„Verðum bara að sjá hvert næsta skref verður“ Aron Guðmundsson skrifar 12. mars 2024 23:31 Dagný Brynjarsdóttir, atvinnu- og landsliðskona í fótbolta Vísir/Getty Knattspyrnukonan Dagný Brynjarsdóttir, leikmaður West Ham á Englandi, er byrjuð að leggja grunnin að endurkomu sinni inn á knattspyrnuvöllinn eftir barnsburð. Þar byggir hún á reynslu sinni frá fyrri tíð. Dagný og eiginmaður hennar Ómar Páll Sigurbjartsson eignuðust sinn annan son saman fyrir rétt rúmum mánuði síðan. Í gegnum meðgönguna hefur Dagný fengið mikinn stuðning frá félagsliði sínu, West Ham United sem spilar í efstu deild Englands og er Dagný nú farin að taka fyrstu skref sín í átt að endurkomu. „Ég var að klára viku fjögur í svona heimastyrk og byrjaði að koma mér aftur af stað eftir að ég fæddi seinni strákinn. Ég er að æfa aðeins réttara og betur eftir meðgöngu heldur en var raunin hjá mér fyrir tæpum sex árum síðan þegar að ég átti fyrsta barn mitt og Ómars, hann Brynjar Atla. Við fjölskyldan munum halda aftur út til Englands í apríl. Ég er náttúrulega enn á samningi hjá West ham en sá samningur rennur út eftir yfirstandandi tímabil. Þá verður bara að koma í ljós hver næstu skref hjá okkur verða.“ Dagný, sem hefur verið stuðningsmaður West Ham frá því í æsku, er nú ein af leiðtogunum í liðsins og var fyrirliði þess áður en hún hélt í barneignarleyfi. Hamrarnir vilja því skiljanlega ólmir fá hana aftur og það sem fyrst. „Draumurinn hjá West Ham er að ég nái einhverjum mínútum innan vallar með liðinu fyrir lok tímabils. Ég ætla hins vegar ekki að setja neina pressu á sjálfan mig að ná því. Ég gerði það eftir fyrri meðgönguna og er búin að ákveða að ætla ekki að gera það núna. Auðvitað væri draumur að ná kannski nokkrum mínútum innan vallar í síðasta leik tímabilsins gegn Tottenham. Þá er yngsta barnið okkar bara þriggja og hálfs mánaðar gamalt og því enn mjög ungur. Í þessum leik gegn Tottenham á erum við hins vegar að fara spila Tottenham Hotspur leikvanginum. Auðvitað yrði það skemmtilegur leikur að ná en ég ætla ekki að setja neina pressu á mig. Ég ætla að vera skynsöm því framundan er sumarið sem ég get notað í að æfa vel og byggja mig upp. Svo verðum við bara að sjá hvert næsta skref verður.“ Enski boltinn Mest lesið Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Atli og Eiður í KR Fótbolti Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Fótbolti Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Sport Dagskráin í dag: Tími fyrir endurheimt Sport FH-ingar kynntu Birki og Braga Íslenski boltinn Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Fótbolti Fleiri fréttir „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Fær konuna til að eiga við draugana og ætlar ekki að pissa í hornin Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Guardiola samdi til ársins 2027 Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Tuchel „stelur“ Hilario frá Chelsea og tekur hann inn í teymið Amorim vill að United fái Gomes aftur Martröð fyrirliða Chelsea heldur áfram Neville gagnrýnir Bandaríkjaför Rashford og Casemiro Sagður hafa tvo leiki til að bjarga starfinu Fær ekki að eyða í leikmenn í janúar Liverpool og Newcastle berjast um Mbeumo Fengu ljót skilaboð eftir óléttumynd: „Fyrirmunað að skilja þessi viðbrögð“ Guardiola framlengir við Man. City Klopp vildi fá Antony í stað Salah Tengdasonur Keane skoraði fyrir enska landsliðið Heimildaþáttaröð um lið Rooney og Guðlaugs Victors Landsliðskonurnar eiga von á barni saman Amorim fékk loksins að stýra æfingu hjá Man. United Sjá meira
Dagný og eiginmaður hennar Ómar Páll Sigurbjartsson eignuðust sinn annan son saman fyrir rétt rúmum mánuði síðan. Í gegnum meðgönguna hefur Dagný fengið mikinn stuðning frá félagsliði sínu, West Ham United sem spilar í efstu deild Englands og er Dagný nú farin að taka fyrstu skref sín í átt að endurkomu. „Ég var að klára viku fjögur í svona heimastyrk og byrjaði að koma mér aftur af stað eftir að ég fæddi seinni strákinn. Ég er að æfa aðeins réttara og betur eftir meðgöngu heldur en var raunin hjá mér fyrir tæpum sex árum síðan þegar að ég átti fyrsta barn mitt og Ómars, hann Brynjar Atla. Við fjölskyldan munum halda aftur út til Englands í apríl. Ég er náttúrulega enn á samningi hjá West ham en sá samningur rennur út eftir yfirstandandi tímabil. Þá verður bara að koma í ljós hver næstu skref hjá okkur verða.“ Dagný, sem hefur verið stuðningsmaður West Ham frá því í æsku, er nú ein af leiðtogunum í liðsins og var fyrirliði þess áður en hún hélt í barneignarleyfi. Hamrarnir vilja því skiljanlega ólmir fá hana aftur og það sem fyrst. „Draumurinn hjá West Ham er að ég nái einhverjum mínútum innan vallar með liðinu fyrir lok tímabils. Ég ætla hins vegar ekki að setja neina pressu á sjálfan mig að ná því. Ég gerði það eftir fyrri meðgönguna og er búin að ákveða að ætla ekki að gera það núna. Auðvitað væri draumur að ná kannski nokkrum mínútum innan vallar í síðasta leik tímabilsins gegn Tottenham. Þá er yngsta barnið okkar bara þriggja og hálfs mánaðar gamalt og því enn mjög ungur. Í þessum leik gegn Tottenham á erum við hins vegar að fara spila Tottenham Hotspur leikvanginum. Auðvitað yrði það skemmtilegur leikur að ná en ég ætla ekki að setja neina pressu á mig. Ég ætla að vera skynsöm því framundan er sumarið sem ég get notað í að æfa vel og byggja mig upp. Svo verðum við bara að sjá hvert næsta skref verður.“
Enski boltinn Mest lesið Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Atli og Eiður í KR Fótbolti Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Fótbolti Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Sport Dagskráin í dag: Tími fyrir endurheimt Sport FH-ingar kynntu Birki og Braga Íslenski boltinn Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Fótbolti Fleiri fréttir „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Fær konuna til að eiga við draugana og ætlar ekki að pissa í hornin Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Guardiola samdi til ársins 2027 Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Tuchel „stelur“ Hilario frá Chelsea og tekur hann inn í teymið Amorim vill að United fái Gomes aftur Martröð fyrirliða Chelsea heldur áfram Neville gagnrýnir Bandaríkjaför Rashford og Casemiro Sagður hafa tvo leiki til að bjarga starfinu Fær ekki að eyða í leikmenn í janúar Liverpool og Newcastle berjast um Mbeumo Fengu ljót skilaboð eftir óléttumynd: „Fyrirmunað að skilja þessi viðbrögð“ Guardiola framlengir við Man. City Klopp vildi fá Antony í stað Salah Tengdasonur Keane skoraði fyrir enska landsliðið Heimildaþáttaröð um lið Rooney og Guðlaugs Victors Landsliðskonurnar eiga von á barni saman Amorim fékk loksins að stýra æfingu hjá Man. United Sjá meira