Þetta kom fram í spjalli Baldurs Sigurðssonar við þá Adam Ægi Pálsson, Sigurð Egil Lárusson og Aron Jóhannsson í þættinum Lengsta undirbúningstímabil í heimi á Stöð 2 Sport á sunnudagskvöldið.
„Ég sé það alveg fyrir mér, ég hef mjög mikinn áhuga á fótbolta, horfi mjög mikið á fótbolta og alla leiki sem við spilum. Ég mæti eiginlega alltaf daginn eftir og sýni strákunum einhverjar klippur,“ segir Aron og heldur áfram.
„Ég hef mjög mikinn áhuga á þessu og fór og tók einhver námskeið hjá KSÍ. Var byrjaður að fara í það, svo ég held að ég gæti alveg farið þá leið,“ segir Aron en hér að neðan má sjá brot úr síðasta þætti þegar Baldur fékk að fylgjast með Valsmönnum í sínum undirbúningi fyrir komandi tímabil í Bestu deildinni.