Níræður skíðakappi fer á kostum í brekkunum Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 11. mars 2024 20:31 Pétur Kjartansson, 90 ára skíðakappi, sem gefur ekki tommu eftir þegar skíðin eru annars vegar enda fer hann á kostum í brekkunum. Magnús Hlynur Hreiðarsson Pétur Kjartansson, fyrrverandi bólstrari í Reykjavík og hestamaður, kallar ekki allt ömmu sína. Hann skíðar eins og herforingi í brekkunum í Bláfjöllum 90 ára gamall. Sömuleiðis fer hann reglulega í skíðaferðir til útlanda Pétur, sem er bólstrari og rak Antik bólstrun á Langholtsvegi 126 í 30 ár og stundaði hestamennsku alla tíð, er algjörlega magnaður þegar kemur að því að heimsækja skíðabrekkur hvort sem það er hér heima eða erlendis. „Það er bæði félagsskapurinn og svo náttúrulega er þetta ákaflega skemmtileg íþrótt og fjölskylduvæn. Þegar ég fór svo að eiga börn þá voru þau tekin með frá því að þau voru þriggja ára,“ segir Pétur aðspurður hvað sé svona skemmtilegt við það að vera á skíðum. Pétur og fjölskylda skíðuðu mikið í Jósepsdal en þangað þurftu þau að ganga fjóra og hálfan kílómetra. Og kvöldvökurnar þar voru frábærar segir Pétur. En þú ert orðinn 90 ára gamall, þetta er ótrúlega vel gert hjá þér. „Já, og ég finn ekkert fyrir því. Nei, maður hefur aldrei gefið neina pásu á þessu, alltaf haldið áfram og svo var ég í hestamennsku í 49 ár, þetta hefur gefið lífinu gildi,” segir Pétur kátur og hress eins og alltaf. Hversu mikilvægt er fyrir eldri borgara að hreyfa sig? „Það er bara númer eitt, tvö og þrjú. Svo er ég í eldri borgara leikfimi líka og það hefur hjálpað rosalega mikið og syndi, bara aldrei að hætta,” segir Pétur. Pétur er duglegur að skíða hér heima og erlendis.Magnús Hlynur Hreiðarsson Og Bryndís, dóttir Péturs er að sjálfsögðu stolt af þrautseigju og dugnaði pabba síns. „Góð gen, góð gen, ég ætla að vona að ég verði svona,” segir hún og skellihlær. Er hann alltaf svona jákvæður og hress? „Já, já, hann er það, það þarf að hafa gaman að lífinu. Hann hefur nú lengi sagt á meðan volgt er í honum hlandið þá heldur hann áfram,” segir Bryndís og hlær enn meira. Pétur og Bryndís, sem hafa bæði mjög gaman að fara á skíði og njóta útiverunnar saman.Magnús Hlynur Hreiðarsson Reykjavík Skíðaíþróttir Eldri borgarar Ástin og lífið Mest lesið „Vökvagjöfin er ekki bara eitthvað sem ég trúi á“ Lífið Í leyfi frá skjánum til að styðja eiginmanninn í veikindum Lífið Fréttatía vikunnar: Heimsmet, fúkyrði og brjóstahaldari Lífið Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Menning Svona er matseðillinn á Litla-Hrauni Lífið Bakaríið í beinni útsendingu Lífið Ágústa Eva slær sér upp með KR-ingi Lífið Emilíana Torrini fann ástina Lífið Hamingjustund þjóðarinnar í beinni útsendingu Lífið Hlaupaæfing með Rakel Maríu á Heilsudögum í Hagkaup tókst afar vel Lífið samstarf Fleiri fréttir Hamingjustund þjóðarinnar í beinni útsendingu Bakaríið í beinni útsendingu „Vökvagjöfin er ekki bara eitthvað sem ég trúi á“ Fréttatía vikunnar: Heimsmet, fúkyrði og brjóstahaldari Í leyfi frá skjánum til að styðja eiginmanninn í veikindum Ágústa Eva slær sér upp með KR-ingi Fagurfræði og ævintýralegt gróðurhús í Fossvogi Innviðaráðherra á von á barni Búið spil hjá Burton og Bellucci Hlaupadrottning eignaðist dreng með hraði Bjó til útibíó við heita pottinn og með gerviblóm í garðhúsinu Danir með en keppnin sögð í fordæmalausri krísu Emilíana Torrini fann ástina Heitustu naglatrendin fyrir haustið Rooney getur ekki farið til Bretlands af ótta við að verða handtekin Svona er matseðillinn á Litla-Hrauni Klassískur ítalskur réttur sem allir elska Allsgáður í sjö ár: „Mæli með“ Skaut mink í eldhúsi í Garðabæ Íslandsmeistari í kokteilagerð selur slotið Ótrúlegt útsýni og erfiðar aðstæður á Skessuhorni Ævintýralegt frí Ómars og Evu Margrétar á Ítalíu Kynlífsmyndband í Ásmundarsal Þáttur Kimmel af sjónvarpsskjánum um óákveðinn tíma Hvernig getur kona sem er komin í tíðahvörf fundið neistann til að stunda kynlíf aftur? „Þú ert svo falleg“ Djúsí Ceasar vefja sem klikkar seint Bullandi boltastemning á árshátíð Sýnar Fjölgar mannkyninu enn frekar Berjamó með sjálfum Berjakarlinum Sjá meira
Pétur, sem er bólstrari og rak Antik bólstrun á Langholtsvegi 126 í 30 ár og stundaði hestamennsku alla tíð, er algjörlega magnaður þegar kemur að því að heimsækja skíðabrekkur hvort sem það er hér heima eða erlendis. „Það er bæði félagsskapurinn og svo náttúrulega er þetta ákaflega skemmtileg íþrótt og fjölskylduvæn. Þegar ég fór svo að eiga börn þá voru þau tekin með frá því að þau voru þriggja ára,“ segir Pétur aðspurður hvað sé svona skemmtilegt við það að vera á skíðum. Pétur og fjölskylda skíðuðu mikið í Jósepsdal en þangað þurftu þau að ganga fjóra og hálfan kílómetra. Og kvöldvökurnar þar voru frábærar segir Pétur. En þú ert orðinn 90 ára gamall, þetta er ótrúlega vel gert hjá þér. „Já, og ég finn ekkert fyrir því. Nei, maður hefur aldrei gefið neina pásu á þessu, alltaf haldið áfram og svo var ég í hestamennsku í 49 ár, þetta hefur gefið lífinu gildi,” segir Pétur kátur og hress eins og alltaf. Hversu mikilvægt er fyrir eldri borgara að hreyfa sig? „Það er bara númer eitt, tvö og þrjú. Svo er ég í eldri borgara leikfimi líka og það hefur hjálpað rosalega mikið og syndi, bara aldrei að hætta,” segir Pétur. Pétur er duglegur að skíða hér heima og erlendis.Magnús Hlynur Hreiðarsson Og Bryndís, dóttir Péturs er að sjálfsögðu stolt af þrautseigju og dugnaði pabba síns. „Góð gen, góð gen, ég ætla að vona að ég verði svona,” segir hún og skellihlær. Er hann alltaf svona jákvæður og hress? „Já, já, hann er það, það þarf að hafa gaman að lífinu. Hann hefur nú lengi sagt á meðan volgt er í honum hlandið þá heldur hann áfram,” segir Bryndís og hlær enn meira. Pétur og Bryndís, sem hafa bæði mjög gaman að fara á skíði og njóta útiverunnar saman.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Reykjavík Skíðaíþróttir Eldri borgarar Ástin og lífið Mest lesið „Vökvagjöfin er ekki bara eitthvað sem ég trúi á“ Lífið Í leyfi frá skjánum til að styðja eiginmanninn í veikindum Lífið Fréttatía vikunnar: Heimsmet, fúkyrði og brjóstahaldari Lífið Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Menning Svona er matseðillinn á Litla-Hrauni Lífið Bakaríið í beinni útsendingu Lífið Ágústa Eva slær sér upp með KR-ingi Lífið Emilíana Torrini fann ástina Lífið Hamingjustund þjóðarinnar í beinni útsendingu Lífið Hlaupaæfing með Rakel Maríu á Heilsudögum í Hagkaup tókst afar vel Lífið samstarf Fleiri fréttir Hamingjustund þjóðarinnar í beinni útsendingu Bakaríið í beinni útsendingu „Vökvagjöfin er ekki bara eitthvað sem ég trúi á“ Fréttatía vikunnar: Heimsmet, fúkyrði og brjóstahaldari Í leyfi frá skjánum til að styðja eiginmanninn í veikindum Ágústa Eva slær sér upp með KR-ingi Fagurfræði og ævintýralegt gróðurhús í Fossvogi Innviðaráðherra á von á barni Búið spil hjá Burton og Bellucci Hlaupadrottning eignaðist dreng með hraði Bjó til útibíó við heita pottinn og með gerviblóm í garðhúsinu Danir með en keppnin sögð í fordæmalausri krísu Emilíana Torrini fann ástina Heitustu naglatrendin fyrir haustið Rooney getur ekki farið til Bretlands af ótta við að verða handtekin Svona er matseðillinn á Litla-Hrauni Klassískur ítalskur réttur sem allir elska Allsgáður í sjö ár: „Mæli með“ Skaut mink í eldhúsi í Garðabæ Íslandsmeistari í kokteilagerð selur slotið Ótrúlegt útsýni og erfiðar aðstæður á Skessuhorni Ævintýralegt frí Ómars og Evu Margrétar á Ítalíu Kynlífsmyndband í Ásmundarsal Þáttur Kimmel af sjónvarpsskjánum um óákveðinn tíma Hvernig getur kona sem er komin í tíðahvörf fundið neistann til að stunda kynlíf aftur? „Þú ert svo falleg“ Djúsí Ceasar vefja sem klikkar seint Bullandi boltastemning á árshátíð Sýnar Fjölgar mannkyninu enn frekar Berjamó með sjálfum Berjakarlinum Sjá meira
Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Menning
Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Menning