Gengið vel að fá upplýsingar frá meintum mansalsþolendum Bjarki Sigurðsson skrifar 11. mars 2024 18:26 Hildur Sunna Pálmadóttir, aðstoðarsaksóknari hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Vísir/Steingrímur Dúi Lögreglu gengur afar vel að fá upplýsingar frá þolendum meints mansals Davíðs Viðarsson. Þeim var létt þegar lögreglan handtók sex manns í tengslum við málið. Sex eru í haldi lögreglu vegna mála athafnamannsins Davíðs Viðarssonar og þrír til viðbótar hafa stöðu sakbornings. Sakborningarnir eru meðal annars grunaðir um mansal í gegnum veitingastaði Davíðs, til að mynda Pho Vietnamise og Wokon. Í dag var greint frá því að einn sakborninga málsins væri ekki með tengingu við Víetnam og að tveir fulltrúar bandarísku fíkniefnalögreglunnar, DEA, hafi verið með í för þegar ráðist var í aðgerðir á þriðjudag. Það fundust hvorki fíkniefni né búnaður til framleiðslu fíkniefna við húsleit. Hafa veitt lögreglu allar upplýsingar Fórnarlömb málsins eru á þriðja tug og koma öll frá Víetnam. Hildur Sunna Pálmadóttir, aðstoðarsaksóknari hjá lögreglunni, segir að við aðgerðirnar hafi allt verið gert til að tryggja það að þeim liði vel í aðgerðunum. Öll fórnarlömbin voru til í að veita yfirvöldum upplýsingar. „Við teljum nauðsynlegt að þau fái sem mesta aðstoð og það er almennt talið að í málum af þessum toga að grípa þolendurnar. Að það sé lang mikilvægast til að þau treysti yfirvöldum og fá sem bestan framburð frá þeim því það er það sem skiptir mestu máli í þessum málum og það gekk vel í þessum aðgerðum,“ segir Hildur. Fundu fyrir létti Hún segir starfsfólkið hafa upplifað ákveðinn létti þegar sakborningarnir voru handteknir. „Við erum að vinna að því að taka utan um þau og veita þeim þá þjónustu sem þeim stendur til boða. Þau hafa nýtt sér opna viðtalstíma hjá félagsþjónustunni og jafnframt hefur félagsþjónustan útvegað einhverjum húsnæði sem hafa þurft á því að halda,“ segir Hildur. Geta sótt um vinnu Þolendunum hefur verið veitt dvalarleyfi hér á landi. „Jafnframt erum við í samvinnu við Vinnumálastofnun og fleiri aðila við að finna fyrir þau nýja vinnu. Það er það sem er í undirbúningi núna. Þau fá öll aðstoð réttargæslumanns. Fengu það við skýrslutökur hjá lögreglu og erum í góðum samskiptum við þá,“ segir Hildur. Mál Davíðs Viðarssonar Lögreglumál Mansal Tengdar fréttir Ráðinn sem sérhæfður kokkur en settur í ræstingar Flestir þeirra sem fá dvalarleyfi á Íslandi vegna sérfræðiþekkingar, líkt og talið er að fórnarlömb meints mansals Davíðs Viðarssonar hafi fengið, koma frá Víetnam. Sviðsstjóri hjá Vinnumálastofnun segir það koma reglulega fyrir að fólk vinni við allt annað en það er sagt ætla að gera við komuna hingað til lands. 9. mars 2024 07:54 Tók langan tíma að vinna traust starfsfólks Davíðs Viðarssonar Vinnustaðaeftirlit ASÍ hefur í heilt ár heimsótt vinnustaði í eigu Davíðs Viðarssonar til að byggja upp traust hjá starfsfólki sem talið var í vinnumansali. Lögfræðingur hjá ASÍ fagnar því að mál sem þessi séu nú að komast á yfirborðið og vonar að málið rati fyrir dóm og verði fordæmisgefandi. Málið er ekki eina vinnumansalsmálið sem er á borði ASÍ. 8. mars 2024 12:49 Með rekstur og fasteignir út um alla borg Athafnamaðurinn Davíð Viðarsson á fjölmörg félög og rekur fjölda veitingastaða og verslana í Reykjavík. Heildareignir félaganna sem Davíð á nema 1,2 milljarði króna. 6. mars 2024 12:28 Mest lesið Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Erlent Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Innlent Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Erlent Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur Innlent Síðasti fuglinn floginn Innlent Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Erlent „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Innlent Fleiri fréttir Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Play skuldi Isavia hálfan milljarð króna Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Umdeild brottvísun, fjárhagstjón á Grænlandi og kyngreint sæði Óttast áhrifin á vinnandi mæður Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Síðasti fuglinn floginn Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Ísrael sagt sig úr samfélagi siðaðra manna Símafrí en ekki símabann „Sjálfsíkveikja“ olli eldsvoða í þvottahúsi Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Leikskólamál, afnám hafta og Trump-isminn Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Gekk berserksgang og beraði sig Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Sjá meira
Sex eru í haldi lögreglu vegna mála athafnamannsins Davíðs Viðarssonar og þrír til viðbótar hafa stöðu sakbornings. Sakborningarnir eru meðal annars grunaðir um mansal í gegnum veitingastaði Davíðs, til að mynda Pho Vietnamise og Wokon. Í dag var greint frá því að einn sakborninga málsins væri ekki með tengingu við Víetnam og að tveir fulltrúar bandarísku fíkniefnalögreglunnar, DEA, hafi verið með í för þegar ráðist var í aðgerðir á þriðjudag. Það fundust hvorki fíkniefni né búnaður til framleiðslu fíkniefna við húsleit. Hafa veitt lögreglu allar upplýsingar Fórnarlömb málsins eru á þriðja tug og koma öll frá Víetnam. Hildur Sunna Pálmadóttir, aðstoðarsaksóknari hjá lögreglunni, segir að við aðgerðirnar hafi allt verið gert til að tryggja það að þeim liði vel í aðgerðunum. Öll fórnarlömbin voru til í að veita yfirvöldum upplýsingar. „Við teljum nauðsynlegt að þau fái sem mesta aðstoð og það er almennt talið að í málum af þessum toga að grípa þolendurnar. Að það sé lang mikilvægast til að þau treysti yfirvöldum og fá sem bestan framburð frá þeim því það er það sem skiptir mestu máli í þessum málum og það gekk vel í þessum aðgerðum,“ segir Hildur. Fundu fyrir létti Hún segir starfsfólkið hafa upplifað ákveðinn létti þegar sakborningarnir voru handteknir. „Við erum að vinna að því að taka utan um þau og veita þeim þá þjónustu sem þeim stendur til boða. Þau hafa nýtt sér opna viðtalstíma hjá félagsþjónustunni og jafnframt hefur félagsþjónustan útvegað einhverjum húsnæði sem hafa þurft á því að halda,“ segir Hildur. Geta sótt um vinnu Þolendunum hefur verið veitt dvalarleyfi hér á landi. „Jafnframt erum við í samvinnu við Vinnumálastofnun og fleiri aðila við að finna fyrir þau nýja vinnu. Það er það sem er í undirbúningi núna. Þau fá öll aðstoð réttargæslumanns. Fengu það við skýrslutökur hjá lögreglu og erum í góðum samskiptum við þá,“ segir Hildur.
Mál Davíðs Viðarssonar Lögreglumál Mansal Tengdar fréttir Ráðinn sem sérhæfður kokkur en settur í ræstingar Flestir þeirra sem fá dvalarleyfi á Íslandi vegna sérfræðiþekkingar, líkt og talið er að fórnarlömb meints mansals Davíðs Viðarssonar hafi fengið, koma frá Víetnam. Sviðsstjóri hjá Vinnumálastofnun segir það koma reglulega fyrir að fólk vinni við allt annað en það er sagt ætla að gera við komuna hingað til lands. 9. mars 2024 07:54 Tók langan tíma að vinna traust starfsfólks Davíðs Viðarssonar Vinnustaðaeftirlit ASÍ hefur í heilt ár heimsótt vinnustaði í eigu Davíðs Viðarssonar til að byggja upp traust hjá starfsfólki sem talið var í vinnumansali. Lögfræðingur hjá ASÍ fagnar því að mál sem þessi séu nú að komast á yfirborðið og vonar að málið rati fyrir dóm og verði fordæmisgefandi. Málið er ekki eina vinnumansalsmálið sem er á borði ASÍ. 8. mars 2024 12:49 Með rekstur og fasteignir út um alla borg Athafnamaðurinn Davíð Viðarsson á fjölmörg félög og rekur fjölda veitingastaða og verslana í Reykjavík. Heildareignir félaganna sem Davíð á nema 1,2 milljarði króna. 6. mars 2024 12:28 Mest lesið Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Erlent Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Innlent Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Erlent Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur Innlent Síðasti fuglinn floginn Innlent Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Erlent „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Innlent Fleiri fréttir Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Play skuldi Isavia hálfan milljarð króna Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Umdeild brottvísun, fjárhagstjón á Grænlandi og kyngreint sæði Óttast áhrifin á vinnandi mæður Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Síðasti fuglinn floginn Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Ísrael sagt sig úr samfélagi siðaðra manna Símafrí en ekki símabann „Sjálfsíkveikja“ olli eldsvoða í þvottahúsi Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Leikskólamál, afnám hafta og Trump-isminn Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Gekk berserksgang og beraði sig Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Sjá meira
Ráðinn sem sérhæfður kokkur en settur í ræstingar Flestir þeirra sem fá dvalarleyfi á Íslandi vegna sérfræðiþekkingar, líkt og talið er að fórnarlömb meints mansals Davíðs Viðarssonar hafi fengið, koma frá Víetnam. Sviðsstjóri hjá Vinnumálastofnun segir það koma reglulega fyrir að fólk vinni við allt annað en það er sagt ætla að gera við komuna hingað til lands. 9. mars 2024 07:54
Tók langan tíma að vinna traust starfsfólks Davíðs Viðarssonar Vinnustaðaeftirlit ASÍ hefur í heilt ár heimsótt vinnustaði í eigu Davíðs Viðarssonar til að byggja upp traust hjá starfsfólki sem talið var í vinnumansali. Lögfræðingur hjá ASÍ fagnar því að mál sem þessi séu nú að komast á yfirborðið og vonar að málið rati fyrir dóm og verði fordæmisgefandi. Málið er ekki eina vinnumansalsmálið sem er á borði ASÍ. 8. mars 2024 12:49
Með rekstur og fasteignir út um alla borg Athafnamaðurinn Davíð Viðarsson á fjölmörg félög og rekur fjölda veitingastaða og verslana í Reykjavík. Heildareignir félaganna sem Davíð á nema 1,2 milljarði króna. 6. mars 2024 12:28
Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum