Þetta er jafnframt tímamótatitil fyrir hana því þetta var tuttugasti stóri titill hjá Önnu á Íslandi. Hún hefur orðið sjö sinnum Íslandsmeistari og varð á dögunum deildarmeistari í sjöunda sinn.
Anna Úrsúla endaði reyndar leikinn upp í stúku með rautt spjald en áður hafði hún varið þrjú skot í vörninni, stolið einum bolta og átt sex löglegar stöðvanir samkvæmt tölfræði HB Statz.
Anna Úrsúla er 38 ára gömul en hún byrjaði aftur að spila í vetur. Þetta eru fyrstu titlar hennar síðan hún hætti að spila eftir 2018-19 tímabilið en hún snéri líka aftur undir lokin á 2020-21 tímabilinu.
Fyrsta titil sinn vann Anna Úrsúla með Val árið 2010 þegar hún varð deildarmeistari en seinna sama vor varð hún Íslandsmeistari í fyrsta skiptið.
Valsliðið hefur nú unnið tvo fyrstu titli vetrarins og á möguleika á því að vinna þrennuna. Anna hefur tvisvar sinnum unnið þrennuna eða 2012 með Val og 2015 með Gróttu.
- Stórir titlar Önnur Úrsúlu Guðmundsdóttur:
- 2010 með Val: Íslandsmeistari + Deildarmeistari
- 2011 með Val: Íslandsmeistari (2) + Deildarmeistari (2)
- 2012 með Val: Íslandsmeistari (3) + Bikarmeistari + Deildarmeistari (3)
- 2013 með Val: Bikarmeistari (2) + Deildarmeistari (4)
- 2014 með Val: Íslandsmeistari (4) + Bikarmeistari (3)
- 2015 með Gróttu: Íslandsmeistari (5) + Bikarmeistari (4) + Deildarmeistari (5)
- 2016 með Gróttu: Íslandsmeistari (6)
- 2018 með Val: Deildarmeistari (6)
- 2019 með Val: Íslandsmeistari (7) + Bikarmeistari (5)
- 2024 með Val: Bikarmeistari (6) + Deildarmeistari (7)