Gengið vel að fá upplýsingar frá meintum mansalsþolendum Bjarki Sigurðsson skrifar 11. mars 2024 18:26 Hildur Sunna Pálmadóttir, aðstoðarsaksóknari hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Vísir/Steingrímur Dúi Lögreglu gengur afar vel að fá upplýsingar frá þolendum meints mansals Davíðs Viðarsson. Þeim var létt þegar lögreglan handtók sex manns í tengslum við málið. Sex eru í haldi lögreglu vegna mála athafnamannsins Davíðs Viðarssonar og þrír til viðbótar hafa stöðu sakbornings. Sakborningarnir eru meðal annars grunaðir um mansal í gegnum veitingastaði Davíðs, til að mynda Pho Vietnamise og Wokon. Í dag var greint frá því að einn sakborninga málsins væri ekki með tengingu við Víetnam og að tveir fulltrúar bandarísku fíkniefnalögreglunnar, DEA, hafi verið með í för þegar ráðist var í aðgerðir á þriðjudag. Það fundust hvorki fíkniefni né búnaður til framleiðslu fíkniefna við húsleit. Hafa veitt lögreglu allar upplýsingar Fórnarlömb málsins eru á þriðja tug og koma öll frá Víetnam. Hildur Sunna Pálmadóttir, aðstoðarsaksóknari hjá lögreglunni, segir að við aðgerðirnar hafi allt verið gert til að tryggja það að þeim liði vel í aðgerðunum. Öll fórnarlömbin voru til í að veita yfirvöldum upplýsingar. „Við teljum nauðsynlegt að þau fái sem mesta aðstoð og það er almennt talið að í málum af þessum toga að grípa þolendurnar. Að það sé lang mikilvægast til að þau treysti yfirvöldum og fá sem bestan framburð frá þeim því það er það sem skiptir mestu máli í þessum málum og það gekk vel í þessum aðgerðum,“ segir Hildur. Fundu fyrir létti Hún segir starfsfólkið hafa upplifað ákveðinn létti þegar sakborningarnir voru handteknir. „Við erum að vinna að því að taka utan um þau og veita þeim þá þjónustu sem þeim stendur til boða. Þau hafa nýtt sér opna viðtalstíma hjá félagsþjónustunni og jafnframt hefur félagsþjónustan útvegað einhverjum húsnæði sem hafa þurft á því að halda,“ segir Hildur. Geta sótt um vinnu Þolendunum hefur verið veitt dvalarleyfi hér á landi. „Jafnframt erum við í samvinnu við Vinnumálastofnun og fleiri aðila við að finna fyrir þau nýja vinnu. Það er það sem er í undirbúningi núna. Þau fá öll aðstoð réttargæslumanns. Fengu það við skýrslutökur hjá lögreglu og erum í góðum samskiptum við þá,“ segir Hildur. Mál Davíðs Viðarssonar Lögreglumál Mansal Tengdar fréttir Ráðinn sem sérhæfður kokkur en settur í ræstingar Flestir þeirra sem fá dvalarleyfi á Íslandi vegna sérfræðiþekkingar, líkt og talið er að fórnarlömb meints mansals Davíðs Viðarssonar hafi fengið, koma frá Víetnam. Sviðsstjóri hjá Vinnumálastofnun segir það koma reglulega fyrir að fólk vinni við allt annað en það er sagt ætla að gera við komuna hingað til lands. 9. mars 2024 07:54 Tók langan tíma að vinna traust starfsfólks Davíðs Viðarssonar Vinnustaðaeftirlit ASÍ hefur í heilt ár heimsótt vinnustaði í eigu Davíðs Viðarssonar til að byggja upp traust hjá starfsfólki sem talið var í vinnumansali. Lögfræðingur hjá ASÍ fagnar því að mál sem þessi séu nú að komast á yfirborðið og vonar að málið rati fyrir dóm og verði fordæmisgefandi. Málið er ekki eina vinnumansalsmálið sem er á borði ASÍ. 8. mars 2024 12:49 Með rekstur og fasteignir út um alla borg Athafnamaðurinn Davíð Viðarsson á fjölmörg félög og rekur fjölda veitingastaða og verslana í Reykjavík. Heildareignir félaganna sem Davíð á nema 1,2 milljarði króna. 6. mars 2024 12:28 Mest lesið Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Innlent „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Innlent Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Innlent Ekki lægri meðalhiti frá árinu 1997 Veður Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Erlent Fleiri fréttir Bein útsending: Loftslagsmál rædd á Umhverfisþingi Frambjóðendur ræða áfengis- og vímuefnamál Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Bein útsending: Kosningafundur með formönnum flokkanna Fjárhagsáætlun borgarinnar kynnt og Kanar ganga að kjörborðinu Aukin hætta á skriðuföllum vegna rigningar Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Bein útsending: Kynna fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Umboðsmaður barna segir verkföll kennara mismuna börnum Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið freistar þess að rjúfa útboðsstopp í vegagerð Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Sjálfstæðismenn vilja taka upp samræmd próf Sjónum beint til vinstri í kosningapallborðinu Ríkið þrýsti læknum út í harðari verkfallsaðgerðir Sjá meira
Sex eru í haldi lögreglu vegna mála athafnamannsins Davíðs Viðarssonar og þrír til viðbótar hafa stöðu sakbornings. Sakborningarnir eru meðal annars grunaðir um mansal í gegnum veitingastaði Davíðs, til að mynda Pho Vietnamise og Wokon. Í dag var greint frá því að einn sakborninga málsins væri ekki með tengingu við Víetnam og að tveir fulltrúar bandarísku fíkniefnalögreglunnar, DEA, hafi verið með í för þegar ráðist var í aðgerðir á þriðjudag. Það fundust hvorki fíkniefni né búnaður til framleiðslu fíkniefna við húsleit. Hafa veitt lögreglu allar upplýsingar Fórnarlömb málsins eru á þriðja tug og koma öll frá Víetnam. Hildur Sunna Pálmadóttir, aðstoðarsaksóknari hjá lögreglunni, segir að við aðgerðirnar hafi allt verið gert til að tryggja það að þeim liði vel í aðgerðunum. Öll fórnarlömbin voru til í að veita yfirvöldum upplýsingar. „Við teljum nauðsynlegt að þau fái sem mesta aðstoð og það er almennt talið að í málum af þessum toga að grípa þolendurnar. Að það sé lang mikilvægast til að þau treysti yfirvöldum og fá sem bestan framburð frá þeim því það er það sem skiptir mestu máli í þessum málum og það gekk vel í þessum aðgerðum,“ segir Hildur. Fundu fyrir létti Hún segir starfsfólkið hafa upplifað ákveðinn létti þegar sakborningarnir voru handteknir. „Við erum að vinna að því að taka utan um þau og veita þeim þá þjónustu sem þeim stendur til boða. Þau hafa nýtt sér opna viðtalstíma hjá félagsþjónustunni og jafnframt hefur félagsþjónustan útvegað einhverjum húsnæði sem hafa þurft á því að halda,“ segir Hildur. Geta sótt um vinnu Þolendunum hefur verið veitt dvalarleyfi hér á landi. „Jafnframt erum við í samvinnu við Vinnumálastofnun og fleiri aðila við að finna fyrir þau nýja vinnu. Það er það sem er í undirbúningi núna. Þau fá öll aðstoð réttargæslumanns. Fengu það við skýrslutökur hjá lögreglu og erum í góðum samskiptum við þá,“ segir Hildur.
Mál Davíðs Viðarssonar Lögreglumál Mansal Tengdar fréttir Ráðinn sem sérhæfður kokkur en settur í ræstingar Flestir þeirra sem fá dvalarleyfi á Íslandi vegna sérfræðiþekkingar, líkt og talið er að fórnarlömb meints mansals Davíðs Viðarssonar hafi fengið, koma frá Víetnam. Sviðsstjóri hjá Vinnumálastofnun segir það koma reglulega fyrir að fólk vinni við allt annað en það er sagt ætla að gera við komuna hingað til lands. 9. mars 2024 07:54 Tók langan tíma að vinna traust starfsfólks Davíðs Viðarssonar Vinnustaðaeftirlit ASÍ hefur í heilt ár heimsótt vinnustaði í eigu Davíðs Viðarssonar til að byggja upp traust hjá starfsfólki sem talið var í vinnumansali. Lögfræðingur hjá ASÍ fagnar því að mál sem þessi séu nú að komast á yfirborðið og vonar að málið rati fyrir dóm og verði fordæmisgefandi. Málið er ekki eina vinnumansalsmálið sem er á borði ASÍ. 8. mars 2024 12:49 Með rekstur og fasteignir út um alla borg Athafnamaðurinn Davíð Viðarsson á fjölmörg félög og rekur fjölda veitingastaða og verslana í Reykjavík. Heildareignir félaganna sem Davíð á nema 1,2 milljarði króna. 6. mars 2024 12:28 Mest lesið Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Innlent „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Innlent Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Innlent Ekki lægri meðalhiti frá árinu 1997 Veður Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Erlent Fleiri fréttir Bein útsending: Loftslagsmál rædd á Umhverfisþingi Frambjóðendur ræða áfengis- og vímuefnamál Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Bein útsending: Kosningafundur með formönnum flokkanna Fjárhagsáætlun borgarinnar kynnt og Kanar ganga að kjörborðinu Aukin hætta á skriðuföllum vegna rigningar Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Bein útsending: Kynna fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Umboðsmaður barna segir verkföll kennara mismuna börnum Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið freistar þess að rjúfa útboðsstopp í vegagerð Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Sjálfstæðismenn vilja taka upp samræmd próf Sjónum beint til vinstri í kosningapallborðinu Ríkið þrýsti læknum út í harðari verkfallsaðgerðir Sjá meira
Ráðinn sem sérhæfður kokkur en settur í ræstingar Flestir þeirra sem fá dvalarleyfi á Íslandi vegna sérfræðiþekkingar, líkt og talið er að fórnarlömb meints mansals Davíðs Viðarssonar hafi fengið, koma frá Víetnam. Sviðsstjóri hjá Vinnumálastofnun segir það koma reglulega fyrir að fólk vinni við allt annað en það er sagt ætla að gera við komuna hingað til lands. 9. mars 2024 07:54
Tók langan tíma að vinna traust starfsfólks Davíðs Viðarssonar Vinnustaðaeftirlit ASÍ hefur í heilt ár heimsótt vinnustaði í eigu Davíðs Viðarssonar til að byggja upp traust hjá starfsfólki sem talið var í vinnumansali. Lögfræðingur hjá ASÍ fagnar því að mál sem þessi séu nú að komast á yfirborðið og vonar að málið rati fyrir dóm og verði fordæmisgefandi. Málið er ekki eina vinnumansalsmálið sem er á borði ASÍ. 8. mars 2024 12:49
Með rekstur og fasteignir út um alla borg Athafnamaðurinn Davíð Viðarsson á fjölmörg félög og rekur fjölda veitingastaða og verslana í Reykjavík. Heildareignir félaganna sem Davíð á nema 1,2 milljarði króna. 6. mars 2024 12:28