Stjórnvöld megi alls ekki hækka skatta eða taka lán fyrir kjarasamningunum Jón Þór Stefánsson skrifar 11. mars 2024 08:45 Sigríður Margrét Oddsdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins. Vísir/Ívar Sigríður Margrét Oddsdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, segir mikilvægt að stjórnvöld fari ekki skattahækkanir eða lántöku til þess að fjármagna aðkomu sína að kjarasamningum. Með því væru þau að vinna gegn markmiði samningana sem gerðir voru við breiðfylkinguna í síðustu viku. Í Bítinu á Bylgjunni ræddi Sigríður um kjaramálin, en þar sagði hún þá áttatíu milljarða sem stjórnvöld ætla að koma með inn í samningana á næstu fjóru árum vera sömu upphæð og voru setta í lífskjarasamningana. „Ef við tökum þessa upphæð og setjum í samhengi við það sem er undir. Ef við horfum á staðgreiðsluskyld laun, bæði á almenna og opinbera markaðinum, þá eru þau tæplega tvö þúsund milljarðar á ári. Þannig að yfir fjögurra ára tímabil þá eru þetta átta þúsund milljarðar sem eru undir. Þannig ef við setjum aðkomu stjórnvalda í samhengi við þessar tölur, þá áttar maður sig á því hvert stóra verkefnið er, sem er að semja um launahækkanir sem er innistæða fyrir.“ Sigríður segir mikilvægt að hafa í huga að þegar stjórnvöld stígi inn í samninga að þá sé það gert í lýðræðislegu umboði, með stefnu flokka sinna að leiðarljósi, „Þar sem að ríkið hefur ákveðið að koma inn í gerð kjarasamninga, þá skiptir mjög miklu máli að stjórnvöld styðji áfram við markmið samningana og gæti þess að því að forgangsraða í þágu þeirra aðgerða sem þau hafa tekið ákvarðanir um: Að það eigi alls ekki að fara í einhverskonar skattahækkanir eða lántöku til þess að gera þetta.“ Segir búið að ganga frá ákvæðunum sem VR var ósátt með Í dag hefja SA viðræður við VR, sem kleif sig út úr Breiðfylkingunni um miðjan febrúar. Sigríður segir að ástæðan sem VR hafi gefið út á sínum tíma hafi, að þeirra eigin sögn verið að félagið hafi ekki getað sætt sig við forsenduákvæði samninganna sem þeim var boðið. „En þá munaði 0,23 prósent á milli okkar og þeirra. Eins og staðan er akkúrat núna er í rauninni búið að ganga frá þessum forsenduákvæðum, og þessari launastefnu. Það stendur auðvitað VR til boða,“ segir Sigríður sem bætir við að ekki sé búið að semja um ákveðin sérmál sem varði félagsfólk VR. Hún segir að SA muni gera allt sem í þeirra valdi stendur til að ganga frá þeim málum. Kjaramál Kjaraviðræður 2023-24 Bítið Vinnumarkaður Atvinnurekendur Tengdar fréttir Þetta eru lykilatriðin í nýjum kjarasamningi Nú klukkan fimm hefst undirskrift fulltrúa Starfsgreinasambandsins, Eflingar og Samiðnar við Samtök atvinnulífsins á tímamótasamningi til fjögurra ára. Samningarnir eru merkilegir vegna hóflegra launahækkana og óvenju langs gildistíma sem er fjögur ár. 7. mars 2024 17:00 VR klýfur sig frá breiðfylkingunni Forsvarsmenn VR hafa klofið sig frá breiðfylkingu stéttafélaga í samningaviðræðunum við Samtök atvinnulífsins. 23. febrúar 2024 15:51 Hefur trú á að kjarasamningar stuðli að minnkun verðbólgu Nýundirritaðir kjarasamningar munu stuðla að hjöðnun verðbólgu og lækkun vaxta að mati greiningaraðila. Staða sumra fyrirtækja sé þó slæm og telur hann að einhver þeirra fari í þrot á næstu mánuðum. 10. mars 2024 21:01 Mest lesið Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Dóttirin í Súlunesi ákærð Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Innlent Fleiri fréttir Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Sjá meira
Í Bítinu á Bylgjunni ræddi Sigríður um kjaramálin, en þar sagði hún þá áttatíu milljarða sem stjórnvöld ætla að koma með inn í samningana á næstu fjóru árum vera sömu upphæð og voru setta í lífskjarasamningana. „Ef við tökum þessa upphæð og setjum í samhengi við það sem er undir. Ef við horfum á staðgreiðsluskyld laun, bæði á almenna og opinbera markaðinum, þá eru þau tæplega tvö þúsund milljarðar á ári. Þannig að yfir fjögurra ára tímabil þá eru þetta átta þúsund milljarðar sem eru undir. Þannig ef við setjum aðkomu stjórnvalda í samhengi við þessar tölur, þá áttar maður sig á því hvert stóra verkefnið er, sem er að semja um launahækkanir sem er innistæða fyrir.“ Sigríður segir mikilvægt að hafa í huga að þegar stjórnvöld stígi inn í samninga að þá sé það gert í lýðræðislegu umboði, með stefnu flokka sinna að leiðarljósi, „Þar sem að ríkið hefur ákveðið að koma inn í gerð kjarasamninga, þá skiptir mjög miklu máli að stjórnvöld styðji áfram við markmið samningana og gæti þess að því að forgangsraða í þágu þeirra aðgerða sem þau hafa tekið ákvarðanir um: Að það eigi alls ekki að fara í einhverskonar skattahækkanir eða lántöku til þess að gera þetta.“ Segir búið að ganga frá ákvæðunum sem VR var ósátt með Í dag hefja SA viðræður við VR, sem kleif sig út úr Breiðfylkingunni um miðjan febrúar. Sigríður segir að ástæðan sem VR hafi gefið út á sínum tíma hafi, að þeirra eigin sögn verið að félagið hafi ekki getað sætt sig við forsenduákvæði samninganna sem þeim var boðið. „En þá munaði 0,23 prósent á milli okkar og þeirra. Eins og staðan er akkúrat núna er í rauninni búið að ganga frá þessum forsenduákvæðum, og þessari launastefnu. Það stendur auðvitað VR til boða,“ segir Sigríður sem bætir við að ekki sé búið að semja um ákveðin sérmál sem varði félagsfólk VR. Hún segir að SA muni gera allt sem í þeirra valdi stendur til að ganga frá þeim málum.
Kjaramál Kjaraviðræður 2023-24 Bítið Vinnumarkaður Atvinnurekendur Tengdar fréttir Þetta eru lykilatriðin í nýjum kjarasamningi Nú klukkan fimm hefst undirskrift fulltrúa Starfsgreinasambandsins, Eflingar og Samiðnar við Samtök atvinnulífsins á tímamótasamningi til fjögurra ára. Samningarnir eru merkilegir vegna hóflegra launahækkana og óvenju langs gildistíma sem er fjögur ár. 7. mars 2024 17:00 VR klýfur sig frá breiðfylkingunni Forsvarsmenn VR hafa klofið sig frá breiðfylkingu stéttafélaga í samningaviðræðunum við Samtök atvinnulífsins. 23. febrúar 2024 15:51 Hefur trú á að kjarasamningar stuðli að minnkun verðbólgu Nýundirritaðir kjarasamningar munu stuðla að hjöðnun verðbólgu og lækkun vaxta að mati greiningaraðila. Staða sumra fyrirtækja sé þó slæm og telur hann að einhver þeirra fari í þrot á næstu mánuðum. 10. mars 2024 21:01 Mest lesið Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Dóttirin í Súlunesi ákærð Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Innlent Fleiri fréttir Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Sjá meira
Þetta eru lykilatriðin í nýjum kjarasamningi Nú klukkan fimm hefst undirskrift fulltrúa Starfsgreinasambandsins, Eflingar og Samiðnar við Samtök atvinnulífsins á tímamótasamningi til fjögurra ára. Samningarnir eru merkilegir vegna hóflegra launahækkana og óvenju langs gildistíma sem er fjögur ár. 7. mars 2024 17:00
VR klýfur sig frá breiðfylkingunni Forsvarsmenn VR hafa klofið sig frá breiðfylkingu stéttafélaga í samningaviðræðunum við Samtök atvinnulífsins. 23. febrúar 2024 15:51
Hefur trú á að kjarasamningar stuðli að minnkun verðbólgu Nýundirritaðir kjarasamningar munu stuðla að hjöðnun verðbólgu og lækkun vaxta að mati greiningaraðila. Staða sumra fyrirtækja sé þó slæm og telur hann að einhver þeirra fari í þrot á næstu mánuðum. 10. mars 2024 21:01