sem Davíð á nema 1,2 milljarði króna. 6. mars 2024 12:28 Mest lesið Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Innlent Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Ákæru fyrir manndráp vísað frá Erlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Innlent Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Innlent Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Innlent Fleiri fréttir „Mjög áhugaverð umræða“ Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Breki Atlason gefur kost á sér á lista Miðflokksins Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Streymi: Málþing um stöðu fatlaðra barna í íþróttum Lögregla eltist við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Sjá meira
Ráðinn sem sérhæfður kokkur en settur í ræstingar Flestir þeirra sem fá dvalarleyfi á Íslandi vegna sérfræðiþekkingar, líkt og talið er að fórnarlömb meints mansals Davíðs Viðarssonar hafi fengið, koma frá Víetnam. Sviðsstjóri hjá Vinnumálastofnun segir það koma reglulega fyrir að fólk vinni við allt annað en það er sagt ætla að gera við komuna hingað til lands. 9. mars 2024 07:54
Tók langan tíma að vinna traust starfsfólks Davíðs Viðarssonar Vinnustaðaeftirlit ASÍ hefur í heilt ár heimsótt vinnustaði í eigu Davíðs Viðarssonar til að byggja upp traust hjá starfsfólki sem talið var í vinnumansali. Lögfræðingur hjá ASÍ fagnar því að mál sem þessi séu nú að komast á yfirborðið og vonar að málið rati fyrir dóm og verði fordæmisgefandi. Málið er ekki eina vinnumansalsmálið sem er á borði ASÍ. 8. mars 2024 12:49
Með rekstur og fasteignir út um alla borg Athafnamaðurinn Davíð Viðarsson á fjölmörg félög og rekur fjölda veitingastaða og verslana í Reykjavík. Heildareignir félaganna sem Davíð á nema 1,2 milljarði króna. 6. mars 2024 12:28