Valsmenn í viðræðum við Gylfa Sindri Sverrisson skrifar 11. mars 2024 11:01 Gylfi Þór Sigurðsson sneri aftur í fótboltann á síðasta ári. Vísir/Vilhelm Líkurnar virðast sífellt aukast á því að knattspyrnumaðurinn Gylfi Þór Sigurðsson, markahæsti landsliðsmaður Íslands frá upphafi, spili á Íslandi í sumar, í fyrsta sinn á löngum meistaraflokksferli. Gylfa er frjálst að semja við hvaða félag sem er eftir að hann fékk samningi sínum við danska félagið Lyngby rift í vetur, til að einbeita sér að endurhæfingu á Spáni vegna meiðsla. Gylfi hefur æft undir handleiðslu sjúkraþjálfara á Spáni og einnig tekið þátt í æfingum með liðum Fylkis og nú Vals, í þeirra æfingaferðalögum á hlýrri slóðum. Börkur Edvardsson, formaður knattspyrnudeildar Vals, staðfestir við RÚV í dag að Valsmenn séu í viðræðum við Gylfa um að hann gangi til liðs við félagið. Gylfi hefur áður æft með Valsmönnum en þá hér á landi, síðasta sumar, þegar hann vann að endurkomu í fótboltann eftir tveggja ára hlé vegna gruns um brot gegn ólögráða einstaklingi. Gylfi samdi þó ekki við Valsmenn í fyrra en sneri aftur í fótboltann sem leikmaður Lyngby í Danmörku. Hann sneri líka aftur í landsliðið og lék með því í október á síðasta ári, og sló markametið með tveimur mörkum gegn Liechtenstein. Hann hefur þar með skorað 27 mörk fyrir íslenska landsliðið. Nær útilokað er þó talið að Gylfi verði með landsliðinu eftir tíu daga, þegar það spilar gegn Ísrael í umspilinu um sæti á EM. Landsliðsþjálfarinn Åge Hareide hefur sagt nauðsynlegt að leikmenn séu að spila með sínu félagsliði til þess að geta verið með. Gylfi hefur eins og fyrr segir aldrei leikið í meistaraflokki hér á landi. Þessi 34 ára gamli leikmaður lék í áratug í ensku úrvalsdeildinni og tvö tímabil í efstu deild Þýskalands, en fór aðeins 16 ára gamall frá Íslandi og gekk til liðs við enska félagið Reading. Hann er uppalinn hjá FH og lék einnig með yngri flokkum Breiðabliks áður en hann fór út, og hefur því aldrei spilað fyrir Val sem nú gæti orðið nýja félagið hans. Lið Vals er það lið sem margir telja best til þess búið að veita ríkjandi Íslandsmeisturum Víkings Reykjavíkur samkeppni á komandi tímabili í Bestu deildinni. Piltarnir af Hlíðarenda eru þessa dagana í sinni æfingaferð fyrir tímabilið á Montecastillo við suðurströnd Spánar, ekki langt frá borginni Sevilla, og verða þar í viku til viðbótar. Næsti leikur Vals er gegn ÍA á Hlíðarenda miðvikudaginn 20. mars, í undanúrslitum Lengjubikarsins. Besta deild karla Valur Mest lesið Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport Róbert hættir hjá HSÍ Handbolti Kastaði stól í Eyjum og fékk þriggja leikja bann Handbolti Enduðu á nærbuxunum og gátu ekki flogið Fótbolti Sjáðu dramatíkina á Anfield: Van Dijk skoraði og Simeone brjálaðist Fótbolti „Þessi viðbrögð eru auðvitað ekki í lagi“ Fótbolti Fékk viljandi rautt og gæti misst af úrslitaleiknum Íslenski boltinn „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ Íslenski boltinn Skylda að klippa vel neglur í handbolta Handbolti Vann Ólympíubrons en ætlar að keppa á Steraleikunum og slá heimsmetið Sport Fleiri fréttir Fékk viljandi rautt og gæti misst af úrslitaleiknum „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ „Svekkjandi að við gefum þeim fjögur mörk“ „Sex til sjö leikmenn haltrandi inni á vellinum“ Uppgjörið: HK - Þróttur 4-3 | HK fer með eins marks forskot í senini leikinn eftir rússibanareið John Andrews tekur við KR Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 1-2 | Njarðvík leiðir Suðurnesjaslaginn en missir Oumar Diouck í leikbann Ágúst hættir hjá Leikni Kallað eftir feitri sekt og tapi en Stjarnan þarf að greiða 150 þúsund KR geti fallið og Valur að trenda í öfuga átt Umspilið hefst í kvöld: „Fengum hjálp frá greiningardeildinni á Húsavík“ Leikirnir eftir tvískiptingu: Skagamenn fara á Ísafjörð, til Akureyrar og Eyja Segja áruna yfir röflandi Blikum slæma Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Sjáðu hvernig ÍA lyfti sér af botninum og mörkin í Smáranum „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Lárus Orri: Fórum í „Fuck you mode“ Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Sigur færir Eyjamönnum sæti í efri hlutanum Sjáðu mörkin úr mettapi KR Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna „Hrikalega sáttur með þetta“ „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ „Búnir að æfa það að setja Sigurjón upp í senterinn“ Uppgjörið: KA - Vestri 4-1 | Frábær sigur dugði ekki til Uppgjörið: Valur - Tindastóll 6-2 | Fanndís fór hamförum Uppgjör: FHL - Breiðablik 1-5 | Breiðablik náði 11 stiga forystu á toppnum og felldi FHL um leið Uppgjörið: FH - Fram 2-2 | Dramatík í Krikanum Uppgjörið: KR - Víkingur 0-7 | KR-ingar niðurlægðir á heimavelli Sjá meira
Gylfa er frjálst að semja við hvaða félag sem er eftir að hann fékk samningi sínum við danska félagið Lyngby rift í vetur, til að einbeita sér að endurhæfingu á Spáni vegna meiðsla. Gylfi hefur æft undir handleiðslu sjúkraþjálfara á Spáni og einnig tekið þátt í æfingum með liðum Fylkis og nú Vals, í þeirra æfingaferðalögum á hlýrri slóðum. Börkur Edvardsson, formaður knattspyrnudeildar Vals, staðfestir við RÚV í dag að Valsmenn séu í viðræðum við Gylfa um að hann gangi til liðs við félagið. Gylfi hefur áður æft með Valsmönnum en þá hér á landi, síðasta sumar, þegar hann vann að endurkomu í fótboltann eftir tveggja ára hlé vegna gruns um brot gegn ólögráða einstaklingi. Gylfi samdi þó ekki við Valsmenn í fyrra en sneri aftur í fótboltann sem leikmaður Lyngby í Danmörku. Hann sneri líka aftur í landsliðið og lék með því í október á síðasta ári, og sló markametið með tveimur mörkum gegn Liechtenstein. Hann hefur þar með skorað 27 mörk fyrir íslenska landsliðið. Nær útilokað er þó talið að Gylfi verði með landsliðinu eftir tíu daga, þegar það spilar gegn Ísrael í umspilinu um sæti á EM. Landsliðsþjálfarinn Åge Hareide hefur sagt nauðsynlegt að leikmenn séu að spila með sínu félagsliði til þess að geta verið með. Gylfi hefur eins og fyrr segir aldrei leikið í meistaraflokki hér á landi. Þessi 34 ára gamli leikmaður lék í áratug í ensku úrvalsdeildinni og tvö tímabil í efstu deild Þýskalands, en fór aðeins 16 ára gamall frá Íslandi og gekk til liðs við enska félagið Reading. Hann er uppalinn hjá FH og lék einnig með yngri flokkum Breiðabliks áður en hann fór út, og hefur því aldrei spilað fyrir Val sem nú gæti orðið nýja félagið hans. Lið Vals er það lið sem margir telja best til þess búið að veita ríkjandi Íslandsmeisturum Víkings Reykjavíkur samkeppni á komandi tímabili í Bestu deildinni. Piltarnir af Hlíðarenda eru þessa dagana í sinni æfingaferð fyrir tímabilið á Montecastillo við suðurströnd Spánar, ekki langt frá borginni Sevilla, og verða þar í viku til viðbótar. Næsti leikur Vals er gegn ÍA á Hlíðarenda miðvikudaginn 20. mars, í undanúrslitum Lengjubikarsins.
Besta deild karla Valur Mest lesið Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport Róbert hættir hjá HSÍ Handbolti Kastaði stól í Eyjum og fékk þriggja leikja bann Handbolti Enduðu á nærbuxunum og gátu ekki flogið Fótbolti Sjáðu dramatíkina á Anfield: Van Dijk skoraði og Simeone brjálaðist Fótbolti „Þessi viðbrögð eru auðvitað ekki í lagi“ Fótbolti Fékk viljandi rautt og gæti misst af úrslitaleiknum Íslenski boltinn „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ Íslenski boltinn Skylda að klippa vel neglur í handbolta Handbolti Vann Ólympíubrons en ætlar að keppa á Steraleikunum og slá heimsmetið Sport Fleiri fréttir Fékk viljandi rautt og gæti misst af úrslitaleiknum „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ „Svekkjandi að við gefum þeim fjögur mörk“ „Sex til sjö leikmenn haltrandi inni á vellinum“ Uppgjörið: HK - Þróttur 4-3 | HK fer með eins marks forskot í senini leikinn eftir rússibanareið John Andrews tekur við KR Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 1-2 | Njarðvík leiðir Suðurnesjaslaginn en missir Oumar Diouck í leikbann Ágúst hættir hjá Leikni Kallað eftir feitri sekt og tapi en Stjarnan þarf að greiða 150 þúsund KR geti fallið og Valur að trenda í öfuga átt Umspilið hefst í kvöld: „Fengum hjálp frá greiningardeildinni á Húsavík“ Leikirnir eftir tvískiptingu: Skagamenn fara á Ísafjörð, til Akureyrar og Eyja Segja áruna yfir röflandi Blikum slæma Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Sjáðu hvernig ÍA lyfti sér af botninum og mörkin í Smáranum „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Lárus Orri: Fórum í „Fuck you mode“ Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Sigur færir Eyjamönnum sæti í efri hlutanum Sjáðu mörkin úr mettapi KR Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna „Hrikalega sáttur með þetta“ „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ „Búnir að æfa það að setja Sigurjón upp í senterinn“ Uppgjörið: KA - Vestri 4-1 | Frábær sigur dugði ekki til Uppgjörið: Valur - Tindastóll 6-2 | Fanndís fór hamförum Uppgjör: FHL - Breiðablik 1-5 | Breiðablik náði 11 stiga forystu á toppnum og felldi FHL um leið Uppgjörið: FH - Fram 2-2 | Dramatík í Krikanum Uppgjörið: KR - Víkingur 0-7 | KR-ingar niðurlægðir á heimavelli Sjá meira
Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 1-2 | Njarðvík leiðir Suðurnesjaslaginn en missir Oumar Diouck í leikbann