Mikilvægt fyrir sálrænan bata að fá góðar móttökur Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 9. mars 2024 19:30 Rauði krossinn býðst til þess að veita öllum sjötíu og tveimur dvalarleyfishöfum sem var bjargað út úr Gasasvæðinu á dögunum áfallahjálp. Vísir/sigurjón Rauði krossinn býðst til þess að veita öllum sjötíu og tveimur dvalarleyfishöfum sem var bjargað út úr Gasasvæðinu á dögunum áfallahjálp. Sérfræðingur hjá samtökunum segir að geri megi ráð fyrir að flestir þeirra beri mörg áföll á bakinu og því sé mikilvægt fyrir sálrænan bata þeirra að Íslendingar taki vel á móti þeim. Mannúðarástandið á Gasa eftir langvarandi árásir er með versta móti. Óbreyttir borgarar hafa þurft að flýja sprengjuregn og hafist við í tjaldbúðum í nær algerum skorti á nauðsynjum. „Ég held þetta séu aðstæður sem við getum varla ímyndað okkur og sem hafa farið versnandi dag frá degi og fólk hefur þurft að flýja margoft og upplifað mögulega ýmiss konar áföll og ofbeldi og yfir langt tímabil,“ segir Sóley Ómarsdóttir sem er sérfræðingur hjá Rauða krossinum í sálfélagslegum stuðningi. „Við getum gert ráð fyrir að þau hafi ýmis áföll að baki og yfir langt tímabil og sum með áfallastreitu sem getur þróast í áfallastreituröskun, sum með flókna áfallastreitu.“ Með mörg áföll á bakinu Nú taki við langt og mögulega flókið bataferli en Rauði krossinn býður hópnum upp á sálfélagslegan stuðning. Sóley segir áfallasögu flóttafólks yfirleitt skiptast í þrjú tímabil; áföllin sem eiga sér stað áður það flýr, áföll tengd flóttanum sjálfum og svo áföll í móttökulandinu. „Það er bara svo mikilvægt fyrir sálrænan bata að móttakan sé góð og að fólk upplifi öryggi og ró í móttökulandinu og upplifi ekki of mikið mótlæti og erfiðleika og áföll hér og það virðist skipta mjög miklu máli fyrir sálrænan bata er hvernig þetta þriðja stig er, að þau komist í þetta öryggi og að þau geti farið að byggja sig upp.“ Harkaleg umræða á netinu endurspegli ekki viðhorf þjóðar Undanfarið hefur borið harkalegri umræðu á samfélagsmiðlum í garð fólks á flótta. Sóley telur þessi viðhorf almennt ekki endurspegla afstöðu þjóðarinnar, það kristallist í fjölda sjálfboðaliða hjá Rauða krossinum sem vinnur með innflytjendum. Þá finnst henni einnig jákvæð viðhorf endurspeglast í því hversu hratt landsmönnum tókst að safna háum fjárhæðum í fjársöfnun Solaris samtakanna sem gekk út á það að koma dvalarleyfishöfum út af Gasa. „Við upplifum mjög mikla velvild til flóttafólks almennt og sérstaklega þessa hóps sem er aðallega konur og börn sem eru að flýja mjög erfiðar aðstæður og ég held að flestir Íslendingar hafi bara beðið með öndina í hálsinum að fá þetta fólk til Íslands.“ Í palestínska hópnum sem kom til landsins síðdegis í gær eru fjörutíu og níu börn. Sóley er ekki í nokkrum vafa um að íslensk börn muni taka vel á móti þeim. „Við sáum nú hvernig íslenskir krakkar stóðu að mótmælum fyrir önnur börn í Palestínu, svo ég hef alla trú á því að þau taki vel á móti þeim.“ Mikilvægt að fá að tilheyra Sóley var spurð hvað felst í sálfélagslegum stuðningi Rauða krossins. „Við bjóðum upp á sálfélagslegan stuðning bæði í hópastarfi, félagsstarfi og með einstaklingsviðtölum en ég minni á að það er grunnurinn í heilbrigðisþjónustu þannig að þetta er ekki meðferð. Þeir sem þurfa á áfallameðferð að halda þá fer hún fram með fagaðilum en þessi sálfélagslegi stuðningur skiptir rosalega miklu máli. Það hefur svo mikla þýðingu að tilheyra, vera í hópi þar sem þú ert velkominn og rödd þín fær að heyrast,“ segir Sóley. Nú eigi eftir að meta stöðu hópsins og verið er að skoða hvernig hægt sé að styðja hann sem best. Þau muni bjóða upp á hópastarf sem sé sérstaklega sérsniðið að þeim og með arabískumælandi sjálfboðaliðum. Hún undirstrikar að þeim verði ekki ýtt út í neitt sem þau eru ekki tilbúin í. Fyrst verði hlustað á það sem þau vilji og þurfi áður en nokkur skref eru stigin. „Mestu máli skiptir að þau komist í þessa ró og öryggi svo þau geti farið að byggja sig upp að nýju,“ segir Sóley. Palestína Átök í Ísrael og Palestínu Flóttafólk á Íslandi Tengdar fréttir Yndisleg stund sem allir sem eigi fjölskyldur hljóti að skilja Rúmlega sjötíu manna hópur frá Gasa lenti á Keflavíkurflugvelli í dag og hitti loks ástvini og fjölskyldur á Íslandi. Aðstandendur mættu með blóm og í sínu fínasta pússi til að taka á móti fólkinu sínu en þeir þurftu þó að bíða í dágóðan tíma. Baráttufeðgin segja allt fjölskyldufólk á Íslandi hljóta að sjá fegurðina í sameiningu fjölskyldna eftir margra ára aðskilnað. 9. mars 2024 07:32 Hjartnæmar myndir af endurfundum palestínskra fjölskyldna Á áttunda tug palestínskra flóttamanna komu í dag til landsins í dag eftir að hafa hlotið dvalarleyfi á grundvelli fjölskyldusameiningar. Þau komu með rútu frá Keflavíkurflugvelli fyrr í kvöld og tóku fjölskyldur þeirra við þeim með faðmlögum, kossum og gleðitárum. 8. mars 2024 19:57 Mest lesið Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Innlent Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Erlent Moskítóflugur muni koma til Íslands Innlent Vilja að ríkisstarfsmenn geti starfað til 73 ára aldurs Innlent Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Erlent Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Erlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Innlent Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Innlent Misstu aðra herþotu í sjóinn Erlent Fleiri fréttir Sagðir hafa stolið viðkvæmum rannsóknargögnum frá lögreglu og saksóknara Bein útsending: Staða ungs fatlaðs fólks á húsnæðis- og leigumarkaði Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Ekkert sem bendi til málþófs um veiðigjöld Þeir sem gangi inn sem páfaefni gangi út sem kardinálar Skorað á Ísraela og átök hafin milli Indlands og Pakistans Ekki hægt að renna sér í Lágafellslaug næstu vikuna Rekstur Reykjanesbæjar fram úr vonum vegna hærri útsvarstekna Veiðigjöldin enn rædd en þó ekki á dagskrá í dag Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Stútur á 106 þar sem hámarkshraði var sextíu Vilja að ríkisstarfsmenn geti starfað til 73 ára aldurs Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Moskítóflugur muni koma til Íslands Áberandi ráðamenn „keppist við að hnykla vöðva sína, beita hótunum og þvingunum“ Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Fékk rætin skilaboð vegna veðmála eftir að hafa klikkað á vítum Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Álfurinn í landsliðsbúningi í ár Líflátshótanir í kjölfar veðmála og óttaslegin eftir útburð Þrír fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys við Smáralind Ekki talin yfirvofandi hætta en maðurinn geti orðið hættulegur Núverandi fyrirkomulag „virðist hylma yfir ábyrgð og gagnsæi“ Ítarleg skýrsla á borði ráðherra Inga skipar konu í stað karls í stjórn HMS Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Líkur á nýju gosi munu aukast þegar líða fer á haustið „Því miður er þetta þrautalending“ Reikningum Flokks fólksins lokað um stund Sjá meira
Mannúðarástandið á Gasa eftir langvarandi árásir er með versta móti. Óbreyttir borgarar hafa þurft að flýja sprengjuregn og hafist við í tjaldbúðum í nær algerum skorti á nauðsynjum. „Ég held þetta séu aðstæður sem við getum varla ímyndað okkur og sem hafa farið versnandi dag frá degi og fólk hefur þurft að flýja margoft og upplifað mögulega ýmiss konar áföll og ofbeldi og yfir langt tímabil,“ segir Sóley Ómarsdóttir sem er sérfræðingur hjá Rauða krossinum í sálfélagslegum stuðningi. „Við getum gert ráð fyrir að þau hafi ýmis áföll að baki og yfir langt tímabil og sum með áfallastreitu sem getur þróast í áfallastreituröskun, sum með flókna áfallastreitu.“ Með mörg áföll á bakinu Nú taki við langt og mögulega flókið bataferli en Rauði krossinn býður hópnum upp á sálfélagslegan stuðning. Sóley segir áfallasögu flóttafólks yfirleitt skiptast í þrjú tímabil; áföllin sem eiga sér stað áður það flýr, áföll tengd flóttanum sjálfum og svo áföll í móttökulandinu. „Það er bara svo mikilvægt fyrir sálrænan bata að móttakan sé góð og að fólk upplifi öryggi og ró í móttökulandinu og upplifi ekki of mikið mótlæti og erfiðleika og áföll hér og það virðist skipta mjög miklu máli fyrir sálrænan bata er hvernig þetta þriðja stig er, að þau komist í þetta öryggi og að þau geti farið að byggja sig upp.“ Harkaleg umræða á netinu endurspegli ekki viðhorf þjóðar Undanfarið hefur borið harkalegri umræðu á samfélagsmiðlum í garð fólks á flótta. Sóley telur þessi viðhorf almennt ekki endurspegla afstöðu þjóðarinnar, það kristallist í fjölda sjálfboðaliða hjá Rauða krossinum sem vinnur með innflytjendum. Þá finnst henni einnig jákvæð viðhorf endurspeglast í því hversu hratt landsmönnum tókst að safna háum fjárhæðum í fjársöfnun Solaris samtakanna sem gekk út á það að koma dvalarleyfishöfum út af Gasa. „Við upplifum mjög mikla velvild til flóttafólks almennt og sérstaklega þessa hóps sem er aðallega konur og börn sem eru að flýja mjög erfiðar aðstæður og ég held að flestir Íslendingar hafi bara beðið með öndina í hálsinum að fá þetta fólk til Íslands.“ Í palestínska hópnum sem kom til landsins síðdegis í gær eru fjörutíu og níu börn. Sóley er ekki í nokkrum vafa um að íslensk börn muni taka vel á móti þeim. „Við sáum nú hvernig íslenskir krakkar stóðu að mótmælum fyrir önnur börn í Palestínu, svo ég hef alla trú á því að þau taki vel á móti þeim.“ Mikilvægt að fá að tilheyra Sóley var spurð hvað felst í sálfélagslegum stuðningi Rauða krossins. „Við bjóðum upp á sálfélagslegan stuðning bæði í hópastarfi, félagsstarfi og með einstaklingsviðtölum en ég minni á að það er grunnurinn í heilbrigðisþjónustu þannig að þetta er ekki meðferð. Þeir sem þurfa á áfallameðferð að halda þá fer hún fram með fagaðilum en þessi sálfélagslegi stuðningur skiptir rosalega miklu máli. Það hefur svo mikla þýðingu að tilheyra, vera í hópi þar sem þú ert velkominn og rödd þín fær að heyrast,“ segir Sóley. Nú eigi eftir að meta stöðu hópsins og verið er að skoða hvernig hægt sé að styðja hann sem best. Þau muni bjóða upp á hópastarf sem sé sérstaklega sérsniðið að þeim og með arabískumælandi sjálfboðaliðum. Hún undirstrikar að þeim verði ekki ýtt út í neitt sem þau eru ekki tilbúin í. Fyrst verði hlustað á það sem þau vilji og þurfi áður en nokkur skref eru stigin. „Mestu máli skiptir að þau komist í þessa ró og öryggi svo þau geti farið að byggja sig upp að nýju,“ segir Sóley.
Palestína Átök í Ísrael og Palestínu Flóttafólk á Íslandi Tengdar fréttir Yndisleg stund sem allir sem eigi fjölskyldur hljóti að skilja Rúmlega sjötíu manna hópur frá Gasa lenti á Keflavíkurflugvelli í dag og hitti loks ástvini og fjölskyldur á Íslandi. Aðstandendur mættu með blóm og í sínu fínasta pússi til að taka á móti fólkinu sínu en þeir þurftu þó að bíða í dágóðan tíma. Baráttufeðgin segja allt fjölskyldufólk á Íslandi hljóta að sjá fegurðina í sameiningu fjölskyldna eftir margra ára aðskilnað. 9. mars 2024 07:32 Hjartnæmar myndir af endurfundum palestínskra fjölskyldna Á áttunda tug palestínskra flóttamanna komu í dag til landsins í dag eftir að hafa hlotið dvalarleyfi á grundvelli fjölskyldusameiningar. Þau komu með rútu frá Keflavíkurflugvelli fyrr í kvöld og tóku fjölskyldur þeirra við þeim með faðmlögum, kossum og gleðitárum. 8. mars 2024 19:57 Mest lesið Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Innlent Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Erlent Moskítóflugur muni koma til Íslands Innlent Vilja að ríkisstarfsmenn geti starfað til 73 ára aldurs Innlent Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Erlent Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Erlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Innlent Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Innlent Misstu aðra herþotu í sjóinn Erlent Fleiri fréttir Sagðir hafa stolið viðkvæmum rannsóknargögnum frá lögreglu og saksóknara Bein útsending: Staða ungs fatlaðs fólks á húsnæðis- og leigumarkaði Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Ekkert sem bendi til málþófs um veiðigjöld Þeir sem gangi inn sem páfaefni gangi út sem kardinálar Skorað á Ísraela og átök hafin milli Indlands og Pakistans Ekki hægt að renna sér í Lágafellslaug næstu vikuna Rekstur Reykjanesbæjar fram úr vonum vegna hærri útsvarstekna Veiðigjöldin enn rædd en þó ekki á dagskrá í dag Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Stútur á 106 þar sem hámarkshraði var sextíu Vilja að ríkisstarfsmenn geti starfað til 73 ára aldurs Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Moskítóflugur muni koma til Íslands Áberandi ráðamenn „keppist við að hnykla vöðva sína, beita hótunum og þvingunum“ Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Fékk rætin skilaboð vegna veðmála eftir að hafa klikkað á vítum Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Álfurinn í landsliðsbúningi í ár Líflátshótanir í kjölfar veðmála og óttaslegin eftir útburð Þrír fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys við Smáralind Ekki talin yfirvofandi hætta en maðurinn geti orðið hættulegur Núverandi fyrirkomulag „virðist hylma yfir ábyrgð og gagnsæi“ Ítarleg skýrsla á borði ráðherra Inga skipar konu í stað karls í stjórn HMS Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Líkur á nýju gosi munu aukast þegar líða fer á haustið „Því miður er þetta þrautalending“ Reikningum Flokks fólksins lokað um stund Sjá meira
Yndisleg stund sem allir sem eigi fjölskyldur hljóti að skilja Rúmlega sjötíu manna hópur frá Gasa lenti á Keflavíkurflugvelli í dag og hitti loks ástvini og fjölskyldur á Íslandi. Aðstandendur mættu með blóm og í sínu fínasta pússi til að taka á móti fólkinu sínu en þeir þurftu þó að bíða í dágóðan tíma. Baráttufeðgin segja allt fjölskyldufólk á Íslandi hljóta að sjá fegurðina í sameiningu fjölskyldna eftir margra ára aðskilnað. 9. mars 2024 07:32
Hjartnæmar myndir af endurfundum palestínskra fjölskyldna Á áttunda tug palestínskra flóttamanna komu í dag til landsins í dag eftir að hafa hlotið dvalarleyfi á grundvelli fjölskyldusameiningar. Þau komu með rútu frá Keflavíkurflugvelli fyrr í kvöld og tóku fjölskyldur þeirra við þeim með faðmlögum, kossum og gleðitárum. 8. mars 2024 19:57