Segir átökin munu vara fjórar til átta vikur til viðbótar Hólmfríður Gísladóttir skrifar 11. mars 2024 07:56 Netanyahu á bæði í stríði á Gasa og heima fyrir en hörð mótmæli hafa brotist út í Tel Aviv og víðar þar sem kallað er eftir kosningum og frelsun gíslana í haldi Hamas. AP/Ariel Schalit Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísrael, hefur hafnað þeirri staðhæfingu Joe Biden Bandaríkjaforseta að aðgerðir Ísraelsmanna á Gasa séu að gera þeim meiri skaða en þau eru að hjálpa þeim. Biden sagði í samtali við MSNBC um helgina að Netanyahu þyrfti að vera meðvitaður um þá saklausu borgara sem væru að láta lífið í aðgerðum Ísraelshers og að afstaða hans væri skaðleg hagsmunum ríkisins. Netanyahu skaut hins vegar til baka í viðtali við Politico í gær og sagði forsetann hafa rangt fyrir sér ef hann væri að meina að hann, Netanyahu, væri að framfylgja eiginhagsmunastefnu gegn vilja meirihluta þjóðarinnar og gegn hagsmunum Ísrael. Biden sagði í viðtalinu við MSNBC að yfirvofandi innrás Ísraelsmanna inn í Rafah væri „rauð lína“ í augum Bandaríkjamanna en ítrekaði hins vegar á sama tíma að hann myndi aldrei „yfirgefa Ísrael“. Þrátt fyrir „skilyrðislausan“ stuðning Bandaríkjanna við Ísrael eru stjórnvöld vestanhafs augljóslega orðin þreytt á framgöngu Ísraelsmanna og vilja sjá fyrir endann á átökunum. Þá hafa þau kallað eftir því að Ísraelsmenn upplýsi hvað þeir sjá fyrir sér á Gasa eftir að aðgerðum þeirra lýkur.AP/Manuel Balce Ceneta Netanyahu sætir miklum þrýstingi úr öllum áttum; frá harðlínumönnum í eigin ríkisstjórn sem vilja hrekja Palestínumenn frá Gasa, frá almenningi sem krefst tafarlausra aðgerða af hálfu stjórnvalda til að frelsa þá gísla sem enn eru í haldi og frá bandamönnum sem eru að missa þolinmæðina gagnvart því hörmungarástands sem hefur skapast á Gasa. Heilbrigðisyfirvöld á Gasa, sem eru undir stjórn Hamas, segja að minnsta kosti 31 þúsund manns hafa látið lífið í aðgerðum Ísraelsmanna en í viðtalinu við Politico sagði Netanyahu að þar af væru að minnsta kosti 13 þúsund vígamenn Hamas-samtakanna. Forsætisráðherrann sagðist spá því að átökin myndu standa yfir í um tvo mánuði til viðbótar; kannski sex vikur, kannski fjórar. Þá sagði hann að þegar markmiðinu væri náð; að útrýma Hamas, væri það síðasta sem Ísraelsmenn ættu að gera að fela Palestínsku heimastjórninni yfirráð yfir Gasa. Hún væri ábyrg fyrir því að ala börn upp við hryðjuverkastarfsemi og fjármagnaði hryðjuverk. Netanyahu sagðist njóta stuðnings þjóðar sinnar gegn því að palestínsku ríki væri „troðið ofan í kokið“ á Ísrael. Guardian greindi frá. Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Palestína Hernaður Bandaríkin Mest lesið Sigurði Inga heitt í hamsi þegar hann flutti eldræðu um útlendinga Innlent „Staðan er bara sú að það verður slys hérna“ Innlent Tíu mánaða strákur fær byltingarkennt lyf fyrstur Íslendinga Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Amma lýsir blóðugum niðurgangi og örvæntingu foreldra Innlent Telur „verulegar líkur“ á að sýknu Alberts verði snúið Innlent Afstaða ríkisins hleypi illu blóði og hörku í viðræðurnar Innlent Rétt meðhöndlun hakksins hefði komið í veg fyrir veikindi Innlent Enginn í steininn fyrir heiðursofbeldi Innlent Veröldin hrundi þegar sonurinn greindist Innlent Fleiri fréttir Létust þegar skyggni hrundi ofan á þau í Serbíu Rúmlega tvö hundruð látnir eftir flóðin Kim hafi stutt Rússa frá upphafi „heilags stríðs“ þeirra Telja opinber úrslit kosninganna í Georgíu ekki standast Háttsettur Trump-liði segir RFK hafa sannfært hann um skaðsemi bóluefna Rússar taldir hylja slóð flutningaskipa til að verja olíuhafnir sínar Búa sig undir meiri rigningu og fleiri flóð á Spáni Segir ummæli Trump um konur móðgun við alla Um átta þúsund norðurkóreskir hermenn á landamærunum Horfði á lík fljóta fram hjá Tala látinna á Spáni hækkar Rússar og Íranar auka samstarf í varnarmálum Stórsigur beggja innan skekkjumarka Ný flaug flaug lengra en áður Leita manns sem skildi eftir sprengiefni á lestarstöð í Berlín Sækja hraðar fram í Dónetsk Trump lék ruslakarl í Wisconsin Halda áfram leit eftir eyðileggingu flóðanna Nágranna Erlu enn saknað: „30 bílar bara í hrúgu hérna fyrir utan hjá mér“ Segjast rannsaka ásakanir um kosningasvik í Georgíu Beðin um að tilkynna líkfundi Óttast að hermenn Kim öðlist reynslu af hernaði Sagði Trump heltekinn hefndarvilja Tala látinna á Spáni hækkar hratt Biden í bobba eftir ummæli um rusl Loftvarnir Íran verulega laskaðar eftir árásir helgarinnar „Við getum ekki þrýst á fólk að koma til baka“ Naim Qassem tekur við stjórn Hezbollah Sporvagn af sporinu í Osló og inn í verslun Ákvörðun Ísrael að banna UNRWA vekur reiði og ótta Sjá meira
Biden sagði í samtali við MSNBC um helgina að Netanyahu þyrfti að vera meðvitaður um þá saklausu borgara sem væru að láta lífið í aðgerðum Ísraelshers og að afstaða hans væri skaðleg hagsmunum ríkisins. Netanyahu skaut hins vegar til baka í viðtali við Politico í gær og sagði forsetann hafa rangt fyrir sér ef hann væri að meina að hann, Netanyahu, væri að framfylgja eiginhagsmunastefnu gegn vilja meirihluta þjóðarinnar og gegn hagsmunum Ísrael. Biden sagði í viðtalinu við MSNBC að yfirvofandi innrás Ísraelsmanna inn í Rafah væri „rauð lína“ í augum Bandaríkjamanna en ítrekaði hins vegar á sama tíma að hann myndi aldrei „yfirgefa Ísrael“. Þrátt fyrir „skilyrðislausan“ stuðning Bandaríkjanna við Ísrael eru stjórnvöld vestanhafs augljóslega orðin þreytt á framgöngu Ísraelsmanna og vilja sjá fyrir endann á átökunum. Þá hafa þau kallað eftir því að Ísraelsmenn upplýsi hvað þeir sjá fyrir sér á Gasa eftir að aðgerðum þeirra lýkur.AP/Manuel Balce Ceneta Netanyahu sætir miklum þrýstingi úr öllum áttum; frá harðlínumönnum í eigin ríkisstjórn sem vilja hrekja Palestínumenn frá Gasa, frá almenningi sem krefst tafarlausra aðgerða af hálfu stjórnvalda til að frelsa þá gísla sem enn eru í haldi og frá bandamönnum sem eru að missa þolinmæðina gagnvart því hörmungarástands sem hefur skapast á Gasa. Heilbrigðisyfirvöld á Gasa, sem eru undir stjórn Hamas, segja að minnsta kosti 31 þúsund manns hafa látið lífið í aðgerðum Ísraelsmanna en í viðtalinu við Politico sagði Netanyahu að þar af væru að minnsta kosti 13 þúsund vígamenn Hamas-samtakanna. Forsætisráðherrann sagðist spá því að átökin myndu standa yfir í um tvo mánuði til viðbótar; kannski sex vikur, kannski fjórar. Þá sagði hann að þegar markmiðinu væri náð; að útrýma Hamas, væri það síðasta sem Ísraelsmenn ættu að gera að fela Palestínsku heimastjórninni yfirráð yfir Gasa. Hún væri ábyrg fyrir því að ala börn upp við hryðjuverkastarfsemi og fjármagnaði hryðjuverk. Netanyahu sagðist njóta stuðnings þjóðar sinnar gegn því að palestínsku ríki væri „troðið ofan í kokið“ á Ísrael. Guardian greindi frá.
Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Palestína Hernaður Bandaríkin Mest lesið Sigurði Inga heitt í hamsi þegar hann flutti eldræðu um útlendinga Innlent „Staðan er bara sú að það verður slys hérna“ Innlent Tíu mánaða strákur fær byltingarkennt lyf fyrstur Íslendinga Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Amma lýsir blóðugum niðurgangi og örvæntingu foreldra Innlent Telur „verulegar líkur“ á að sýknu Alberts verði snúið Innlent Afstaða ríkisins hleypi illu blóði og hörku í viðræðurnar Innlent Rétt meðhöndlun hakksins hefði komið í veg fyrir veikindi Innlent Enginn í steininn fyrir heiðursofbeldi Innlent Veröldin hrundi þegar sonurinn greindist Innlent Fleiri fréttir Létust þegar skyggni hrundi ofan á þau í Serbíu Rúmlega tvö hundruð látnir eftir flóðin Kim hafi stutt Rússa frá upphafi „heilags stríðs“ þeirra Telja opinber úrslit kosninganna í Georgíu ekki standast Háttsettur Trump-liði segir RFK hafa sannfært hann um skaðsemi bóluefna Rússar taldir hylja slóð flutningaskipa til að verja olíuhafnir sínar Búa sig undir meiri rigningu og fleiri flóð á Spáni Segir ummæli Trump um konur móðgun við alla Um átta þúsund norðurkóreskir hermenn á landamærunum Horfði á lík fljóta fram hjá Tala látinna á Spáni hækkar Rússar og Íranar auka samstarf í varnarmálum Stórsigur beggja innan skekkjumarka Ný flaug flaug lengra en áður Leita manns sem skildi eftir sprengiefni á lestarstöð í Berlín Sækja hraðar fram í Dónetsk Trump lék ruslakarl í Wisconsin Halda áfram leit eftir eyðileggingu flóðanna Nágranna Erlu enn saknað: „30 bílar bara í hrúgu hérna fyrir utan hjá mér“ Segjast rannsaka ásakanir um kosningasvik í Georgíu Beðin um að tilkynna líkfundi Óttast að hermenn Kim öðlist reynslu af hernaði Sagði Trump heltekinn hefndarvilja Tala látinna á Spáni hækkar hratt Biden í bobba eftir ummæli um rusl Loftvarnir Íran verulega laskaðar eftir árásir helgarinnar „Við getum ekki þrýst á fólk að koma til baka“ Naim Qassem tekur við stjórn Hezbollah Sporvagn af sporinu í Osló og inn í verslun Ákvörðun Ísrael að banna UNRWA vekur reiði og ótta Sjá meira