Boltinn hjá Seðlabanka, fyrirtækjum, ríki og sveitarfélögum Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 9. mars 2024 16:41 Kristján Þórður Snæbjarnarson segir alla þurfa að vera samstíga til að markmið viðræðnanna gangi eftir. Vísir/Ívar Samningur fagfélaganna við Samtök atvinnulífsins var undirritaður í dag og Kristján Þórður Snæbjarnarson, formaður Rafiðnaðarsambandsins, segir að allir þurfi að vera samstíga og að boltinn sé nú hjá Seðlabanka, fyrirtækjum landsins, ríki og sveitarfélögum. Kristján segir samninginn vera mjög samhljóða þeim sem breiðfylking Starfsgreinasambandsins, Eflingar og Samiðnar skrifaði undir fyrr í vikunni. Fagfélögin hafi verið við samningaborðið síðan í desember og því haft áhrif á stefnu samninganna varðandi launaliðinn og fleira. Það sem helst greinir þeirra samning frá samningi breiðfylkingarinnar séu orlofsdagar sem þeim tókst að tryggja sínu fólki ásamt breytingu á yfirvinnu. „Það eru fjölmörg atriði þarna sem skipta máli en auðvitað erum við líka að leggja okkar lóð á vogarskálirnar að reyna að ná tökum á því ástandi sem hefur verið í okkar samfélagi,“ segir Kristján. Hann segir samninginn vera tímamótasamning fyrir tæknifólk vegna þess að ekki hafi verið almennur samningur í gildi fyrir þá stétt. Það sé stórt skref sem hefur verið í vinnslu í mörg ár. „Það sem skiptir mestu máli er að ná að auka kaupmátt launa okkar fólks og tryggja þeim hækkanir. Síðan skiptir gríðarlega miklu máli fyrir fólkið að vextir muni lækka hér á landi og verðbólga. Það er auðvitað inntakið sem mun skipta máli,“ segir Kristján. „Boltinn er hjá Seðlabanka, fyrirtækjum í landinu, ríki og sveitarfélögum að halda aftur af gjaldskrám og taka þátt í þessu verkefni með okkur. Það er auðvitað það sem skiptir öllu máli. Við sendum boltann yfir þangað.“ Aðspurður um hvort hann sé bjartsýnn um að þau muni taka við boltanum segir hann mikilvægt að fólk taki höndum saman og stigi þessi skref með sér. „Það er það sem verður að gerast. Annars mun ekki ríkja sátt um hvernig samfélagi við viljum búa í. Við fórum eins langt og mögulegt var við þessar aðstæður,“ segir Kristján. Kjaraviðræður 2023-24 Kjaramál Stéttarfélög Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Lést í snjóflóði í Ölpunum Erlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Fleiri fréttir Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Sjá meira
Kristján segir samninginn vera mjög samhljóða þeim sem breiðfylking Starfsgreinasambandsins, Eflingar og Samiðnar skrifaði undir fyrr í vikunni. Fagfélögin hafi verið við samningaborðið síðan í desember og því haft áhrif á stefnu samninganna varðandi launaliðinn og fleira. Það sem helst greinir þeirra samning frá samningi breiðfylkingarinnar séu orlofsdagar sem þeim tókst að tryggja sínu fólki ásamt breytingu á yfirvinnu. „Það eru fjölmörg atriði þarna sem skipta máli en auðvitað erum við líka að leggja okkar lóð á vogarskálirnar að reyna að ná tökum á því ástandi sem hefur verið í okkar samfélagi,“ segir Kristján. Hann segir samninginn vera tímamótasamning fyrir tæknifólk vegna þess að ekki hafi verið almennur samningur í gildi fyrir þá stétt. Það sé stórt skref sem hefur verið í vinnslu í mörg ár. „Það sem skiptir mestu máli er að ná að auka kaupmátt launa okkar fólks og tryggja þeim hækkanir. Síðan skiptir gríðarlega miklu máli fyrir fólkið að vextir muni lækka hér á landi og verðbólga. Það er auðvitað inntakið sem mun skipta máli,“ segir Kristján. „Boltinn er hjá Seðlabanka, fyrirtækjum í landinu, ríki og sveitarfélögum að halda aftur af gjaldskrám og taka þátt í þessu verkefni með okkur. Það er auðvitað það sem skiptir öllu máli. Við sendum boltann yfir þangað.“ Aðspurður um hvort hann sé bjartsýnn um að þau muni taka við boltanum segir hann mikilvægt að fólk taki höndum saman og stigi þessi skref með sér. „Það er það sem verður að gerast. Annars mun ekki ríkja sátt um hvernig samfélagi við viljum búa í. Við fórum eins langt og mögulegt var við þessar aðstæður,“ segir Kristján.
Kjaraviðræður 2023-24 Kjaramál Stéttarfélög Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Lést í snjóflóði í Ölpunum Erlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Fleiri fréttir Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Sjá meira