Benedikt Gunnar bætti 22 ára markamet Halldórs Ingólfs Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 10. mars 2024 10:31 Benedikt Gunnar Óskarsson skorar eitt af sautján mörkum sínum í bikarúrslitaleiknum. Vísir/Hulda Margrét Benedikt Gunnar Óskarsson var í gær fyrsti maðurinn í sögu bikarúrslitaleik karla í handbolta til skora fimmtán, sextán eða sautján mörk í einum úrslitaleik. Benedikt bætti 22 ára gamalt markamet Halldórs Ingólfssonar frá 2002 þegar hann skoraði sitt fimmtánda mark í leiknum. Benedikt bætti við tveimur mörkum og skoraði því samtals sautján mörk í 43-31 sigrinum á Eyjamönnum. Benedikt þurfti líka aðeins nítján skot til að skora þessu sautján mörk. Hann skoraði úr öllum ellefu skotum sínum utan af velli en klikkaði á tveimur af átta vítum sínum. Benedikt var einnig með fimm stoðsendingar og kom því með beinum hætti að 22 mörkum Valsmanna í leiknum. Halldór setti metið í 30-20 marka sigri Hauka á Fram í úrslitaleiknum 2002. Hann þyrfti sautján skot til að skora þessi fjórtán mörk og sjö af þeim komu af vítapunktinum. Halldór gaf einnig sex stoðsendingar í leiknum og kom því með beinum hætti að tuttugu mörkum. Þegar Halldór setti metið þá var hann að bæta metið um þrjú mörk en fyrir 2002 hafði mest verið skorað ellefu mörk í einum bikarúrslitaleik. Metið áttu þá Patrekur Jóhannesson, Róbert Julian Duranona og Gunnar Berg Viktorsson sem allir höfðu náð að skora ellefu mörk í bikarúrslitaleik. Arnór Atlason var nálægt því að jafna met Halldórs tveimur árum síðar þegar hann skorað þrettán mörk í 32-23 sigri KA á Fram í bikarúrslitaleiknum 2004. Arnór nýtti þá 13 af 16 skotum og fimm af mörkum hans komu af vítalínunni. Arnór átti einnig sjö stoðsendingar og kom því með beinum hætti að tuttugu mörkum eins og Halldór. Næstur því að jafna metið á síðustu árum var Agnar Smári Jónsson sem skoraði tólf mörk fyrir Eyjamenn í bikarúrslitaleiknum 2018 en ekkert af þeim mörkum kom af vítalínunni. Markamet í bikarúrslitaleik karla í handbolta: 17/6 Benedikt Gunnar Óskarsson, Val 2024 14/7 Halldór Ingólfsson, Haukum 2002 13/5 Arnór Atlason, KA 2004 12 Agnar Smári Jónsson, ÍBV 2018 11/2 Patrekur Jóhannesson, KA 1995 11/2 Róbert Julian Duranona, KA 1996 11/5 Gunnar Berg Viktorsson, Fram 2000 Powerade-bikarinn Valur Olís-deild karla Tengdar fréttir „Það fór bara allt inn“ Valur vann tólf marka sigur gegn ÍBV 31-43 í úrslitum Powerade-bikarsins. Benedikt Gunnar Óskarsson, leikmaður Vals, fór hamförum og skoraði 17 mörk. 9. mars 2024 18:34 Umfjöllun, viðtöl og myndir: ÍBV - Valur 31-43 | Benedikt Gunnar kom, sá og sigraði Valur vann stórsigur gegn ÍBV í úrslitum Powerade-bikarsins 31-43. Benedikt Gunnar Óskarsson, leikmaður Vals, fór á kostum og allt sem hann snerti breyttist í gull. Benedikt skoraði samtals 17 mörk. 9. mars 2024 17:42 Agnar um þrettánda titilinn: „Alltaf nýtt ævintýri“ Agnar Smári Jónsson, leikmaður Vals, var í skýjunum eftir tólf marka sigur gegn ÍBV 31-43. Þetta var 13 titillinn sem Agnar vinnur á ferlinum og að hans mati eru allir jafn mikilvægir. 9. mars 2024 19:37 Myndaveisla frá tvöföldum bikarfögnuði Valsfólks Valur varð í dag tvöfaldur bikarmeistari í handbolta er félagið tryggði sér titilinn í bæði karla- og kvennaflokki. 9. mars 2024 22:45 Mest lesið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig Golf „Mér finnst hún skipta sér af málum sem koma henni ekki við“ Fótbolti LeBron boðar aðra Ákvörðun Körfubolti Bjargaði lífi mótherja í miðjum leik Fótbolti Sekúndubrot á milli Tomma og Nablans í fyrstu grein Ólympíuleika Extra Sport „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Íslenski boltinn Stórefnilegur og hafnaði níu milljarða króna samningi Sport Metár hjá David Beckham Fótbolti „Enginn vissi hvað ég var að ganga í gegnum“ Fótbolti Engar leynilegar viðræður í gangi um framtíð Meistaradeildarinnar Fótbolti Fleiri fréttir Lovísa Thompson kemur aftur inn í íslenska A-landsliðið Sjáðu svakalega vítakeppni þegar frændliðin börðust í bikarnum Aron Rafn hetja Hauka gegn Val og Fjölnir henti Stjörnunni úr leik Bikarmeistararnir sluppu með skrekkinn Unnu síðustu átján mínúturnar með tíu mörkum Laus úr útlegðinni og mættur heim Selfoss úr leik þrátt fyrir sigur Misjafnt gengi Íslendingaliðanna Valur áfram eftir góðan sigur KA áfram eftir þægilegan sigur í Eyjum Ómar Ingi frábær með Magdeburg í naumum sigri Haukar og Fram með mikilvæga sigra Tíu íslensk mörk í góðum sigri toppliðsins „Það var smá stress og drama“ Afturelding áfram með fullt hús stiga Markaflóð á Akureyri Viktor Gísli og félagar í Barcelona heimsmeistarar félagsliða Tíu íslensk mörk þegar Magdeburg tók bronsið Valur vann stigalausu Stjörnuna Sandra með stórleik í sigri gegn Selfossi Stórleikur Hauks dugði ekki til sigurs Elín Klara markahæst hjá toppliðinu Íslendingaliðið í undanúrslit Tilfinningaþrungin stund eftir hörmungar síðustu ára Haukur með flestar stoðsendingar í Þýskalandi Íslendingarnir skutu Ringsted áfram Magdeburg fataðist flugið og Bjarki Már í úrslit Hroðaleg hnémeiðsli Janusar Daða Tryggðu sér sigurinn með því að skora síðustu fjögur mörkin Rut barnshafandi Sjá meira
Benedikt bætti 22 ára gamalt markamet Halldórs Ingólfssonar frá 2002 þegar hann skoraði sitt fimmtánda mark í leiknum. Benedikt bætti við tveimur mörkum og skoraði því samtals sautján mörk í 43-31 sigrinum á Eyjamönnum. Benedikt þurfti líka aðeins nítján skot til að skora þessu sautján mörk. Hann skoraði úr öllum ellefu skotum sínum utan af velli en klikkaði á tveimur af átta vítum sínum. Benedikt var einnig með fimm stoðsendingar og kom því með beinum hætti að 22 mörkum Valsmanna í leiknum. Halldór setti metið í 30-20 marka sigri Hauka á Fram í úrslitaleiknum 2002. Hann þyrfti sautján skot til að skora þessi fjórtán mörk og sjö af þeim komu af vítapunktinum. Halldór gaf einnig sex stoðsendingar í leiknum og kom því með beinum hætti að tuttugu mörkum. Þegar Halldór setti metið þá var hann að bæta metið um þrjú mörk en fyrir 2002 hafði mest verið skorað ellefu mörk í einum bikarúrslitaleik. Metið áttu þá Patrekur Jóhannesson, Róbert Julian Duranona og Gunnar Berg Viktorsson sem allir höfðu náð að skora ellefu mörk í bikarúrslitaleik. Arnór Atlason var nálægt því að jafna met Halldórs tveimur árum síðar þegar hann skorað þrettán mörk í 32-23 sigri KA á Fram í bikarúrslitaleiknum 2004. Arnór nýtti þá 13 af 16 skotum og fimm af mörkum hans komu af vítalínunni. Arnór átti einnig sjö stoðsendingar og kom því með beinum hætti að tuttugu mörkum eins og Halldór. Næstur því að jafna metið á síðustu árum var Agnar Smári Jónsson sem skoraði tólf mörk fyrir Eyjamenn í bikarúrslitaleiknum 2018 en ekkert af þeim mörkum kom af vítalínunni. Markamet í bikarúrslitaleik karla í handbolta: 17/6 Benedikt Gunnar Óskarsson, Val 2024 14/7 Halldór Ingólfsson, Haukum 2002 13/5 Arnór Atlason, KA 2004 12 Agnar Smári Jónsson, ÍBV 2018 11/2 Patrekur Jóhannesson, KA 1995 11/2 Róbert Julian Duranona, KA 1996 11/5 Gunnar Berg Viktorsson, Fram 2000
Markamet í bikarúrslitaleik karla í handbolta: 17/6 Benedikt Gunnar Óskarsson, Val 2024 14/7 Halldór Ingólfsson, Haukum 2002 13/5 Arnór Atlason, KA 2004 12 Agnar Smári Jónsson, ÍBV 2018 11/2 Patrekur Jóhannesson, KA 1995 11/2 Róbert Julian Duranona, KA 1996 11/5 Gunnar Berg Viktorsson, Fram 2000
Powerade-bikarinn Valur Olís-deild karla Tengdar fréttir „Það fór bara allt inn“ Valur vann tólf marka sigur gegn ÍBV 31-43 í úrslitum Powerade-bikarsins. Benedikt Gunnar Óskarsson, leikmaður Vals, fór hamförum og skoraði 17 mörk. 9. mars 2024 18:34 Umfjöllun, viðtöl og myndir: ÍBV - Valur 31-43 | Benedikt Gunnar kom, sá og sigraði Valur vann stórsigur gegn ÍBV í úrslitum Powerade-bikarsins 31-43. Benedikt Gunnar Óskarsson, leikmaður Vals, fór á kostum og allt sem hann snerti breyttist í gull. Benedikt skoraði samtals 17 mörk. 9. mars 2024 17:42 Agnar um þrettánda titilinn: „Alltaf nýtt ævintýri“ Agnar Smári Jónsson, leikmaður Vals, var í skýjunum eftir tólf marka sigur gegn ÍBV 31-43. Þetta var 13 titillinn sem Agnar vinnur á ferlinum og að hans mati eru allir jafn mikilvægir. 9. mars 2024 19:37 Myndaveisla frá tvöföldum bikarfögnuði Valsfólks Valur varð í dag tvöfaldur bikarmeistari í handbolta er félagið tryggði sér titilinn í bæði karla- og kvennaflokki. 9. mars 2024 22:45 Mest lesið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig Golf „Mér finnst hún skipta sér af málum sem koma henni ekki við“ Fótbolti LeBron boðar aðra Ákvörðun Körfubolti Bjargaði lífi mótherja í miðjum leik Fótbolti Sekúndubrot á milli Tomma og Nablans í fyrstu grein Ólympíuleika Extra Sport „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Íslenski boltinn Stórefnilegur og hafnaði níu milljarða króna samningi Sport Metár hjá David Beckham Fótbolti „Enginn vissi hvað ég var að ganga í gegnum“ Fótbolti Engar leynilegar viðræður í gangi um framtíð Meistaradeildarinnar Fótbolti Fleiri fréttir Lovísa Thompson kemur aftur inn í íslenska A-landsliðið Sjáðu svakalega vítakeppni þegar frændliðin börðust í bikarnum Aron Rafn hetja Hauka gegn Val og Fjölnir henti Stjörnunni úr leik Bikarmeistararnir sluppu með skrekkinn Unnu síðustu átján mínúturnar með tíu mörkum Laus úr útlegðinni og mættur heim Selfoss úr leik þrátt fyrir sigur Misjafnt gengi Íslendingaliðanna Valur áfram eftir góðan sigur KA áfram eftir þægilegan sigur í Eyjum Ómar Ingi frábær með Magdeburg í naumum sigri Haukar og Fram með mikilvæga sigra Tíu íslensk mörk í góðum sigri toppliðsins „Það var smá stress og drama“ Afturelding áfram með fullt hús stiga Markaflóð á Akureyri Viktor Gísli og félagar í Barcelona heimsmeistarar félagsliða Tíu íslensk mörk þegar Magdeburg tók bronsið Valur vann stigalausu Stjörnuna Sandra með stórleik í sigri gegn Selfossi Stórleikur Hauks dugði ekki til sigurs Elín Klara markahæst hjá toppliðinu Íslendingaliðið í undanúrslit Tilfinningaþrungin stund eftir hörmungar síðustu ára Haukur með flestar stoðsendingar í Þýskalandi Íslendingarnir skutu Ringsted áfram Magdeburg fataðist flugið og Bjarki Már í úrslit Hroðaleg hnémeiðsli Janusar Daða Tryggðu sér sigurinn með því að skora síðustu fjögur mörkin Rut barnshafandi Sjá meira
„Það fór bara allt inn“ Valur vann tólf marka sigur gegn ÍBV 31-43 í úrslitum Powerade-bikarsins. Benedikt Gunnar Óskarsson, leikmaður Vals, fór hamförum og skoraði 17 mörk. 9. mars 2024 18:34
Umfjöllun, viðtöl og myndir: ÍBV - Valur 31-43 | Benedikt Gunnar kom, sá og sigraði Valur vann stórsigur gegn ÍBV í úrslitum Powerade-bikarsins 31-43. Benedikt Gunnar Óskarsson, leikmaður Vals, fór á kostum og allt sem hann snerti breyttist í gull. Benedikt skoraði samtals 17 mörk. 9. mars 2024 17:42
Agnar um þrettánda titilinn: „Alltaf nýtt ævintýri“ Agnar Smári Jónsson, leikmaður Vals, var í skýjunum eftir tólf marka sigur gegn ÍBV 31-43. Þetta var 13 titillinn sem Agnar vinnur á ferlinum og að hans mati eru allir jafn mikilvægir. 9. mars 2024 19:37
Myndaveisla frá tvöföldum bikarfögnuði Valsfólks Valur varð í dag tvöfaldur bikarmeistari í handbolta er félagið tryggði sér titilinn í bæði karla- og kvennaflokki. 9. mars 2024 22:45